Stærðfræðiliðið farið til Hanoi höfuðborgar Vietnam

Rétt í þessu var hópur ungmenna, landsliðið í stærðfræði að leggja upp í langferð til Hanoi höfuðborgar Vítetnam til að keppa á árlegu Ólympíumóti ungmenna í stærðfræði. Á þessari mynd er allur hópurinn með fararstjóra sínum saman kominn við leigubílinn til Keflavíkur. Frá vinstri er Ögmundur Eiríksson, Einar Axel Helgason, Jón Benidiktsson, Pétur Orri Ragnarsson, Hlín Vilhjálmsdóttir Önnudóttir, Guðmundur Reynir Gunnarsson og fararstjóri hópsins er Auðunn Sæmundsson stærðfræðikennari.
Stærðfræðilið á leið til Víetnam
Það er gaman að Laugvetningurinn Ögmundur Eiríksson vann sér sæti í liðinu og svo ein stelpa Hlín Vilhjálmsdóttir Önnudóttir er í hópnum en of oft eru eingöngu strákar sem vinna sér sæti. Sæti vinnast með framstöðu í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og á Norðurlandamóti sem all nokkur hópur þeirra efstu fær rétt til að keppa á en það fer fram í hverju landi (án ferðalaga milli landa).
Jón, Pétur, Guðmundur og Einar hafa allir talsverða reynslu af þátttöku í liðinu voru t.d. allir á Ólympíumótinu í fyrra í Slóveníu og hafa farið á Balkanmót en Einar Axel er með mesta reynslu þeirra sem eru í hópnum og sigraði í stæðrfræðikeppni framhaldsskólanna í vor og er að fara sína 6. keppnisferð nú. Einar á þó eitt námsár eftir og lýkur væntanlega stúdentsprófi næsta ár.

Einar Axel var fyrst valinn til að fara á Balkanmótið í Lettlandi haustið 2004 á sínu fyrsta ári í menntaskóla eftir forkeppni framhaldsskólanna og svo á Ólympíumótið á Yuctanskaganum í Mexico sumarið eftir þ.e. 2005. Það var fellbyljasumarið mikla þegar Katrín lét til sín taka í USA en yfir Yuctanskagann í Mexico gekk 4ðu gráðu fellibylurinn Emilía síðustu daga mótsins. Sem betur fer gerði Emilía það eins snyrtilega og hægt er að ætlast til af  4ðu gráðu fellibyl sem meira að segja skömmu áður sló upp í 5tu og efstu gráðu. – Ég verð að viðurkenna að mér stóð alls ekki á sama um soninn þegar ég fylgdist með veðurtunglamyndum af fellibylnum á internetinu og sá auga bylsins nálgast stöðugt Yucatan Skagann og stefna beint á Merida höfuðborg skagans þar sem mótið var haldið og hópurinn hafðist við. Það fór þó allt á besta veg , með undarlegum hætti þræddi bylurinn framahjá Cancun og beygði svo rétt til hægri með megin afl sitt framjá Merida (sjá mynd af veðurvef - smella til að stækka).

Mexíkó 2005 - pýramídinn nú eitt af undrum veraldar

IMG_0071En nú hefur aðal pýramídinn á svæðinu (Yukatanskaganum í Mexikó) verið valinn eitt af 7 undrum veraldar ef ég hef skilið rétt, og með leyfi Einars eru hér nokkrar myndir þar sem hópurinn fór og skoðaði pýramídann. Það vekur athygli hvað hann er brattur. IMG_0065IMG_0066IMG_0067IMG_0064Fyrir ferðamenn hefur verið lagður kaðall eftir miðjum tröppunum til að halda sér í. Það er kannski ekki nema von að yfirvöld í Mexíkó óttist of mikla ágengni við pýramídann eftir valið, því ekki aðeins troðast tröppur hans og umhverfi örar niður heldur eykst líka slysahætta þegar mikill fjöldi er í tröppum pýramídans í einu.

Eins og fyrr sagði  er Einar Axel er að fara sína sjöttu keppnisferð með stærðfræðiliðinu og í þriðja sinn á Ólympíumót og nú til Víetnam, hann vann sér líka sæti í Ólympíuliðið í eðlisfræði sem er nú í Íran á sama tíma og stærðfræðiliðið leggur af stað til Víetnam og þurfti því að velja annað hvort og tók stærðifræðilið framyfir enda árangur hans betri þar (fyrsta sæti) og reynslan meiri.

Það má þó hafa til marks um hve seinna en aðrar þjóðir við ljúkum stúdentsprófum að þó Einar eigi eitt námsár eftir í eðlilegu námsferli getur hann ekki tekið þátt í Ólympíumótinu næsta sumar því þann 11. júní 2008 um mánuði fyrir mótið næsta ár verður hann orðinn 20 ára. Mótin miða við framhaldsskólanemendur en þó ekki deginum eldri en tvítugt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Til hamingju með strákinn, Helgi. Vegni honum sem best austur þar!

Það er líka gaman að segja frá því að ég gekk upp (og niður) þennan píramída á fimmtugsafmælinu mínu hér um árið. Ég fór tröppurnar vinstra megin (líklega á suðurhliðinni) en þar var enginn kaðall. Ég gekk þær rösklega og það var gaman að sjá furðusvipinn á liðinu sem skreið upp og niður allt í kringum mig. Ég er sennilega of vitlaus til að vera lofthræddur.

Ár & síð, 21.7.2007 kl. 20:56

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk Matthías, Gaman að þú hafir komið þarna. Varstu þá í Cancun eða...? Annars vegna þess að þú ert kennari þá varð það mér svolítið umhugsunarefni þegar strákarnir voru spurðir hverjir væru líklegusti sigurvegarar keppninnar og þeir svöruðu um hæl: "Kína, Íran og Bandaríkin, þeir hafa unnið allt undanfarin ár." - Þ.e. stríðshræddustu þjóðirnar ala af sér flesta öluga stærðfræðinga á framhaldsskólaaldri. Það hlýtur að vera spurning um áherslur í skólastarfi og kennslu sem ræður því.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.7.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: Ár & síð

Já, ég var í þeirri túrhestagildru í rúma viku en gæti vel hugsað mér að fara aftur til Júkatan.

Þegar stórt er spurt... Nú veit ég ekki hvort Íranar eru mjög stríðshræddir en hitt er ljóst að Kínamúrinn sýnir landlægan ótta við umheiminn og sama má segja um margþættar varnir Bandaríkjamanna. Kannski sýnir þetta að þeir, sem stendur ógn af umheiminum, leggja meiri áherslu á raungreinar en þær huglægu. Allar alhæfingar eru þó varasamar eins og þú veist manna best

Sumarkveðjur frá Fjóni til þín og þinna.

Matthías

Ár & síð, 22.7.2007 kl. 19:44

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jæja, nú eru þau væntanlega um það bil að vakna af sínum fyrsta nætursvefni í Hanoi. Það var fyrst flogið til London og gist nótt við flugvöllinn og síðan tók við 13 tíma flug til Kuala Lumpur í Malasíu og þaðan nærri fjögurra klukkutíma flug til Hanoi. Ég fékk skilaboð frá Einari í London um að fluginu til Malasíu hefði seinkað um einn og hálfan klukkutíma. Þar sem aðeins voru rúmir tveir tímar á milli flugvélanna í Malasíu eftir 13 tíma flug þangað mátti augljóslega ekki við frekari seinkun. Ég fékk svo SMS skilaboð frá Einari í Kuala Lumpur að flugvöllurinn virtist þægilegur og auðveldur og að svo virtist sem ekkert mál væri að ná framfluginu þó aðeins 25 mínútur væru til stefnu.  All nokkur tími leið svo frá því flugið til Hanoi átti að vera lent þar til ég fékk aftur skilaboð og vorum við farin að halda að GSM símar virkuðu ekki í Víetnam, - en viti menn skilaboðin komu úr rútu á leið frá flugvellinum til áfangastaðar. Þar sagði Einar að það væri rosalega heitt enda má sjá á alþjóðlegum veðurvefum að þar er nú regntíminn með yfir 90% raka í lofti og yfir 35 gráðu hita. - Ekki kannksi bestu aðstæður fyrir Íslendinga en í ofanálag er 7 stunda tímamismunur.  - Engu að síður spennandi reynsla sem þau munu áreiðanlega búa að lengi.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.7.2007 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband