Hart brugðist við mótmælendum en veggjakrot látið afksiptalaust

Mynd_2007-06-21_14-55-42Það er ansi merkileg frogangasröðunin hjá lögreglunni okkar. Hún bregst hart við hverskonar mótmælum og andmælum svo sem ef menn flagga mótmælaborðum á vélum eða mannvirkjum sem snerta það efni sem mótmælt er, -hika ekki augnablik við að senda her lögreglumanna til að fylgja 3 ungum janaðarmönnum sem voga sér að líma andmælaskjal á hurð kínverska sendiráðsins þegar enginn opnar til að veita því viðtöku, -lögreglan hafði mikinn viðbúnað fyrir austan þegar mótmæla-tjaldbúðir voru þar vegna Kárahnjúka svo enginn ynni nú skemmdarverk eða tefði vinnu, -allir muna fjölmennt lögreglulið sem skýldi kínverskum ráðmönnum frá því að berja augum neitt sem væri appelsínugult og fruntaskap í garð þeirra sem reyndu að láta Kínverjana vita af mótmælunum, - og nú lætur lögreglan fréttast að til standi að handtaka vörubifreiðastjóra sem hafa farið sér of hægt í umferðinnu undanfarið og lögreglan veifar framan í fréttamenn lagákvæðum um 6 ára fangelsi fyrir tafir á umferðinni, 

- en lögreglan getur ekkert aðhafst til að stöðva stórfelld eignaspjöll í hjarta höfuðborgar okkar og skemmdarverk á ásýnd hennar enda ber veggjakrotið og rúðubortið og vanrækslan ekki sérstök skýr skilaboð til stjórnvalda eða um stjórnvöld - nema auðvitað um að leyfa verktökum að brjóta og byggja eins og þá langar til.

- Lögreglan okkar lét okkur vita með vopnuðum sérsveitum og grá fyrir járnum að miðbæjargestir sem ekki gætu haldið í sér þvagi í miðbænum skyldu skilyrðislaust handteknir og sektaðir, eins vel og þar er séð fyrir salernum, einnig ef einhver sæist henda rusli,

- en lögreglan getur ekkert aðhafst til að hindra stórfellda eyðileggingu á ásýnd höfuðborgar okkar með veggjakroti og eyðileggingu hverskonar ef það eru ekki öldurhúsagestir á heimferð að kasta þvagi eða bein pólitísk mótmæli heldur þvert á móti áfastar skemmdir sem ekki skolast í burtu með rigningavatninu en henta vel eignamönnum og verktakabullum sem vilja kaupa ódýrt til að rífa og byggja nýtt.


mbl.is Kraumandi óánægja kaupmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

svo satt..

Óskar Þorkelsson, 29.3.2008 kl. 21:23

2 identicon

Á lögreglan að sjá til þess að allt sé í lagi í borginni  ?

Hvernig væri að fangelsa foreldra barnana er spreyja sem mest ?

Þá fara þeir loksins að ala afkvæmi sín upp eins og þeim ber skylda til . ( ? ) 

Þetta lið sem spreyjar sem mest, hættir því ekkert og aldrei vegna afskifta löggu .  

conwoy (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er mikill sannleikur í þessum skrifum. Ekki nóg með að þessi lýsing á forgangsröðun yfirvalda sé staðreynd, heldur sitja staðir eins og t.d. Þorlákshöfn uppi með að þar er alls engin löggæsla, og þá meina ég alls engin. "Þvagleggur" og hans menn eru svo uppteknir við að sekta menn fyrir að henda stubbum útúr bílum á Selfossi eða eitthvað álíka, að hér geta ungir sem aldnir hagað sér eins og þeim sýnist. Veggjakrot er þó ekki vandamál hérna ennþá, en það verður með það eins og í miðbænum í Reykjavík, ef og þegar það byrjar, enginn til að hafa af því afskipti....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.3.2008 kl. 22:03

4 identicon

á ekki löggan að koma heim til þín og skeina þér líka?  hefurðu einhverja hugmynd hversu margar löggur eru vakt hverju sinni í Reykjavík?  Ég skal segja þér það:  í vesturbænum / miðborginni eru þeir tveir, frá Snorrabraut að Elliðaám eru þeir fjórir.  Tveir eru í Breiðholti og stundum eru tveir í Grafarvogi.  Thats it!  Hvaða her ert þú að tala um? 

Gústaf (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 23:26

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Punkturinn er einfaldlega sá að stundum er allt fullt af löggum sérstaklega ef einhver ætlar að mótmæla einhverju og ekki vantaði víkingasveitirnar til að koma í veg fyrir að menn köstuðu af sér vatni - en svo er engin lögga til þegar það hentar verktökum og auðmönnum sem vilja endurbyggja miðbæinn að láta hús níðast niður og láta afskiptalaus skemmdarverk og stórtækt og stórkallalegt veggjakrot um allt miðbæjarsvæðið - sem vel að merka er ekkert annað en eignaspjöll - og ekki bara á viðkomandi húsum heldur öllum miðbænum og þar með allri höfuðborginni, sem og spjöll á ímynd Íslands og Íslendinga. Kannski mætti slaka aðeins meira á á sumum sviðum en gera eitthvað sem skiptir máli á öðrum svo sem varðandi veggjakrot og eignaspjöll.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.3.2008 kl. 23:38

6 identicon

Veit af einum ágætum manni á Hverfisgötu sem sendi fyrirspurn á jesúlögguna vegna veggjakrots. Fékk ekki einusinni svar.

Moli (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 23:45

7 identicon

Það er enginn von að löggan nái þessum kroturum þó að hún reyndi . Og þótt hún næði þeim, eru þessir sprey-idjótar það illa vangefnir að þeir mundu aldrei skilja refsingu eða viðvaranir .

Ein af hugsanlegum leiðum til að koma í veg fyrir krotið, er að selja ekki hverjum sem er speybrúsa .

P.s Hefði maðurinn fengið frekar svar, ef hann hefði sent fyrirspurn á ekki-Jésúlöggu ? 

conwoy (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 23:55

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar er ég viss um að það er ekkert annað sem gildir um þetta en annað að ef lögregla og samfélagið sýnir að það taki þessu af alvöru og líti á veggjakrot og eignaspjöll sem þann glæp sem gripdeildir og þjófnaðir eru þ.e. önnur eignaspjöll þá myndi fækka verulega þeim sem tækju þátt í þessu og þeir sem samt stæðu í því ættu minna svigrúm til að athafna sig en annars. - Svo verða auðvitað einhverjir til að segja að þeir kroti bara vegna þess að það er bannað - en það er aldrei annað en eftirá tilbúningur. Það er svo margt sem er bannað sem menn gera þó ekkert þess vegna - t.d. að myrða eða stela bílum, eða brjóta rúður...

Skýr skilaboð um að búðahnuplarar fari fyrir dóm dregur verulega úr hnupli en eyðir því þó ekki. - Sama myndi gilda um þetta.

Ef menn vilja hjálpa ungmennum til að fá útrás fyrir sköpunarþörf sína er af nógu að taka til að styrkja og efla - ef þau hafa eitthvað slíkt að sækja í þarf ekki að úða veggi.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.3.2008 kl. 00:26

9 identicon

Ég er sammála þér í öllum atriðum

skrítin forgangsröðun . hvað er að mönnum að skrifa svona

skeina hvað er ekki ALLT Í LAGI

Rúnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 13:54

10 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Veggjakrotið er trúlega einn þátturinn í agaleysi þjóðarinnar.

Börn og unglingar í dag hafa allt of mörg ekki fengið viðeigandi uppeldi. Skólarnir eru að slygast undan agaleysi og þegar haft er sambandi við foreldrana eru þeir annaðhvort svipaðir og fara í vörn eða þá að þeir hafi svo mikið að gera við að afla veraldlegra gæða að þeir sjá sjaldan börnin sín nema þegar þeir gefa þeim peninga til að kaupa skyndibita og einhverja dægradvöl eins og Ipot eða tölvuleiki.

Það sagði mér maður sem að býr á Laugarveginum að þeir væru að spreyja á bilinu 03-05 að nótu, væru búnir þegar hreinsun bæjarins byrjar klukkan 05.

Komum við ekki alltaf að því sama að það vantar löggæslu og þeim peningum sem varið er til löggæslu er trúlega betur varið heldur en þeim peningum sem fara í aðstoðamenn þingmanna þar sem ég tel peningum okkar afar illa varið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.3.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband