Ímynd lögreglunnar stórsködduð meðal ungs fólks


Löggur 2008 04 23 15 04 37++
Nú liggur það þá loks fyrir samkvæmt könnun Gallup að vörubílstjórarnir eru ekki án stuðnings meðal þjóðarinnar. Reyndar held ég að með látunum við heimsókn forseta Palestínu hafi þeir komist næst því að missa samúð almennings. - Þvert á það sem reynt hefur verið að innprenta okkur óbreyttum almúganum fengu þeir hinsvegar samúðina til baka með aðgerðum lögreglunnar á Norðilingaholti. - Sjálfum finnst mér málsstaður bíllstjóra ekki koma því við hvaða skoðun ég hef á aðgerðum lögreglu gegn þeim. 

Loggur 2008 04 23 15 02 54

Allir lögreglumenn sem ég þekki eru afbragðs menn og tvímælalaust meðal þeirra einstaklinga sem ég treysti best.

Loggur 2008 04 23 15 22 51+

Það breytir því ekki að aðgerðir lögreglunnar á Norðlingaholti voru kjánleg leiksýning með yfirdrifnum leikbúningum sem átti að þjóna sama hlutverki og þegar herir fyrir nokkrum öldum voru klæddir skrautlegum og mikilúðlegum búningum og stilltu sér upp í breiðfylkingu andspænis óvininum til að skrautið og búningarnir hræddi almúgann og óvininn til uppgjafar og undirgefni. Því miður fannst ungu fólki þessi hersýning íslensku lögreglunnar hlægileg og ögrandi - eiginlega eins og skildirnir og hjálmarnir með andlitshlífum kölluðu á að í þá væri kastað eggjum.

Loggur 2008 04 23 15 13

Þegar á daginn leið stóðst ég ekki mátið að fara uppeftir og taka nokkrar myndir sem eru hér í albúmi á spássíu, ég kaus hinsvegar að skrifa ekki um málið fyrr en það hefði aðeins róast. Það verður hinsvegar að draga af því réttan lærdóm - og hann er ekki sá að lögreglan eigi að fá að vopnast rafmagnsbyssum.

Löggur 2008 04 23 15 14 40

Var þetta fólk lögreglunni svona mikil ógn?

Þegar ég kom uppeftir stóðu tugir lögreglumanna gráir fyrir járnum andspænis í mesta lagi jafn mörgum unglingum, börnum og kannski tug fullorðinna bílsstjóra. Fréttamenn og upptökumenn voru trúlega jafn margir og bílsstjóranir. Ég velti fyrir mér hvort lögreglunni væri virkilega alvara að telja sig þurfa að verja sig með þessum hætti andspænis þessu fólki (sjá myndir), og ef þess þurfti fyrr um daginn hversvegna núna? - Hvaða styrk sýnir lögreglulið sem þarf svo mikinn varnarviðbúnað gagnvart svo lítilli ógn? - Hún virðist þvert á móti hrædd og veik.

Loggur 2008 04 23 15 12 10

Myndir mínar sýna bæði lögregluna og fólkið sem hún stóð þannig andspænis þá klukkustund sem ég staldraði við. Ef lögreglan teldi þetta fólk svo hættulegt að slíkan varnarviðbúnað þyrfti við hvernig gat hún þá eftirlátið óvininum sjálfa bensínstöðina? Hvað myndi lögregla sem í alvöru teldi þetta fólk vera alvöru hættulegan múg reikna með að múgurinn gerði? - með bensín og bensíndælur rétt við hendina?

- Auðvitað vissi lögrelgan að engin hætta stafaði af þessu fólki - sviðsetningin var heldur ekki til varnar gagnvart því  heldur illa misskilin uppfærsla fyrir sjónvarp, -engin slík ógn steðjaði að lögreglunni frá þessu fólki að réttlætti uppfærsluna.

Augljóslega var vegurinn lokaður miklu lengur vegna aðgerða lögreglunnar sem hindraði vörubílsstjórana frá að komast aftur til bíla sinna en ef ekkert hefði verið aðhafst fyrr en eftirá.

Í ofanálag snérist sá kafli atburðarásarinnar sem ég varð vitni að um að fjarlægja bíl foringjans Sturlu - en bíl Sturlu var lagt langt útí kanti á löglegu bílastæði þ.e. eins utarlega á löglegu bílastæði og unnt var - og til að fjarlægja þann bíl var m.a. brotin í honum rúða og tekið í sundur drifskaft.

Því miður hefur lögreglan þarna unnið stórfellt skemmdarverk á orðspori sínu meðal uppvaxandi kynslóða þessa lands og annarra landsmanna - fyrir nú utan að vera orðin að sérstöku aðhlátursefni með Gas-árásinni sinni. - Enginn vafi er á að enginn ein atburðarás hefur skaðað eins orðspor og traust til lögreglunnar á Íslandi og atburðirnir á Norðlingaholti.

Löggur 2008 04 23 15 18 57Loggur 2008 04 23 15 08 36

.


mbl.is Meirihluti telur aðgerðir lögreglu gegn bílstjórum of harkalegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er bara grín, er það ekki?

Björn Heiðdal, 1.5.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Myndirnar tala sínu máli og eru allar ósnertar. Á þessum tíma var þetta uppstilling lögreglu gagnvart þessum tiltekna mannsöfnuði sem þarna sést.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.5.2008 kl. 00:00

3 identicon

Þessar myndir eru greinilega teknar af fólkinu í hverfinu sem kom eins og þú til þess að fylgjast með, en það var bara ekkert um að vera.  Þetta var allt búið.  Lögreglan var búin að handtaka 23 einstaklinga sem létu ófriðlega og síðan hékk löggan það þarna bara í einhverja klst. á meðan verið var færa vörubílana.  Persónulega finnst mér að þeir hefðu átt að vera löngu farnir.

Hversu marga slasaði annars lögreglan í þessum aðgerðum?  Allavega hef ég ekki séð DV viðtölin ennþá?

Gústaf (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 00:18

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Lögreglan virtist þurfa að réttlæta allan þann viðbúnað sem hún hafði og lét því til skarar skríða. Miðað við viðtal við lögreglumann á staðnum í sjónvarpi lá ljóst fyrir hvað stæði til. Hann sagði fréttamanni að bíða, þeir myndu láta verkin tala. Þetta segir í raun allt um það með hvaða hugarfari þeir komu á staðinn.

Haraldur Bjarnason, 2.5.2008 kl. 08:15

5 identicon

Lögreglumaðurinn sagði fréttamanni að bíða eftir að vörubílstjórar höfðu ítrekað neitað að fara að fyrirmælum lögreglu og tilkynnt: "þá verðið þið bara að handtaka okkur". Í stað þess að fara út í slagsmál tók lögreglan á þessu á fagmannlegan hátt og handtók viðkomandi einstaklinga án þess að skaða nokkurn mann. Hvað er athugavert við það?

Jónas (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:09

6 identicon

Voru þeir ekki einmitt gasaðir og svo handteknir vegna þess að einhverjir  reyndu með bakið í skildina að hnoða sér í gegnum fylkingu lögreglunnar að bílunum til að fjarlægja bílana. Þeir höfðu aldrei stoppað lengur en í 1-2 tíma þar sem þeir höfðu stöðvað umferð áður og þegar nú var kominn tími til að fara kom lögreglan í veg fyrir að þei kæmust í bílna sína. Sá fyrsti sem var handtekinn var einmitt kominn uppí sinn bíl til að fjarlægja hann en var rifinn út úr honum og niður og handtekinn fyrir það. Lögreglan hafði greinilega ákveðið að taka bílna og hindra bílsstjórana frá að komast til þeirra. Um það snérist málið. - Þó þannig tæki 5 klst lengri tíma að opna götuna, og tjón væri unnið á bílunum og fólk slaðsað og börnum stofnað í stórhættu, og ímynd lögreglunnar fórnað.

Gunna (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:33

7 Smámynd: AK-72

Eitt sem ég velti fyrir mér, ef Sturla hefur veirð bílinn löglega lagt, hefur þá ekki lögreglan framkvæmt ólöglegan verknað, og sé þar að auki bótaskyld?

AK-72, 2.5.2008 kl. 11:36

8 Smámynd: AK-72

Afsakið, átti að standa þarna ef bíl Sturla hefur löglega lagt bílnum,

AK-72, 2.5.2008 kl. 11:47

9 Smámynd: Neddi

Við þessa spurningu AK-72 vil ég bæta

Og ef bílnum var löglega lagt var það þá réttlætanlegt að halda götunni lokaðri í stað þess að setja bara 1-2 löggur á vakt hjá bílnum þangað til þægilegra var að fjarlægja hann (fyrst þeir voru að fjarlægja hann á annað borð)
 

Neddi, 2.5.2008 kl. 12:24

10 identicon

Þetta eru miklar hetjur sem stjórna þessum aðgerðum.

gunnar (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 15:42

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Lögrelan er einfaldlega orðin aðhlátursefni þjóðarinnar eftir þennan hættulega farsa þeirra, gæti tekið hana langan tíma að vinna aftur virðinguna...ef hún var þá einhverntíman mikil.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.5.2008 kl. 19:35

12 identicon

Góður pistill og flottar myndir hja þér.    Menn urðu mjög reiðir yfir hvernig lögreglan kom framm þarna,   það hefðu aldrei orðið nein læti ef þeir hefðu bara sent nokkra lögreglumenn á staðinn, hvort sem atti að handtaka bilstjorana eða ekki. við erum enginn skríll ef lögregla hefði komið i rolegheitunum og tilkynnt að viðkomandi væri handtekinn hefði hann einfaldlega rett ut hendurnar og latið taka sig. Enn að mæta med þessa óeirða sveit, og siga henni a mennina gerði utslagið, islendingum er ekki tamt að láta hnoðast med sig, her hafa menn i gegnum aldirnar tekist á frekar enn að láta valta yfir sig.  og Mga islendingar muna það oftar!!!     enn eitt er sem menn vita ekki og mer finnst   HÁALVARLEGT mál að þegar lögreglan setti upp þennan borða sinn og afmarkaði svæðið sitt hljop einhver missgáfaður lögreglumadurinn inn á olís og tók 2 heyhvíslar og stakk niður i jörðina til að binda borða í,  þarna var lögreglan að setja 2 lifshættulega vopn inná átakasvæði,   þetta er lysandi fyrir aðgerðir lögrelunnar i þessu máli.  

nóg að sinn                     kv Mikki.

mikki (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 20:15

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Úrvalspistill.

Kerfið er gott að því leyti að það leitast við að eyða sjálfu sér (amk. 50% líkur plús vonandi reynsla þýða að eitthvað skárra tekur við) eins og við sjáum á því að vitleysingar svo til án fylgis utan sértrúarsöfnuða og þröngra flokkseigendafélaga eru skipulega settir í að gjöreyða trúverðugleika efnahags- og peningamála þjóðarinnar og löggæslunnar.

Baldur Fjölnisson, 2.5.2008 kl. 21:07

14 identicon

Hvar er þessi könnun.Fór inn á Gallup í dag og sá hvergi minnst á hana.Svo skiptir máli hvenær könnunin var tekinn

maggas@strik.is (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 21:52

15 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Frétt Moggans er allavegna hér (smella).

Helgi Jóhann Hauksson, 3.5.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband