Þetta eru nú gott betur en 500 manns

Ég tók nokkrar myndir af kröfufundinum um afsögn Davíðs Oddssonar. Hér gerist það sama og þegar fjölmiðlafrumvarpinu var mótmælt á Austurvelli á sínum tíma að yfirvöld töldu sig þurfa skrökva niður fjölda mótmælenda. Sjónvarpsáhorfendur beggja stöðva sáu náttúrulega vel að miklu fleiri en „á fimmta hundrað“ voru á Austurvelli en hér má vel sjá það líka.

Sjá myndaalbúmið hér (semlla).

Mynd 2008 10 18 16 00 23BMynd 2008 10 18 15 25 28B

Mynd 2008 10 18 16 00 10B


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlega hallærislegt.Þetta eru sömu komma druslurnar úr 101 sem mótmæltu álverinu á Reyðarfirði

Anna (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér sínist þetta vera fleiri þúsund manns. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Helgi: það er nú engin troðningur þarna á þínum myndum, líkast til eru um 5 til 7 mans þarna ef rónarnir eru taldir með.

Magnús Jónsson, 18.10.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Magnús Jónsson

átti að vera 500 til 700- klaufinn ég.

Magnús Jónsson, 18.10.2008 kl. 23:40

5 identicon

Þetta voru ótrúlega fáir miðað við áróðurinn sem var rekinn fyrir þessu einelti. Sýnir að meirilhluti þjóðarinnar er bara nokkuð vel þenkjandi.   500 manns! Bara djók! Eins og góð fermingarveisla! En leiðinlegt fyrir ykkur! NOT! :)

Soffía (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 00:12

6 identicon

Undir forystu Harðar Torfasonar, Kolfinnu Baldvinsdóttur, Dr. Gunna, Andra Sigurðssonar og Birgis Þórarinssonar.

Fyrr myndi ég fylgja Ástþóri Magnússyni í forsetaframboð en þessum lýð, pakk sem hefur aldrei unnið almennilega fyrir sér og hefur allt á hornum sér.  Kolfinna er auðvitað gjörsamlega bitrasta piparkerling veraldar, DR Gunni ohh boy....

Davíð hefur gert mörg mistök en þetta hrun er ekki honum um að kenna.  Hvernig væri að mótmæla mönnunum sem komu okkur á hausinn??? 

Stundum skammast maður sín fyrir að vera íslendingur og drottinn minn dýri ef það voru þarna 500 ( 95% listamenn ) manns sem fylgja slíku fólki.

Baldur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 00:36

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fínar myndir hjá þér Helgi að venju og fjöldinn er augljóslega meiri en 500. En Davíð ber ekki einn ábyrgð á þessu.

Sigurður Þórðarson, 19.10.2008 kl. 00:44

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Sigurður og takk

Nei auðvitað gerði Davíð þetta ekki einn, en svo vill til að í margra ára sögu þessara bankamála hér á landi þá hefur Davíð verið æðsti ábyrgðamaður allra ákvarðanna og verka sem snerta opinbera hluta þess, allt frá laga og reglusetningu, framkvæmd einkavæðingar, uppbyggingu eftirlitsstrúktúrs og svo lagabreytingu með stórauknum völdum og sjálfstæði Seðlabankastjóra, í kjölfar þess skipun á sjálfum sér óhagfræðilærðum í stöðu yfirbankastjóra og var þá æðsti ábyrgðamaður allra ákvarðanna og gerða seðlabankans eftir það, og loks röð afdrifaríkra og ógætilegra orða og yfirlýsinga á ögurstundum nú.

- Ef einhver á einhvern tíman að axla ábyrgð á íslandi þá er það Davíð Oddsson núna. Einnig til að hleypa góðum fagmanni að stólnum með akademíska- og alþjóðlega tiltrú við þau vandasömu úrlausnarefni sem nú brenna á Seðlabankanum. 

Helgi Jóhann Hauksson, 19.10.2008 kl. 02:08

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Frekar kjánalegt af lögreglunni að telja bara brot af þeim rúmlega 2000 sem höfðu dug og þor til að mæta, þrælslundin er rík hjá þjóðinni en það stendur vonadi til bóta.

Fyndið að sjá smáborgarana héralegu gjamma hérna um komma og annað liðleskjupíp, ...en við hverju var svo sem að búast með makráða aula við stjórnvölinn með sauðtryggja fylgjendur, magnað að fjöldi venjulegs fólks út í bæ var búið að átta sig á hvert stefndi löngu á undan þeim sem þó eru á launum hjá okkur við að vera á tánum,  takk kærlega fyrir klúður íslandsögunnar aular og sýnið manndóm og segið af ykkur allir sem einn. Há laun vegna mikilar ábyrgðar, sér er nú hver ábyrgðin þegar á reynir!

Georg P Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 02:19

10 identicon

Óþveralið og skítapakk af verstu gerð.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 08:50

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Helgi Jóhann, ég tek mér það bessaleyfi að ræna af þér mynd og birta á blogginu mínu.  Vona að það sé í lagi.  Ég ætla líka að leyfa mér að linka á þessa færslu vegna kommentana.  Mér ofbýður að lesa sum kommentin hérna og allt talið um einelti.

Með þökk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 10:26

12 Smámynd: Jack Daniel's

Varðhundar þjófana eru duglegir að gelta þegar að eigendum þerra er sótt með réttmætum kröfum og er það gjamm þeirra bara hlægilegt.  Dæmigert fyrir einstaklinga sem hvorki geta né nenna að hugsa eina samhangandi hugsun og básúna því út heimsku sinni í stað þess að halda sér bara saman.

Jack Daniel's, 19.10.2008 kl. 11:03

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þér er það velkomið Jenný.

-Já mér finnst þau afar fróðleg mörg innleggin og orðanotkun í garð almennings sem nýtir lýðræðislegan rétt sinn.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.10.2008 kl. 11:40

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, Austurvöllur er stappfullur. Ef þetta hefði verið 17. júní eða menningarnótt hefðu tölurnar eitthvað breyst og talað um þúsundir manna.

Guðríður Haraldsdóttir, 19.10.2008 kl. 12:36

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er nú ekki eins og það sé verið að leggja til að maðurinn verði hengdur - aðeins að hann taki pokann sinn svo hæfari maður komist að.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 12:38

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála Rugludallinum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 12:40

17 identicon

Eigum við ekki að byrja á þeim æðsta, Forseta vorum og fara svo niður stigann þannig að allir axli ábyrgð sama úr hvaða horni pólitíkur þeir koma?

Þórgunnur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:43

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þórgunnur: Skiptir röðin öllu máli?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 14:49

19 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þórgunnur, eins og Sjálfstæðisflokkur hefur lagt mikla áherslu á og Davíð þó sérstaklega þá hefur forsetinn ekkert vald. - Jafnvel þó hann geti, ef hann telur samþykkt lög frá alþingi ekki njóta stuðnings þjóðarinnar, skotið þeim til þjóðaratkvæðisgreiðslu. En jafnvel það vald telur valdahópur Sjálfstæðisflokksins hann ekki hafa.

Eina sem forsetinn getur gert er að styðja framtak, menning og samfélag Íslendinga og treysta því að ríkisstjórn og framkvæmdavaldið sinni sínu eftirlits - og ákvarðannahlutverki.

Þetta mál snertir því á engann hátt forsetann eða embætti hans.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.10.2008 kl. 14:53

20 identicon

Anna, Rafn og Soffia ... það er áhugavert að sjá hvernig þið talið um fólk sem ykkur er sennilega ósammála.  Ég var ekki á þessum fundi og sennilega hefði ég ekki mætt, en ég hef ekkert út á þetta fólk að setja sem kom saman eins og frjálsir borgarar í frjálsu landi.  Orð ykkar segja meira um innræti ykkar en nokkuð annað.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:08

21 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Róleg með smáborgaraklisjurnar Anna!

Georg P Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 15:52

22 Smámynd: Hippastelpa

"Ótrúlega hallærislegt.Þetta eru sömu komma druslurnar úr 101 sem mótmæltu álverinu á Reyðarfirði" Að það sé hallærislegt að rísa upp og koma skoðunum sínum á framfæri er nú varla gjaldgeng skoðun á Íslandi í dag, eða hvað? Finnst þér doðinn, aðhalds- og afskiptaleysið hafa virkað vel fyrir okkur. Það hlýtr hver sæmilega skynsamur maður að sjá að þegar eihver er búinn að vera við stjórnvölinn á fyrirtæki eða landi sem fer á hausinn þá þarf hann að víkja frá og leyfa hæfara fólki að taka við, það er ekkert persónulegt annað er hreinlega fáránlegt. Ég segi fyrir mig að ef þetta ástand sem hér er nú dugir ekki til þess að fólk rísi upp af rassgatinu og heimti breyttingar hér þá flyt ég úr landi og lýg því að ég sé Færeyingur það sem eftir er. Hefði persónulega viljað hafa yfirskrift mótmælanna, ykkur er öllum sagt upp en það er engin afsökun fyrir því að sitja heima á rassgatinu og gera ekkert. Þú hefðir geta mætt með eigin skilti og komið þínum skoðunum á framfæri hverjar sem þær nú eru.

Hippastelpa, 19.10.2008 kl. 17:18

23 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Athugasemdir hér að ofan vitna um þrælslundina. Að fjölmiðlar birti töluna 500 manns sem fjölda þeirra sem mættu sjokkerar mig einnig. Hversu djúpt erum við sokkin?

Það er ekki einelti að krefjast þess að maður sem nýtur einskis trausts innan lands sem utan, segi af sér. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa.

Viðbragðsleysi ráðamanna Sjálfstæðisflokksins og þrælslund almenninngs varðandi þetta er annars mjög áhugaverð sálfræðipæling.

Kristjana Bjarnadóttir, 19.10.2008 kl. 17:39

24 identicon

Án þess að vera blanda mér í málefnin að þá á ég erfitt með að trúa að þetta séu meira en 1000 manneskjur, sýnist af þeim myndum sem ég hef séð að þetta sé bara smáhópur. Hvað haldið þið að það séu margir þarna ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:08

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Samkvæmt frétt Reuters voru þarna um 2000 manns, eða um það bil 1% þjóðarinnar (sennilega átt við uppkominna einstaklinga).

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 18:13

26 Smámynd: Hippastelpa

Ég var þarna og þetta voru engin fimmhundruð svo mikið get ég sagt, á samt erfitt með að setja ákveðna tölu á þetta ... 1000, 1500 eða 2000. Skiptir það í raun máli a.m.k voru alltof fáir þarna, þetta hefði átt að vera eins og á 17. júni eða menningarnótt. Það voru fleiri að versla á Laugarveginum en voru að mótmæla... hversu geðbiluð er þessi þjóð. Hvað þarf eiginlega til þess að fólk rísi upp og áti í sér heyra. Hungursneyð? Það er a.m.k ekki nóg að það sé búið að skuldsetja börnin okkar um aldur og ævi.

ÉG óska eftir mætingu næsta Laugardag. Þið þurfið ekki að koma til að mótmæla Davíð, komið og mótmælið því sem ykkur finnst þarf. ÍSLENDINGAR LÁTIÐ RADDIR YKKAR HEYRAST Í GUÐS BÆNUM, HAFIÐ SKOÐUN OG RÍSIÐ EINUSINNI UPP. 

Hippastelpa, 19.10.2008 kl. 18:26

27 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mikið gerir það mig sorgmædda að verða vitni að þrælslund sumra íslendinga og undirlægjuhætti..spéhræðslu og skömmustukennd fyrir því að nota lýðræðsréttindi til að mótmæla setu seðlabakastjóra sem talinn er vera óhæfur bæði af sérfræðingum innanlands sem utan. Ég er stolt að hafa staðið þarna með alvöru íslendingum sem þora að standa vörð um lýðræðið  með því að tjá skoðun sína. Frábið mér að vera sökuð um að leggja seðlabaknastjóra í einelti með því að tjá skoðun mína á óhæfi hans og óheppilega setu í seðlabankastjórastólnum. fyrir þjóðina. Og ég sá það með eigin augum að þarna var fólk af öllum stéttum og að þarna voru mun fleiri en 500 manns. Maður spyr sig  þó þeirrar mikilvægu spurningar hvað vaki fyrir fjölmiðlum að draga úr fjölda þeirra sem þó mættu....???

Trúi því að mun fleiri munu láta sjá sig næsta laugardag og leggja þá skýra kröfu á það sem þeim liggur á hjarta. Lengi lifi lýðræðið!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 19:18

28 identicon

Efnahagsástandið er allt mér að kenna.

Ég sem þjóðfélagsþegn í þessu landi hef verið sofandi á verðinum gegn spillingu og sjálftöku úr ríkiskassa mínum.

En nú er komið nóg.

Ég hvet alla að hafa samband við alla til þess að sýna ráðamönnum þessarar þjóðar fyrir hverja þeir vinna.

Við getum ekki sofið lengur og hugsað þetta reddast, aðgerða er þörf núna.

Við öll erum þjóðin ,við öll berum ábyrgð á íslandi sínum ábyrgð og mætum öll á Austurvöll

Laugardaginn 25 Oktober KL15:00

Sýnum styrk okkar og samstöðu, komum út úr holunum og mótmælum öll

Æsir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:48

29 identicon

http://uk.reuters.com//news/video?videoId=92427&src=vidAd1 aðeins fleiri en 500 samkvæmt þeim...

Ragnheiður þorsteinsd (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:44

30 identicon

Þjóðfélag okkar er í molum eftir óstjórn í efnahagsmálum síðustu ár. Almenningi er nóg boðið og fer út á götur til að krefjast þess að menn axli ábyrgð á mistökum sínum og fari frá. Það mæta um eða yfir 2000 manns á Austurvöll. Í fréttum RÍKISSJÓNVARPS landsins er LOGIÐ um fjölda mótmælanda og sagt að ástæða fjölmennisins hafi verið gott veður. Eigum við ekki bara að ráða Berlusconi í vinnu hjá okkur?

Viðkomandi fréttakona og vinkona Davíðs Oddssonar á að biðjast afsökunar á þessum óábyrgu orðum.

Hlustið ekki á smáborgarana. Við almenningur erum von Íslands. Krefjumst réttlætis!

Borgari (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:03

31 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fékk lánaða eina mynd hjá þér í nýjasta pistilinn minn og linkaði á þig líka. Vonandi er það í lagi.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.10.2008 kl. 01:59

32 identicon

Bæði Georg og Katrín nefna þrælslund því við mættum ekki. Georg: "sem höfðu dug og þor til að mæta, þrælslundin er rík hjá þjóðinni ".

Hvaða bjánaskapur er það að telja menn þjakaða af þrælslund bara því þeir eru ekki sammála um að halda mótmæli gegn einum manni í Seðlabankanum. Rét hann yfir sjóðum bankana? Þetta er svo augljóslega af pólitískum rótum sprottið og engan veginn trúverðugt sem einhver heilsteypt "mótmæli". Svona rugl gerir það að verkum að maður eiginlega nennir ekki að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem í hönd fer, ætlum við virkilega að sóa tíma í að tala um Davíð og Jón Ásgeir??

Andri (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:43

33 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Andri virðist halda að hann muni bara geta legið uppi í sófa og horft á það sem gerast mun í framtíðinni. Ég get fullvissað hann um að svo mun ekki verða, hann mun verða að taka afleiðingum hrunsins eins og við hin. Ja, ekki nema hann sé besti vinur annað hvort Davíðs, Björgólfs eða Jóns Ásgeirs.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:56

34 identicon

Mikið verður gaman að sjá framan í þetta fólk sem gerir lítið úr mótmælum sem eiga sér margra alda hefðir í hinum vestræna heimi nema hér á þessu skeri þar sem fólk þorir ekki að skríða út úr holunum sínum og segja sína meiningu heldur felur sig heima í sófa með lapptoppinn sinn og siggið á afturendanum, drullandi yfir fólk sem hefur þann kjark til að rísa upp og byrja að ausa upp úr drulludallinum fyrir það. Við sem kusum þetta ekki yfir okkur getum þó verið stolt af því, það er meira en þið hafið í kredit! og ætli þetta dásamlega ævintýri ykkar endi ekki bara þannig að við yfirgefum þetta bananalýðveldi fyrir gott og skiljum ykkur íhaldsdruslurnar eftir með Davíð og company á sökkvandi skerinu,vælandi, hafið ekki efni á netinu, ekkert að gera, atvinnulaust og verðið að skríða út úr holunum ykkar sem sjálfsagt verður búið að selja ofan af ykkur, með hvítar ævintýrabækur Björns Bjarnasonar til að lesa í öllum þeim frítíma sem bíður ykkar. Og hvað hafið þið notabene unnið svona mikið sem er svona obbosssselga merkilegt? Þetta sama lið kaus þetta lið sem stjórnar þessu landi. Ef að það er ekki bara eintómt marmelaði á milli eyrnanna á ykkur þá hvet ég ykkur til að taka ykkur á ykkur rögg, hisja ykkur upp á afturendanum og gera þá eitthvað annað í málunum en að mótmæla, stígið bara kannski fram á Austurvöll öll saman upp á svið og syngið íslenska þjóðsönginn fyrir okkur hin sem viljum byrja á því að

ryðja ykkar farsæla fjármálarágjafa úr sæti, sorry en ef þið vitið það ekki þá er þjóðin að drukkna vegna þess að honum hefur verið sagt upp störfum af öllum ríkjum heimsins en ekki bara kommunum á 101 og ef hann fær að vera nokkra daga í viðbót erum við ekki lengur á barmi gjaldþrots heldur gjaldþrota. Þá getið þið haldið áfram að klappa fyrir Davíð, besta vini Pútíns sem mun með mafíuláni hneppa ykkur í eilífavarðhald. Eruð þið í dái, ég bara spyr? Skammast mín fyrir ykkur og það er ekki skrítið að flokkdindlar eins og þið séu með hausa eins og innkaupanet þar sem varla stærstu pakkarnir haldast inni. Ráðlegg ykkur að fara í DNA próf þar sem þið eruð augljóslega of skild, Ja, nú eru góð ráð dýr...........

Kjörkuð (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:35

35 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Engin smá-skammarræða; þú ert frábær Kjörkuð!

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:18

36 identicon

Tilmæli til hins gáfaða manns sem gengur hér undir nafninu Galdrar, Þú sem þykist hafa þekkt alla hausa á Austurvelli sl. laugardag, sömu kommahausarnir á Reyðarfirði segir þú? Jæja, þá ætla ég bara að reka það ofan í þig að ég og mínir vinir vorum ekki á Reyðarfirði en vorum á Austurvelli ólíkt þér, börðust með Íslandshreyfingunni dag og nótt í sl. kosningum - ólíkt þér, man ekki eftir að hafa séð á þér fésið þar en þú getur bloggað eins og þú hafir ekki gert neitt annað en að berjast á móti álverum og dásamar hreyfingu okkar í hástert? Það að kalla hálfa þjóðina þenkjandi heima á meðan við mótmæltum, kallast á mannamáli hroki, bleyðuskapur og hræðsla við að tjá sig á almannafæri. Ef þú flettir sjálfum þér upp í orðabók þá sérðu mynd af þér við hliðin á orðinu "Kjaftaskur" og ég legg til að þú flettir næst að orðinu "Lýðræði", lesir það aftur og aftur, tileinkir þér það og skrifir síðan framvegis eitthvað gáfulegt til tilbreytingar sem tengist hugtakinu Lýðræði en ekki því hvort þú hafir alist upp á Reyðarfirði eða Zimbabve, eins og öllum sé ekki sama um það?

Kjörkuð (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:12

37 identicon

Ástæða þess að ég tel mig ekki þurfa ganga hér undir Nafni er til að undirstrika að bloggið er fyrirbæri sem er komið út fyrir öll eðlileg mörk. Af hverju? Fólk er að mestu leyti að skrifa um sjálfa sig, sjálfa sig og aftur sjálfa sig. Mér finnst margt blogg vera svo sjálfhverft að ég gæti aldrei hugsað mér að eyða tíma mínum alla daga í slíkt. "Hverra manna ertu" skiptir meira máli enda endurspeglar það arfleið okkar, þrælslundina í topp! En þegar að ég og börnin mín og barnabörnin mín erum orðin gjaldþrota vegna grafalvarlegra mistaka stjórnvalda hér á landi þá er mér nóg boðið. Hvergi í heiminum mætir þú jafn miklum hroka eins og á Íslandi vegna mótmæla sem eru byggð á lýðræðislegum grundvelli. Þess vegna er þjóðin komin í þrot, hrokinn hefur loksins kæft okkur. Við erum eins og fuglar í búri, búin að vera með opið búr síðan 1944 en erum enn gargandi og goggandi hvert í annað inni í búrinu í stað þess að yfirgefa búrið. Ég hef aldrei bloggað fyrr, framkvæmi meir en að blaðra og væla um hvað allt sé erfitt og ég ætlast ekki til að aðrir reddi á mér óæðri endanum. Reikna þó með að við værum betur sett á fundum út í bæ en í netheimum þar sem allt er svo þægilegt. Það verður erfitt fyrir landann að blogga þegar hann þarf að vinna 48/7 nk. ár og áratugi. Kann vel við viðhorf þín og vona að þú framkvæmir hlutina sem þú talar um í takt við bloggið.

Kjörkuð (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 19:07

38 identicon

Sá sem á þessi tilteknu ummæli, Anna eða Baldur, hljóta að þekkja sitt auma orðalag og taki það til sín. Maður,kona, aldur,reykvíkingur eða reyðfirðingur, kyn eða þjóðerni skiptir hér engu máli heldur sá aðili sem stærir sig af því að hafa setið aðgerðalaus heima og látið aðra um að taka til draslið eftir þá á meðan börnin okkar, framtíð þeirra og landið okkar er á brunaútsölu. Verði þeim að góðu að útskýra mál sitt fyrir afkomendum sínum sem eiga eftir að reka þessa hamfarir af fítonskrafti framan í þá það sem þeir eiga eftir ólifað. Eitt er verra en efnhagslegt gjaldþrot og það kallast að vera andlega blankur eða gjaldþrota.

Bið að heilsa austur. Að copy-peista texta á blogginu hlýtur að vera varasöm aðgerð sem flækir fyrir, en skipti mér ekki meir af því, rétt skal þó vera rétt. þetta eru mín lokaorð - gangi þér vel:)

Kjörkuð (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband