Það sem menn hafa þó verið að gera rétt

Lekinn

Mynd 2008 10 18 Það var rétt að leka samtali Árna Matt og Darling í fjölmiðla. Að mínu mati bera orð Árna með sér að hann var að reyna eftir föngum að vera heiðarlegur og hreinskilinn við Darling og að lofa ekki upp í ermina á sér án þess á neinn hátt að afneita skyldum Íslands. Samtalið réttlætir því á engan hátt viðbrögð Breta.
Á móti má þó segja að samtalið sýni að íslensk stjórnvöld voru illa undirbúin og vissu vart sitt rjúkandi ráð. Vísa ég þá aftur til undrunar minnar í eldra bloggi um að ekki hafi verið til staðar þróuð og prófuð krísuáætlun vegna bankakreppu hjá Seðlabankanum og eftir atvikum ríkisstjórninni þar sem vitað hafði verið lengi að það gat gerst að íslenskur banki lenti í áhlaupi eða annarri krísu.
- En Árni kemur miklu betur útúr þessu samtali en ég óttaðist, og það var rétt að leka samtalinu. Darling hafði vitnað í það við hörð viðbrögð Breta og því sjálfsagt að það væri birt í heild.

Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (IMF)

IMFStjórnvöld hafa varið hagsmuni okkar gagnvart bæði Bretum og IMF - og á þeim grunni sótt um aðstoð og samstarf við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (IMF). Það er náttúrulega alrangt hjá Steingrími J Sigfússyni að IMF sé „peningalögga“.
Við Íslendingar erum stofnaðilar að þessum sjóði sem er einmitt samkvæmt stofnskrá ekki síður „Rauði-krossinn“ á sviði gjaldeyrisviðskipta en lögga. En hann þarf að sækja til sín gríðlega mikla peninga til að gegna hlutverki sínu og þeir sem leggja þá til hafa tilhneigingu til að reyna að krækja á þá eigin peningalegum hagsmunum og horfa yfir öxl sjóðsins við notkun þeirra svo sjóðurinn er vissulega togaður í báðar áttir. Hér reynir því enn á að við þekkjum vel til og beitum forsendum og rökum sjóðsins sjálfs í þágu okkar hagsmuna og minnum hann á hlutverk sitt. Það virðist hafa verið gert hér og dugað vel. Enginn vafi er að störf mætra íslendinga við sjóðinn og þekking þeirra á honum hafa hér komið okkur að miklum notum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband