Glæsilegir foringjar en röng stefna og alltof mikill spuni

Landsfundur Sjálfstæðisflokks 03Þorgerður Katrín sérstaklega en Geir Haarde einnig virðast vera í sínu besta formi þessa dagana. Bæði eru þau glæsileg og flott og full af heibrigðri orku, bera sig af öryggi og stillingu og eru afar vel undirbúin um hvernig þau ætla að leggja fram sín mál. Ég leyfi mér að dáðst að þeim báðum.Smile

WounderingÞegar hinsvegar vel undirbúinn spuninn sem sérstaklega Geir ber á borð með öfugum formerkjum á grundvallar upplýsingar eins og um skatta og skattbirði, efnahagsstjórnina og ástæður hagvaxtarins, misskiptingu og stöðu öryrkja er kominn í gang fer það þó nærri því að svipta mig þeirri ánægju að geta dáðst að þeim, þegar við bætist að einkahyggja á kostnað samstöðu og samkenndar í samfélaginu virðist nú enn harðna í stefnu Sjálfstæðisflokksins er enn mikilvægara en áður að við kjósum útfrá grundvallargildum, stefnuskrám og verkum manna í reynd en lítum fram hjá eligans þessara ágætu persóna, og kjósum nú loks mannúðarhugsjón jafnaðarstefnunnar til alvöru valda og áhrifa á ný.

Mynd_ 2007-04-13 17-12-40BÉg studdi Össur Skarphéðinsson opinberlega í formannsslagnum í Samfylkingunni sem stóð frá mínum sjónarhóli á milli tveggja öflugra foringja og mismunandi hugmynda um forsendur að áframhaldandi uppbygginu flokksins, ég hef líka lengi verið aðdáandi Jóns Baldvins en lít til hugmynda Vilmundar Gylfasonar heitins sem forsendur að lýðræðuslegum flokki og samfélagi og hef gert upp við mig nú að aldrei hefur verið mikilvægara að veita jafnaðarmannaflokknum þ.e. Samfylkingunni, formanni hans og þingmannsefnum stuðning en í komandi kosningum. 

Ingibjörg Sólrún var glimrandi í Silfri Egils í dag, loksins afslöppuð á ný og naut þess greinilega hve öflugur og vel heppnaður landsfundurinn var. Það er stundum þannig með handboltalandsliðið þegar það er óvænt undir í leik sem það ætlaði að vinna að þegar tapið virðist blasa við og öllum augljóst, nær liðið loks að hrista af sér stressið og sýna sitt rétta andlit og vinna. Þannig fannst mér Ingibjörg vera í Silfri Egils í dag, það er engu að tapa lengur nema stressinu og hræðslunni við tapið, ég vona því að nú sé það farið og formið komið.

Landsfundur Samfylkingarinnar 15Áherslur norrænu forkvennanna á velferðarsamfélagið og jafnaðarstefnuna sem forsendu hagvaxtar en ekki dragbít voru afar mikilvægar og í sama anda og ég hef verið af veikum mætti að reyna koma á framfæri að ætti að vera megin upplegg Samfylkingarinnar, og einnig að konur þurfi ekki að látast hafnar yfir karla eða betri en þeir né að líkja eftir þeim til að gera tilkall til valda heldur séu þær einfaldlega helmingur mannkyns og beri áhrif eftir því, mér finnst þessar áherslur nú loks hafa náð í gegn með þeim Helle Thorning-Smith og Monu Sahlin.

Svona víðsýn, flæðandi og afslöppuð eins og Ingibjörg Sólrún var í Silfri Egils í dag slær hún öllum öðrum við.


mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér, Ingibjörg var flott í Silfri Egils í dag. Hún er rökföst, yfirveguð og menn koma ekki að tómum kofanum hjá henni þegar hugmyndafræði stjórnmálanna eru rædd.

Ingibjörg er langmálefnalegasti formaður stjórnmálaflokks á Íslandi í dag. Var einnig ánægður með þetta að konur eru hvorki betri né verri en karlmenn, heldur helmingur mannkyns og aðkoma þeirra að sjórnmálum er því mjög mikilvæg. Ekki bara að hafa konur með körlunum, heldur að þær séu einnig leiðtogar og gerendur í pólítík. Þessi hugsun mætti vera meira til staðar í íslenskri pólitík.

En Ingibjörg, æðisleg!

Gilbaugur (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gaman að lesa pistlana þína.  Mér finnst sjálfstæðisflokkurinn einkennast af svo miklum flottræfilshætti og höfði sterkt til egosins. Þetta er flokkur sem sem ýtir sterkt undir þær tilhneigingar fólks að finnast að sumir hafi miklu meiri rétt en aðrir að njóta ávaxtanna af basli heillar þjóðar. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.4.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband