Álftanes: Ungar og egg yfirgefin - kríuvarpið autt

7 júlí 2008 - Kríuvarpið á ÁlaftanesiÞvert á það sem menn héldu framan af júní virðist kríuvarp þriðja árið í röð vera að mislukkast. Skemmtileg og góð ljósmynd af kríuunga á Álftanesi á forsíðu Moggans fyrir rúmri viku gaf til kynna að allt léki nú í lyndi í kríuvarpinu þar. En það var öðru nær. Sá ungi og allir aðrir ungar kríuvarpsins á Álftanesi voru af einhverjum ástæðum yfirgefnir án þess að fá tækifæri til að vaxa og dafna frekar.

Svo menn viti aðeins hvað ég er að tala um birti ég hér annarsvegar ljósmynd úr kríuvarpinu frá 2005 sem tekin var þann 6. júlí það ár þ.e. fyrir sléttum þremur árum og svo mynd af sama svæði teknar fyrir nokkrum dögum eða 8. júlí 2008.

Varpið á Álftanesi sem fór svo vel af stað í vor var því yfirgefið og því lauk án þess að neinn ungi lifði að taka flugið í ár. Sama gerðist í öðrum kríuvörpum á Álftanesi - þau voru yfirgefin að fullu jafnvel fyrr en þetta.

Á annarri myndinni af tveimur sem annars eru eins hef ég sett hringi um unga sem sjást á myndinni en hún er tekin yfir hluta af kríuvarpinu á Álftnesi þann 6. júlí árið 2005.

Smellið á myndir og svo aftur og aftur til að stækka og sjá betur.

6. júlí árið 2005:

Kríubyggðin á Álaftanesi 6 júlí 2005

Kríubyggðin á Álaftanesi 6 júlí 2005

Myndir hér að ofan eru teknar 6. júlí árið 2005.

Myndirnar að neðan eru teknar af sama svæði þann 8. júlí í ár 2008. Þar lá fugl við fugl á eggjum framan af júní og virtist varp hafa gengið vel.

 8. júlí árið 2008:

8. júlí 2008 - Kríuvarpið á Álftanesi - yfirgefið og autt

Nóg af vænu síli 11. júní 2008

 

Nóg var af síli í byrjun júní en svo er sem það hafi horfið aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta eru skemmtilegar myndir. Ég verð þó að játa að mér finnst krían afskaplega leiðinlegur fugl.

Theódór Norðkvist, 16.7.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk fyrir

Það er þó merkilegt við kríuna að þegar maður kemur sér þannig yfir að henni sé ekki ógnað eða ögrað og fer að fylgjast með „samfélagsháttum“ hennar blasir við afar merkileg skepna. Hún er nærgætin og hlý við ungana sína gælir við þá og foreldrarnir sem standa saman að uppeldinu frá A - Ö eru í senn afar umhyggjusamir og fórnfúsir foreldrar. Það er líka merkilegt að sjá hve ólíkir karakterar eru í hópnum. Sumir eru mjög árásargjarnir og styggir og sumir þeirra al settir örum eftir styggð og árásargirnigagnavart öðrum einstaklingum í kríu samfélaginu, þegar aftur aðrir virðast bara „blíðir“ þó þeir taki þátt í vörnum unganna þegar sameinginleg ógn steðjar að. Þá er merkilegt að sjá hvernig foreldrarir sameinast um að verja ungann við matargjarfir því vænt síli í ungamunni freistar umsvifalaust ræningjanna í hópnum. En í hverju kríusamfélagi eru því miður nokkrir svartir sauðir sem ræna matnum úr goggi unga annarra kría. Til þess beitta þeir snöggri dýfu úr loftinu og kippa sílinu með sér úr goggi ungans án þess að snerta jörð. Þess vegna þurfa helst báðir foreldrar að vera viðstaddir matargjöfina til að verja ungann . Það tekst þó ekki alltaf. Stundum þarf foreldrið sem er með sílið að koma aftur og aftur og alltaf tekur einhver fylgikría dýfu þegar foreldrið gerir sig líklegt til að afhenda unganum sílið, og of oft tekst að ræna sílinu, en foreldrunum tekst líka oft að stugga frá og verja matargjöfina ef þeir eru báðir viðstaddir.

Margt hugljúft mætti segja um kríuna um  blíðu, umhyggju, fórnfýsi og tryggð en það bíður betri tíma.

Helgi Jóhann Hauksson, 16.7.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband