Enn von um að íslensk þjóð þroski samkennd og mannúð

 Mynd 2008 09 12 14 50 04Það eru miklar gleðifréttir að Björn Bjarnason og sú stjórnsýsla sem undir hann heyrir er nú tilbúin til að sýna fólki frá fjarlægum hörmungarlöndum sem hingað hrekst stuðning og mannúð. - Eða hvernig ætti íslensk þjóð að geta ímyndað sér að heimurinn og íbúar hans ættu að sýna okkur, íbúum einnar ríkustu þjóðar heims samúð og skilning í erfiðleikum ef við erum ófær sjálf að veita samúð, skjól og tækifæri þeim fáu sem til okkar leita, oft úr verstu hörmungum og fátækt sem yfir heiminn dynja.

Ég gef mér að fyrst almennt hefur verið miklu lakari viðtaka hælisleitenda á Íslandi en t.d. í Kanada og á Norðurlöndum (hlutfallslega) og sú meðferð hefur notið í reynd og verki stuðnings þjóðarinnar þá skorti okkur sem þjóð verulega uppá samkennd, samúð og mannúð, - sem og skilning um að við sjálf getum orðið hælisleitendur - þ.e. þann þroska að geta sett sig í spor annarra. 


mbl.is Tveir íranskir hælisleitendur fái bráðabirgðadvalarleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill.

Margt gott og fallegt má segja um okkar þjóð. Samhugur í verki er þar þó varla efstur á blaði. Óþarft er að skoða framlög okkar út yfir landsteinana til að leggja fram þá tilgátu. Samskiptahaft okkar hvert við annað er verðugt rannsóknarefni. Nágrannatengsl eru sennilega óvíða jafn ópersónuleg og hér á landi, fyrir einhverja hluta sakir, svo eitthvað sé nefnt.  Allt um það.  Kreppan skapar vonandi tækifæri fyrir þjóðina til að opna nýjar dyr og rétta fram þá hjálparhönd sem víða er að finna þótt oft í vasa sé.

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: haraldurhar

   Góður pistill, sem ég er algjörlega sammála

haraldurhar, 30.11.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband