Margt er óskýrt, -hvar var Samfylkingin? -hversvegna yfirtaka?

Landsfundur Samfylkingarinnar 12Það situr eftir óþægindatilfinning vegna atburða gærdagsins. Margt er óskýrt. Hvers vegna kom Samfylkingin og bankamálaráðherra ekki að málinu fyrr en allt var um garð gengið og ákveðið? Ég kaupi það ekki að Ingibjörg Sólrún stödd New York, veik og í rannsóknum og bið eftir bráðaaðgerð á heila, hafi spilað stórt hlutverk við úrvinnslu málsins með Geir Haarde eins og staðhæft er.
Ef rekstur Glitnis og eignasafn er jafn gott og seðlabankstjóri og forsætisráðherra segja, hversvegna var þá ekki hægt að leggja bankanum lið með minni dómínóáhrifum en með yfirtöku hans á „brunaútsöluverði“, þ.e. veita lán í stað yfirtöku? Bankinn hefur t.d. ekki orðið fyrir alvarlegum útlánatöpum eins og fasteignabankarnir sem hafa rúllað útí í heimi.

Rúmar tvær vikur voru til stefnu fram að stórum gjalddaga, hversvegna þá þessi hraðskák um helgina sem svo lauk með því að bankanum var stillt upp við vegg á sunnudagskvöldi um það bil samtímis því að viðskiptaráðherra fékk loks upplýsingar um málið og stjórnarandstaða litlu seinna og Ingibjörg Sólrún var að undirbúa sig fyrir hættulega aðgerð í New York.

Stjórnarráðið undir nýju tungliFréttastofu-crew var statt af „tilviljun“ við stjórnarráðið á laugardegi þegar seðlabankastjórar koma af fundi forsætisráðherra? - Hvernig „tilviljun“ er það? Eftir það er sagt að málið þyrfti afgreiðslu strax því nú væri allt fréttast út. - Hentug „tilviljun“ ef einhver hefði viljað stilla bankanum upp við vegg.

Það er slæmt að Björgvini G Sigurðsson viðskiptaráðherra og Samfylkingin skyldi ekki vera með við vinnslu málsins frá upphafi í stað þess að Björgvin og Össur staðfesta aðeins ákvörðun Davíðs Oddssonar, en verra er að Björgvin taka að sér að verja þessi vinnubrögð.

Dómínóáhrif af yfirtöku og gengisfellingu hlutabréfa Glitnis eru svo mikil og miklu meiri en hefðu verið af láni til bankans að óverjandi er að báðir stjórnarflokkar og viðskiptaráðaherra skuli ekki hafa skipað veigamikið hlutverk við úrvinnslu og ákvörðun málsins. 

Lífeyrissjóðir tapa við þessa aðgerð milljörðum króna og þurfa jafnvel að skerða lífeyrinn til skjólstæðinga sinna. Þannig eru hlutafjáreigendur líka sparifjáreigendur.

Óvissa um áframhaldandi fjármögnun bankans og endurnýjun lána er eftir sem áður til staðar þó stigið hafi verið yfir þennan tiltekna þröskuld, ríkið getur því allt eins tapað hlutfé sínu eins og ef það hefði lánsfé ef það hefði lánað og bankinn getur enn rúllað ef kreppan dýpkar.
Það er hugsanlegt að besta leið hafi verið farin en alls ekki víst, en þegar svona er staðið að málum er það óverjandi að málið sé ekki skoðað vandlega af  báðum stjórnarflokkunum og sérfræðingum ráðuneyta sem það varða þar á meðal og ekki síst ráðuneyti bankamála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Sæll Helgi.

Tek undir þessar hugleiðingar þínar.  Davíð sagði að verið væri að bjarga innistæðum almennings.  Hversu háar voru þær?  Hversu háar voru upphæðir á bundunum reikningum og hversu mikið var af lausafé (svona eins og á tékkareikningum, sem fer út og inn á sama deginum eða í sömu vikunni)?  Ætli þetta fé nemi 84 milljörðum?

Kjartan Eggertsson, 30.9.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Nú er komið fram að erlendar matsstofnanir telja íslenska ríkið nú beri ábyrgð á öllum skuldbindingum bankans það geta því tapað miklu stærri upphæðum en ef það (Seðlabankinn) hefði bara lánað bankanum þessa upphæð. - Ef rétt sem seðlabankastjóri og forsætisráðherra keppast við að segja er að ekkert sé að rekstri bankans er mögulegt að yfirtakan sé miklu verri leið en lán hefði verið.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.9.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: haraldurhar

   Ef Seðlabankinn hefði gert eins og allir Seðalabankar gera það að vera banki bankana og leysa úr bráðavanda vegna lausafjárskorts, hefði verið mun eðlilegar að ráðstafa fé ríkisis með veði í undirliggjandi eignum, en setja framlag sitt í formi hlutafés, sem er eins og við öll vitum ótryggt.

    Þetta bankarán er mér að ölluleiti óskyljanlegt, og tel ég að fjárhagslegt tjón þess nemi hundruðum milljarða, í formi eignrýrunar hluthafa, er leiðir til að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga fer i  þrot, og skuldir þeirra við fjármálast. og sjóði tapist,  sumir þessara eigenda hafa gefið út skuldab. á opnum markaði, og veit ég til þess að fjárfestingafél. voru að endurmeta eignasöfn sín og veðhæfni með tillliti til þess að hluti þeirra væri tapaður.

   Vantrú erl. banka og greiningaraðila á þessari gerð er óðum að koma í ljós á hærra skuldatr.ál. á banka og Ríki.

   Samfylkingin viðist hafa verið í þessu máli eins og í mörgum öðrum bara í aukahlutverkum,  aumt hlutskipti virðist bankamálaráðherrarn Björgvin hafa haft í þessu´máli, vissi bara ekki af því fyrr en á sunnudag, og ekki einu sinni kallaður á fund í forsætisráðherra né í Seðlabankann til að leggja blessun sína á ránið.  Var svo eins og trúður mættur í viðtal á neðstuhæðinn í aðalst. Glitirs á mánudagsmorgunn til að lýsa fyrir okkur hversu góð þessi gerð væri, er hægt að leggjast lægra fyrir ráðherrastólinn.?

  Veistu hvert er hlutverk varaformanns samfylkingarinnar? Eg hélt að það væri vera staðgengill formannsins er hann forfallaðist.

   Samfylkingin á að greiða atkvæði á móti þessu bankaráni á alþingi, ef ekki þá er henni ekki viðbjargandi.

haraldurhar, 30.9.2008 kl. 23:52

4 identicon

Úr frétt Mbl.is um viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, stjórnarformann Glitnis í Kastljósi

„Þegar Helgi Seljan, fréttamaður, spurði hvort það hefðu þá í ljósi þessa ekki verið mistök að leita til Seðlabankans svaraði Þorsteinn Már játandi. „Ég get eingöngu sagt við hluthafa í dag. Ég bið ykkur afsökunar vegna þess að stærri mistök hef ég ekki gert."“

Gunnar (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 00:21

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hvað er í gangi, ég skil hvorki upp né niður í þessu....og Þorsteinn Már biðst afsökunar. Það er eitthvað gruggugt hérna.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 1.10.2008 kl. 11:05

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er ljóst að mörgu er ósvarað í þessu máli. Hvers vegna var ekki hægt að veita þrautavaralán eins og þú bendir á, ef eignasafn bankans er svona gott?

Eða selja eignir erlendis. Að vísu hefði það orðið skortsala, en það eru mörg dæmi um það að fjársterkir aðilar kaupi eignir félags sem er að komast í þrot á ekkert of lágu verði, til að bjarga miklum hagsmunum, bæði hluthafa, sparifjáreigenda og lánadrottna með veð í eignum bankans.

Theódór Norðkvist, 1.10.2008 kl. 11:47

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Tilboð seðlabankastjóra og skilmálar til Glitnis voru samkvæmt Sigurði G Guðjónssyni aðeins bornir fram munlega og lögfræðingur Glitnis þurfti að punkta efni þeirra niður til að geta borið undir eigendur bankans - þ.e. ekkert skriflegt tilboð var lagt fram af hálfu Seðlabanka. - Hvernig geta ráðherrar og ráðuneyti Samfylkingarinnar þá mögulega hafa yfirfarið málið af einhverju viti ef það var ekki nákvæmlega sett niður á blað af hálfu Seðlabankastjóra til kynningar ráðherrum áður en það var borið upp við Glitni sem úrslitakostir?

Mér finnst skelfilegt hvað Björgvin G Sigurðsson gengur langt til að gangast við ábyrgð á málinu og meðferð þess.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.10.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband