Mótmælamyndir - Verður kapítalisminn bara settur á „restart“?

Mynd  2008 11 15 16 33 11B[Nýjasta myndaalbúmið er hér]
Þrátt fyrir strekking og frost nóttina og morguninn fyrir mótmælafundinn voru um 10 þúsund manns sem mættu á Austurvöll. Ótrúlega stór hluti mótmælenda er miðaldra fólk og jafnvel eldra. Fólk sem á minningar um hve áhrifamikil almenn þátttaka í friðsömum mótmælafundum er. Þetta fólk mætti örugglega margt sjálft til mótmæla á Austurvelli í BSRB verkfallinu haustið 1984 þegar Austurvöllur fylltist af fólki og Albert Guðmundsson þáverandi fjármálaráðherra lýsti yfir við erlenda fjölmiðla áhyggjum af hættu á valdaráni og byltingu.

Hannes stal byltingunni 1984 og getur gert það aftur nú

Það var þá sem útvarpið þagnaði og Hannes Hólmsteinn stofnaði ólöglega útvarpsstöð í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins sem fór með forsæti ríkisstjórnar. Hannes Hólmsteinn á þjóðkirkjuhorninuÍ raun markaði sá atburður upphaf valdatöku nýfrjálshyggjunnar og hreintrúarkapítalisma á Íslandi.

Það tímabil sem nú er að ljúka með ósköpum og þjóðargjaldþroti sem nú er mætt af þjóðinni með miklum fjöldafundi við Alþingi á Austurvelli hófst í raun á sama stað haustið 1984. - Það varð hugmyndafræðileg valdataka haustið 1984 - bylting nýfrjálshyggjunnar. Hannes stal byltingunni - og getur gert það aftur nú ef meirihluti fólks á Íslandi er áfram veikari fyrir eigin skjótfengna gróða en mannúð og samkennd, - Mynd  2008 11 15 15 26 13Bvið gætum sett kerfið á „restart“ - einkavætt bankana sem fyrst og endurtekið leikinn um ofurlaunin og græðgina ef einstaklingar samfélagsins leggja ekki sérstaklega á sig nú að rækta með sér samúð, samkennd og samstöðu. Við verðum að skilja hvað klikkaði, og það sem klikkaði var kerfið sjálft, kapítalisminn klikkaði - við getum ekki byggt á kerfi sem gerir ráð fyrir að allt efnahagskerfið hrynji með reglulegu millibili og kallar það „bara nauðsynlega hreingerningu“.

Í raun er það rétt sem Geir og Hannes og Davíð og Björgvin segja að ekki sé við neinn einstakling að sakast um hrunið - því það var kerfið „Kapítalismi“ sem klikkaði . Þó einstklingar hafi spilað „leikinn“ af mis mikilli virðingu fyrir skyldum sínum og reglum og þeir sem áttu að fylgjast með þeim hafi sofið á verðinum - þá mun það alltaf verða þannig aftur ef við setjum kapitalismann bara á „restart“.

Við verðum nú að setja fólk og öryggi þess og líf í fyrsta sæti til frambúðar, en eignir og peninga þar fyrir aftan. Við verðum að byrja á tryggja að allir lifi kreppuna af, að allir hafi heimil, fæði og klæði og njóti aðhlynningar, hjúkrunar, lyfja og læknishjálpar ef þörf er á, einnig að allir hafi raunverulega jafnan rétt til náms óháð efnahag, sem tenist sterklega orðum og efndum ríkis og stjórnmálamanna um „jafnan rétt óháð efnahag.

Lánastofnanir taka ekkert mark á „tilmælum“ ráðherra

Mynd  2008 11 15 16 27 08- Eða vita menn ekki að síðast þegar Alþingi gaf fjármálastofnunum eindregin tilmæli, var það fyrir rúmum 10 árum um að styrkja stöðu ábyrgðamanna, leitast við að hætta nota ábyrgðamenn og ganga ekki að þeim við innheimtu.  Umræðan lognaðsit útaf með þeim yfirlýsingum en án þess að Alþingi setti lög, bankarnir kváðust ekki þurfa lög „til að breyta rétt“ - en efndir voru nær engar. Mynd  2008 11 15 15 15 37T.d. á sama tíma hélt Lánasjóður ísl. námsmanna (LÍN) áfram undir stjórn ríkisins að krefjast fullgildra ábyrgðamanna fyrir námslán og enn synjar LÍN ungmennum um að fá lán með foreldri fyrir ábyrgðamann ef foreldrið er t.d. með afnotagjald RÚV á vanskilaskrá. Mynd  2008 11 15 15 39 02Ábyrgðareglur LÍN bitna af mörgum ástæðum sérstaklega á ungmennum sem koma frá efnaminni heimilum, þrátt fyrir að tilgangur sjóðsins sé að tryggja jafnan aðgang að námi óháð efnahag. - Sjóðurinn ályktaði hinsvegar sjálfur að við túlkun á þeirri grein kæmi efnhagur foreldra og fjölskyldu málinu ekki við, - enda ekki í þágu peninga og peingafólks.  - Mynd  2008 11 15 15 20 49Peningar og ekkert nema peningar eru alltaf í fyrsta sæti jafnvel í lánasjóði hjá ríkinu með samfélagsleg markmið.

Yfirlýsingar og tilmæli þingmanna, ráðherra og ríkisins til lánastofananna Eru því einar og sér einskis virði. Jafnvel LÍN tók ekkert mark á slíkum yfirlýsingum þings og ráðherra fyrir rúmum 10 árum. Allar þessar stofnanir tryggja hag peninganna fyrst og fólksins og tilgangs laganna sem þeir starfa eftir svo. Alþingi hefur enda oft sett lög til að gera innheimtu „skilvirkari“ þ.e. afnema réttindi skuldara en vart eða aldrei til að styrkja réttarstöðu skuldara og ábyrgðamann enda andstætt hagmsunum peninga og banka.

Hagur og heilsa peninganna alltaf í fyrsta sæti

Mynd  2008 11 15 15 44 12Vandamál Íslendinga er að hagur og heilsa peninganna hefur alltaf verið miklu hærra skrifuð á Íslandi en hagur og heilsa fólksins.- Eða hversvegna ætli hafi enn í lok góðærisins íslenskir þegnar þurft að búa árum saman í tjöldum í öllum veðrum á vetrum og sumrum og að hreiðra um sig í holum í Öskjuhlíðinni. Eða hvernig stóð á því þegar allir þessir peningar streymdu í landið að fólki með hamlanir vegna veikinda eða fötlunar var í vaxandi mæli úthýst af vinnumarkaði og gert erfiðara um vik að vera virkir og gildir þátttakendur?

Eina lausnin sem við eigum er ný útgáfa af stefnu lýðræðisjafnaðarmanna - þ.e. kratanna, með miklu þyngri áherslur á manninn, velferð og öryggi allra þegnanna í fyrsta sæti en öryggi peninga og gróða þar á eftir.

Samfélagsleg viðfangsefni krefjst samfélagslegra lausna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góð grein, hverju orði sannara það sem þú segir.

Ekki vissi ég að þú hefðir tekið myndina frægu af Hannesi!

Þá bjó ég í Afríku og missti af "fúttinu".

Ég vil benda þér á athyglisverðar samræður sem ég vísa til á blogginu mínu í morgun, í framhaldi af því sem þú segir um ásina á peningum.

Kapitalsiminn dugar ekki.

Mér fannst slæmt að krakkarnir sem settu niður borðann skyldu ekki verða við tilmælum Harðar og taka af sér hetturnar, heldur hlaupa burtu eins og hræddir hérar, því borðinn þeirra var góður. Þetta voru víst anarkistar með hland fyrir hjartanu, svo spaugilega sem það hljómar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

ásina=ástina

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 11:41

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Flottar myndir hjá þér, þú nærð algjörlega að fanga andrúmsloftið.

Þversagnakennd þykir mér myndin af borðanum á húsinu og Evrópubandalagsfánanum, ...ætla ekki að hafa um það fleiri orð.

Ég ætla að fá að nota myndina sem þar sem við Heidi sjáumst vel með fánana, (það er ekki oft sem ég næst á mynd, nema ég beinlínis troði mér á hana - eins og á Stöð 2! ). Er það ekki í lagi?

Kannki fæ ég að setja myndina af fánanum og borðanum á bloggið mitt líka, einhvern tíma?

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Frábært að hægt sé að lesa réttar frásagnir af atburðum líðandi stundar á Íslandi einhverstaðar. Það er gaman að lesa þessa pistla hjá þér og ég er þér hjartanlega sammála í flestu sem þarna kemur fyrir.  Mig langar að hvetja þig til þess að halda áfram að birta myndir sem lýsa ástandinu réttilega og ég ætla að leyfa mér að benda öllum mínum vinum og vandamönnum á að fylgjast með á síðunni þinni.

Birna Eik Benediktsdóttir, 16.11.2008 kl. 14:04

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frábær grein í alla staði. Takk fyrir þetta yfirvegaða innlegg. Já, það á að reisa spillingarmonsterið við með hvaða ráðum sem er, án tillits til fólksins. Brauðmolar föstdagsins hefðu nægt til byltingar í öðrum löndum, þar sem fólki var boðiið að lengja í hengingarólinni og leigja síðan eigin eignir af ríkinu þegar fallhlerinn yrði opnaður. Allt til að blekkja og kaupa tíma og frið til að festa þaulsætin spillingaröflin í sessi.

Einn molinn fól þó í sér niðurfellingu kostnaðar og útgjalda, en það var að fella niður gjöld til að auðvelda elítunni að selja Range Roverana sína úr landi. Þetta átti að heita úrræði fyrir fjölskyldufólkið.

Nú verða menn að fara að ræða hvernighægt verði að eyða þessu krabbameini spillingar og koma þessum mönnum frá. Það verður að gerast með góðu eða illu. Það þarf að láta þá vita að það er ekki gefið að mótmælin verði eins friðsöm til frambúðar. Hér þarf úrslitakosti. Hér þarf að höfða til forseta og Alþingis. Tíminn er á þrotum.

Þessir menn eru algerlega clueless um hvað er að ske í fjármálum heimsins. Þessir heilögu gralar eins og EU munu ekki losa okkur undan neinu og koma ekki ástandinu við. Lýskrumið veður uppi og quick fix hugsunarháttur dópistans alsráðandi í fráhvörfum stjórnarelítunnar, sem er algerlega aflimuð frá fólkinu í landinu. Það er löngu komið nóg af bulli og aðgerðarleysi.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 14:30

6 identicon

Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Rakst á einn sem ekki virðist átta sig á hverju er verið að mótmæla og hvers vegna.   

101 (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:32

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk, Helgi!

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 18:30

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hulda, það eru svo margir búnir að segja svo margt á síðustu vikum; ég fatta ekki hvern þú meinar? Það væri gott að fá að vita það...

Þessi setning er nefnilega tilvalin í "gullkornasafnið" mitt. Ég safna nefnilega gullkornum úr sjónvarpsþáttum á bloggið mitt (sem þú getur lesið ef þú kíkir það, reyndar bara 2 ennþá) svo reyni ég kannski að velja nr. 1., 2., 3. fyrir árið, og svo framvegis.

Annars alveg spurning hvað ég endist í að hlusta á og fylgjast með þessum endalausa kjaftavaðli og orðagjálfri áfram, maður er farinn að sjá svo blábeint í gegnum lygarnar að maður fær svimakast af því að hlusta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 20:21

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kristinn, ég er á því að ekkert annað en jafnaðarstefna með blönduðu hagkerfi (socio-economic democracy) geti verið almennum borgurum til góðs - hreinn kapitalismi verður alltaf til þess að einhverjir troðast undir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 20:37

10 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Heyr heyr, góður pistill Helgi.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 16.11.2008 kl. 20:38

11 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Frábær grein.

Það er farið að hrikta í stoðum gömlu valdastoðanna. Ég tel ekki að Sjálfstæðisflokkurinn muni skipta um stefnu í ESB eins hljóðlega og fljótt og sumir eru að halda fram í fjölmiðlum. Gömlu valdaklíkurnar munu berjast fram í rauðan dauðann fyrir völdunum.

Það var hrein unun t.d að sjá Bjarna Harðars koma fram í Mannamáli í kvöld sem tákngervingur fyrir þessa lýðskrumara sem berjast gegn ESB. Hefur talað glatt um spillingu innan ESB enda þótt í hans framsóknarkynslóð og aðal samstarfsmanna er spilltasta fólkið í íslenskri pólitík. Talar um lýðræðishalla innan ESB en berst núna hart fyrir því að hindra að þjóðin fái kosið um ESB, eins og allar aðrar evrópuþjóðir hafa fengið að gera. Hann og Guðni hafa síðan reynt með einskærri þvermóðsku reynt að kúga sinn eigin flokk í Evrópumálum. Bjarni þykist eins og svo margir íslenskir þingmenn hafa einhverja sérþekkingu á ESB og Evrópu sem kollegar hans í Evrópu búa ekki yfir. Svolítið eins og þegar Íslendingar ætluðu að kenna Bretum hagfræði og Norðurlandabúum að reka business. Afdankaður sveitakall sem kann varla á tölvu og þóttist sem þingmaður hafa burði til að leiða Íslendinga inn í öld upplýsingaiðnaðar.

Ég fyrirlít svona lýðskrum.

Hann má þó eiga það, sama hversu kjánaleg afsökun hans fyrir þessu óþverrabragði sínu væri alltsvo að allir voru að gera þetta, að hann sagði af sér og slíkan sóma verður seint eða aldrei tekin af mönnum. 

Jón Gunnar Bjarkan, 17.11.2008 kl. 03:48

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Stundum held ég að fólk skilji ekki hvað orðið sómi þýðir.

Þegar ég heyri talað um það sem sóma að hafa þurft að segja af sér.

Er það ekki bara að taka afleiðingum gjörða sinna?

Ég kalla það skömm að þurfa að segja af sér vegna afglapa og óheilinda. Skömm sem að vísu mun fyrnast yfir í hugum fólks, sérstaklega ef maðurinn hefur áður eða mun í framtíðinni vinna sér sitthvað til sóma.

Ég veit ekki betur en að venjulegt fólk vilji forðast opinbera skömm í lengstu lög. Það er þess vegna sem þeir þumbast við að segja af sér þó það sé löngu tímabært, og öllum ljóst að það sé það eina siðferðislega réttlætanlega í stöðunni. Ef það væri sómi að því að þurfa að segja af sér myndi fólk keppast við að gera það í stórum stíl!

En kannski má þó segja að neikvæð athygli sé stundum betri en engin.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 06:00

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það verður seint af löndum mínum skafið að þeir eru eymingjagóðir!

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband