Afhentum mótmælalista meirihluta íbúa

Mótmæli afhentUm hádegisbilið gengu fulltrúar íbúasamtakanna „Betri Nónhæð“ á fund bæjaryfirvalda í Kópavogi til að afhenda þeim undirskrifuð mótmæli um 600 íbúa auk velunnara leiksskólans Arnarsmára, alls 650. Því miður sá Gunnar I Birgisson sér ekki fært að veita þeim viðtöku en vísaði á skipulagsstjóra Smára Smárason. 

Auk undirskrifta kosningabærra íbúa hverfisins voru færð hugnæm skilaboð frá börnum á leikskólanum Arnarsmára.

Texti undirskriftalistanna var svohljóðandi:

Mótmæli vegna breytinga á skipulagi
Nónhæðar og Arnarsmára 32
 
Við undirrituð,  íbúar Smárahverfis ofan Fífuhvammsvegar, mótmælum eindregið fyrirætlunum um breytt aðalskipulag fyrir Arnarsmára 32 og Nónhæð (Arnarsmára 36).  Við krefjumst þess að áfram verði gert ráð fyrir að svæðin þjóni fyrst og fremst íbúunum m.a. með görðum og grænum svæðum í anda þess sem heitið var þegar hverfið var skipulagt í upphafi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi verða innsend mótmæli ekki færri.

Kristrún (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 18:45

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Smára skipulagsstjóra varð á orði að tölvupósthólfið hans væri fullt hvern dag síðustu  daga vegna sendinga mótmælenda, svo það horfir vel um það.  Enn má skila fullgildum mótmælum til kl 15 á morgun þann 21. Gott að minna alla heimilsmenn og kunningja sína á að senda sín andmæli á skipulag@kopavogur.is eða á skrifstofu skipulagsins.

Þetta þarf ekki að vera flókið hver seting gerir sitt gagn og fjöldii andmælenda telur og ræður framhaldinu, en takið fram hverju er verið að andmæla.

Helgi Jóhann Hauksson, 20.8.2007 kl. 20:13

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Flott framtak sem vonandi skilar árangri. Er búin að leggja mitt litla lóð á vogarskálarnar með því að senda tölvupóst til skipulagsins.

Svala Jónsdóttir, 20.8.2007 kl. 22:33

4 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Það er frábær árangur hjá ykkur að vera búin að snúa við sköðunum skipulagsyfirvalda. Eða var það ekki rétt sem ég heyrði að ákveðið hefði verið að fara eftir núgildandi aðalskipulagi.

Brynjar Hólm Bjarnason, 28.8.2007 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband