Íbúafundur um málefni Nónhæðar og Arnarsmára 32

Fyrirhugaður er íbúafundur um málefni Nónhæðar og Arnarsmára 32 fimmtudaginn 9. ágúst n.k. kl 20:00.  Fundurinn verður haldinn í íþróttahúsinu Smáranum, á annarri hæð. 

Á fundinum verður m.a. farið yfir það sem undirbúningshópur hefur unnið að frá kynningarfundi bæjaryfirvalda í lok júní s.l. og lagðar fram tillögur um stofnun íbúasamtaka í hverfinu og skipun stjórnar.

Þetta er fundur sem skiptir alla íbúa Smárahverfis máli og því eru þeir eindregið hvattir til þess að mæta á hann. sjá meira hér

 ------

Hér á þessu korti, þar sem ég hef teiknað rauðar leiðir inná bút af aðalskipulagi Kópavogs (smella til að stækka) sést hvernig Nónhæð og góður göngustígur sem liggur upp hana er rökréttasta göngu- og hjólatengingin milli útivistarsvæðanna í gamla- og nýja Kópavogi alla leið að Elliðavatni. Meira að segja nýtast þá reiðstígarnir og reiðstígakerfið frá Gustssvæðinu sem mikið hefur verið lagt í en mun daga uppi þegar hesthúsasvæði Gusts verður tekið undir atvinnubyggð, en það er hér rétt handan við  Reykjanesbrautina. Þessum möguleika væri fórnað ef menn skoða ekki skipulagið frá heildarhagsmunum og  með  heildarsýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það stígakerfi sem Kópavogsbær hefur nú þegar er mjög gott. Það að fá síðan tengingu upp göngustíginn upp á Nónhæð og þaðan alla leið upp að Elliðavatni er einmitt sú framtíðarsýn sem þyrfti að horfa til.  Hvatning til útivistar er mikil í þjóðfélaginu og það að Kópavogur gæti verið í fararbroddi  að sýna að hér sé ríkjandi sú stefna að stuðla að útivist væri Kópavogi til sóma. 

 Væri það ekki ótrúlega flott fyrir Kópavogsbæ að hafa tengingu innan bæjarfélagsins milli allra hverfa bæjarins.  Það sem hefur verið gert á útivistarsvæðum Kópavogs er bænum til sóma.  Kópavogsdalurinn er til að mynda orðinn mjög fallegur.

 Væri það ekki frábært tækifæri fyrir Kópavogsbæ að Nónhæðin yrði þessi tenging áleiðis upp að Elliðavatni.

Guðrún Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 22:33

2 identicon

Kópavogur er svolítið sundurlaus eins og er og tognar undarlega frá gamla hlutanum yfir í Elliðavatnssvæðið og ætti því alls ekki að loka á neina góða möguleika til að tengja saman bæjarhlutana og þá ekki aðeins með hraðbrautum heldur ekki síður um græn og fögur svæði með göngu- og hjólaleiðum. Flott og aðlaðandi útsýnis- og garðasvæði á Nónhæð eins og aðalskipuleg hefur fram til þessa gert ráð fyrir er augljóslega góður kostur til þess.

Valur (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 14:41

3 identicon

Vona að ykkur gangi sem best, þið hafið verðugan málsstað ekki bara í ykkar þágu heldur okkar allra Kópavogsbúa, -og svo það að bæjarstjórnarmenn um allt höfuðborgarsvæðið hvar í flokki sem þeir eru virðast búnir að fela öll völd í hendur gróðadrauma verktakanna án tillits til hagsmuna bæjarbúa. Ágætur bæjarstjóri ykkar hefur sagt að verktakar verði líka að fá að vera til sem auðvitað er rétt en hvernig væri að þeir ynnu í okkar þágu en ekki öfugt, er það ekki hlutverk þeirra, eru það ekki bæjarbúar og bæjarstjórn sem eiga að fá þá til að framkvæma það sem þeir ákveða en ekki öfugt. Bæjarstjórnir á öllu höfuðborgarsvæðinu virðast ekki nenna að fyglja metnaðarfullu skipulagi sem auðvitað hefur alltaf í för með sér kostnað heldur þyggja þeir hvað sem verktakar færa þeim og gefur mestan pening eða kostar bæjarsjóð sem minnst alveg óhæða lífsgæðum þeirra sem fyrir eru.

Guðm J (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband