Borga foreldrum fyrir að senda börnin ekki í skóla...! ???

Landsfundur Sjálfstæðisflokks 10Deilan á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, um skólaskylduna og að allt eins sé hægt að borga foreldrum fyrir að hafa börnin heima í stað þess að senda þau í skóla, birtir svörtustu klær peningahyggju kapitalismans. Í landsfundum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks endurspeglast miklu skarpari og meiri hugmyndafræðilegur kontrast en ég hefði fyrirfram reiknað með og vonað, þ.e. ég hélt í alvöru að raunveruleg mannúðleg íhaldsstefna væri að ná yfirhöndinni hjá Sjálfstæðisflokknum. - En um leið verður mér á ný ljóst hve mikilvægt er að Samfylkingin nái vopnum sínum á ný og komi sterk til leiks.

Nú birtir Sjálfstæðisflokkurinn að þar hefur ekkert breyst þó Davíð sé farinn, flokkurinn er engu mannúðlegri eða mýkri heldur þvert á móti þar ræður sótsvartur og ómengaður kapitalsiminn enn á ný. Því verður Samfylkingin með hina alþjóðlegu jafnaðarstefnu að koma inn af afli hvert svo sem hlutfallslegt fylgi hennar verður, bara til að hér verði evrópskt mannúðarsamfélag en ekki bandariskt ofbeldissamfélag.

Það er réttur barnanna að þeim sé tryggð grunnmenntun á jafnréttisgrundvelli, einkaskólar sinna bara þeim auðveldu og arðbæru hinir verða flestir eftir í ríkisskólunum sem þá fyrst verða annarsflokks, og ef einkaskólanrnir munu geta tekið aukagjöld verða þeir bara fyrir þá efnuðu og fyrr þá aðrbæru sem ekki þurfa sérþjónustu. Ef svo í ofanálag á að bjóða foreldrum skólaféð fyrir að hafa börnin sín heima verða margir sem ekki geta annað hvort sem þeir eru færir um að uppfræða börnin eða ekki, loks þá er skóli ekki bara fræðsla hann er líka samfélag sem enginn fær í heimahúsi.


mbl.is Miklar umræður um skólamál á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er verið að tala um leikskóla ekki skóla. Það er ekki LEIKskólaskylda í landinu og fagna ég þessari áliktun. Ég vil hafa VAL um að senda börnin mín í leikskóla eða vera með þau heima.

Rakel (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 19:42

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ef eitthvað er að marka Morgunblaðið er athugasemd þín röng Rakel þar er berlega verið að tala um skóla en ekki leiksskóla. Bæði má skoða fréttina á linknum undir texta mínum en svo ég vitni beint í frétt Morgunblaðsins segir þar:

"Miklar umræður um skólamál á landsfundi

Miklar umræður urðu um ályktun um skóla- og fræðslumál á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag, þó einna mest um það hvort taka skyldi fram að í samræmi við grundvallarreglu um að fé fylgi barni skipti engu hvort sá styrkur færi til opinberra aðila, einkaaðila eða til heimilisins sjálfs."

Helgi Jóhann Hauksson, 14.4.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: Elías Theódórsson

Sjálfsögð mannréttindi fyrir foreldra að fá að ala upp sín börn sjálf. Af hverju á það bara að vera forréttindi efnameira fólks að leyfa sér þann munað að ala up sín börn? Ég naut þess að fá að ala upp mín börn án uppeldisstofnanna. Nýt þess raunar enn, en þau eru að nálgast unglingsárin.

Elías Theódórsson, 14.4.2007 kl. 21:15

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Skóli og skólaganga er ekki réttur foreldranna heldur réttur barnanna. Þau hafa hinsvegar ekki þroska og forsendur til að ákvða sjálf hvort þau fái grunnskólagögnu eða ekki og því ber samfélginu að sjá til þess á jafnréttisgrundvelli.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.4.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: Andrea

Ég ráðlegg þér að skoða ályktunina.

Það er verið að tala um ályktun skóla- og fræðslunefndar á leikskólamálum.

Blaðamanni ljáðist að taka það fram, með þeim afleiðingum að allt ætlar vitlaust að verða.

"...að allt eins sé hægt að borga foreldrum fyrir að hafa börnin heima í stað þess að senda þau í skóla, birtir svörtustu klær peningahyggju kapitalismans."

Ég verð að gagnrýna þessa setningu sérstaklega. Jafnvel þótt þú mundir skeyta leik- fyrir framan skóla, ert þú algjörlega á villigötum.
Málið snýst alls ekki um þetta sem þú segir, þetta snýst um það að einstaklingar hafi frelsi til þess að velja hvort þau láti börnin sín á leikskóla eða ekki. Þar sem það er ekki skólaskylda á leikskólastigi, finnst mér það vera sjálfsagður hlutur, enda breytir það engu fyrir ríkið hvort styrkurinn fari til opinberra aðila, einkaaðila eða heimilisins.

Með þessu er einungis verið að árétta rétt foreldra til þess að sjá um börnin sín sjálf í stað þess að vera tilneydd til þess að senda börnin í vistun á stofnun megin þorra dagsins.

Í sambandi við restina af færslunni, finnst mér þú fara ansi harkalegum orðum um sjálfstæðisflokkinn og það læðist að mér sá grunur að þú hafir ekki kynnt þér ályktanir flokksins á hinum ýmsu málefnum. Færsla þín einkennist af fordómum. Eins og ég sagði fyrr mæli ég með að þú lesir ályktanirnar og endurskoðir síðan færslu þína, þá a.m.k. á þeim grundvelli að þú slengir hér fram hverri rangfærslunni á fætur annarri.

Er það ekki mannúð, að veita fólki sem það kýs, tækifæri til þess að vera heima með ung börnin sín?

Andrea, 14.4.2007 kl. 23:50

6 identicon

nei Helgi ég er að fara með rétt mál. Það er verið að tala um LEIKSKÓlA þarna en ekki skóla... annað væri nú fásinna!

Rakel (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:53

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Heimakennsla er algjört glapræði. Leggja það á foreldra þótt þau vildu hafa börnin sín heima og kenna þeim sjálf, eigandi það á hættu að verða kærð til barnaverndarnefnar ef þau stæðu sig ekki í stykkinu. Krakkar hafa gaman að því að byrja í skóla. Þetta er stór áfangi fyrir þau og þeim finnst það mikil upplifun og stórkostlegt í langflestum tilvikum. Það hefur síast inn í vitund þeirra að það liggji fyrir þeim að byrja í skóla þegar þau hafa aldur til. Að taka það frá sumum börnum sem fengju heimakennslu væri mikil afturför og hrein heimska. Heimakennsla hefur ekki gefist vel í Ameríku. Enda er það land mikils ójöfnuðar eins og flestir vita.  Ég skil ekki einu sinni af hverju þessar umræður um heimakennslu komu upp á fundi sjálfstæðisflokksins.  Hvað er að fólki?  Allt annað með leikskólana. Sjálfsagt að fólk hafi val þar. En skólaskyldan á að vera áfram.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.4.2007 kl. 01:42

8 identicon

Hér er verið að tala um foreldra sem hafa kennararéttindi, að þau fái að kenna börnum sínum sjálf. Eru skólarnir ekki með ómenntaða leiðbeinendur að störfum. Aflið ykkur upplýsinga um þessi mál áður en þið byrjið á þessu sér-íslenska eiginhyggjuvits-fordómabulli. Börn sem fá heimakennslu geta ekki orðið stofnanaskemmd. Er það ekki gott fyrir þá sem það vilja. Þetta er mikið framfaramál. Kv. Davíð

Davíð (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 02:33

9 identicon

Einkavæða menntakerfið og fella niður skyldynám er sjálfsagt. Að vera þvingaður í eitthvað er þrældómur, sama hvort við erum að tala um fullorðna eða börn. Svo eins og einhver sagði er sjálfsagt að foreldrar hafi frelsi til þess að fara eigin leiðir í uppeldi, ríkið á ekki að ala upp börn. Ef bóndi vill sleppa því að senda börnin sín í nám og einfaldlega kenna þeim að taka við búskapnum þá ætti enginn að banna honum það, þeirra lífsstíll er ekkert verri en þeirra sem kjósa menntaveginn.  Og áður en einhver kemur með dómsdagsspár þá vil ég bara benda á það að 98% barna voru í námi þegar skólaskyldan var gerð formleg með landslögum.

Geiri (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 03:02

10 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Afturgengin heimgreiðsla - undir nýju nafni.

Úr ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins - kaflinn ber yfirheitð: Umhverfi skólastarfs "Landsfundur fagnar auknu valfrelsi foreldra sem orðið hefur á síðustu árum og áréttar að taka eigi upp þá grundvallarreglu að opinbert fé fylgi barni óháð vali á skóla. Auka má enn frekar fjölbreytni og ólíka kennsluhætti með því að styðja við mismunandi rekstrarform skóla."Hér eru skólar tilgreindir almennt og þar sem verið er að fjalla um öll skólastig hlýtur sá sem les að álykta að átt sé við alla skóla.hér er svo skólmálaálytunin í heild.

Kristín Dýrfjörð, 15.4.2007 kl. 10:44

11 Smámynd: Elías Theódórsson

Hanna Birna, ég nýt þess valkostar að vera utan stéttarfélaga. Það er EKKI skólakylda í Noregi, England, USA, Ástralíu og víðar. Í Englandi þurfa foreldrar að hafa stúdentspróf til þess að fá að kenna börnum sínum heima. Í USA er þetta frjálst og miljónir nemenda eru í heimakennslu, Frægu háskólarnir sækjast eftir heimaskóla nemendum. Það er í gangi tilraunaverkefni ráðuneytisins og tveggja fjölskyldna þar sem heimakennsla er stunduð og hefur komið vel út. Kennaraháskólinn er búinn að taka þetta út og útkoman var jákvæð. Sértaklega kom félagsfærni vel út, en það hafði verið efasemdir um þann þátt. Virðum mannréttindi.  

Elías Theódórsson, 15.4.2007 kl. 12:56

12 Smámynd: Elías Theódórsson

Margrét St Hafsteinsdóttir, heimaskóli er frábær leið til menntunar. Gengur vel hjá mörgum í USA. Þekkir þú engann sem komið hefur miður vel út úr grunnskóla? einelti, stríðni, eignast ekki vini ofl. Þetta snýst um valfrelsi. Þær fjölskyldur sem eru að heimaskóla börn sín hér á Íslandi eru undir eftirliti sveitarfélagsins. Kennari úr grunnskólanum kemur reglulega og fylgist með. Nú eru nokkur ár liðin frá því þetta verkefni hófst og viðhorfið í sveitarfélaginu og í grunnskólanum er mjög jákvætt.

Elías Theódórsson, 15.4.2007 kl. 13:01

13 Smámynd: Elías Theódórsson

Takk fyrir stuðninginn óskráður Davíð, Foreldri er fullfær að kenna barni sínu þótt hann hafi ekki kennararéttindi. Rannsóknir í USA hafa sýnt að svo sé, í sumum tilvikum standa þeir sig betur. Jón Sigurðson forseti, var heimaskólaður af ómenntaðri móður sinni, já já það var í gamla daga en hann skaraði framúr á sínum tíma.

Elías Theódórsson, 15.4.2007 kl. 13:04

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Menn eru sífellt að færa fram rök um frelsi foreldra þegar hinsvegar rétturinn til skólagöngu er á engan hátt réttur foreldra heldur réttur barnsins. Það er barnið sem á rétt á að fá það uppvaxtarumhverfi að barnið í senn fái sína grunnmenntun, reynslu af þekkingarleit í samstarfi við aðra og tækifæri til að þroskast og alast upp í uppbyggilegu samfélagi við önnur börn. - Barnið er ekki á þessu stigi fært um að meta og ákveða sjálft hvort skólaganga sem slík sé því til góðs eða ekki. Þessvegna má einfaldlega ekki svipta barninu þessum rétti til að þvi sé séð fyrir skólgöngu og stilla misviturm og misefnuðum foreldrum upp fyrir þeim valkosti að fá í eigin vasa þær 500 þúsund krónur sem skólaganga barns kostar á ári gegn því að taka barnið úr skóla. Það eru grunndvallar mannréttindi barnsins að foreldrum þeirra sé ekki stillt upp fyrir þessum valkostum og að ekki sé látið sem þessi grunnréttindi barnsins þurfi að víkja fyrir meintum réttindum foreldranna til að fara með barn sem hverja aðra og eign sína.

Helgi Jóhann Hauksson, 15.4.2007 kl. 14:12

15 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er sammála Helga Jóhanni.   

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.4.2007 kl. 19:24

16 Smámynd: Elías Theódórsson

Þetta snýst ekki um peninga. Foreldrar barna sem eru í heimaskóla hér á landi fá enga opinbera fjárhagsaðstoð. Foreldrarnir eru að borga brúsann! En hvað með foreldra sem ekki hafa efni á þessum munaði. Réttindi barna, 14 ára stúlka sem hefur verið í heimaskóla þar til í vetur er afskaplega ánægð með að hafa fengið þau forréttindi að vera í heimaskóla. Henni gengur mjög vel í grunnskólanum og vill hafa tækifæri til að leyfa sínum börnum að upplifa það sama óháð efnahag sínum.

Elías Theódórsson, 15.4.2007 kl. 19:33

17 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Íslenska skólakerfið hefur þrátt fyrir smávægilega galla skilað fullt af prýðisgóðum einstaklingum sl. áratugi. Og uppeldishlutverk hefur skólakerfið sannarlega, ríkið þ.a.l. (sorrý, stuttbuxnadeild). 6 ára börn í 5 tíma á dag einhvers staðar þýðir uppeldishlutverk, sorrý kids. Hvort sem um Kaþólska einkaskóla eða ríkisrekna skóla er að ræða.

Málið fyrir mér er einfalt: Ríkið er tól okkar til að fá fram uppeldishlutverk á börnum okkar sem samræmist okkar kröfum. Uppeldishlutverkið er í formi menntunar og það ber að hafa skólana eins góða og mögulegt er, fyrir sem flesta nemendur. Þetta kostar aðallega umræðu og aðhald.

Tal um einkaskóla, heimakennslu er utan við þennan kjarna og ég efast ekki um að þegar almenningsskólarnir eru nógu góðir þá þarf enginnn á einkaskóla að halda.

Tal um að taka pening úr grunnskólakerfinu og gefa foreldrum tékka sem svarar kostnaði eins nemanda rýrir sannarlega gæði kerfisins í heild sinni. Ekki einungis rekstrarlega séð (það þarf samt húsvörð), heldur líka í formi sýkts hugarfars sem segir að kerfið sé ekki nógu gott, jafnvel þó það sé fullnægjandi. Nei einkaskólatal er tal um aukna stéttaskiptingu og með ágætu skólakerfi er slíkt meira og minna elítista-snobb. fyrir utan einhver frávik.

Allt tal um að bylta grunnkerfinu er tóm þvæla þegar það hefur bæði reynst vel og líka ef ekki er fyrst leyst aðalmálið, sem er að bæta skólana fyrir sem allra flesta, þ.e.a.s. öll börn. Bætt aðstaða til íþrótta, tónlistar etc etc.

Ólafur Þórðarson, 15.4.2007 kl. 21:45

18 Smámynd: Auðun Gíslason

Hvað er nú verið að vitna í einhverjar ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokksins? SUSarar segja að þær seu marklaus plögg! Annars er um það að segja, að þeir foreldrar einir hafa efni á að senda börn sín EKKI í leikskóla er efnafólk. Þannig að það er óþarfi að ríkissjóður sé að hygla því liði meira en orðið er. Nóg er nú samt! Hægrimenn skilja auk þessa ekki gildi skólakerfisins þegar kemur að félagsþroska barn eða þeim finnst kannski óþarfi að þroska með börnum sínum félags- og samkennd og hæfileikann til að vera innanum annað fólk! Og svo eitt! Hvað finnst börnum þessa fólks? Ætli þeim myndi finnast meira skemmtilegt og örvandi að hanga heima með mömmu sinni eða pabba? Það er ekki að spyrja að því þegar sumt fólk heyrir hringla í krónum og aurum!

Auðun Gíslason, 16.4.2007 kl. 10:16

19 Smámynd: Elías Theódórsson

Heimaskóli er enn ekki leyfður nema með undaþágum. Það fylgir ekkert fé þeim sem fá undanþágur. Peningurinn er ekki aðalatriðið heldur valkosturinn um að fá að ala upp sitt barn sjálf/sjálfur.

Elías Theódórsson, 16.4.2007 kl. 15:10

20 Smámynd: Elías Theódórsson

Kíkið á www.homeschool.com

Elías Theódórsson, 16.4.2007 kl. 15:24

21 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það geta verið allskonar ástæður hvers vegna fólk kýs heimaskólun. Sumar eru bara betri en aðrar, t.d. ef foreldri er vitavörður á Hornbjargi eða einhvers konar sérstakar aðstæður hjá barninu. Í þeim tilfellum finnst manni sjálfsagt að veita styrk til kennslu og hafa aðhald úr sjálfu skólakerfinu. Þetta fer þó varla yfir einu prósenti barna.

Ólafur Þórðarson, 16.4.2007 kl. 20:57

22 Smámynd: Elías Theódórsson

Sé ekki fyrir mér að þetta verði mjög stór hópur. Þjóðfélagið þarf að vera jákvætt gangvart þeim sem ekki fylgja fjöldanum. Fyrsta skrefið er að leyfa þetta þeim sem þess óska.

Elías Theódórsson, 17.4.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband