Séð fyrir hrun Lehman Brothers og áhrif á ísl. bankana

Úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þann 23. mars 2008.

„Í einum virtasta fjármáladálki heims, dálki Lex í Financial Times var fyrir nokkrum dögum fjallað um fall eins stærsta fjármálafyrirtækis Bandaríkjanna, Bear Stern, og ástæður þess falls en fyrirtækið var selt fyrir nánast ekki neitt um síðustu helgi. Lex útskýrði ástæðurnar fyrir falli Bear Stern og bætti því við að af sömu ástæðum væru Lehman Brothers og íslenzku bankarnir „undir þrýstingi“. Það er erfitt að sjá samhengið á milli þessara stóru bandarísku fjármálafyrirtækja og litlu íslenzku bankanna en svona er skrifað. “

Svo nú þegar ráðherrar okkar og fv bankastjórar segja í kór „enginn gat séð fyrir fall Lehman Brothers bankans“ þá er það beinlínis rangt og hætta á falli hans hafði meira að segja í umfjöllun verið tengd „falli“ íslensku bankanna, og verið sagt frá þeirri umfjöllun í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins fyrir sléttum 7 mánuðum síðan.


mbl.is Baksvið: Að fljóta sofandi að feigðarósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo einhver átti von á hruni Lehman Brothers strax í mars og að íslenskir bankarnir færu sömu leið - en hvar var þá undirbúningur seðlabanka og ríkisstjórnarinnar - fór hún í að gera krísuátlanir og kanna afleiðingar mismunandi viðbragða eða fór hún bara í þennan fræga ímyndarleiðangur til að segja heiminum að ekkert væri að í íslensku efnahags- og bankakerfi, - eða gerði hún hvorttveggja? - Hefur einhver séð merki þess að seðlabanki og/eða ríkisstjórn hafi haft tilbúna prófaða viðbúnaðaráætlun nú 7 mánuðum seinna þegar áfallið reið yfir?

Gunnar (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sýnir hvernig pappakassar eru við völd í landinu.

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 02:01

3 identicon

Það hefði átt að spara skattgreiðendum þessa ímyndarherferð sem farið var út í. Enda leit Geir H. Haarde fáránlega út á CNN að útskýra fyrir umheiminum að hér væri allt í lagi með stýrivexti í 15% og verðbólgu langt yfir 10%. Við vorum bara að plata okkur sjálf.

Ólafur Örn Pálmarsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 12:13

4 identicon

Og hvar var Samfylkingin. Var hún ekki og er í þessari einu sönnu Ríkisstjórn og ber því fullkomlega ábyrgð á aðgerðarleysinu og andvaraleysinu og hroðalegum afleiðingum þess.

Var ekki Björgvin Viðskiptaráðherra og Ingibjörg Sólrún líka glottandi og gasprandi á svona ímydarfundum í Kaupmannahöfn og í London líka aðeins örfáum vikum fyrir hrunið mikla og héldu því þar fram að hér væri allt í himna lagi og við ættum mjög öflug og vel rekinn fjármálafyrirtæki. Þeir verða því að bera ábyrgð á óförum okkar ekki síður en Sjálfstæðisflokkurinn. En samt er glottið ekki enn farið af smettunum á þeim ISG og Björgvini, þó aðeins hafi það nú minnkað. Ábyrgðarlaust hjal þeirra um Evru og Evrópusambandsaðild er nú heldur ekki til að bæta ástandið. Þessi flokkur er óstjórntækur og það ætti að stefna forystumönnum Samfylkingarinnar fyrir dómstóla. Ákærurnar væru: 1. Embættisafglöp og andvaraleysi sem hefur kostað hrun íslensk efnahagslífs. 2. Landráð.

Ég skora á fólk að veita Samfylkingunni ærlega ráðningu í næstu kosningum. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:42

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

  1. Embættisafglöp og andvaraleysi sem hefur kostað hrun íslensk efnahagslífs.
  2. Landráð.

Það mætti kæra alla þrjá flokkana, Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og Framsókn fyrir þetta tvennt. Síðan má bæta fjárglæframönnunum í hópinn.

Ég auglýsi hér með eftir hvort einhver lögfræðingur sé tilbúinn að aðstoða fólk í fjöldamálsókn gegn þessum flokkum, eða a.m.k. ákveðnum forráðamönnum þeirra.

Ímynd Íslands er ónýt og þar með möguleikar Íslendinga til að koma undir sig fótunum í nágrannaríkjum okkar. Það er mjög alvarlegur hlutur.

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 18:56

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er reyndar sorglega ljóst að rakalaus ofstopa-andstaða gegn ESB-viðræðum hefur nú komið okkur í þá stöðu sem við erum í.

Auk þess er rétt sem sagt er að sá sem ekki vill vita af öðrum í meðlætinu og velgengninni er einn og yfirgefinn í falli sínu. Þar erum við nú.

Þó Samfylkingin hafi haft sorglega rétt fyrir sér um nauðsyn aðildar að ESB og evru þá þarf að kanna ábyrgð ráðherra hennar eins og annarra á því sem nú hefur gerst.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokks og allra Evrópu-hatara sem með bulli hafa hindrað vitlega umræðu um ESB-aðild er samt óhjákvæmilega langtum mest.

Hinir raunverulegu landráðamenn eru allir þeir sem árum saman hafa brigslað fyrirhyggjusömu fólki, sem mælt hefur fyrir ESB-viðræðum, um landráð.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.10.2008 kl. 19:22

7 Smámynd: Rúnar B

Þrýstingur er ekki alveg gjaldþrot, og þó einn maður af þúsund hafi sagt eitthvað sem er hægt að túlka eins og það hafi verið rétt þá þýðir það ekki að það hafi verið fyrirsjáanlegt

Rúnar B, 26.10.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband