Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Bjartur sólargeisli - fyrsta barnabarnið

Mynd 2008 10 12 12 44 09Í dag fæddist yndisleg lítil stúlka, - en samt svo stór og skýr og lifandi, heilar 17 merkur að þyngd og 53 sentímetrar að lengd. Þetta er fyrst barnabarnið okkar Heiðu, dóttir Einars Axels þriðja barnsins okkar og Erlu unnustu hans. Mynd 2008 10 12 13 20 40Dásamlegur sólargeisli sem sópar í einni svipan í burtu öllu svartnættinu sem grúft hefur yfir fréttum. Svo heilbrigð og lifandi og virtist strax forvitin um tilveruna sem birtist henni. Ótrúlega þæg og róleg í fangi pabba síns sem var að rifna úr stolti og hamingju. Fæðingin var strembin en allt fór vel og undursamlegt hvernig erfiði fæðingarinnar víkur þegar barnið er komið í heiminnMynd 2008 10 12 13 21 32.


Stoltur af börnunum mínum í dag

SigurvegararYngri sonur okkar Einar Axel fékk 100 þúsund krónur í verðlaun fyrir fyrsta sæti í stæðrfræðikeppni framhaldsskólanna í gær, en fjögur eftsu sætin tryggja jafnframt sæti á Ólympíukeppninni í stærðfræði  sem verður í Víetnam í sumar. Einar er á þriðja ári í sínum menntaskóla og það verður nú í þriðja sinn í röð sem hann öðlast sæti í Ólympíukepninni. Fyrst í Mexikó en þar gekk einmitt yfir fellibylurinn Emily af styrknum 4-5 daginn áður en átti að halda heim, sama sumar og Katrín fór yfir New Orleans. Áður náðu þeir þó að sjá píramída Mayanna og margt fleira merkilegt. Í fyrra var keppnin í Slóveníu og var bæði Alpanna og Adríahafs vitjað og ísl liðið náði besta árangri sínum fram til þessa, og svo núna í Víetnam. Annars náði hann einnig ólýmpíusæti í eðlisfræði sem haldin verður í Íran í sumar en þar sem keppninar fara fram samtímis verður hann að velja aðra þeirra og fyrsta sætið í stæðrfræðinni fær að ráða því.

Sl. kvöld var líka mikil lukka á frumsýningu í Hagskóla þar sem þau yngri dóttir mín Hafdís Helga með Oddi vini sínu voru aðstoðarleikstjórar. Fyrir aðeins mánuði fóru þau með burðarhlutverk í uppfærslu Hamrahlíðarskólans, en auk þess hefur Hafdís verið með burðarhlutverk í allmörgum ungmennaleiksýningum öðrum, og annast götuleikhús með fleirum, en fyrst þó sem Sól litla í kvikmyndinni "Íslenski draumurinn".

Eldri dóttirin Jórunn Edda er við heimspekinám á Ítalíu og stendur sig frábærlega, var með 30, 28 og 30 af 30 mögulegum á munnlegum heimspekiprófum á ítölsku, þar sem bekkurinn (háskólinn) situr og hlustar á meðan prófað er. Þannig var það víst líka hér fyrir 40 árum. - En Ítalía er svo sannanlega (hugar)heimur útaf fyrir sig.

Haukur Már Helgason eslta "barnið" okkar 28 ára var fyrir nokkru að tryggja heimsókn heitasta heimspekingsins í dag Slavoj Zizek á næstu vikum, en Haukur þýddi eftir hann Órapláguna eða The Plague of Fantasies, sem vonandi nær að koma út í einhverju formu í tenglsum við heimsóknina.

 Eitt sinn sagði við mig vitur kona: „ef foreldrarnir eru ekki montnir af börnunum sínum er það enginn, - og einhver verður að vera það“.  - Ég get ekki neitað því að montið krefst útrásar í dag.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband