Skeflileg mistök að ganga ekki í ESB í kjölfar EFTA-ríkjanna

f065Það sannast nú sem margir hafa verið að segja lengi að Davíðs Oddssonar yrði helst minnst fyrir þá skelfilegu skammsýni að þverskallast við öllum hugmyndum um aðildarviðræður og ESB-aðild í kjölfar flestra EFTA-ríkjanna.

Það var ljóst fyrir meira en 10 árum og hefur aðeins sífellt orðið skýrara síðan, - og auðvitað skýrast nú við svona áföll hve alvarlegur hrokinn var um að segjast ekki vilja leggja fátækari þjóðum Evrópu fjárhagslegt lið með aðild okkar að ESB þegar allt lék í lyndi, því ESB myndi kannski kosta ríka Ísland pening - segjast plumma sig best eitt og sér og hafna bandalagi með öðrum fullvalda ríkjum Evrópu þegar enn var tími til - og standa svo nú einn, örlítill, berskjaldaður og óvarinn fyrir ofurbröskurum heimsins sem veðja nú á að Ísland fari á hausinn og stýra auðvitað sínum málum til að svo verði.

- Maður tryggir ekki eftirá!

-Þegar ég stúderaði stjórnmálafræði sem ákafast 1994-1997 var niðurstaða mín í BA ritgerð um efnið að við mættum ekki draga inngöngu lengur en svo að við yrðum komin inn þegar fiskveiðistefnan væri endurnýjuð árið 2002 til að hafa áhrif á hana þar sem til lengri tíma væri aðild hvort sem er óumflýjanleg. Reyndar kom mér mest á óvart hve margt í reglum ESB er okkur hagfellt og hve margar þeirra eigin yfirlýsinga og reglna eru okkur hagstæðar við réttan skilning á aðstæðum okkar þ.e. þeim að við eigum ekki sameiginleg fiskimið með ESB nema fyrir flökkustofna  og að við er mjög háð fiskveiðum.

Strax það grunnákvæði að  „sameiginlegur vandi krefst sameiginlegra lausna" (þ.e. að ESB er ekki að blanda sér í mál sem ekki eru sameignlegur vandi ríkjanna) og að „hvern vanda skuli leysa sem næst vettvangi“ og óteljandi stór og lítil fordæmi um að fiskveiðistefnan sé af skynsemi og skilningi sérsniðin að ólíkum hafsvæðum og aðstæðum ætti að gera það óþarft að óttast samningaborð ESB.  T.d. gilda um margt aðrar reglur á Miðjarðarhafinu en á hafsvæðunum umhverfis Bretland og enn annað á Eystrasalti og Kattegat, og þá hefur ESB aldrei skipt sér af fiskveiðum fjarlægra eyja undir yfirráðum aðildarlandanna t.d. Frakka - og strax þegar Færeyjingar höfnuðu því að fara með Dönum í ESB var því lýst yfir að ef færeyjingar kysu síðar væri ESB tilbúið að leggaj sig fram um að finna lausn fyrir fiskveiðar hins norræna eyríkis sem væri svo háð fiskveiðum.

Ætti því að vera ljóst að okkar sterkustu vopn eru eigin yfirlýsingar og reglur ESB og bara með því að draga fram viðeigandi grunnreglur ESB og fordæmi þeirra sjálfra ætti fiskveiðistefnan ekki að vera vandamál - heldur þvert á móti baktrygging ef fiskveiðistofnar hryndu á Íslandsmiðum. - Af þeirri ástæðu og mörgum öðrum meðal annars vegna kosta myntbandalagsins sem þá var búið að setja á fót mætti ekki dragast að við gengjum í ESB. 

 

 Engir græða eins mikið á bandalögum fullvalda ríkja og smáríki

Mynd_tekin_2006-07-22-134846Í dag ættu allir að sjá hve samtrygging með öðrum fullvalda þjóðum er mikilvæg örríki eins og Íslandi. Það er ein grunnkenning smáríkjafræða að engir græði eins mikið  á bandalögum við aðrar fullvalda þjóðir og smáríkin. - Samt sló Davíð Oddsson alltaf slíkt tal útaf borðum sem þvætting, almáttugt Ísland þyrfti ekkert á slíku bandalagi að halda sem þó miklu stærri þjóðir töldu sig þurfa.

Mér hefur lengi fundist dularfullt hvað raunverulega liggur að baki hinni harðvítugu andstöðu Davíðs Oddsonar við ESB aðild svo ekki sé talað um þar sem að hann sjálfur stýrði nefnd Sjálfstæðisflokks sem árið 1988 komst að þeirri niðurstöðu að við ættum sem fyrst að ganga til slíkra aðildarviðræðna.

Mín niðurstaða er að aðeins tvennt geti í raun skýrt andstöðu Davíðs annað væri hræðsla við að setjast að borðum með alvöru þátttakendum alþjóðakerfisins - það er að litla Ísland eigi að hegða sér eins og þæg og góð örríki svo sem Mónaco, Andorra, Monte Carlo og Lichtenstein og flokka sig með þeim þar sem það ráði ekki við að vera alvörur Evrópuríki - Og ef ekki það þá hreinlega af annarlegum ástæðum - ótta við að eitthvað eða einhverjir mikilvægari Davíð en þjóðin og heildarhagsmunir þjóðarinnar misstu sérgæði eða sérhagsmunavald þegar okkar kerfi þyrfti að uppfylla skilyrði um almennt jafnræði og vandaða stjórnsýsluhætti. 


mbl.is Eitraður vogunarsjóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Mjög góðir punktar hjá þér!

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 23.3.2008 kl. 16:50

2 identicon

Þú rökstyður ekki af hverju smáríki græði svona mikið á því að vera í ESB.  Rökstuðning vantar.

Reyndar er það svo að ríki sem eru með miklar þjóðartekur þurfa að borga með sér í ESB, á meða fátækir ríki (ríki með lágar þjóðartekur) fá jöfnunarstyrki frá ESB.

Ísland er með einar hæstu þjóðartekur á mann í heimi sem myndi þýða að Ísland þyrfti að leggja til meiri fjármuni til ESB en að það fengi til baka frá ESB.  Talið er að þessi meðgjöf Íslands sé um 25-30 mia.kr. á ári nettó til ESB sökum hárra þjóðartekna landsins. 

Af hverju segir enginn frá þessu?  Jú, það má ekki skemma fyrir aðdráttaraflinu sem ESB hefur!

Ekkert bendir til þess að upptaka Evru muni þýða lægra vöruverð á Íslandi.  Ástæða.  Samkeppni er nánast engin hér á landi í smásölu, auk þess að landið er eyja langt frá öðrum löndum sem neytendur geta einfaldlega ekki skroppið til næsta lands (eins og aðrar Evrópuþjóðir) þar sem að vörur eru ódýrari og keypt þær þar. 

Þvert á móti mun upptaka Evru hér á landi þýða verðhækkanir líkt og gerðist í flestum þeim löndum er tóku upp Evru árið 2002 vegna brenglaðs verðskyns neytenda við gjaldmiðilsskipti.  Við höfum reynslu af þessu þegar nýkróna var tekin upp hér á landi áramótin 1980/1981.

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það yrðu skelfileg mistök að ganga í ESB. Við myndum fá einn fulltrúa og hann má ekki tala fyrir hönd ´<<<<islands á fundum, sakv. reglum ESB. Hann hefur aðeins leyfi til að taka þátt í viæðum sem varðar ESB sem eina heild. Svo eru endalaust margir vankantar með aðildinni sem ég nenni ekki að telja þá alla upp hér núna.

En það er lágmarkskurtesi að spyrja þjóðina í formi atkvæðagreiðslu hvort hún hefur áhuga fyrir aðild eða ekki ÁÐUR en menn ræða þessi mál af einhverri alvöru. Gleðilega páska..

Óskar Arnórsson, 23.3.2008 kl. 19:33

4 identicon

Heill og sæll; Helgi Jóhann og aðrir skrifarar !

Hví; ættum við, að gerast undirlægjur Stór- þýzka heimsveldisins, í Brussel - Berlín, Helgi minn ?

Trúi því vart; að þú sért svo illa innrættur, að vilja samlöndum þínum það hlutskipti, að fljóta kraumandi, í einhverjum grútar tilrauna pottum, suður þar.

Við vitum þó; hvað við höfum, og,...... Helgi Jóhann,,....... vel að merkja, það er OKKAR sjálfra, að taka til, í illgresisgarðinum Stjórnarráði - Alþingi - Seðlabanka !

Hver urðu annars; örlög fiskimiða Króatíu, nú á dögunum ?

Allmargt fleirra; mætti til tína !

Gleðilega páska !

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 20:02

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Óskar þú ruglar saman framkvæmdastjórunum sem eru bara einn frá hverju landi og eiga að vera óháðir ríkjunum en eru auðvitað mótaðari af þeim og svo ráðherraráðinu þar sem ráðherrar landanna í hverjum málflokki fara með atkvæði og tala fyrir sínu landi eins og þeir geta og hafa auk mismunandi atkvæðavægi allir neitunarvald í ákveðnum grundvallar málum sem oft notað til að hafa á hrif á önnur mál, og svo loks Evrópuþingið þar sem þingmenn plotta sig gjarnan saman eftir hægri og vinstri.

- Allstaðar þar sem mættur er vel máli farinn fulltrúi í svona starfi er hlustað á hann - hvaðan sem hann kemur.

Kæri Örn þetta er rangt hjá þér um heildar summu kostnaðar Íslands að ESB aðild. ESB fer einfaldlega með um 1-2 % af tekjum ríkjanna og greiðir um 50% af því beint til bakka sem niðurgreiðslur landbúnaðarvara þar sem við ættum mikinn rétt vegna sérstöðu landsins í það minnsta rennur það alltaf til matvælakostnaðar neytenda, einnig ættum við mikinn rétt til byggðastyrkja og öll þekkjum við allskyns menningar og rannsóknarstyrki ESB sem við höfum notið vegna EES.

 Þá þvert á það sem margir halda þá fengi sjávarútvegurinn trúlega þó nokkuð í sinn hlut. Og mikið meira fyrir utan viðskipti, áhrif á okkar eigin mál og heimsmálin og svo samtryggingu og skilning sem samstarf í svona bandalagi skilar.

 Við höfum margvíslega sérstöðu umfram t.d. Luxemborg sem hefur þó líka mjög háar þjóðartekur á mann. - Fráleitt ætti netto kostnaður af aðild því að vera kostnaðarsamari á mann fyrir okkur en Luxemborg.

- Það er hinsvegar eitt af því sem ég gagnrýni að hér á Íslandi skuli það virkilega vera rök að við sjáum ofsjónum yfir því að fátækari ríki ESB fengju meira en við - jafnvel að aðild myndi kosta okkur eitthvað sem rynni til fátækustu ríkjanna - erum við ekki einum of sjálfhverf og eigingjörn að hafa það fyrir rök? - í raun eru þetta sömu rök og ef ríkt fólk segist ekki vilja taka þátt í kostnaði samfélagsins því það sé sjálft þannig statt að þurfa síður á samfélagshjálp að halda en þeir fátæku - þó svo þeir hafi auðvitað ekki efnast nema vegna samfélagsins - líkt og að auðvitað hefðum við ekki efnast nema vegna samskipta og viðskita við Evrópu og umheiminn.

- Skammarlegustu rök andstöðunnar við ESB eru einmitt þessi að við eigum ekki að fara inn því þá þyrftum við að leggja eitthvað til fátækustu ríkjanna.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.3.2008 kl. 20:30

6 identicon

Hver hefði trúað því þegar við vorum að berjast fyrir að ráða okkar málum sjálf við Dani, og síðar yfirráðum yfir fiskimiðunum með útfærslu á landhelginni, að það yrðu til Íslendingar eftir fáa áratugi sem þætti lítið til koma og vildu fórna þessu öllu fyrir minna en 1% atkvæðisrétt í ESB, með inngöngu þangað.  Eða var sjálfstæðisbarátta Íslendinga og útfærsla landhelginnar svona lítils virði? 

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 20:39

7 identicon

Heill og sæll; Helgi Jóhann,  á ný !

Minnumst niðurlægingarskeiðsins; árin 1262 - 1944 !

Ítreka enn; fyrri færzlu ! Séum við ekki menn, til þess að lagfæra okkar eigin vandkvæði; jah,........ þá er nú fokið í flest skjól, Helgi minn.

Hvernig lýst þér annars; á þá hugmynd mína, og nokkurra kunningja og vina minna; að Ísland geri gangskör, að aukinni samvinnu við Grænland og Færeyjar, og þar með horft til mjög langs tíma, en gefum heimsvaldasinnunum í Washington og Brussel - Berlín langa nefið, Helgi minn ?

Trúi því ekki; fyrr en ég tek á, að þú sért svo mengaður, af sóðaskap og niðurníðslu hugmyndafræði Samfylkingarinnar, að þú vildir ekki skoða aðra kosti, og það með þjóðum, sem við eigum meiri samleið með.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 20:40

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Mikilvægasti gróði smáríkja af bandalgi með öðrum fullvalda ríkjum er  öryggi og stöðugleiki nákvæmlega eins og gróði einstaklings af samfélagi við annað fólk og af að eiga hlut af t.d. almannatryggingakefi margra annarra. Einnig áhrif og áheyrn innan badalagsins meðal félaga og samstarfsaðila sem aftur skilar sér sem ein heild útávið, þ.e. rödd smáríkis veðrur þannig stór og voldug í einstaka málum. Sérstaklega þykir það mikilvægt fyrir smáríkið af margvíslegum öryggisátæðum að vera í öflugu bandalagi fullvalda ríkja, ekki aðeins herðnaðarlegu heldur ekki síður efnahagslegu og vegna náttúruhamfara og hverskyns áfalla sem hitt smáþjóðir í miklu stærri sveiflum en stærri heildir - ESB væri því mikilvægasta tryggingafélag sem við gætum gerst aðilar að, þar á meðal vegna mögulegs fiskveiðibrests og náttúrhamfara ekki síður en efnahagslegra hamfara og stríðsátaka.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.3.2008 kl. 20:51

9 identicon

Heill og sæll; Helgi Jóhann og aðrir skrifarar !

Helgi Jóhann ! Mér þykir miður; að þú skulir vera svo rökheldur, sem raun ber vitni. Skoðar ekki einu sinni möguleika okkar, með næstu nágrönnum okkar.

Lifðu heill; í glýju gömlu nýlenduveldanna, suður í Brussel, að Danmörku (mjölsalanna með maðkaða mjölið) meðtalinni !  

Vertu sæll, nafni minn !

Með beztu kveðjum, enn,, og von um að þú sjáir ljósskímu ríkjanna 3, við Norður Atlantshaf einna / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 21:00

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Helgi. Hvaða vitiborinn Íslendingur dytti hug  að ganga í ESB meðan m.a
allur kvóti á Íslandsmiðum er framseljanlegur? Þar að auki myndi fjárfesting
erl.aðila í útgerð leyfð gerðumst við aðilar að ESB og kæmst þannig bakdyra-
megin inní fiskveiðilögsöguna. Þú hefur sennilega aldrei heyrt um svokallaða kvótahopp innan ESB og hvernig það hefur  m.a lagt breskan sjávarútveg í rúst.? Nei því miður eru rök ykkar ESB sinna út í hött
þegar þið reynið að halda því fram að hagsmunir Íslands yrðu betur
borgið innan ESB. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.3.2008 kl. 21:30

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

GJH

Samkvæmt reglum ESB eru kvótar sem bandalagið úthlutar ríkjakvótar og afhentir aðildarríkjunum hverju fyrir sig. Ríkin geta svo sjálf sett hvaða reglur sem er um úthlutun á sínu landsvæði og veiðireglur og sinna sjálf veiðieftirlit á sínu hafsvæði aðeins ef þær eru almennar og gildi fyrir alla þegna ríkisins og uppfylli almennt lágmark um veiðireglur - og þar á meðal er það löngu reynt að ríkin geta komið í veg fyrir að kvóti fari úr landi - kvótahopp.  Ríki ESB hafa þó beitt mismunandi aðferðum til þess þannig hafa úthlutunaraðferðir Dana tryggt þeim vandræðalaust sinn kvóta en Bretar lentu á tímabili í einhverjum vandræðum gagnvart ágengum Spánverjum og Portúgölum. 

Það breytir þó ekki því að ísland fengi allan sinn fiskveiðirétt til baka sem ríkjakvóta sem þegnar annarra ríkja ættu ekkert tilkall til. - Og reyndar ef farið er að fyrir fordæmum ætti Ísland að fá gott betur vegna mikilvægis sjávarútvegs og fá stærri hlut í aðkeyptum kvótum ESB en aðrir þar á meðal og ekki síst við Grænland.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.3.2008 kl. 21:46

12 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Óskar þetta eru bara rugl-rök hjá þér og eiga ekkert erindi við umræðuna.

Ásakanir um landráð dundu á þeim sem sömdu um EFTA-aðild okkar og enginn maður hefur á íslandi verið kallaður jafn oft landráðmaður og Jón Baldvin vegna EES-samningisns sem svo sömu menn og lýstu Jón Baldvin þá  landráðamann fyrir keppast nú við að lofa. 

ESB-aðild  eykur vald okkar og áhrif yfir bæði okkar eigin málum sem og öðrum málum sem við kynnum að vilja hafa áhrif á í umheiminum okkar. 

Hvort menn kalla aukið vald með aðild að ESB fullveldisafsal eru merkingalaus rök í dag. Ekkert ríki í veröldinni er fullvalda í þeirri merkingu að þurfa ekki að taka tillit til sjónarmið annarra ríkja.

Hvernig dettur nokkrum í hug að kalla okkur fullvalda nú þegar vogunarsjóðir og gamblerar úti í heimi geta svipt okkur aleiginnu nánast á einni nóttu - eða ekki.  Eða vanskil húsnæðislána Í USA geta sett íslensk fyrirtæki á hausinn, eða þegar stærstu gamblrerar heims veðja nú á að græða ef ísland fer á hausinn?

ESB er bandalag fullvalda ríkja sem grundvallað er á því að það gangi ekki gegn mikilvægustu hagsmunum aðildaríkja sinna. - ESB getur hinsvegar gengið gegn mikilvægustu hagsmunum okkar hvenær sem er í dag ef við erum ekki aðilar að því.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.3.2008 kl. 22:39

13 identicon

Fyrir aðeins 30 silfurpeninga er nú til sölu frjálst og fullvalda Ísland.

Bíður einhver betur !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 01:55

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Merkilegt með andstæðinga ESB, - eiga þeir engin rök önnur en nákvæmlega þau sömu og þeir beittu áður gegn EFTA og EES þ.e. landráðabrigsl.

ESB aðild snýst um að auka vald og áhrif Íslands á eigin málum og umheimsins frá því sem það nú hefur. Sumir ESB andstæðingar líta hinsvegar Ísland svo smáum augum að telja það ekkert erindi eiga við umheiminn og að borði alvöru ákvarðanna með öðrum fullvalda Evrópuríkjum - hvað má segja um hug þeirra til landsins síns, að telja landið eigi að flokkast með örríkjum eins og Mónako og Andorra - einskis megnugt til borðs með öðrum Evrópuþjóðum?

Helgi Jóhann Hauksson, 24.3.2008 kl. 02:07

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Flottur pistill hjá þér Helgi. Svo ert þú líka alveg skotheldur í umræðunni. Greinilega búin að kynna þér málin vel.

Ég hef haldið þessu fram að réttindi og tækifæri fólks og fyrirtækja aukast við aðild en sjálfstæðið minnkar að því leyti sem að gerist í hverju samstarfi að það þarf að taka tillit til annarra.

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.3.2008 kl. 02:13

16 identicon

Reyndar erum við þegar með fjórfrelsið í gegnum EES og þar á meðal frjálsa för vinnuafls. Þannig að það má segja að það breytist ekkert um hverjir megi koma til landsins þó við gengjum í ESB bara það að nú eigum við enga möguleika á að hafa áhrif á þessar reglur - við eigum bara að hlýða ESB en með aðild eigm við allskyns möguleika á að koma fram mikilvægustu málum okkar og gæta hagsmuna okkar sem við höfum ekki nú, og þó mikilvægast að hafa áhrif á mál á vinnsluferli áður en þau eru leidd í lög. Í því ferli er lögð mikil áhersla hjá ESB að drag fram öll sjónarmið.

Ég held hinsvegar ekki að við myndum vilja stöðva frjálsa för vinnuafls hvorki íslendiga til Evrópulanda þegar svo ber við eða ESB fólks hingað þegar hér vantar vinnuafl.

Gunnar (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 11:30

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir með Gunnlaugi og Helgi Jóhann...þetta er eins og talað úr mínu íslenska hjarta!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:07

18 identicon

Hvað á að líðast þjóðernisbullum og öfgaliði lengi að kæfa vitborna umræðu um ESB-aðild. Það sannast hér eina ferðina enn að ESB andstæðingar eiga engin rök nema ofstæki, upphrópanir og árásir á þá sem vilja ræða málin á grundvelli raunverulegra upplýsinga og staðreynda.

- Eða svo dæmi sé tekið hvaða ESB-ríki hefur misst fullveldi sitt og sjálfstæði með aðild? Auðvitað hefur t.d. Danmörk þann langa tíma sem það hefur verið í ESB verið jafn sjálfstætt og fullvalda og við og reyndar til muna áhrifameira á bæði heimsmálin jafnt sem reglur ESB sem hafa áhrif á bæði þá og okkur.

Þakka fyrir tilraun til upplýstrar umræðu Helgi og skora á skynsamt og vitborið fólk að taka þátt í henni án árása og bulluháttar - það er enginn að svíkja þetta land - ógildum svona ruglrök ýktustu öfgamanna sem ráðið hafa umræðunni nú í eitt skipti fyrir öll.

Sigurjón (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 13:23

19 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Hún er á gríðarlega háu plani þessi gagnrýni með myglaða mjölið o.s.f.

Ég hef sagt frá því í mínu bloggi og skal endurtaka það hér, hvernig ég vitkaðist í þessari umræðu.

Ég var þessi hefðbundni sjómannsættjarðarástarfiskistofnaþjóðremba en snerist á einu kvöldi frammi fyrir sjónvarpsfréttunum.

 Í viðtali við þáverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra sagði hann svona u.þ.b orðrétt.

"íslendingar verða að átta sig á því að ef við göngum í EU þá missa íslensk stjórnvöld allt vald yfir íslenskum efnahagsmálum"

Og það bara rann upp fyrir mér ljós. Hvað gæti betra komið fyrir venjulegt launafólk á Íslandi? Og hvað finnst fólki um það í dag þegar við erum að byrja að horfast í augu við afleiðingar, u.þ.b tveggja áratuga stjórnartíma óhæfra aðila.

 Við höfum aldrei átt það hæfa pólitíska stjórnendur að við höfum getað treyst þeim fyrir hagsmunum venjulegs fólks, venjulegra borgara.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 24.3.2008 kl. 19:54

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jóhannes Snævar minn!...sorglegur sannleikur...en sannur samt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.3.2008 kl. 23:15

21 identicon

Ótrúlegt að lesa annað eins rugl og kemur frá sumum hérna ég tala nú ekki um eins og frá honum Jóhannes Snævari. Það er búinn að vera samfelldur hagvöxtur í næstum tvo áratugi. Kaupmáttur heimila hefur margfaldast og skattaumhverfið er orðið miklu betra. Atvinnuleysi hefur verið í kringum og innan við 1% og laun hafa hækkað gífurlega. Það kallar hann slæmt. Hann vill kannski ganga í EU og greiða sömu skatta og þar eða rétt rúmlega 50% eins og er í flestum vestru evrópsku ríkjum EU? Hann vill kannski fá 20% atvinnuleysið hingað? Hann vill kannski fara hinum meginn við lækinn því hann heldur að grasið sé grænna þar.

Menn tala svo um umræðu á hærra plani, þetta kalla ég að kasta steinum út glerhúsi.

En tökum þá umræðuna á annað plan fyrir menn eins og Jóhannes. Byrjum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem hefur gjörbylt reksti í sjávarútvegi til hins betra. Það kerfi fer í vaskinn ef við þurfum að opna það og svæðið verður hluti af heildaraflasvæði ESB. Menn tala um að okkur yrði sniðinn stakkur eftir vexti, auðvitað svona eins og UK og Króatíu sem bæði þurftu að opna sín fiskimið. Meðan Bretar opnuðu sín sjálfviljugir þá var Króutum hótað.

Sameiginleg skattastefna: Nú vilja valdamestu ríki innan ESB sameiginlega skattastefnu. Auðvitað enda skattar þar miklu hærri en hér á landi og í mörgum öðrum ríkjum svo sem Írlandi og Lúxumborg. Hærri skattar þýðir minn kaupmáttur og minni framleiðni, allir tapa á því.

Atvinnuleysi er meira innan ESB og er bein afleiðing mikils regluverks sem hefur dregið úr framleiðni, gert einstaklingum erfiðara um vik að stofna fyrirtæki og verndað óhagstæð og úrelt störf.  Mjög fá ný störf skapst í evrópu vegna þessa og enginn græðir á þv, allra síst hinn "venjulegi" borgari.

Við missum öll tækifæri á að gera fríverslunarsaminga og aðra milliríkjasamninga án aðildar EU. Einhverjum finnst það lítill fórnarkostnaður en fríverslunarsamingar munu skila sér í lægra vöruverði fyrir neitendur. Auk þess sem það mun auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vörur og þjónustu út. 

Nú tala ESB sinnar um að auka völd Íslands. Já svona eins og með Írlands sem hefur nákvæmlega engin völd innan ESB eða Króatíu sem var svo valdamikið að þeir hafa þurft að lúta í lægra haldi í öll þau skipti sem ágreiningur hefur komið upp milli þeirra og ESB. Hvað völd heldur fólk að 300 þús. manna þjóð hafði í næstum því 500 milljón manna samfélagi? 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 14:12

22 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk Vilhjálmur fyrir framlag þitt til umræðunnar og tækifæri til að benda á að þau rök sem þú tiulgreinir eru öll ógild og tilhæfulaus.

- Skattabirði einstaklinga á Íslandi hefur aukist meira en í nokkru ESB-landi þar sem hún hefur staðið í stað og víða verið að minnka.

- Skattar eru mjög mismunandi hjá ESB-ríkjum

- Ísland er nú með vel yfir ESB-meðaltal í skattbirði einstklinga og eina ríkið sem hefur aukið skattbirði á barnafjölskyldur.

- Atvinnuleysi er mjög mismunandi milli ESB ríkja og ekkert nýtt myndi gerast með aðild sem rök eru fyrir að myndi auka atvinnuleysi hér, við erum þegar hluti af fjórfrelsinsu þar á meðal frjálsu flæði vinnuafls með EES - samt kom lengst af felst fólk til vinnu hér t.d. í fiskvinnslu frá löndum utan ESB sem svo nú eru gengin í ESB - ESB breytti í raun engu um það.

- Ekkert styður það að við myndum taka upp atvinnuleysi einhverra ESB ríkja.

- Á Íslandi getur verið mjög mismundi atvinnuástand milli landshluta t.d. Austfjarða og Vestfjarða og einnig mismunandi hagvöxtur milli landshluta og afar mismunandi fasteingaverð. Allar þessar stærðir eru ekki síður mjög mismunandi milli ESB-landa og landshluta landanna, - og verður áfram. - Þó er reynt að styðja sérstaklega þau lönd og byggðalög sem illa standa - hver veit hvenær það gæti gagnast okkur.

- Veiðikvótar sem ESB úthlutar eru &#132;ríkjakvótar&#147; þ.e. hvert ríki ær sinn réttmæta skerf á þeim hafsvæðum þar sem það hefur hefð til (engir aðrir eiga hefð hér) og ræður svo sjálft hvernig það endurúthlutar sínum þegnum kvótanum - ekkert mælir gegn því að hér teljist menn eiga hefðarétt eftir því kvótakerfi sem verið hefur - ef það stenst mannréttindaskuldbindingar okkar. ESB aðild breytir engu um fiskveiðistjórnaraðferðir okkar, - nema ESB gæti sett almennar stragari reglur um vernd og uppbygginggu fiskistofna og þá yrðum vi að uppfylla þau lágmörk - það er þó það sem við helst höfum gangrýnt ESB fyrir að þar væri ekki nógu strangar reglur um vernd fiskistofna.

- Ekkert annað ríki á kröfu til veiðiréttar hér en byggt á hefð ESB gætum við átt kröfu í kvóta sem ESB kaupir þar á meðal við Grænland, einnig af sömu ástæðu þ.e. vegna þess hve háð við erum fiskveiðum gætum við átt víðtækari baktryggingarrétt annarstðar ef hrun yri á íslandsmiðum.

-Við gerum miklu betri viðskipta- og fríverslunarsamninga með ESB-ríkjunum en ein og sér utan ESB og reyndar við miklu fleiri og stærri svæði heims. ESB er eftirsóttasti aðili til viðskiptasamninga í heiminum í dag. Þessvegna gerum við í dag flesta almenna viðskiptasamninga og fríverslunarsamninga í gegnum EFTA en ekki ein og sér.

-Írar telja sig hafa haft mikil áhrif í ESB á þau mál sem þeir leggja áherslu á og að ESB hafi lyft þeim á flot með þeim fremstu og Írar hafi grætt meira á ESB aðild en flestir aðrir.

- Ef menn ætla að hafa það fyrir rök að enginn myndi hlusta á Ísland í ESB þ.e. í sameiginlegu bandalagi Evrópujóða þar sem hver þjóð hefur neitunarvald um ákveðin grundvallarmál hversvegna ætti þá yfir höfuð neinn að hlusta á Ísland neinstaðar annarsstaðar þar sem engar skuldbindingar eru um sameiginlegar ákvarðanir?

- Hversvegna tala menn um fullveldi íslands og staðhæfa svo jafnharðann að það sé svo aumt og vesælt að enginn hlusti á það og enginn muni taka hið minnsta tillit til þess eða mark á því? - Hverju er þá að tapa? - Varla verður minna hlustað á okkur innan ESB þar sem aðilar skuldbinda sig til þess en án slíkra skuldbindinga?

Helgi Jóhann Hauksson, 25.3.2008 kl. 14:51

23 identicon

Ég greinilega ósammála þér og augljóst er að málflutningur þinn er rangur.


Skattbyrgði á Íslandi er lægri en í flestum ríkjum ESB eins og sést vel á þessu yfirliti http://en.wikipedia.org/wiki/Image:Income_Taxes_By_Country.svg . Skattbyrði hefur ekki aukist á barnafjölskyldur eins og þú vilt láta. Það er rétt að við greiðum hærri krónutölu í skatt þegar tekjur okkar aukast. Það er vegna persónuafsláttar sem verður hlutfarslega minni þegar tekjur okkar aukast. Ef hagvöxtur hefði ekki verið á íslandi og laun hækkað umtalsvert hefði skattbyrgðin í krónutölum talið ekki aukist. Það mætti því spyrja hvort þú vildir ekki bara að laun lækkuðu, kaupmáttur og framleiðni í leiðinni en þá myndi samkvæmt útreikningum sumra skattar lækka, þrátt fyir að prósentan héldist hin sama. Skattar hafa lækkað á Íslandi og það sýna allar tölur.

Skattar á Íslandi eru lægri en gengur og gerist í evrópu og við inngöngu kæmi fljótlega krafa um hærri skatta hér. ESB hefur í mörg ár veirð að agnúast út í Íra og fleirri lágskatta þjóðir. Nú er m.a. stefnan verið sett á sameiginlega skattastefnu.


Lágt atvinnuleysi er fólgið í bæði miklum hagvexti, lágum sköttum(sem má lækka meira), nokkuð skilvirku regluverki sem auðveldar stofnun og rekstur fyrirtækja og fáum reglugerðum í samanburðu við ESB. Við inngöngu er hætta á sameiginlegri skattastefnu, óskilvirku regluverki sem tefur og flækir stofnun og rekstur fyrirtækja og gífurlegir strykri sem við þurfum að greiða til annara þjóða. Þetta allt leiðir af sér minni framleiðni sem þýðir færri störf og endar í atvinnuleysi.


Það eru margar þjóðir sem eiga hefðarkall á íslensk fiskimið t.d. Bretar, Danir, Frakkar o.fl. Fiskveiðistjórnunarkerfið okkar er vissulega ekki fullkomið en það er langt um betra en það sem tíðastk í ESB. Boðleiðir eru stuttar frá hagsmunaaðilum til stjórnvalda og gott dæmi um það er loðnuvertíðin í ár en mjög vel var fylgst með öllum mælingum og snögg viðbrögð skiptu útgerðirnar milljörðum. Allar boðleiðar verða lengri, flóknari og öll ákvörðunartaka hægari í ESB. Óskilvirkni sem skilar sér í tapi á gæðum og fækkar m.a. störfum hér.

Ég mæli með að þú kynnir þér sýrsluna &#147;Fiskveiðiauðlindin, Ísland og Evrópusambandið&#148;. Þú ættir að kynna þér afstöðu ESB til fiskveiða hjá Króatíu og hvenrig farið hefur veirð með fiskistofna kringum Bretland af ESB.


Allir fríverslunarsamingar sem ESB gerir getum við tekið nokkuð auðveldlega upp á grundvelli EES samningsins en við inngöngu munum við ekki geta gert fríverslunarsaminga við Kína og USA eins og ráðlagt er. Þá má geta þess að ESB er tollabandalag sem við höfum aðgang að en erum ekki háð því að semja við önnur ríki í gegnum það eins og aðildaþjóðir.


Írar hafa það miklu betar í dag vegna þess að þeir hafa lækkað skatta gífurlega, dregið úr regluverki á fyrirtæki og opnað hagkerfið sitt. Nú berjast þeir við ESB um að halda lágum sköttum og draga úr reglugerðum sem kemur frá bákninu.


Ísland hefur líka neitunarvald á reglugerðir og tilskipanir sem koma frá ESB í dag. Völd okkar í dag eru fólgin í þvi að ráða okkar málum að mestu sjálf og þurfum ekki beygja okkur undir regluverk EU. Við inngöngu munu völd okkar ekki aukast í heiminum umfram þau sem við höfum í dag en um leið dregur úr öllu ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda á okkar eigin málum.

Það er kannski draumurinn a láta embættismenn utan úr heimi stjórna okkar eigin málefnum?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 17:34

24 identicon

Þetta er bara þvæla hjá þér Helgi. Lestu skýrslu OECD þar er talað um að hækkunin sé vegna  hærri launa og sé innifalin í skattkerfið okkar.  Skattar hafa lækkað á alla í samfélaginu. Prósentutalan sem við greiðum í skatt hefur lækkað og það ekki hægt að túlka það á neinn annan hátt en að skattar hafi lækkað. Við aukin hagvöxt hækka laun og neysla. Við erum því miður enn með of háan neysluskatt og hann er auðvitað reiknaður inn í pakkan og þá halda menn að skattar hafi hækkað hér vegna þess að neyslan eykst. Þú ert segja við fólk þegar þú heldur þessu fram að þegar laun lækka og neysla dregst saman þá sé veirð að lækka skatta þrátt fyrir að prósentan sé sú sama.

  Ég veit líka hvar króatía er og hvenrig hún liggur, það skiptir engu máli þeirra réttur til að veiða í eigin efnahgaslögugu var tekinn af þeim. Ef þú ert svona vel inni í fiskveiðistjórnun hjá EU af hverju gengur rekstur útgerða þar svona illa miða við hér?

Við getum beitt neitunarvaldi eins og öll aðildaríki EFTA og þá gildir það um öll ríki EFTA það mun ekki þýða riftun á samningnum. Kynntu þér riftunarheimildir samingnsins betur og settu þær í samhengi við riftunarheimildir samingsréttar.

Þú veist það jafn vel og ég að skattar eru lægri hér, atvinna meiri og hagvöxtur að jafnaði miklu meiri. Hver er þá tilgangurinn að ganga í EU? 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 20:38

25 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

-Vilhjálmur, það er ekki lengra síðan en þann 11. mars sl að OECD sýndi okkur að dabbísk túlkun á skattbyrgði þar sem skattbyrgðin er sögð hafa lækka þegar hún hækkar vegna aukinna tekna í krónum talið er sérstakur íslenskur blekkingaleikur. Um það efni er OECD á sama máli og Stefán Ólafsson. Fyrir utan að samkvæmt OECD erum við ein fárra þjóða þar sem almenn skattbyrgði einstaklinga hefur aukist síðustu ár þá erum við eina ríki OECD sem hefur aukið skattbyrgði fjölskyldufólks.

- Við vitum vel að skattbyrgði fyrirtækja hefur lækkað mikið hér og að líka að heildar skattbyrgði að þeim meðtöldum er allt önnur en skattbyrgði  almennings. Líka að hún er önnur ef bara er litið til tekjuskatts en ef hæstu virðisaukaskattar í OECD þ.e. þeir íslensku eru sem og arðir óbeinir skattar  eru teknir með.

- Ég hef kynnt mér fiskveiðimál ESB mjög vel - Þú ættiur að kynna þér landakortið t.d. hvar Króatía er staðsett, hvaða haf og hverskonar liggur að Króatíu og eins mættir þú velta fyrir þér hvar fiskistofnar Breta hætta og fiskistofnar Dana, Hollendinga, íra og Frakka byrja. - &#132;Sameiginlegur vandi krefst sameinginlegra lausna&#147;. Fiskistofnar á höfunum í kringum Bretland voru ekki líklegir virða landhelgismörk svo strax um 1900 var mönnum ljóst að þessar þjóðir yrðu að setja sameiginlegar eglur til að vernda fiskistofnana.

- Nei, það á engin þjóð hefð til veiða við Ísland það hefur aldrei verið miðað við annað en fá nýundangengin ár þegar ákvarðaður hefur verið hefðarréttur í ESB við inngöngu nýrra ríkja. - Skiptir þá engu að auðvitað munu t.d. Spánverjar í samningaviðræðum reyna að réttlæta kvóta fyrir sig og rökstyðja það með sínum hætti. - Einfalt &#132;nei takk!&#147; dugir gegn því.

- Um neitunarvald þá er það gjörólíkt hvort við getum neitað upptöku reglna ein og sér bara fyrir okkur sjálf sem við getum í EES en teldumst reyndar þar með hafa  sagt okkur frá EES samningnum ...

- eða hvort við höfum neitunarvald um að ESB setji sér nýjar eða breyttar reglur, þ.e. hvort þær sé yfir höfuð settar eða þeim breytt fyrir ESB í heild eins og þeir hafa um ákveðin grunsvallaratriði sem eru innan ESB. - Það er öllum nákvæmlega sama hvort við tökum upp EES-reglur eða ekki það snertir enga aðra (eða lítið) - ef við stoppum mál fyrir allt ESB verandi í ESB gegnir allt öðru máli.

Þessvegna féll til dæmis stjórnarskrármálið að eitt ríki hafnaði því. Þannig er reyndar um allar breytingar á grunnsáttmála ESB að hvert eitt ríki getur stoppað allar breytingar og þar með stoppað framgang mikilvægra mála fyrir ESB. - Það nota menn svo til að passa uppá aðra hagsmuni, að stoppa eða hóta að stoppa mál ef ekki er skilningur á grunnhagsmuni ríkjanna á öðrum sviðum.

Hvort við neitum að taka upp reglur EES eða ekki er öllum nákvæmlega sama um reyndar værum við þar með að segja bless við EES en það hefur engin áhrif á það hvort aðrar þjóðir ESB og ESB tekur reglurnar upp eða ekki - allt örðu máli gegnir um þá sem eru innan ESB og beita neitunarvaldi, - þá verður að finna lausn eða málið er dautt - en ekki aðild viðkomandi rikis það er jafn gildur aðili eftir sem áður og hefur reyndar minnt rækilega á sig.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.3.2008 kl. 20:47

26 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Skattbyrgðin hefur hækkað vegna þess að greiddir skattar og gjöld einstklinga eru hærra hluttfall allra tekna hans en áður - og sérstaklega efnaminna fólks. - Það er &#132;skattbyrgði&#147; - hitt er dabbíska sem hvergi er töluð í heiminum nema af einstöku öfaga Sjálfstæðisflokksmönnum - skiptir þá engu hvort skattbyrgðishækkunin er innibyggð í kerfið oikkar eða ekki það er sama skattbyrgðisaukningin eftir sem áður.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.3.2008 kl. 20:53

27 identicon

copy/paste rökræða hérna á ferð eða?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 20:54

28 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Útgerðir drógu inn gríðlega mikið nýtt fjármagn með veðsetningu og sölu á kvóta. Reyndar láta þár alltaf sem þær hangi á horriminni og veðsetning og skuldir útgerðarinnar eru slíkar að faktíst væru þær fyrir löngu komnar á hausinn ef þær hefðu ekki getað veðsett og selt kvóta. Raunskuldaaukning hennar síðustu 10 ár er um tvöföldun. Þá veit ég ekki betur en að íslenskum útgerðum hafi mörgum þótt freistandi að kaupa sig inn í evrópskar útgerðir svo augljóslega eiga þær evrópsku sama gróðamöguleika í aukum íslenskra útgerðar-fjárfesta.

Í það minnsta er ekkert við CFP sem íþyngir útgerðinni reyndar nema síður sé þar sem ESB tryggir t.d. lágmarks skilverð á fiski.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.3.2008 kl. 21:06

29 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Chart E.  Changes in tax to GDP ratio (in percentage points) (page 43)
1995-2005

39513087chart%20e

Chart A. Total tax ratio as percentage of GDP, 2005

39513082chart%20a

Helgi Jóhann Hauksson, 25.3.2008 kl. 21:40

30 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Helgi Jóhann Hauksson, 25.3.2008 kl. 21:44

31 identicon

Þú ert bara að sanna mál mitt með þessum töflum, við greiðum meira í skatta þegar tekjur okkar hækka vegna meiri neyslu og minna hlutfalls persónuafsláttar. Skattprósentan hefur þrátt fyrir allt minnkað. Ef við tækjum upp flatan skatt ein og frjálshyggjufélagið hefur lagt til þá skiptir engu persónuaflsáttur engu máli og við borgum alltaf það sama.

Það er rétt hja þér menn hafa getið tekið veð út á kvóta og það er gott það styrkir eignaréttarstöðu hans og dregur úr fyrirvara ákvæðinu í 1.gr. fiskveiðistjórnunarlaga. Það er ekki litið á kvótan sem eign í ESB og dregur því úr möguleikum á veðsetningur og framasli. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:59

32 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvernig við lítum á kvótann og íslenskir bankar breytist ekkert við það eitt að við göngum í ESB. Það er ekkert við ESB aðild sem breytir því hvort íslenskir bankar geta eða vilja taka veð í kvóta íslensku útgerðanna.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.3.2008 kl. 00:06

33 identicon

Vilhjálmur

Hversvegna eru frjálshyggjubullur svona mikið á móti ESB? - sem aftur frá sjónarhóli t.d. VG-manna er helsta vígi kapitalismans í Evrópu. - Eru frjálshyggjumenn á móti því viðskiptaumhverfi sem ESB skapar? - Eða eru þeir bara móti neytendavernd og samkeppnisreglum? - Sagði ekki Adam Smith strax í bók sinni Auðlegð þjóðanna að markaðurinn þyrfti samræmdar leikreglur og stjórnvöld til að framfylgja þeim?

Guðjón (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 00:27

34 identicon

Vilhjálmur, það er öllum nákvæmlega sama hver nafnprósentan er ein og sér, það sem skiptir okkur máli er hve stór hluti tekna okkar fer samtals raunverulega í skatta og gjöld. Það er skattbyrgði.

Hvað vinir Davíðs kalla tekjuskattprósentuna okkar hverju sinni er málinu óviðkomandi og segir okkur ekkert hvað er greitt í skatta. Hún er svona eins og eitt orð innan úr óþekktri setningu. &#132;Skattbyrði&#147; er hinsvegar niðurstaða réttu spurningarinnar.

&#132;Heildar upphæð skatta í hlutfalli við vergar þjóðartekjur" er mikilvæg en fyrir fjölskyldufólk skiptir kannski meira máli &#132;heildar upphæð skatta einstaklinga sem hlutfall af heildar tekjum einstaklinga&#147;.

- Ég er alveg sáttur við að það sé kallað &#132;dabbíska&#147; sú meðferð tungumálsins að segja viljandi allt annað með orðunum en hlustendur og lesendur eiga að halda að sagt sé. Skattbyrgði okkar hefur verið falin af miklum ákafa með því að nota &#132;dabbísku&#147; þá er hægt að segja að auknar skattgreiðslur af tekjum sem ekki hafa hækkað eins mikið og skatturinn sé í raun skattalækkun.

Kannski okkur sé hollt að æfa &#132;dabbísku&#147; til að skilja hana þegar hún er töluð. Í grundvallaratriðum gengur hún útá að segja &#132;vont er gott&#147;, &#132;minnkun er aukning&#147; &#132;stríð er friður&#147; og Dabbi er alltaf bestur. Svo má hver búa til sína eigin dabbísku útfrá þessum grunnatriðum.

Sigurjón (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 04:31

35 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"Ótrúlegt að lesa annað eins rugl og kemur frá sumum hérna ég tala nú ekki um eins og frá honum"... Vilhjálmi Andra!

Ég ætla ekki að skíta Vilhjálm meira út heldur en hann drullar á aðra, en ég þekki til í Króatíu og þar er áherslan algerlega að fá að taka upp evru...sem langtímamarkmið! "Kúnan" þar er meira og minna verðlaus, eins og "krónan" okkar er að verða! 

Bjarni Harðar. hefur talað um að taka upp svissneskann franka, það er ekki svo vitlaust...eða hvað finnst þér um það Vilhjálmur Andri? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 14:34

36 identicon

Helgi það breytist vegna breytra úthlutunarreglna. Í dag stendur þetta á bláþræði venga m.a. fyrirvaraákvæðis í lögum þ.e. 3.mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða. Álit mannréttindaráðs SÞ notar meðal annars 1.mgr. 1.gr. til að komast að sinni niðurstöðu. Hún er reyndar dálítið furðuleg og eru flestir sammála um það, sem sérhæfa sig í eignarétti, og hafa lesið álitið. Það sýnir þó hvað þetta er valt. Fyrirvarar ESB eru miklu meiri og því er áhættan á veðtöku meiri. Það er til að mynda ekki vitað hvort dómstólar myndu dæma bætur ef 3.mgr.1.gr laga um stjórn fiskveiða yrði beitt. Á hverju á að byggja bæturnar? Lögmætum væntingum? Þetta er ekki jafn einfalt og þú vilt láta.

Guðjón: Vg lítur á alla frjálsa verslun sem handbendi djöfulsins og ef þeir eru ekki með puttana í málefnum einstaklinga úti í bæ þá kalla þeir það kapítalisma. Frjálshyggjumenn eru ekki á móti neytendavernd þ.e. ef hún er óþvinguð. Það er fínt er frjáls félagasamtökfylgjast með vöruverði og hjálpa neytendum að halda verði niðri og efla samkeppni. Samkeppnislög setjum við þó spurningamerki við. Einokun er oftast í skjóli ríkisins, enginn hefur tapað á því að fyrirtæki verða of stór eða tvö fyrirtæki sameinist. ESB er engin heilög þrenning þegar kemur að neytendavernd og samkeppnislög. ESB hefur ef eitthvað hamlað eðlilegan vöxt margra fyrirtækja á  svæðinu.

Ég skil ekki af hverju við getum ekki litið til þess sem þeir gera gott og sagt: fínt gerum þetta enn betra hjá okkur. Við höfum allt í hendi okkar í dag til að gera slíkt, auk þess er margt sem við gerum miklu betur og það er sett í hættu við inngöngu.

Sigurjón: Finnst þér það auka eitthvað á rökræðu þína að  samsama mig við Davíð Oddsson? Þetta tal þitt um dabbísku segir meira um þig og getuleysi þitt í rökræðum en nokkuð annað.

Ef þú skilur ekki skattkerfið þá ættiru ekki að vera að tjá þig um það. Skattar hafa lækkað það er óumdeilanleg staðreynd. Prósentan sem þú greiðir í skatt er lægri en sú sem þú greiddir fyrir 15 árum eða 10 eða bara 5 árum. Það sem gerist hins vegar er að persónuafsláttur verður minna hlutfall af tekjum þínum þegar laun þin hækka.  Aukin neysla á innflutum gæðum sem bera hærri tolla og gjöld auka heildar skattheimtu, enginn er að neyta því og ég hef margoft talað um að fella niður tollamúra og afnema neysluskatt.

Það sem þú ert að segja við fólk er að ef laun lækka í landinu þá er ríkistjórnin í raun að lækka skatta á fólk vegna þess að persónuafslátturinn verður stærra hlutfall af launatekjum þínum.

Tökum bara einfalt dæmi: Meðallaun 1998 voru 150 þús, segjum að persónuafláttur hafi verið 25.000 þá fær einstaklingur 115.000 útborgað ef heildar skattur á laun hans er 40% og hefur greitt 23% af launum sínum í skatt.

Sami einstaklingur ætti að vera með 297 þús samkvæmt tölum hagstofunar um meðaltal launa, það má líka reikna miðgildi en höldum okkur við þetta eins og er. Sami einstaklinur greiðir þá ef sama skattprósenta er og sami persónuaflsáttur 31% launa sinna í skatt. Skattar hafa ekki hækkað, prósentan er sú sama en launin hafa hækkað og vegna skattkerfisins þ.e. persónuafsláttar erum við að greiða meira. Nú hefur prósentað lækkað um næstum 5% á þessum tíma og þá væri þessi einstaklingur að greiða 26% af launum sínum í skatt. Þannig að ef skattar hefðu ekki lækkað væri þessi maður að greiða 31% launa sinn i í skatt í dag er greiðir 26%, vegna þess að skattar hafa lækkað.

Það er síðan allt önnur umræða hvort ríkið á að vera gefa afslátt af skatttekjum og hversu hár hann á að vera. Ef þú lest skýrslu OECD sérðu líka að talað er um barnabætur og annað sem auðvitað fáránlegt að taka tilit til þegar skoðað er skattbyrgði. Skattbyrgðn er það sem vinnumarkaðurinn er að greiða til ríkisins í formi tekjuskatts, útsvars, fyrirtækjaskatts, fjármagnstekjuskatt og auðvtiað neysluskattar. Prósentan hefur lækkað á þessu öllu saman nema útsvarinu, heildar lækkunin á tekjuskatti nemur samt meiru en hækkun útsvars. Ósiðlegar bætur til ýmissa hópa í samfélaginu koma skattkerfinu ekkert við. Það sem þið félagar eruð að segja er að bætur hafi ekki fylgt launahækkunum í samfélaginu og reynið svo að samsama það við skattheimtu, furðulegt.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 15:53

37 identicon

Anna það er ekki skítkast að tala um að einhver sé að rugla og setja fram einvherja vitleysu.

Ef ég hefði verið með persónulegar árásir og kallað einhvern rugludall eða afturhaldskommatiti ef ég hefði gert það þá máttu túlka það sem skítkast.


En það sem þú ert að tala um er gjaldmiðlamál og það kemur umræðunni um ESB mjög lítið við nema að því leiti að ef við göngum inn gætum við tekið upp Evruna en þurfum þess ekki. Umræðan í dag er á villigötum hvað varðar þetta og sambandsaðild. Við getum tekið upp pund, dollara, evru og fleirri gjaldmiðla ef við náum samningi við þá seðlabanka sem gefa þá út. Ríki eins og Liktenstæn notar svissneskan franka og Andorra notar evrur eins og Mónakó en eru ekki aðliar að ESB. Hvaða gjaldmiðil við viljum taka upp á ekki að vera háð því hvort við ætlum inn í ESB eða ekki.


Annars er ég ekki sérfræðingur í gjaldeyrismálum og ætla að láta þá umræðu vera hjá þeim sem sérhæft hafa sig í henni.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 16:10

38 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þó við séum ekki sammála Vilhjálmur þá þakka ég þér fyrir að gera svo vel grein fyrir þínum sjónarmiðum, almennt finnst mér það skipta mestu máli ef besta niðurstaða á fást í mál a&#39; öll sjónarmið komi skýrt fram og menn greini þau.

- Ég tel reyndar að þú farir villur vega um þau atriði sem máli skipta og varðandi veigamestu mál verði að reyna á þau í samningaviðræðum þar sem við ættu talsvert sterkari stöðu en margir haldi.  Það hef ég þó rakið allt hér ofar og ætla ekki að endurtaka sérstaklega.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.3.2008 kl. 17:20

39 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ok Vilhjálmur  Andri, en það er alltaf sárt að sjá skoðanir sínar afgreiddar á þennan hátt! Tek hins vega undir með Helga Jóhanni, við erum ekki sammála, en þú hefur gert greinargóðann rökstuðning fyrir þinni skoðun og það ber að virða!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 17:35

40 identicon

Það er nokkuð ljóst að við erum ekki sammála í þessu máli. Ég vil þó taka það fram að afstaða mín til ESB liggur í megindráttum til hættunar á skerðingu grundvallaréttinda. Það er þó önnur umræða sem ég skal glaður taka seinna. Ég læt þetta gott liggja í bili enda nóga að gera í skólanum með próf framundan og skil á uppkasti af ritgerð o.fl.

Ég þakka samt líflegar umræðu. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:43

41 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Flott Vilhjálmur Andri...hlakka til að sjá það og hef vissa fyrirvara sjálf fyrir ESB...en krónan er greinilega ekki að virka.

Kær kveðja,

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband