Lögreglan hefur í heild staðið sig vel - en gerði slæm mistök

[Myndir frá lögreglustöðinni] Mynd  2008 11 22 16 54 20+Þrátt fyrir slæm mistök varðandi Bónusfánamanninn hefur lögreglan staðið sig í heild vel í samskiptum við mótmælendur síðustu vikur. Þeir sem stjórnað hafa aðgerðum lögreglu á vettvangi mótmælanna virðast mjög vel meðvitaðir um forgangsröðun, og að stigmagna ekki reiði og æsing með ögrandi viðbúnaði

eða niðurlægjandi framkomu í garð mótmælenda.

 Kreppa 2008 11 08 15 49 10++ Kreppa 2008 11 08 15 49 13++Það var því verulegt stílbrot þessara yfirveguðu og skynsamlegu vinnubragða lögreglu að handataka Bónusfánamanninn sl. föstudag. Því er líkast sem einhver annar en þeir sem stjórnað hafa viðbúnaði undanfarnar vikur hafi gripið inní með þessum hætti og án samrás við þá yfirveguðu úrvals menn sem fram til þessa hafa stýrt störfum lögreglu gagnvart mótmælendum. Það fer enginn að segja mér að þarna sé um tilviljanir að ræða - sérstaklega þegar það er sagt að kennsl hafi verið borin á hann í heimsókn heimspekinema til Alþingis- Þar með vita menn alveg hvað þeir eru að gera þegar þeir ákveð að handtaka hann.

Starf embættis lögreglunnar og lögreglumannanna á vettvangi er afar vandasamt við þessar aðstæður. Einn vandaðisti yfirmaður lögreglunnar sagði við mig við fyrir rúmri viku „á meðan líf og limir fólks eru ekki í hættu forðumst við að gera neitt sem gæti sett líf og limi í hættu“  Þetta er það skynsamlegasta sem ég heyrt embættismann segja frá upphafi kreppunnar.

Mynd  2008 11 22 16 48 24+Mynd  2008 11 22 16 49 04++Mynd  2008 11 22 16 49 06Mynd  2008 11 22 16 49 10+Mynd  2008 11 22 16 54 34++Mynd  2008 11 22 16 50 50+Mynd  2008 11 22 16 57 02Ég var við lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær og tók myndir. Staða lögreglunnar hefur ekki orðið vandasamari en þar. Þegar einhverjum tókst að opna útidyr lögreglustöðvarinnar og reiðir mótmælendur fylltu forstofu stöðvarinnar, og einhverjir reyndu að brjóta upp forstofudyrnar, brugðust óttaslegnir lögreglumenn innan við dyrnar við fyrirvara laust og án aðvörunar með of kröftugum og langvarandi og tilviljunarkenndri piparúðaárás. Án þess að sjá hverjir urðu fyrir henni eða sjá hver árangur yrði og hætta strax og fólkið hörfaði.  Strax og piparúðans varð vart snéri fólkið frá en fékk linnulitla kröfutuga gusu í góða stund yfir sig í lokuðu rými og komst ekki svo greitt í burtu vegna mannfjöldans að baki þeim.

Ef ég set mig í spor lögreglumannanna fyrir innan dyrnar get ég vel skilið ótta þeirra og að nota piparúða til viðvörunar, en set stórt spurningamerki við magn, kraft og tíma úðunar á fólkið sem var í lokuðu rými í forstofunni og að engin aðvörun skyldi gefin.

Lögreglumennirnir sem þá komu í kjölfarið og tóku sér stöðu á tröppum lögreglustöðvarinnar stóðu sig síðan afbragðs vel og létu ekki eðlilega reiði fólksins reiti sig til stjórnlausrar reiði eða hræðslu eða til frekari gagnaðgerða. Þeir lögreglumenn sem þarna voru eiga lof skilið fyrir það, - staða þessara lögreglumanna sem stóðu vaktina á tröppunum var ekki öfundsverð.

Munur á „gerning“ og ofbeldi
Fyrir framhaldið er mjög mikilvægt að lögreglan, stjórnvöld  og mótmælendur geri skýran greinarmun á „gerningum“ og „uppákomum“,  og svo raunverulegu ofbeldi. Sumir æðstu ráðmenn lögreglumála hafa heyrst í fjölmiðlum vera jafn argir yfir eggjakasti og ef um alvöru ofbeldi væri að ræða. Mótmælendur/aktívistar hafa gert skrýran greinar mun á þessu tvennu.

Bónusfánamaðurinn á heiður skilinn fyrir að hafa fram til þess kappkostað að tjá skoðanir sínar með ofbeldislausum „gerningum“ og uppákomum sem vissulega geta angrað og pirrað yfirvöld og þá sem málið snertir og jafnvel tafið menn við vinnu, en ógna ekki né stofna öðru fólki í hættu og lagt áherslu á að láta ekki espa sig til ofbeldiskenndra viðbragða þrátt fyrir að hafa þurft að sæta órétti.

Á þessu tvennu  „gerning“ og ofbeldi er mikilvægur grundvallarmunur sem lögreglan á vettvangi gerir sér grein fyrir og vanir mótmælendur gera sér skýra grein fyrir.

Sjá mikilvæga linka um þetta mál:

Nei. - Dagblað í ríki sjoppunnar

Eva Hauksdóttir móðir Bónusfánamannsins

„Ég get ekki séð, augun og andlitið brenna“ - Móðir 16 ára stúlku

 


 Kreppa 2008 11 08 16 03 49++

 

 

 

 

 

 

 

 

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, hefur staðið sig afbragðs vel og ekki látið ögranir storka sér eða lögregluliði sem undir hann heyrir.

 


mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið mega þessir mótmælendur þakka fyrir það að hafa verið á Íslandinu góða þetta blauta haustkvöld. Hvar annarsstaðar hefði verið tekið svona létt á fólki sem brýtur rúður og brýtur sér leið inn á aðallögreglustöð landssins? HVERGI!!

Baldur Örn (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 19:38

2 identicon

Lögreglan hefur verið einum of lin ef eitthvað er. Mér finnst sorglegt að sjá á hvaða leið fréttastofa Stöðvar 2 er. Magnað að sjá hvað einn maður getur breytt ásynd einnar fréttasofu. Andri Ólafsson hefur innleitt DV blaðamennsku á Stöð 2. Þetta er sorgleg þróun og verður til þess eins að draga þessa rótgrónu fréttastofu niður í svaðið. Það er engu líkara en að Andra takist ekki að gera hlutlausar fréttir. 

Palli (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 19:55

3 identicon

Þegar fólk brýtur sér leið inná lokað vinnusvæði Lögreglunnar þá ætti það að vera fullljóst að Lögreglan muni bregðast við með einu leiðinni sem hún hefur, Piparúða eða táragasi, til varnaðar múgnum.  Ekki á Lögreglan bara að flýja og skilja húsið eftir í höndunum á æstum múgi, eða hvað??

"ó nei ég varð fyrir piparúða þegar ég réðist inní lögreglustöð",  við hverju býst fólk.  Ef þetta væri einhverstaðar annarsstaðar en á Íslandi þá hefði lögreglan líklegast svarað með gúmmíkúlum eða baunapokum (svona haglabyssur sem skjóta litlum baunapokum í staðinn fyrir högl),  sem er mjög skiljanlegt því það er jú hópur fólks að ráðast á hana.  Já, ég tel það þegar hurðir eru brotnar upp hjá lögreglunni og hópur fólks fer inná svæði sem það á ekkert að vera, sem árás.

 Ef einhver er að væla yfir að hafa fengið piparúða á sig þá getur hann sjálfum sér um kennt, hann átti bara ekkert að vera að brjóta sér leið þangað inn.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:07

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Við hverju býst fólk sem að brýtur upp dyr á lögreglustöðinni og ógnar þar með þeim sem eru þar innan dyra. Þegar síðan átti að brjóta upp næstu dyr verða allir voðalega hissa og hneykslaðir á því að yfir hópinn hafi verið úðað.
Að mínu mati réttmæt varnaraðgerð.

Aðalsteinn Baldursson, 23.11.2008 kl. 20:24

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Segðu mér Helgi Jóhann, er kreist appelsína góð gegn piparúðagasi?

orange eyes2  Er þetta ekki appelsína?

Mér svíður alltaf mjög þegar ég kreisti appelsínur í augun á mér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.11.2008 kl. 20:40

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Vilhjálmur

Jú þetta er appelsína, ég hefði heyrt að laukur gæti gert gagn en vissi ekki um appelsínur að þær gerðu gagn. Maðurinn naut aðhlynningar Álfheiðar Ingadóttur þingkonu sem var þarna og hlúði að þeim sem fóru verst og kallaði til sjúkrabíla. 

Ég held að lögreglan innan við dyrnar hafa bara verið hræddir skrifstofumenn og ekki áttað sig á að fólkið var í lokuðu rými og komst ekki undan úðanum vegna mannþvögunnar. Fólkið sem var inni í forstofunni fékk því mjög mikinn úða á sig of lengi og of kröftugan og komust ekki undan.

Eftirá að hyggja hefði lögreglan getað gefið vægan skammt af úða til aðvörunar, séð til um árangur og svo aukið í í annari lotu ef fólkið hörfaði ekki í kjölfarið. Og þannig stig af stigi.

- Staða lögreglumanna innan við dyrnar var hinsvegar ekki sérlega öfundsverð.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.11.2008 kl. 20:52

7 identicon

Ég var viðstaddur frumsýninguna á litla einkahernum hans BíBí uppí Norðlingaholti þegar vörubílstjórar stoppuðu nokkrir saman í hádegismat en voru samstundis taldir vera að kynda undir "ólögleg" mótmæli. Man ekki betur en að Lögreglan hafi sagt það vera vinnureglu að tilkynna hátt og skýrt þegar táragasi/piparúða væri beitt til að vara almenning við! Man meiraðsegja eftir hinum landsfræga Gasmann löggu sem lifði sig mikið inn í hlutverkið, enda var hann eflaust búinn að bíða eftir þessu mómenti alveg síðan hann var ylfingur í skátunum... En ég spyr, reyndi Lögreglan á einhverjum tímapunkti að vara fólk við að þeir kynnu að beita þessum "varnar"úða ef farið yrði yfir einhverja ákveðna línu eða mörk? Og afhverju var enginn talsmaður yfirvalda/lögreglu á svæðinu til að ræða við mótmælendur?

Björgvin M. (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:42

8 identicon

Það verður að segjast að lögreglan gerði aldrei þessu vant allt rétt þarna, eg var á staðnum og get þvi bæði sett mig i spor þeirra sem innan voru og utan,     auðvitað átti madur von á úða þegar utseð var um það að einhver kæmi ut og talaði við fólkið. mennirnir sem fyrir innan voru hafa verið skíthræddir (edlilega) þvi þetta voru hrikaleg læti.   Enn ég spyr? hvað halda yfirvöld að gerist???    þessi læti urðu vegna þess að einn einstaklingur reið á vaðið og negldi i hurðina, þá fylgdu hinir, þetta synir að folk er orðið tilbuið til að ganga ansi langt bara ef einhver leiðir það af stað.    Sjalfur er eg alveg tilbuinn i adgerdir, enn medan lögreglan lætur mig i friði læt eg þá i friði hinsvegar er eg alveg tilbuinn i að taka akveðna raðamenn þjoðarinnar rasskella a gamla matan og fleygja þeim utí kolbeinsey!!!                              Enn rauðavatnsslagurinn er svartasti blettur a sögu lögreglunnar,   þar fóru menn frammúr sjalfum ser,   þeir geta kanski vaðið framm med slikan vigbunað gegn famennum flokki enn gegn þjoðinni væri svartasta heimska. enda synir það sig a aðgerdum lögreglunar seinustu vikna að þeir vanda sig griðarlega að halda sig a mottunni þvi þeir vita að það er takmarkað sem þeir geta ef múgurinn ræðst að þeim.     Það mun gerast ef rikisstjorninn reynir að nota þa sem grimma varðhunda sina.

mikki (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Bandarískar rannsóknir að sýna að piparúði er stórhættulegur og getur valdið blindu og

krabbameini mörgum árum síðar. Sérstaklega í lokuðu rými. Nú þegar eru í gangi lögsóknir á hendur lögreglu og fángavörðum sem hafa beitt þessum vopni. Piparúði hefur valdið 2 gráðu bruna og blindu ásamt heilsufarsvandamálum jafnvel hjá fólki sem er langt frá gasinu.

Lögreglan má aldrei verða hættulegri en glæpa og afbrotamenn.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 23.11.2008 kl. 23:27

10 identicon

Ok svo staðan er þá núna þannig.

Það má ekki lemja/berja fólk sem hlýðir ekki tilmælum lögreglunnar. því þá meiðist það.

Það má ekki skjóta fólk sem hlýðir ekki tilmælum lögreglunnar. því þá meiðist það.

Það má ekki berja fólk með kylfum sem hlýðir ekki tilmælum lögreglunnar. Því þá meiðist það.

Það má ekki gefa fólki raflost sem hlýðir ekki tilmælum lögreglunnar. því þá meiðist það.

Það má ekki úða fólk með piparúða sem hlýðir ekki tilmælum lögreglunnar. því þá meiðist það.

Ok, hvað er þá eftir í vopnabúri lögreglunnar.  Já, heitt kaffi og ljót orð.  Það má líklegast ekki hella heitu kaffi yfir fólk sem hlýðir ekki tilmælum lögreglunnar,  og það má líklegast ekki heldur nota ljót orð á fólk sem hlýðir ekki tilmælum lögreglunnar því það getur sært tilfinningar þess og flokkast undir andlegt ofbeldi.

 Eigum við ekki bara að leggja Lögregluembættið af?

Já,   Þetta er kaldhæðni ef þið hafið ekki fattað það nú þegar.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 00:05

11 identicon

Björgvin M: Mikið er þetta kjánaleg, úrelt og þreytt lumma að tala um einkaher BB í hvert sinn þegar lögreglan sinnir sínum störfum. Ertu að halda því fram að óeirðasveitir lögreglu séu eitthvað nýtt á Íslandi? Eitthvað sem Björn fann upp? Svona tala og skrifa bara kjánar.

Þorsteinn Ásgeirsson: Það er mikill munur á OC eða Mace annarsvegar og Piparspreyji hinsvegar. Piparsprey er náttúrulegt og hefur aldrei valdið dauða eða orsakað sjúkdóma. Þú er væntanlega að tala um dómsmál í hinu málaferlaglaða landi Bandaríkjunum. Er það ekki alveg magnað að aðili sem greinist með krabbamein skuli ætla að skella skuldinni á Mace sem var notað á hann einu sinni fyrir tuttugu árum síðan? Nema að þessir aðilar hafi stundað að drekka þetta í einhverju magni.

Palli (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 01:43

12 identicon

Sæll Palli. Hvað ert þú búinn að vera lögregluþjónn lengi?

Björgvin (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 01:59

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þorsteinn Ásgeirsson, appelsínur valda augnakrabbameini, sérstaklega ef þær eru ekki lífrænt ræktaðar. Æsingur er oft til kominn af háum blóðþrýstingi, sem veldur alls kyns hjartasjúkdómum eða blóðtappa í heila.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.11.2008 kl. 05:54

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hann er víst olíukenndur þessi piparúði sem lögreglan notar og gerði það hér af miklum krafti í lokuðu rými þar sem fólk komst ekki í burtu fyrir mannþrönginni. Piparúði skolast því ekki í burtu bara með vatni. Þess vegna er reynt að nota appelsínur eða annað lífrænt sem leysir upp olíuna og svo eftir það þarf líka að skola mjög vel með vatni.  - Þetta var mér sagt áðan án þess þó að ég viti neitt um málið sjálfur eða beri ábyrgð um hve rétt þetta er. Sérstakar blöndur þarf þó helst að nota en um það má lesa á netinu.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.11.2008 kl. 07:17

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er augljóst að það eru margir ofbeldisdýrkendur innan lögreglunnar. Mér þótti þó vænt um að heyra að lögreglan viðurkenndi opinberlega að hafa gert mistök við handtöku Hauks Hilmarssonar.

Theódór Norðkvist, 24.11.2008 kl. 10:53

16 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tek undir þetta með þér Helgi. Takk fyrir að koma þessu á framfæri.

Gestur Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 01:43

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Aldrei bjóst ég við að sjá svona lagað gerast á Íslandi, hvað þá að vera viðstaddur. Þegar lögreglan virðir sjálf ekki þau lög sem hún á að gæta og er notuð af yfirvöldum sem valdbeitingar og kúgunartæki gegn þeim sem dirfast að tjá óánægju sína, er aðeins tvennt í stöðunni. Annaðhvort að láta kúgast, eða rísa upp með kjafti og klóm til varnar þeim hugsjónum sem lýðræðisleg tilvera íslenskrar þjóðar byggir á. Hvort það átti við í þessu tilviki verður hver og einn að meta fyrir sig en að mínu eigin mati er það borðleggjandi.

Þarna var nokkurhundruð manna þverskurður af þjóðinni sem tók að sér að framfylgja með valdi fjöldans, þeim lögum sem lögreglan hafði traðkað á. Eins og bent hefur verið á var handtaka piltsins ólögleg, en eins og líka hefur verið bent á þá "munum við ekki láta kúga okkur"! Þeir sem þarna börðust af krafti fyrir mannréttindum okkar allra eiga mikinn heiður skilinn fyrir hugrekki sitt og ósérhlífni, sem að lokum leiddi til þess að pólitískur fangi var leystur úr haldi.

(Svo kæmi það manni ekkert á óvart ef þannig væri í pottinn búið að "nafnlausi aðilinn" sem greiddi sektina upp fyrir Hauk, hafi einfaldlega verið lögregluembættið sjálft, e.t.v. í skjóli nafnleyndar eða dulnefnis.) 

Stefán Eiríksson lögreglustjóri reyndi að ljúga því í Kastlósinu í gær að það hefði verið gefin viðvörun áður en piparúðanum var beitt. Frá sjónarhorni mínu úr seilingarfjarlægð frá miðpunkti atburðarásarinnar get ég vitnað að svo var ekki. Lögreglumenn biðu vopnaðir og brynjaðir bakvið læstar dyr í tvöfaldri röð, svo opnaðist smá rifa og út teygði sig hendi sem hélt á rauðum brúsa. Úr þessu launsátri var svo úðað yfir fjöldann án frekari viðvörunar, ein lítil gusa í svona lokuðu rými dugði til að hrekja fólk frá en engu að síður var haldið áfram að dæla yfir það á flóttanum svo að sumir urðu nánast gegnsósa. Það mun seint þykja stórmannlegt að beita þessu svona gegn óvopnuðum borgurum á flótta, en piparúði er svo sannarlega vopnabúnaður og er tollflokkaður sem slíkur.

Einnig reyndi sjálfur Hvítasunnumaðurinn Geir Jón Þórisson að ljúga því í Fréttablaðinu í gær að fulltrúi lögreglunnar hefði komið út á tröppur til að tala við hópinn með gjallahorni áður en leikar æstust, en hefði orðið frá að hverfa. Allir sem voru á staðnum vita hinsvegar að þetta er kjaftæði. Forvitnilegt væri að heyra Geir Jón útskýra hvernig það samræmist Biblíunni að bera ljúgvitni gegn náunganum.

Það sýnir best hversu veikan málstað þessir menn eru að verja, að þeir skuli telja sig þurfa að beita blekkingum til að vinna honum fylgi.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband