Hver skilur m/sek??? - 137 m/sek er 493 km hraði á klst!

StormurHversvegna í ósköpunum fóru veðurfræðingar að segja okkur hraða vinds í metrum á sekúndu í stað þess að taka upp sömu sjónarmið og virðast ráða víðast í heiminum að nota algengustu hraðaeiningu á hverju svæði.  -Oftast kílómetra á klukkustund (km/h) en  „mph“ eða mílur á klukkustund þar sem það er algengasta hraðaeining t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Mesta vindhviða á Veiðivatnahrauni vestan Vatnajökuls mældist 137 m/s samkvæmt veðurathugun Veðurstofunnar klukkan tíu í kvöld. Annars mældist þar sunnan 48 m/

Það er ansi kröftugur vindur sem fer í kviðum í 137 m/sek - en skiljum við almennilega þessa mælieiningu m/sek - hvers vegna var hún tekin upp? - og hvers vegna var skrefið ekki stigið alla leið frá vindstigum til þeirrar mælieingar sem við notum mest fyrir hraða þ.e. „kílómetra á klukkustund“?

Í fljótu bragði virðist á veðurvefum annarra þjóða helst vera notaðar tvennskonar mælieiningar fyrir vindhraða þ.e. mph eða mílur á  klukkustund og  km/h eða kílómetrar á klukkustund. Hversvegna í ósköpunum er vindur á Íslandi kynntur okkur almenningi í mælieiningu sem við þekkjum ekki í neinu öðru samhengi nema úr dæmatímum í eðlisfræði? - Veðurfræðingar mættu við sín fræðistörf mínvegna nota hvaða reiknieiningu sem er en þegar þeir segja okkur almenningi veðurfréttir ættu þeir að nota einingar sem við skiljum og höfum raunreynslu af til samanburðar.

„137 m/sek“ segir okkur í raun ekki neitt en „493 kílómetra hraði“ segir okkur helling.

Vel að merkja þá eru „metrar á sekúndu“ engu nákvæmari eða ónákvæmari mælieining en „kílómetrar á klukkustund“, né er munur á nákvæmni þeirra tveggja og „mph“ eða mílum á klukkustund.  Einföld formúla breytir einni þessara eininga í hverja hinna sem er án þess að óvissa eða marktækni raskist.


mbl.is Mesta hviða 137 m/s
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, ég hugsaði einmitt eins og þú fyrir nokkrum árum þegar mælieining fyrir vindhraða var breytt og fannst fáránlegt að nota ekki km/klst. Hinsvegar tók það ekki nema nokkrar vikur að venjast m/s og ég myndi ekki vilja breyta í neitt annað. Rökin fyrir að nota m/s gætu verið að m/s er grunnmælieining fyrir hraða. Það er líka auðveldara að átta sig á m/s en km/klst ef þú þekkir lítið til metrakerfisins. Svo eru m/s minni tölur en km/klst sem gefur veðurfræðingum meiri skekkjumörk en km/klst fyrir utan að það er auðveldara að setja slíkar tölur fram.

Þú skrifaðir að 137 m/s segi þér ekki neitt en ættir að vita að 30 m/s er ofsaveður og því 107 m/s í viðbót... Hugsanlega finnst þér betra að heyra 493 km/klst og hugsa; jájá svona mitt á milli bíls og þotu, en segir þér það eitthvað meiri um vindinn sem slíkan eða hvað hann getur gert?? Og svo eru þetta háar tölur nær aldrei í umræðunni.

Að lokum held ég að við ættum ekki að fara að taka bandaríkjamenn til fyrirmyndar þegar við erum að ákveða mælieingar.

Sigfús (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 10:28

2 identicon

Sæll,

alls staðar þar sem ég hef búið í heiminum var vindhraði gefinn álíka oft í einingunni m/s og km/h (nema í bandaríkjunum, þar sem íbúar eru en fastir í hugmyndum miðalda). Síðan ætti hver sem er sem kominn er yfir 6 ára aldur að geta snarmargfaldað með 3.6 í hugareikningi til að fara úr m/s yfir í km/h.

Tomas (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:35

3 identicon

Sæll...

Ég skil ekkert hvað þú ert að fara...

Þú segist ekki skilja hvað 137 metrar á sekúndu er mikið en þykist þó gera þér fulla grein fyrir því hvað tæpir 500 kílómetrar á sekúndu er?

Það þykir mér undarleg fræði...

Það er varla erfitt að sirka út hundrað metra...svo teluru í eina sekúndu...

nei - eitthvað segir mér að þig hafi vantað eitthvað gáfulegra til að röfla yfir?

493 kílómetrar á sekúndu segir þér ekkert annað en að þú keyrir u.þ.b. 5 sinnum hægar... þú ætlar þó varla að þykjast gera þér grein fyrir kílómetrum betur heldur en metrum?

Kv.

Hjörtur A. Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 16:44

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hjörtur: Kannski kki skrítið að þú skiljir ekki, því þú virðist bæði hugsa, álykta og tjá þig eftir leiðum, sem virðast ofar öllum almennum skilningi.  Ég persónulega botna ekkert í hryssingi þínum né því hverju þú ert að koma á framfæri.  Hraðamælingar í km á kls. er almennara en m á sek.og setur hraða í skiljanlegra samhengi fyrir almenningi en hin skilgreiningin.

Annars botna ég ekkert í argumenti þínu, svo þú ert ekki einn um að vera skilningsvana hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Punkturinn hjá mér var einfaldlega sá að við ættum að nota sömu einingu fyrir allar hraðamælingar hvort sem er hraðann á hjólinu, bílnum, þotunni eða vindinum. Það gefur okkur viðmiðun og skilning. - Ég kenndi eðlisfræði í mörg ár og veit allt um hvað einingin sem slík merkir þ.e. m/s eða metrar á sekúndu, en líka afar vel mikilvægi þess að fólk fái tengingu og viðmiðun við það sem það þekkir. Ég þekki líka þau rök veðurfræðinga að gott sé að notast við grunneingar metrakerfisins metra og sekúndur en ekki kílómetra og klukkustundir. En hafi verið gott fyrir eðlisfræðinga fyrir áratugum að sleppa við umreikninga úr grunneiningum í aðrar en skiljanlegri stærðir innan SI einingakerfisins, þá er það löngu liðin tíð því þetta er svo einföld aðgerð í tölvum.

Tilefnið að þessu skrifum mínum er að fullorðið fólk sem ég var að segja frá vindstyrknum 137 m/s í hviðum gerði sér enga grein fyrir hve mikill vindhraði það var fyrr en ég snéri því í 493 kílómetra hraða á klukkustund.

Hjörtur hér að ofan sýnir skýrt hve mikilvægt er að hafa alltaf hraða í sömu einingum þ.e. km/klst - því hann skilur augjlóslega ekkert í einingunum og mismun þeirra.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.2.2008 kl. 19:51

6 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Hver ætli vindhraðinn sé á auðri jörð til að kallast hönnunarstormur ?

Pétur Þorleifsson , 9.2.2008 kl. 21:21

7 identicon

Góður punktur! Hef oft velt þessu fyrir mér...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:06

8 identicon

Komdu sæll. Ég er alveg sammála þér, ég get ekki skilið þetta hversvegna þetta var gert. Ég spurði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing, en hann svaraði spurningunni ekki. Sömuleiðis hef ég spurt Trausta Jónsson líka en bara fengið loðin svör og eiginlega enga skýringu.

Ég er búinn að vera búsettur erlendis í meira en 30 ár. Alstaðar þar sem ég hef búið eru notuð vindstig. Hérna í Hollandi til dæmis, um daginn þá var 9 vindstig, negen in windkracht, windkraft á þýzku. Vindstyrke nota danir ennþá, og bretar nota með kílómetramælingunni gailforce. Þannig má lengi telja. Ég sé þetta í fréttunum á hverjum degi, en þegar ég nefni það heima á Íslandi þá segja flestir mig bara ljúga. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:52

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér þætti gaman að fá skýringu á því hvers vegna veðurstofa skipti úr vindstigum í metra á sekúndu á sínum tíma.

En ég er hissa á því að grein Helga hér á undan, Það má þó segja frá snjóflóðunum núna skuli ekki fá meiri athygli bloggara, á þessum tíma þegar hver óveðurslægðin rekur aðra, með hríðarbyljum, roki og snjóflóðahættu víða um land.

Theódór Norðkvist, 9.2.2008 kl. 23:36

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér fannst einmitt skrýtið hvers vegna m/s varð fyrir valinu frekar en Km/h, þar sem fólk hefur almennt betri tilfinningu fyrir þeirri einingu. líkleg skýring að m/s sé nákvæmari. þó má alveg nota brot til að fá Km/s jafn nákvæma.

Brjánn Guðjónsson, 10.2.2008 kl. 00:53

11 identicon

Ég er alveg sammála Helga um að mælieining vindhraða sé skiljanlegri í km/klst en m/s.  Maður hefur meiri tilfinningu fyrir hraðamuninum t.d. á 90 km/klst og 122 km/klst heldur en 25 m/s og 34 m/s.  sennilega er það vegna þess að þetta er sú mælieining sem ég nota daglega við að keyra bíl (þó ekki yfir 25 m/s )

Hjörtur: Forði okkur allt frá því að vindhraði fari einhvern tíma í 500 km/ sek. það auðvitað jafngildir 500.000 m/sek  ætli það yrðu ekki bara Ragnarök.

Theódór ég held að snjóflóðagreinin hafi alveg fengið athygli það er bara svo með okkur mennina að við forðumst að hugsa um það sem óþægilegt er.  Það er auðvitað hræðilegt að verðgildi steinsteypu hafi verið og sé enn meira metið en mannslíf, þegar hægt er að færa byggð á öruggan stað, sorglegt hvað mörg mannslíf hafa týnst og hvað margir hafa misst.  Annars er maður kannski hvergi óhultur og ég er oftar á ári hrædd við vegakerfi landsins og umferðarmenninguna heldur en snjóflóð og bý þó í einum af þessum snjóflóðabæjum Íslands. Finnst líka skrítið að viðvörun eftir viðvörun um að halda sig heima, þá fer fólk af stað og trúir því alltaf að ekkert komi fyrir það svo þurfa aðrir að leggja sig í hættu við björgun þeirra.

Með von um að framundan séu lægðarlausar vikur og mánuðir. Kveðja

Kolbrún (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 03:28

12 identicon

Veistu að ég er alveg sammála þér.  Og ég held að þorri þjóðarinnar gangi ekki með reikniformúlur í höfðinu.  K/t er hugtak sem við notum mikið í daglegu tali en ekki m/s.  Og já, gömlu vindstigin voru einnig fín.

Að endingu vil ég klaga yfir smámunasemi lögreglunnar frá því í sumar þegar þeir stöðvuðu mig á 29.7 m/s rétt hjá Blönduós og sektuðu mig 

Snowman (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 04:37

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mikið til í þessu, Kolbrún. Ég bjó á Ísafirði þegar snjóflóðin á Seljalandsdal, Flateyri og Súðavík féllu og það var sennilega erfiðasta tímabil lífs míns.

Líklega er áhættulaust líf ekki til, en það er hægt að gera ýmislegt til að draga úr áhættu. Mér skilst að það sé heil fræðigrein að gera áhættumat í hinu og þessu. Þó slíkt mat verði eflaust aldrei fullkomið frekar en önnur mannanna verk, þá er hægt að byggja á því upp að vissu marki.

Umferðinni er hægt að stýra að vissu marki, en snjókomu er erfiðara að stjórna. Það er allavega ljóst að það hefur algerlega farist fyrir að standa vörð um líf og limi Vestfirðinga og viðvaranir, eins og frá Helga og mörgum fleiri, hafa verið hunsaðar og mér liggur við að það megi segja að ráðamenn hafi skeint sér á þeim.

En við erum sennilega komin út fyrir efnið. 

Theódór Norðkvist, 10.2.2008 kl. 04:45

14 identicon

Já, ég verð að segja að það hversu fáir kippa sér upp við þennan vindhraða er lýsandi fyrir hversu illa fólk áttar sig á þessum stuðlum, því 137 m/s hviða væri líklegast Evrópumet á vindhraða, og mögulega heimsmet (en mælingar á svo sterkum vindi eru næsta ómögulegar vegna þess að tæknibúnaður eyðileggst yfirleitt áður en rokið nær þetta hárri tölu) og slíkan vind er ekki að finna nema í sterkustu fellibyljum. Lang líklegast er um bilun í tæknibúnaði að ræða, eða að mbl.is sé að fara rangt með, en ef ekki er íslenska veðrið svo sannarlega eitthvað til að tala um!

Jórunn E. Helgadóttir (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 16:32

15 Smámynd: Einar Steinsson

Ég hef heldur aldrei skilið hvers vegna m/s varð fyrir valinu. Það er eiginlega miklu eðlilegra að nota mælieiningu sem allir þekkja úr daglega lífinu. Þar ég bý (Austurríki) er eingöngu notaðir km/h og ég veit ekki betur heldur en að svo sé í mest allri Evrópu.

Einar Steinsson, 11.2.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband