En hvað þarf að veiða marga hvali til að halda stofnunum niðri?

Brimið brýtur ströndinaEins og ég benti á hér fyrr héldum við því fram þegar við veiddum að jafnaði um 500 hvali að þær veiðar hefðu engin áhrif á stofnana, sama höfum við sagt um "vísindaveiðar" okkar að þær hefðu engin áhrif á stofnstærðir hvala sem fara um hafsvæði Íslands. Nú segir hinsvegar sjávarútvegsráðherra við Sky sjónvarpið að við verðum að veiða hvali til að halda jafnvægi í lífríki hafsins. Þá er eðlilegt að spurt sé: hvað þurfa íslendingar að veiða marga hvali á ári til að geta haldið niðri stofnum sem 500 dýra veiði hafði engin áhrif á (ef eitthvað er að marka okkar eigin málflutning og röksemdarfærslur)? 

Hvort myndu hvalveiðarnar vera sjálfbærar þ.e. ekki skerða eða raska stofnunum? - eða  værum við að veiða til að minnka og halda niðri hvalastofnunum svo þeir tækju ekki frá okkur fisk? - Og hvað  marga hvali þyrftum við Íslendingar að veiða til að geta haft slík árhrif á stofnana ein og sér án veiða stóru hvalveiðiþjóðanna sem veiddu svo margfalt meira en við svo sem Rússar, Portúgalir, Norðmenn, Bandaríkjamenn og Kanadamenn?


mbl.is Japanar segjast ekki hætta við áform um hnúfubakaveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband