Engar nornaveiðar segir Björn og pikkar upp mótmælendur

Mynd 2009 01 17 15 15 38

[Myndir frá mótmælafundinum í gær]

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur áorkað því að margfalt meira fé er nú varið til sérsveita lögreglu sem fylgjast með mótmælendum en til efnahagsbrotadeildar sem átti að gæta þess að þjóðin yrði ekki rænd. Lögregla tekur nú [sjá hér] ungmenni við vinnu sína t.d. á leiksskóla eða hvar sem til þeirra næst til yfirheyrslu hjá lögreglu án tilgreindra saka, grunsemda eða ávirðinga.

Við meinta atburði hafði verið hafður í frami hávaði.

A.m.k. sjö urðu fyrir því síðustu daga síðustu viku að lögreglu dugði ekki að boða ungmennin til spurninga heldur sótti þau úr störfum sínum, og úthlutaði þeim svo lögmanni sem opinberlega hefur lýst vanþóknun á mótmælendur og opinberlega skorað á þjóðina að stofna „hvítliðasveitir“ [sjá hér] sem merkir hópa hægrisinnaðra óbreyttra borgara handgengna stjórnvöldum sem tilbúnir eru til að berja á mótmælendum með velþóknun dómsmálaráðaherra og stjórnvalda.

Á sama tíma hefur vefritið Nei. upplýst með ljósmyndgrimuloggastor1 að mögulega hafi lögreglumaður klæðst andlitsgrímu og blandað sér í hóp mótmælenda við Landsbankann (óstaðfest af lögreglu).

Þá viðurkenndu yfirmenn lögreglu á borgarafundinum í Iðnó að þeir létu óeinkennisklædda lögreglumenn blanda sér í hóp mótmælenda m.a. til að taka af þeim ljósmyndir til viðbótar við myndir úr öryggismyndavélum lögreglu sem eru t.d. á Austurvelli.

Þá eru uppi rökstuddar grunsemdir um hleranir og hafa skýr dæmi þar um verið tilgreind þar sem ekki aðrar skýringar hafa fundist bæði hjá vörubílsstjórum í sumar og mótmælendum nú.

Eva Hauksdóttir aðgerðarsinni sem talaði í Iðnó hefur einnig upplýst með útskrift frá netþjóni sínum að maður sem setti inn ofstopafullt innlegg í hennar garð á bloggið hennar undir dulnefninu „Grímur“ gerði það af vef dómsmálaráðuneytisins og að sá einstaklingur var þann sólarhring a.m.k. jafngildi heils vinnudags inni á bloggi og vef Evu [sjá hér]

- og enginn helstu fjölmiðla hefur fylgt þessu sérstaklega eftir.

Mynd 2008 12 31 14 49 13Alvarlegast af öllu sem fram hefur komið er samt ítrekuð krafa forstjóra lang stærsta fjölmiðlafyrirtækis landsins um meira lögregluofbeldi á sama tíma og sjónvarpsstöð hans gegnir kalli hans með því að hæðast að mótmælendum og mótmælum, skrökva á þá sakir [sjá hér] og ofná allt saman hafa Stöð2 eða aðrir fjölmiðlar 365 enn ekki spurt eða flutt fréttir af hve margir mótmælendur slösuðust eða þurftu að leita læknishjálpar eftir ítrekaðar óþarfar piparúðaárásir lögreglu á mótmælendur við Hótel Borg [sjá hér] eða fyrr við lögreglustöðina.

Sú afstaða fréttastofu Stöðvar 2 og forstjóra 365 sem í því felst gagnvart mótmælendum er sú sama og helstu kúgunaröfl síðustu alda hafa sýnt andmælendum sínum - þeir eru einskis verðir ekki einu sinni þess að „fallnir og særðir“ séu taldir.

Þess vegna flytur fréttastofan engar fréttir af slösuðum mótmælendum hvorki hve margir þeir eru eða hve illa leinkir þeir voru, en vorkennir á sama tíma sér og sínum ómælanlega og margflytur fréttir sjálfum sér til samúðar. - Málsstaður mótmælenda og framganga er svo vísvitandi gerð að skrípafrétt hjá fréttastofu Stöðvar 2. Merkingalaus skrípalæti Ástþórs Magnússonar sem fáir urðu varir við á vettvangi tekur yfir fréttina um þúsundir sem mættu á mótmælafundinn á Austurvelli í gær, en ekkert er minnst á efni ræðumanna, þátttöku eða undirtektir.

Ari Edwald forstjóri Stöðvar 2 hefur kosið að persónugera mótmæli gegn úrræðaleysi stjórnvalda sem fram fóru við Hótel Borg, að taka persónulega til sín mótmælin sem beindust gegn úrræðaleysi og vanhæfni stjórnvalda. Það væri jafn rétt og ef hótelstjóri Hótel Borgar tæki atburðina sem persónulega gagnvart sér.

Ari hefur síðan aðeins endurtekið öfgafulla og ýkjukennda afstöðu sína til mótmælenda og lýsingu sína á þeim sem „ótýndum vopnuðum glæpamönnum“.

Með sama hætti hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kosið að taka mótmælin almennt persónulega til sín. Um leið og Björn hvetur til varfærni í garð þeirra sem grunaðir eru um að hafa sett Ísland á hausinn, þá ber Björn á borð ýkjukenndar túlkanir á mótmælum og hvetur beint og óbeint lögreglu til að sýna mótmælendum meiri hörku og ver persónulegar aðfarir lögreglu að einstökum mótmælendum.

Alvarlegt ástand ranghugmynda valdamestu manna

Loggur 2008 04 23 15 13Hér er að myndast mjög alvarlegt ástand ranghugmynda og vænisýki valdhafa og valdamikilla auðmanna í garð almennings. - Þeirra ranghugmyndir  eru miklu alvarlegri en almennings þar sem þessir menn fara með einkaréttinn til beitingu á obeldis á  Íslandi.

- Það verður að gera afar ríkar kröfur til þeirra sem geta haft áhrif á beitingu lögregluofbeldis, - miklu ríkari kröfur um að ganga fram af hófsemd en til óbreytts almennings.

Það eru miklu alvarlegri mistök að beita lögregluofbeldi af óþarfa en að beita því ekki þegar það gæti gert gagn. - Reyndar ætti aldrei að beita því ef með nokkru einasta móti er hægt að komast hjá því. Það hefur þegar sannast að jafnan þarf ekki nema þolinmæði, prúðmennsku og staðfestu lögreglu til að leysa mál með mótmælendum.

Piparúði er lífshættulegt og kvalafullt vopn beitt í refsingaskyni fyrir óhlýðni en ekki til að verjast.

Mynd 2008 12 31 14 48 02Eftir að vera sjálfur vitni að atburðunum á gamlársdag og geta margfarið yfir þá með mínum eigin ljósmyndum er ég ekki í neinum minnsta vafa um að bæði þegar lögreglan beitti piparúða inn og svo aftur úti var það bæði óþarft og mjög hættulegt.  Það var lang mesta hættan sem skapaðist þennan dag bæði vegna piparúðans sjálfs sem beitt var í alltof miklu magni að ástæðulausu og svo vegna þrengsla við undankomu mótmælenda sem fyrr urðu og að lögreglan hafði lokað annarri undakomuleiðinni en einnig var grjóti hent þegar seinni árás lögreglu stóð yfir og verður skoðast sem (óverjandi) viðbrögð við henni.

- Sjálfur gerði ég mér ekki grein fyrir alvarlegum afleiðingum piparúðans fyrr en ég kom að fórnarlömbum hans og las svo um réttarhöld vegna notkunar hans. Þá grunað mig ekki að hann væri sérstklega útbúinn til að loða við augu og öndunarfæri og valda viðvarndi kvölum sem ekki væri hægt að þvo í burtu með vatni.

Þetta er miklu alvarlegra mál en flestir gera sér grein fyrir. Við nýleg réttarhöld í USA vegna beitingu piparúða voru lögð fram gögn um 100 dauðsföll tengd beitingu lögreglu á piparúða. Í flestum tilviku er þó kennt um ofnæmisviðbrögðum, astma eða hjartagöllum - en ekki piparúðanum sem kallaði fram andateppu, hjartaáfall, ofurofnæmi eða panikviðbrögð þar sem fólk treðst undir eða fellur á flótta blindað af piparúða. - Það er svona eins og að kenna hjartastoppi um dauða manns sem fær byssuskot í hjartað.

Beiting piparúða í þessu tilviki var afar kvarlarfull refsing án dóms og laga fyrir meinta óhlýðni. - Að fara ekki nógu hratt í burtu [sjá hér].  Á það má minna að þrátt fyrir allt hafði lögreglan kynnst því að mótmælendur höfðu alltaf horfið sjálfviljugir fremur fljótt á braut þar sem þeir höfðu áður sest að t.d. í Seðlabankanum og víðar. Hér höfðu þeiri líka sest niður þegar lögregla lét til skarar skríða.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Helgi: Þetta er virkilega flott færsla og varpar ljósi á bæði áróðursherferðina sem íslenskir fjölmiðlar eru í gegn mótmælendum og einnig það lögregluríki sem við búum við.

Bara ein á ábending, í dag hlustaði ég á strák lýsa því að maðurinn með míkrafóninn og grímuna fyrir utan Landsbankan hafi ekki verið Lögga heldur hafi hann verið að taka upp vegna heimildamyndar sem hann er að vinna að. Ég get ekki staðhæft að þetta hafi verið satt hjá stráknum en hann kom allavegana trúverðulega fram.

FLÓTTAMAÐURINN, 18.1.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Takk fyrir þessa færslu og sérstaklega myndirnar.

Það er einmitt athyglisvert að það á að setja aukinn kraft í sérsveit lögrelgunnar en svelta efnahagsbrotadeildina. Það sýnir svart á hvítu áherslu ríkisstjórnarinnar á málefnum dagsins í dag.

Er nokkur furða að þeir erlendu sérfræðingar sem rætt var við í Silfri Egils í dag settu fram það álit að til að þjóðin gæti endurheimt trúverðuleika verði forsætisráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjámáleftirlits að stíga (eða vera ýtt) til hliðar og nýir taka þeirra sæti. Einnig munu sænskir þingmenn velta fyrir sér trúverðuleika íslenskra ráðamanna, en sænska þingið mun taka lán til Íslendinga á dagskrá í vikunni.

Þetta er grafalvarleg staða, sem undirstrikar mikilvægi þess að efnt verði til þingkosninga hið fyrsta til að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafi skýrt umboð þjóðarinnar til að vinna þau verk sem þarf að vinna.

Valgeir Bjarnason, 18.1.2009 kl. 17:27

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mögnuð færsla Helgi.  Ég hef þá skoðun að lögreglan noti piparúðann óspart vegna þess að þeir hafa hann.. á sama hátt mundu þeir nota taser ef þeir bara hefðu hann.. óhæfir menn í stjónrunarstöðum og toppmenn pólitískir.. afleiðingarnar er lögregluríki í fæðingu.

Óskar Þorkelsson, 18.1.2009 kl. 18:44

4 identicon

Góð færsla Helgi Jóhann.

Ætli þetta sé ekki nærri sanni hjá þér eins og þú lýsir þessu öllu.

Björn Bjarnason er klárlega fasisti og landráðamaður.

Ekki gott að sitja uppi með svoleiðis dóna í embætti dómsmálaráðherra. Svei því!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:57

5 identicon

Virkilega flott grein!

Jórunn E. (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:01

6 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Ég skora á þig Helgi að senda hana á Moggan og Fréttablaðið.

FLÓTTAMAÐURINN, 18.1.2009 kl. 23:10

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk kærlega fyrir góða færslu og þarfa, nú eru tímarnir til að tala tæpitungulaust ef einhverntímann.

Lögregliríki er vissulega í fæðingu...um allan heim raunar og við fáum ekkert að sleppa við það. Held að það sé engin tilviljun að Björn "Bilderberg" Bjarnason hafi haft svona mikin áhuga á öryggismálum, margt hægt að réttlæta í nafni þeirra. Hræðsluáróður virðist líka hafa skilað sér nokkuð vel.

Bilderberg videos
General
http://www.freepressinternational.com/bilderberg.html

CNN: The Bilderberg Group 2005 - Jon Ronson
http://www.youtube.com/watch?v=JpFT6doERhY&p=C7F1FE445DCCC1C6&index=18

History Channel: Bilderberg Part 1
http://www.zippyvideos.com/4866834453038626/bilderberg-history-channel/

History Channel: Bilderberg Part 2
http://www.zippyvideos.com/9055197553038966/bilderberg-p2/

CNN on the Bilderberg Group
http://www.freepressinternational.com/bilderberg-video-cnn.html

The Bilderberg Group 2005
http://fpiarticle.blogspot.com/2006/03/bilderberg-group-2005.html

Google Video Search
http://video.google.com/videosearch?q=bilderberg

Georg P Sveinbjörnsson, 18.1.2009 kl. 23:27

8 identicon

flott færsla, tókst vel að taka ástandið og skella í einn góðann pakka fyrir fólk sem þarf að mata á upplýsingum. Því skora ég líka á þig Helgi að senda hana á Moggan og Fréttablaðið og bæta þá inn punktum úr tengdu fréttunum !!
Snilld :)

Elin (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:31

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er rosalega góð færsla. Skýr og vel sett fram. Þetta er grein sem margur hefði fjarskalega gott af að lesa. Þú setur hana líka þannig fram að hún ætti að ná til allra. Mér finnst þetta svo góð grein að ég verð að fá að þakka fyrir mig

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2009 kl. 00:00

10 Smámynd: Steinn Hafliðason

Flott og nauðsynleg færsla hjá þér Helgi

Steinn Hafliðason, 22.1.2009 kl. 01:43

11 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Góð samantekt hjá þér. Ég ætla að leyfa mér að setja tengil inn á hana með næstu skrifum mínum. Athyglisvert með vænissýkina úr Dómsmálaráðuneytinu gagnvart Evu.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband