Nýjan meirhluta allra - en án Villa og Ólafs F

REI yfir ReykjavíkÉg held að nú sé kominn tími til á grundvelli samstöðunnar við gerð REI-skýrslunnar að mynda enn nýjan meirihluta við borgarstjórn í Reykjavík, - þ.e. meirihluta allra borgarfulltrúa nema Vilhjálms og Ólafs F. - Það hreinlega er ekki annað til ráða og verður að gerast fyrr en seinna svo bæði stjórnmálamenn og ekki síður embættismenn geti loks snúið sér af alvöru að verkum sínum á nýjan leik eftir allt REI-klúðrið.

Menn verða bara að draga strik í sandinn hér og nú og láta slíkan meirihluta marka nýja tíma í stjórnmálum Reykjavíkurborgar - að borgarfulltrúar setji allir sem einn skyldur sínar við borgina framar skyldunum við flokkana og framar persónulegum hégóma einstakra manna.  Þetta er mikil eldraun ungra stjórnmálamanna en þeir sem standast hana í raun eru fulltrúar framtíðarinnar en hinir hverfa fljótt á vit gleymskunnar.Hafdís Helga (í miðju) í ráðhúsinu. Því miður eru þeir báðir Ólafur F og Vilhjálmur með réttu eða röngu orðnir ímynd fyrir algert rugl í borginni þar sem Ólafur skoraði hæst með því að eyða milljarði (þegar allt er talið) til að bjarga tveimur kofum sem menntamálaráðherra var við það að fara friða frítt fyrir borgina og Vilhjálmur sló í 137 m/s í ruglinu með borgarlögmanns bullinu. - Því miður er ómögulegt að endurbyggja trúverðugleika borgarstjórnar Reykjavíkur á hvorugum þeirra. - Það er ekki hægt að kjósa aftur, því verða borgarfulltrúar að vera menn til að horfast í augu við stöðu mála eins og hún er og taka höndum saman og vera til í allt en nú án beggja Villa og Ólafs F.


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Ætlar ekki Villi að sitja áfram og Ólafur í skjóli hans?

Auðun Gíslason, 10.2.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Hver verður þá borgarstjóri?

Soffía Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sjálfstæðisflokkur á ekkert borgarstjóraefni og þurfa að sleikja sár sín en Dagur stóð sig vel þessa þrjá mánuði sem það stóð svo augljóslega yrði það Dagur B Eggertsson.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.2.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband