Þeir ruddu Austurvöll með tárgasi sem veldur DNA-skemmdum

Mynd 2009 01 22 01 32 16bVitandi það að eiginlegt táragas veldur DNA skemmdum og mörgu öðru sprengdu þeir táragas á ungafólkið okkar áðan á Austurvelli - þeir ruddu völlinn en fólkið sækir inn aftur - það vill ekki láta kúga sig - sama hvað - hér verður ekki haldið uppi fasistastjórn herja Björns Bjarnsonar - sama hvað.

Mynd 2009 01 22 01 27 23- Ég skora á fullorðið fólk sem er við góða heilsu og treystir sér til að halda stillingu og ró að fara nú á vettvang til að vera vitni og vottar að því sem gerist nú og eftirleiðis - allir sem eiga myndvélar og upptökuvélar að hafa þær með sér þó þeir haldi sér í hæfilegri fjarlægð.Mynd 2009 01 22 01 32 17

-Löggurnar okkar eru búnar að bera á sér gasgrímur í grænum töskum á mjöðm síðan þeir mættu um hádegi í gær. Af einhverjum ástæðum hafa þær verið útbúnar til að nota á okkur þjóðina sína eiturvopn í formi gas sem dreifir sér stjórnlaust þegar því er sleppt með litlum sprengjum.

Ég spurði lögreglumann í nótt afhverju þeir biðu ekki bara rólegir þar til fólk þreyttist, þeir væru í miklu betri þjálfun og líkamlegu atgervi en allur almenningur auk þess sem það reyndi miklu minna á þá að bíða en eltast við mótmælendur.

- Þrautsegja og fyrihyggja var allt sem þurfti í gær (20.jan), eða hversvegna lokaði löggan ekki Alþingisgarðinum með lögreglumönnum áður en mótmælin hófust í gær í stað þess að ryðja hann almenningi  eftirá.Mynd 2009 01 22 01 44 22

 

 


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnarr

Þetta er uggvænlegt ástand.

Jón Arnarr , 22.1.2009 kl. 00:59

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Þetta er skelfilegt ástand og ekki get ég sagt að virðing mín aukist á lögreglu að nota þessi vopn sín. Það er eins og almúginn eigi að sita heima og prjóna meðan stjórnin veltist um í stólnum og klappa hvor öðrum á bakið fyrir góð unnin störf. Ef ég hefði heilsu til þá væri farin niður á Austurvöll og látið heyra í mér.

Helga Auðunsdóttir, 22.1.2009 kl. 01:00

3 identicon

Veldur DNA skemmdum?????? Er ekki í lagi með þig að halda svona hræðsluáróðri fram????? Þetta er sama efnið og í brúsunum, bara dreift með reik en ekki vökva!!!!

Unnar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:01

4 identicon

Unnar.. Nei þetta er ekki sama efni. Táragas er meira eiturefni sem kallast CN

En það er ekki rétt að það valdi DNA skemmdum. Það getur valdið vefjaskemdum í lungum.

 Piparúði og táragas

Piparúði inniheldur alkalóíðan capsacain og fleiri skylda alkalóíða sem eru mjög ertandi fyrir augu, húð og öndunarfæri. Efnið er einnig oft kallað OC sem stendur fyrir Oleoresin capsicum.

Verkunarmáti.
Örvun skyntaugafruma og losun á “substance P” sem veldur æðavíkkun, losun á histamíni og næmara sársaukaskyni (nociception).

Einkenni koma fljótt en vara yfirleitt stutt, 20 – 30 mín., en geta varað dögum saman. Astmasjúklingar og aðrir með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma eru viðkvæmari.
•Augu sviði, roði, táraflóð, skemmdir á corneu eru hugsanlegar
•Húð roði, stingir og brunatilfinning, útbrot og blöðrur ef langvarandi snerting
•Innöndun hósti, nefrennsli, hnerri, mæði, andþrengsli, síðkominn lungnabjúgur hugsanlegur (mjög sjalgæft)
•Inntaka brunatilfinning í munni, ógleði, uppköst, niðurgangur.

Meðferð byggist á að hreinsa efnið í burtu og draga úr sársauka.
Nota vatn og sápu ( er olíukennt) fyrir húð en saltvatn fyrir augu.
Fylgjast með öndunarfæraeinkennum, gefa súrefni og berkjuvíkkandi innúðalyf eftir þörfum, röntgenmynd af lungum og mæla blóðgös ef áframhaldandi einkenni. Einkennameðferð eftir þörfum.
Nota hlífðarfatnað við umönnun sjúklingsins vegna mengunarhættu og setja menguð föt í plastpoka og loka vel. Mengunarhætta er aðallega við beina snertingu en ekki innöndun.

Ráð sem gefast hafa vel
EMLA krem hefur verið notað með góðum árangri á húðsvæði vegna mikils sviða.
Jurtaolíur draga úr sviða og óþægindum lengur en kalt vatn.
Magamixtúrur sem innihalda magnesium og aluminium hydroxíð draga úr sviða í húðinni.

Táragas
Þetta geta verið ýmis efni svo sem CS og CN. Lögreglan hér á þessi efni, en notar þau mun sjaldnar en piparúðann.

CS og CN hafa öflugri ertandi áhrif en piparúðinn. Einkennin líða þó fljótt hjá þegar fólk kemst burt úr menguninni.
Meðferðin er sú sama og vegna piparúða en mengunarhætta við ummönnun sjúklingsins er mun meiri.
Hægt er að fá ýtarlegar upplýsingar í Toxbase undir CS/CN.

Eitrunarmiðstöðin
Desember 2008
GAG

Hjalti (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:03

5 identicon

Unnar

Piparúði er þetta í brúsunum, þótt löggann kalli "gas", þá er það ekki táragas, heldur piparúði. Táragas er allt annað efnið.  Sjá:

http://www.pepper-spray-store.com/relatedinfo/mace-vs-pepperspray.shtml

Bryndís (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:04

6 identicon

Ég hefði eflaust tekið upp hanskann fyrir lögregluna væri ég ekki búinn að vera á staðnum.  Hefði aldrei trúað óstjórninni sem tíðkast þar... ég var nánast orðlaus vitni að því að lögreglan beitti óþarfa ofbeldi ítrekað og virtist vera að reyna að æsa upp múginn.  Ótrúlegt alveg hreint!

En lögreglumenn sem hafa unnið starf sitt af prýði og heiðarleika eiga þó hrós skilið fyrir gott starf við erfiðar aðstæður og furðulega óstjórn.  Sem og mótmælendur sem hafa mætt til mótmæla með von og gleði í hjarta þrátt fyrir mikla gremju, erfitt ástand og stöku svartan sauð.

Og missum ekki sjónar á aðalatriðinu... VANHÆF RÍKISSTJÓRN!

Áfram Ísland!

Borgari (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:05

7 identicon

já og það er líka í "lagi" að grýta lögregluna og skemma eigur almennings - Þið sem mótmælið með ofbeldi TALIÐ SKO EKKI Í MÍNU NAFNI

Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:05

8 identicon

Unnar, áður en þú ferð að saka fólk um að vera með hræðsluáróður skaltu lesa þig til um efnin, en það er hægt að skrifa á google t.d. "tear gas vs. pepper spray", þar getur þú fundið góðar greinar sem útskýra munin á þessum "less lethal" vopnum, bæði frá söluaðilum og svo almennum síðum.

Svar til Unnars (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:07

9 Smámynd: Halla Rut

Tek undir hvert orð.

Halla Rut , 22.1.2009 kl. 01:08

10 identicon

Svona aðgerðir, og þær sem framdar voru af lögreglu við rýmingu sundsins og Alþingisgarðsins í gær, þegar lögregla beitir valdi til að rýma svæði, eru til þess fallnar að færa reiði almennings frá stjórnvöldum og yfir á lögreglu. Sem er mjög hættulegt og mun aðeins leiða til aukinna átaka.

Kristján Skúlason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:10

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er skeflilegt. Geir Haarde er líka orðinn hræddur, lítill hræddur maður sem ræður yfir lögreguliðinu ásamt Birni marskálki. Þeir eru ekki með öllum mjalla. Þetta mun draga dilk á eftir sér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.1.2009 kl. 01:12

12 identicon

Búhúúú.... byrjar vælið enn einu sinni. Þetta eru tólin sem notuð eru í ástandi sem þessu. Hvað í ósköpunum kemur ykkur á óvart? Bullukollar upp til hópa.

Bertha (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:19

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á morgun kallar BB til landhelgisgæsluna. Hann var einmitt að hætta við að reka þá. Nú verður fullblown stríð. Íslendingar láta ekki kúga sig meir. Mælirinn er löngu fullur. 

BB hefur kvittað fyrir sig með sama hætti og faðir hans 1949 þegar hann rak ameríska herinn ofan í kokið á okkur. BB fær vegsaukann hataðasti stjórnmálamaður lýðveldissögunnar. Hann hefur raunar séð til þess fyrir þó nokkru. Til hamingju Björn!

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 01:20

14 identicon

Unnar, er ekki ágætis hræðsluáróður að lesa í blöðum "Táragasi beitt á Austurvelli"?

- ég hefði haldið að þetta virkaði alveg jafn mikið sem hræðsluáróður og þessi þvaðurskennda klisja sem þú vart að hreyta úr þér.

Kristín Magnúsdóttir, í ljósi þess að ég hef ekki upplifað það að einn einasti þingmaður tali mínu nafni og því finnst mér ekki hægt að ætlast til þess að hver og einn mótmælandi geri það.

Það er ekkert hægt að sitja heima og mynda sér skoðanir af því sem maður les á vefnum. Afsakið samt, það er hægt, sú skoðun mun samt að öllum líkindum vera byggð á misskilningi.. alveg eins og í uppáhalds sjónvarpsþætti YKKAR ALLRA?

- nei, það virkar ekki að segja að Dagvaktin sé uppáhalds þáttur allra Íslendinga, rétt eins og það virkar ekki að segja að mótmælendur séu upp til hópa skríll/ofbeldismenn/krakkafífl.

Vissulega eru þeir til staðar, en ef við horfum á Íslenskt þjóðfélag í heild sinni þá sér maður alveg daglega dæmi um slíkt fólk.. og ekki hef ég lagt það í vana að mótmæla þeim, þó svo að ég hlæi af þeim.

Þurrkum tárin, stöndum saman og berjumst fyrir réttlæti.
- Eyríkur Leitar

Eyríkur Leitar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:20

15 identicon

Sammála Bertha, það er svo pirrandi þegar fólk vælir.
Ekki jafn pirrandi samt og þegar fólk vælir vegna skoðana.

5885522, hringdu og biddu um vælubílinn.
Hann ætti að skila þér á áfangastað.

Eyríkur Leitar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:23

16 identicon

Mótmæli eiga ganga friðsamlega fyrir sig. En þegar fólk er með skrílslæti og beitir ofbeldi þá þurfa lögreglumenn að sjálfsögðu að verja sig. Það fer að koma að því að lögreglan mun nota rafmagsbyssur, en ég spyr hvað er langt í alvöru byssurnar?

Hrönn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:35

17 identicon

Það sagði mér lögreglumaður í gær að það stæði til að nota þetta gas en gat ekki svarað því af hvaða tilefni það myndi verða. Hann kallaði þetta að mig minnir "ægilegt kemískt drasl" og sagði piparúða bara vera "fyrir krakkana". Við vorum að búast við þessu í allt kvöld en svo gerist það um leið og ég fer heim, heh.

gaursemvaranna (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:39

18 identicon

Bertha!!

Mér heyrist það nú vera ÞÚ sem vælir hér mest af öllum!! Mikið hlýtur það að vera notalegt að sitja á rassgatinu og blóta því hvað allt sé að fara til fjandans,hvað matvara og annað sé búið að hækka upp úr öllu valdi og hvað þú vildir óska þess að góðærið væri enn við völd í þjóðfélaginu. Á meðan fullt af fólki,þ.e.a.s fólk sem nennir að standa upp af rasgatinu, er að mótmæla,þrýsta á ríksstjórnina að gera nú e-h í þessu sem þú bara röflar yfir heima hjá þér!!! Því vil ég byðja þig annaðhvort að hætta að væla yfir þessu og GERA það EINA sem við almenningur getum gert,þ.e að MÓTMÆLA...tja eða þá bara að HÆTTA AÐ VÆLA yfir höfuð og ÞEGJA,því þú hefur engann rétt á því að grenja yfir "ástandinu" ef þú hefur ekkert gert til þess að reyna að breyta því.

Og VIÐEIGANDI "tól" sem notuð eru í SVONA ástandi eru sko EKKI ÞESSI tól. Ég mana þig til þess að labba einn hring í kringum miðbæinn,en það er augljóst að það hefur þú sko ekki gert!

Elsku Helgi,frábær skrif sem og alltaf :)

Kærar kveðjur frá litlu frænku.

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:45

19 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég skil hvað hefur gerst. Fór frá Þjóðleikhúsinu klukkan rúmlega ellefu þá var fólk að dansa og syngja.

Annars til hamingju með fundinn í kvöld, Helgi, - og mikiið eru þetta fínar myndir hjá þér sem ég var að skoða. 

María Kristjánsdóttir, 22.1.2009 kl. 01:49

20 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta átti að vera: Ég skil ekki hvað hefur gerst.

María Kristjánsdóttir, 22.1.2009 kl. 01:50

21 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það voru líka nokkrir með þessar töskur á aftan við Hótel Borg, Lækjargötumeginn. Þú getur spurt Cillu Ragnars., Birgittu, Katrínu Snæhólm og Björg Evu. Það tóku norrkir myndir m.a. ég. Mín var úr fókus. Það vakti sérstaka athygli að það stendur U.S.Army á tölsunum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.1.2009 kl. 01:55

22 identicon

Gvööööð minn góður! Stendur US ARMY á töskunum???? Það er alveg hrikalegt. Nei ég er bara að grínast. Þetta eru töskurnar fyrir gasgrímurnar. Skiptir svo sem engu máli hvaðan þær koma. Sennilega gamlar grímur sem herinn hefur ekki nennt að bera heim. En skemmtilegt að sumir reyna að gera ALLT tortryggilegt. Reyndar mjög skondið.

Bertha (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:04

23 identicon

Nú er ég mjög hlynntur mótmælunum og hef verið en er það ekki bara þannig að sumir mótmælendur eru að ganga allt of langt, eru með æsing og læti og skemmdarverk. Það eru alltaf e-jir svartir sauðir í öllum hópum sem finnst gaman að vera með læti, svona rétt eins og fótboltabullur meðal fótboltaáhangenda. Þetta svona hvarflar að mér.

Fara niður á austurvöll? Af hverju í ósköpunum, til hvers að vera með mótmæli þarna um miðja nótt. Finnst það frekar fáránlegt. Af hverju heldur fólk sig ekki við dagstíma. Það geri ég og mun gera.

Ari (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:07

24 identicon

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir, hvaða tól myndir þú vilja að sonur þinn hefði gegn ofbeldisfullum mótmælendum ef hann væri lögreglumaður? Nefndu þau ef þú getur. Og heldur þú virkilega að grasið muni grænka við það að koma þessari ríkisstjórn frá? Munu peningarnir vaxa á trjánum? Mun störfum fjölga og bönkunum ganga betur? Mun matarverð lækka? Og eru það vinstri grænir sem eru frelsararnir þínir?

Bertha (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:16

25 Smámynd: Gunnar

Ég var þarna og af hálfu mótmælenda var ekkert ofbeldi fyrr en eftir að þeir sprengdu gasið. Vissulega voru einn og einn að atast í löggunni en það var bara í formi þess að ýta á skildina þeirra og einstaka sinnum að kalla þá illum nöfnum.

Ef þeir vildu losna við þetta bögg (sem ég myndi alveg skilja) þá áttu þeir að mazea viðkomandi og taka einstaklinga úr umferð en ekki gasa hundruðir friðsamra mótmælenda sem voru að tromma og syngja.

Algjörlega tilefnislaus árás með baneitruðu gasi. Ég forðaði mér eftir að þeir héldu áfram að sprengja táragas aftur og aftur og aftur. Hátt í 20 bombur sprengdar fyrir kl. 1. Engu grjóti hent í lögguna fyrr en eftir táragasið.

Þetta er auðvitað ekki ákvörðun einstakra lögreglumanna sem flestir standa sig eins og hetjur við mjög erfiðar aðstæður. Þetta er stjórnvaldsákvörðun til að sýna hver ræður. Ruddaleg aðferð og baneitruð til þess að dreifa mannfjöldanum.

Og já, eftir að þeir gösuðu ÞÁ kom ofbeldi frá mótmælendum. Skrítið. 

Þarna er fólk á öllum aldri, vissulega yngist þegar líður á kvöldið en engu að síður fullt af fullorðnu fólk, þar á meðal ég. 

Gunnar, 22.1.2009 kl. 02:17

26 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Like father like son, BB er sami skítabuxinn og faðir sinn, enda báðir Bilderberg skósveinar og landráðamenn. Virðing mín fyrir lögmaurum fer hratt minnkandi. Þvílíkt dómgreindarleysi, þvílík heimska, mætti ætla að fíflin vilji að allt verði vitlaust.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.1.2009 kl. 02:17

27 identicon

Meiri hlutinn af því liði sem hefur verið að mótmæla eru góðkunningjar lögreglunnar og hafa ekki fasta vinnu. Getur það eflaust útskýrt lætin og tímann sem þeir kjósa að mótmæla.

Hrönn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:19

28 identicon

Georg P Sveinbjörnsson, ég hef góðar heimildir fyrir því að þú sért sami skítabuxinn og pabbi þinn. Og reyndar allir þínir fjölskyldumeðlimir. Hvernig finnst þér þetta? Talaðu af virðingu um fólk. Heldurðu virkilega skítabuxinn þinn að Björn hafi staðið á bakvið þessar aðgerðir lögreglunnar? Ég þykist þess fullviss að Björn láti fagmenn um ákvaðarnir sem þessar og að fylgja þeim eftir. 

Betha (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:22

29 identicon

Bertha!

Í fyrsta lagi: Ofbeldisfullum mótmælendum?? Það eru lögrelumenn sem hafa verið að sýna lang mesta ofbeldið af fyrra bragði! Má ég verja mig ef lögreglumaður lemur mig með kylfu? Þú ert auðvitað ekki hlutlaust þar sem það er greinilegt að sonur þinn er lögreglumaður,en ég á vini í lögreglunni og mér finnst þetta samt sem áður til hábornar skammar hvernig lögreglan hefur komið fram.

Í öðru lagi: Það getur allavega ekki mikið verstnað miðað við ástandið í dag. Svo mikið er víst! En þú ert s.s að segjast vilja hafa bara allt óbreytt?? Og síðan hvenær hafa peningar vaxið á trjánum yfir höfuð?

Í þriðja lagi: Ó nei,það eru EKKI Vinstri grænir sem eru "frelsara mínir".

Það er greinilega gott að vera eins og þú. Fýlupúki sem ert á móti öllu og öllum og veist greinilega ekkert hvað þú vilt og vilt ekki. Stendur með engum og öllum.

Guði sé lof þá er ekki mikið af þínum líkum í þjóðfélaginu!!

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:32

30 identicon

Hrönn: lol, alltaf heyrir maður eitthvað nýtt, ertu að segja að meira en eitt þúsund atvinnuglæpamenn hafi verið meðal þeirra tvöþúsund sem mótmæltu í dag? Þetta er auðvitað stórfrétt sem þú ættir að vaða með í næsta fjölmiðil, ef að þeir segja bara: "aha.... einmitt.... takk fyrir ábendinguna" þá er eitthvað mikið að (þéríhausnum)!

gaur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:33

31 identicon

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir, þú svarar ekki spurningunni minni. Hvaða tól myndir þú vilja að sonur þinn hefði gegn ofbeldisfullum mótmælendum ef hann væri lögreglumaður? Geturðu svarað því?

Bertha (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:37

32 identicon

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir, smá update fyrir þig. Þessa frétt er að finna inni á visir.is. Hún fjallar um friðsömu mótmælendurna þína: "Tveir lögreglumenn eru mikið slasaðir og þurfti að flytja þá með sjúkrabifreið á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru nokkrir lemstraðir vegna átaka sem hafa verið í kvöld."

Bertha (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:43

33 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Betha, ég tala ALDREI og mun aldrei tala af virðingu um landráðamenn.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.1.2009 kl. 03:24

34 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bertha, aðeins eitt vopn dugir og það kallast dags daglega „heilbrigð skynsemi“. Hún er öllu jafna ókeypis en er vissulega ekki öllum gefin.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.1.2009 kl. 03:43

35 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þetta var ekki fallegt og ekki heldur þægilegt. En skolun gerir undraverða hluti.

Stóra atriðið er að þeir ákváðu fyrirfram að nota efnavopn á okkur.

Skyldu hvítliðar vera farnir að skemma annars friðsöm mótmæli?

Bendi á lýsingu mína hérna.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.1.2009 kl. 03:44

36 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Helgi: Ég sé að ég hef verið svolítið mikið að flýta mér þegar ég sendi þér upplýsingarnar um að nokkrir lögreglumenn voru svona útbúnir, eins og á myndinni hér að ofan, á gamlársdag. Biðst afsökunar á flumbrubanginum. Takk svo fyrir að taka af mér ómarkið og svara þeim/þeirri sem er í stuði til að misskilja og rangtúlka allt sem hér er sagt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.1.2009 kl. 03:57

37 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Fólk þarf að passa uppá mengun sem situr í fötunum ef það hefur verið nærri í eiginlegri gasárás - jafnvel bara fundið keimin úr fjarlægð. Efnið situr í fötunum eins og reykur og byrjar svo að erta húð og háls og öndunarfæri þegar heim er komið.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.1.2009 kl. 04:23

38 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk fyrir öll þín innlegg Rakel :)

Helgi Jóhann Hauksson, 22.1.2009 kl. 04:24

39 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

... þ.e. hér og annarstaðar.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.1.2009 kl. 04:25

40 identicon

Bertha...

Ég svaraði víst spurningu þinni í samb. við kögreglumennina. Ef þú getur ekki skilið svarið þá er það ekki mitt mál.

Og í samb. við þessa "klausu" um lögreglumennina: Hvað með alla mótmælendurna sem hafa skaddast útaf lögreglu?? Ég á nokkrar vinkonur sem vinna upp á bráðamóttöku og ég get alveg sagt þér það að það er sko ekki verið að minnast á allt fólkið sem fer þangað uppeftir lemstrað eftir lögreglumennina!! Hvar er samúðina með þeim? Ekki hafa þau e-h "vopn" til þess að verja sig með,já eða ekki neitt í líkingu við þetta rugl sem lögreglan er að beita. Lögreglumenn EIGA að vera ÞJÁLFAÐIR til þess að ÞURFA ekki að beita einhverjum vopnum og bareflum. Það er enginn afsökun að verða bara "hræddur" við mótmælendur og gasa svo á allt og alla og berja mann og annan.

Ég á son,að verða 9 ára gamlan, sem horfir á fréttir og spyr hvort lögreglan eigi ekki að VERJA fólk en ekki BERJA það.... Það verður höfuðverkur að fá hann til þess að treysta lögreglunni aftur eftir allt þetta, það get ég sagt þér,

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 04:52

41 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hatrið og heiftin í garð mótmælenda sem koma fram í stöku aths. hér eru alveg með ólíkindum  -og vægast sagt óhugnanleg.

Vissulega kallar þetta fordæmislausa ástand á öfgar í allar áttir.   En fyrr má nú vera.  Hér er fólk jafnvel að vonast eftir byssum ! ("Hrönn").

Ljótar tilhneygingar eru farnar að skjóta upp kollinum -hjá fólki sem ætti að hafa vit á því að þakka þeim sem berjast fyrir breyttu ástandi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 06:52

42 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

p.s. af gefnu tilefni var mér bent á útlistanir þínar H.J.H. á þeim efnum sem verið er að sprauta í augun á fólki.  Hef vísað á þær á mínu bloggi, m.a. þar sem mér er sagt að sum þessarra efna séu ólögleg í öðrum löndum.  Veist þú um það ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 06:56

43 identicon

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir, nei þú hefur ekki svarað hvaða tæki þú myndir vilja að sonur þinn hefði ef hann væri lögreglumaður og þyrfti að klljást við ofbeldisfólk. Heilbrigð skynsemi er hvorki tæki né tól. En mér datt í hug að það yrði þér ofviða að nefna hvaða tól væri nógu gott og öflugt til að verja þitt eigið barn. Vopnið sem mótmælendur hafa til að verjast gasi lögreglunnar er að yfirgefa svæðið. Það er staðreynd að inni á milli "venjulegra" mótmælenda eru harðsvíraðir ofbeldismenn sem eru miklu meira að hugsa um að berja á lögreglunni en að koma þessari ríkisstjórn frá.

Ég er nú farinn að efast um hvorum hópnum þú tilheyrir þegar þú berð saman annars vegar fólk sem leitar aðstoðar vegna piparúða í augu og hins vegar stórslasaða lögreglumenn eftir grjóthnullungakast. 

Það er líka dálítið merkilegt hvað sumum finnst eðlilegur fylgifiskur mótmæla að ráðist sé á lögreglumenn og unnar séu skemmdir á eigum almennings en eiga ekki orð yfir því að aðþrengdir lögreglumenn sem þurfa að standa með ögrandi ofbeldismenn, skuli slá frá sér.  

Bertha (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 07:41

44 Smámynd: Hlédís

Bertha löggumamma!  Af skrifum þínum mætti ætla að þú þekktir ekki heilbrigða skynsemi "þó héldir í halann á henni". Ég hef sjálf séð að margir óeirða-lögreglumenn haga sér eins og haldi að þeir eigi að koma óeirðum af stað!  Slíkt sýnir mikinn skort á heilbrigðri skynsemi. Þessir menn eiga að fara í aðra vinnu, ef geta. Vonandi er sonur þinn skynsamur og tlheyrir ekki hinum litla hópi ofbeldismanna í lögreglunni.

Hlédís, 22.1.2009 kl. 08:26

45 identicon

Hlédís, á myndinni virðist þú vera skynsöm miðaldra kona í Árnessýslu en skifar svo eins og hin versta bulla. Hvers vegna notar þú orðið löggumamma eins og blótsyrði? Og hvers vegna minnist þú ekkert á þann littla hóp glæpamanna og ofbeldismanna sem ráðast gegn lögreglunni og eigum almennings? Eru þeir í þínu nafni að kveikja í? 

Bertha (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 08:35

46 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta hef ég séð koma í nokkurn tíma svona ástand eins og skapaðist í nótt...gullið tækifæri fyrir stjórnvöld að fá borgarana til að fara gegn hvor öðrum skipa sér í fylkingar og gleyma aðalatriðinu sem eru rammspilltir valdhafar þessa lands. Hægt og rólega hefur harka lögreglu aukist og oft á     tíðum hef ég spurt mig hver sé eiginlega tilgangurinn þegar allt virðist rólegt að sveitir lögreglu stormi inn á svæðið og komi sér fyrir vígalega búnum. Það sást ekkert til lögreglu á hverfisgötunni í gærkveldi enda var varla kastað ekki eða neinu..allt fór mjög friðsamlega og vel fram. Fólk trommaði, söng og kallaði vanhæf ríkisstjórn.

En við skulum ekki rugla þeim þúsundum sem mótmælt hafa á götum úti undafarna mánuði saman við nokkar einstaklinga sem gagngert vilja fæting við lögguna. Og við skulum líka muna að það eru þannig einstaklingar innar raða lögreglu sem vilja bara fæting og ofbeldi. Og þá er ég jafnvel að tala um einstaka yfirmenn og þá sem gefa skipanirnar. Eftir að hafa talað við heilmarga lögreglumenn undanfarið veit ég að þeir væru margir hverjir að mótmæla með okkur væru þeir ekki í vinnunni...þeir eru sumir hverjir algerlega búnir að fá nóg líka.

Og svo má auðvitað við þetta bæta ábyrgð þeirra sem sitja sem fastast og daufheyrist við ákalli fólksins um að vanhæf ríkisstjórnin víki og hella olíu á eld í hvert sinn sem þau opna munninn með vanvirðingu sinni og hroka gagnvart réttlátri reiði fólksins í landinu. Þau vita hvert hefur stefnt lengi og það er marg búið að vara við að þetta ástandi blossi upp ef ekkert verði við brugðist og þau hafa kosið að bregðast ekki við. Hvað segir það okkur?

Höldum áfram að mótmæla og látum hvorki kylfur eða gas hrekja okkur frá hugsjóninni um Betra ísland! Í dag ætti allur almenningur sem ekki er sáttur við ástandið að leggja niður vinnu og troðfylla miðbæinn með potta og pönnur og eins mikinn frið og þeir geta rogast með:) Sjáumst!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 08:51

47 Smámynd: Hlédís

Bertha! Ég var að skrifa um ofbeldisseggi innan lögreglunnar - Veit vel að ofbeldismenn finnast utan lögregluliðs lansins. Efast ekki um að margir þeirra nytu sín vel í óeirðalöggunni.        Vertu blessuð.

Hlédís, 22.1.2009 kl. 09:27

48 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Æi, ég er orðinn alveg eins og Tom Cruise í framan. Ég lenti í táragasi fyrir 10 árum. DNA-ið í mér er allt stökkbreytt. Einu sinni var ég byltingasinnaður trotskíisti, nú er ég spakur íhaldsmaður og síonisti. Þvílík örlög, þvílík óhamingja.

Mér er sagt að það geti valdi heilaskemmdum að búa í Kópavogi. Ég heimta rannsókn og skoðunarkönnun, nú.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2009 kl. 09:29

49 identicon

Já Hlédís, einmitt það sem ég var að segja. Þú kýst að líta framhjá ofbeldisfólkinu meðal mótmælenda. Brotnar rúður, skemmdir bílar, málningaslettur á húsum, skemmdir lögreglubúningar, brenndir garðbekkir og annað lauslegt. Hver borgar fyrir þessar skemmdir? Svo að við tölum ekki um yfirvinnu lögreglunnar.

Væri ekki rétt að þú og þeir sem samþykkja þessar aðferðir, borgið brúsann? Nú þarf bara að taka saman lista yfir ykkur þannig að hægt sé að senda ykkur gíróseðil. Ég neita að borga fyrir þessi skemmdarverk. Ég þarf að greiða nóg eftir fall bankanna. Þið í Árnessýslu eigið kannski fyrir þessu eftir að Björn Bjarnason sló skjaldborg um skuldarana í sýslunni.

Bertha (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:46

50 identicon

Hildur Helga þegar nefndi byssur þá var ég að sjálfsögðu EKKI að vonast eftir þeim, skil ekki hvernig þú gast lesið það út úr þessu. Átti einungis við það að hversu mikið þarf að ganga á áður en lögreglan tekur upp á því að fara að ganga með slík vopn.

Hrönn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:47

51 identicon

"Gaur" það eru ekki hverjir sem er sem að nota ofbeldi og haga sér svona um miðjar nætur. Annars var þetta ekkert konkret þegar ég svaraði honum Ara hérna í nótt, bara pæling sem mér finnst líkleg miðað við allt sem að á hefur gengið.

Hrönn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:32

52 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Núúú,  fjallar þetta um tjáningarfrelsi, frk. kisulóra? Það var nú heldur betur líflegt, tjáningarfrelsið, í gær!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2009 kl. 11:23

53 identicon

Amen Kisulóra,

 Fólk með aðrar skoðanir en þú hefur ekkert með það að hefta tjáningafrelsi þitt, og ætti almennt ekkert að vera að tjá sig...

Óttarlegur kjáni get ég nú annars verið, ég hélt að það væri verið að mótmæla ríkisstjórninni, o jæja lifi tjáningafrelsið!!!

Árni (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:42

54 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæl Hildur Helga

Í þeim gögnum sem ég hef kemur fram að efnið í piparúðanum er og piparúðinn er flokkaður sem efnavopn og er beinlínis listaður með vopnum sem ekki má nota í hernaði samkvæmt einhverjum Genfarsamningunum og viðbótum þeirra. - Menn hafa tekist á um hvort það merkti ekki að hann sé í reynd bannaður í borgarhernaði lögreglu en ekki fengist viðurkennt.

- Ég skal spyrja mína uppsprettu betur hvort hún hafi gögn um að einhver tiltekin lönd hafi samt ekki stigið það skref með skýrum og formlegum hætti að bönnuð eiturefnavopn séu ekki líka bönnuð á börn unglinga og almenning.

Vilhjálmur Örn, þú örvar alltaf umræðuna. DNA skemmdir af völdum tárgass veldur alvarlegustum skaðanum með skemmdum á eggfrumum og stofnfrumum fyrir sæði. Það merkir að ófædd börnin þín og barnabörnin eru í mestri hættu um að bera með sér einkenni alvarlegra varanlegra DNA-skemmda. Þú sjálfur gætir hinsvegar þróað krabbamein af völdum þeirra sem aftur gæti leitt þig til kvalarfulls og langvarandi dauð.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.1.2009 kl. 13:27

55 identicon

Skrílslæti öfgahóps.  Það er það sem þetta kallast.  Þarna var fólk sem er tilbúið í fjörið, sama hverju er verið að mótmæla.  Atvinnuleysingjar og óreglufólk sem hefur ekkert annað að gera.  Ísland úr nató, frjáls Tíbet, hærri laun til kennara, úúú á ríkisstjórnina.  Það er alveg sama hvert tilefnið er, bara að taka þátt í fjörinu.

Nilli (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:45

56 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Vilhjálmur Örn, þarna varð mér heldur betur fótaskortur á tunginni. Ég ætlaði að segja „langvarandi dauðastríð“ en ekki „langvarandi dauða“ - hann er það víst oftast.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.1.2009 kl. 14:10

57 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Nilli, ég er búinn að horfa á þennan tröppugang frá upphafi og það sem ég sá var það að lögreglan sem hóf tröppuganginn og stigmögnunina hreinum ruddaskap og fulkomlega óþörfu ofbeldi. Spáðu í það að við mótmæli sem voru ekkert nema hávaði var strax á fyrsta klukkutíma fyrsta dags búið að handatka um 20 og meisa marga tugi. - Það kallar á reiði sem aftur kallar á óþörf viðbrögð sem aftur kallar á reiði og svo aftur meiri mógun log ofbeldi lögreglu .... 

Sá sem valdið hefur verur að stöðva þessa stigmögnun með þoliðnæði og þrautsegju og það gerist ekki með kröfu um meira lögregluofbeldi.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.1.2009 kl. 14:17

58 Smámynd: Þór Jóhannesson

Eru þessar kvöldæfingar Björn Bjarnasonar ekki bara liður í því að skapa áróður í fjölmiðlum. Þetta djók á Austurvelli með táragasið er auðvitað sprenghlæilegt - en það sem átti sér stað við Stjórnarráðið eftir að Táragas árásin hafði blásið nýju lífi í mótmælin sem voru að fjara út var ekki fallegt.

Tökum upp appelsínugulu borðana - almenningur og Löggur sem vilja ekki ofbeldi.

Þór Jóhannesson, 22.1.2009 kl. 14:47

59 identicon

Bertha,ég held að Helgi sé búin að segja þér núna 2x hvað ég meinti í samb. við þessum blessuðu "tækjum og tólum" og notkun á þeim!!!

Hvernig væri svo að fara að fyrirmælum Kisulóru og hætta nú að rífa kjaft !!! Það er örugglega erfitt að vera eins og þú, svona bitur og leiðinleg út í allt og alla,þannig að vinsamlegast farðu og nöldraðu í einhverjum öðrum....kannski syni þínum !!

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:57

60 identicon

Ég er svo aldeilis hissa, að þið getið setið þarna og fordæmt fólk sem er að vinna sína vinnu. Það er réttur fólks að mótmæla og á að mótmæla þessari ríkistjórn en ofbeldi og skrílslæti er afurð glæpamanns og skal taka á því samkvæmt lögum. Hvernig er hægt að styðja fólk sem kastar steinhellum í fólk ?  það fóru 2 lögreglumenn á sjúkrahús í nótt eftir þennan skríl og að sjálfsögðu tekur lögreglan á þessum glæpamönnum ! Ég styð mótmælin en þetta lið sem veitist að lögreglu og eyðileggur almenningseign talar ekki mínu máli ! Þeir sem vilja fara með ofbeldi og látum eiga vera tilbúin að taka afleiðingunum sem því fylgir ! Ofbeldi og eyðilegginger glæpur !

Björn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:13

61 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ekkert jafn skemmtilegt og catfight..hehehe..

En vítahring ofbeldisins þarf að rjúfa, VIÐ erum þjóði, og við erum EIN þjóð.

Haraldur Davíðsson, 22.1.2009 kl. 15:25

62 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Björn, sá er glæpamaður sem fremur ofbeldi. Það má hinsvegar aldrei refs hópi eða örum einstaklingum fyrir glæp þess einstaklings.

Reyndar horfði ég á í gær eftir að lögregla á Austurvelli hrakti mótmælendur  yfir að stjórnaráðinu var þar alltof lítil sveit lögreglumanna sem fljótt átti mjög í vök að verjast. Það voru hinsvegar mótmælendur sjálfir sem slógu skjaldborg um lögreglumennina og björguðu þeim frá frá einstklingm sem  aldrei ættu að mæta við mótmæli þ.e. þeim sem finna sig í að kasta grjóti að lögreglu. Þ.e.  Mótmælendur, mestur meirihluti þeirra setti sig óvarða í skotlínu fyrir lögregluna.

Hver maður ber ábyrgð á sér og sín um gerðum en getur ekki borið ábyrgð á gerðum þeirra sem hann hefur ekkert yfir að segja. 

Lögreglan hefur hinsvegar ítrekað gert handahófs árásir og handtökur sem voru mjög áberandi sérstaklega strax í byrjun strax fyrsta klukkutíma fyrsta dags og reitir alla sem fyrir verða til alverlegrar reiði sem og þá sem það sjá eða þekkja til fólksins. 

Helgi Jóhann Hauksson, 22.1.2009 kl. 15:32

63 identicon

Bertha, nú vil ég að þú svarir mér þessari spurningu skýrt og skilmerkilega: Hvaða aðferðum mundir þú vilja að félagslega þenkjandi sonur þinn notaði gegn ofbeldisfullum lögregluþjónum?

Einar A (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:16

64 identicon

[...]aðferðum mundir þú vilja að félagslega þenkjandi sonur þinn beitti[...]

ætlaði ég að segja.

Einar A (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:18

65 identicon

Bertha - til að svara þér hverju það breytir að fá nýja stjórn: það eru skilaboð til þingmanna og pólitíkusa í öllum stöðum að víð líðum ekki þessa spillingu, það eru skilaboð um að við viljum sjá fjárglæframenn handtekna, rannsakaða af alvöru og allt verði gert til að koma höndum yfir þá peninga sem þeir hafa stolið. Við viljum spillinguna burt og réttlætið virt - það gerist ekki með sjálfstæðisflokkinn við völd, né við núverandi forystu samfylkingarinnar.

Varðandi lögregluofbeldi og unglingaofbeldi: Lögreglan fór offari í gær og í fyrradag, um það eru svo margar frásagnir að ég nenni varla að telja það upp...ég get sagt þó að ég var vitni að því í fyrradag að lögreglan byrjaði án ástæðu að úða fólk með piparúða og sparka í fjölmiðlamenn og börn. Lögreglan hefur staðið sig afar illa en ég öfunda hana ekki af verkefni sínu. Er viss um að allavega um helmingur hennar sé siðferðislega óvont fólk. Og ekkert réttlætir grjótkast einhverra sem þykjast vera að mótmæla - eða þá flöskukast. Hinsvegar á lögreglan sér engar málsbætur fyrir því hvernig hún gekk fram með kylfubarsmíðum og úðun á efnavopnum beint í andlit fólks...það var og er með öllu ógeðslegt og það voru aðrir möguleikar í stöðunni, en dagsskipunin virðist hafa verið að hleypa þessu aðeins upp til að búa til slæmt PR fyrir mótmælin. Ég nenni ekki að útlista þetta frekar fyrir þér, því ef þú hefur ekki gáfnafar til að skilja mælt mál og rökin fyrir því, þá er það tilgangslaust fyrir mig að halda áfram að tala við þig. Frekar vil ég naga á mér neglurnar eða brjóta saman servíettur...

Guðjón (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:42

66 identicon

http://www.baldurmcqueen.com/2008/1154-kostnaeur-vie-skrilinn

Svo ekki sé meira sagt...!

Dröfn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:07

67 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Kostnaður(skuldir) vegna vanhæfra pólitíkusa og gráðugra bissnesmanna...sennilega yfir 2000 milljarðar. Allt annað tjón bliknar í samanburðinum...nema líkamstjón.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.1.2009 kl. 20:09

68 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Tilfellið er, Helgi, að átökin milli þess hóps sem fjölmiðlar kalla ranglega "mótmælendur" og lögreglunnar að nóttu til, hafa ekkert með neina vitræna afstöðu til málefna samtímans að gera. Það má með nokkrum glannaskap segja að þarna sé saman komið fólk sem líður best illa, fær "kikk" út úr því að ögra ímyndum valdsins, hvort sem það eru foreldrar, kennarar eða löggan. Gunnar Th. er ansi harðorður, en ég er ansi hræddur um að hann sé að fitla við sannleikann í síðustu færslu sinni.

Flosi Kristjánsson, 22.1.2009 kl. 21:41

69 identicon

Gunnar, Bertha og fleiri:

Lesið nú amk það sem er skrifað áður en þið gagnrýnið það! Helgi er að fordæma ofbeldi, og fordæmir allt óþarft ofbeldi (þ.e. það sem ekki getur talist til sjálfsvarnar, sjá m.a. hér: http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/778125/), en lögreglan gerðist sek um óþarflega harða framgöngu og beitingu ofbeldis áður en það gat mögulega talist til neinnar tegundar sjálfsvarnar á fyrsta degi mótmæla, þann 20. jan! 

Jú, í gærkvöldi var lögregla beitt ofbeldi, og Helgi er alls ekkert að afsaka það, en bendir á að lögreglan er engu skárri eftir að hafa notast við ofbeldi löngu áður en þess var þörf, þrátt fyrir að eiga, og raunar fá borgað fyrir, að vita og kunna betur!

Garðar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:29

70 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Ofbeldi gegn lögreglunni á aldrei að líðast. Lögreglumenn hafa verið undir gífurlegu og næstum ómanneskjulegu álagi síðustu daga. Það EF einhverjir þeirra hafa misst stjórn á skapi sínu tel ég ekki mikið m.v. framkomu nokkurra mótmælenda. EN, málið er að lang flestir mótmælenda vilja mótmæla á friðsamlegan hátt og frábiðja sér, að þessir árársagjörnu einstaklingar sem ráðist hafa gegn lögreglu, mæti á staðinn.

Lang best væri að mótmælin færu eingöngu fram að degi til, kannski 2 klst í senn.  Þessi kvöld og nætur mótmæli kalla á að nokkrir óróaseggir mæti og geri allt vitlaust! Þannig að þeir sem vilja friðsamleg mótmæli ættu ekki að mæta á kvöldin og eða um nætur, nema þá að vera með appelsínugul friðartákn á/með sér og verja lögreglu ef sú staða kemur upp.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:09

71 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Það getur vel verið að táragas valdi DNA- skemmdum, enn múrsteinar geta líka valdið alvarlegum varanlegum skemmdum.

S. Lúther Gestsson, 23.1.2009 kl. 01:56

72 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvortveggja er afar alvarlegt gas og grjót, en því miður segja mínar heimildir að lögregluofbeldið hafi komið fyrst í gærkvöldi og hreinlega gert suma brjálaða úr reiði (sem er skýring en ekki réttlæting). Það er í samræmi við aðra hluta þessa tröppugangs og stigmögnunar sem ég hef séð.

- Lögreglan meisaði fólk fyrir meintar „móðganir“ og ljósmyndara fyrir að vera með myndavélar og ber fólk með kilfum fyrir að vera statt á punktinum þar sem vill til að að þeir ælta allt í einu að ryðjast yfir.

- Þetta hefur verið stigmögnun sem lögregla hefði getað stöðvað með meiri þolinmæði og fyrirhyggju, en í þess stað var hún látin gera sig að óvininum strax á fyrst klukkutíma mótmælanna á þriðjudaginn að kröfu Ara Edwald og Björns Bjarnasonar um „meiri hörku“ - meira lögregluofbeldi. - Það var ekki hægt að bæta í það nema af hendingu, - það var t.d. enginn að kasta nema snjóbotlum við Þinghúsið fyrstu klukkutímana á þriðjudaginn - svo kom mjólk sem notuð hafði verið til að skola augu sem lögregla hafði meisað og síðan jógúrt og svo frv ... - Ég hef yfirfarið myndir til að skoða það t.d. hvað er á stéttinni þar sem fangarnir eru. Það að meisa fólk að engu tilefni, handataka fólk af hendingu og berja þá sem urðu fyrir kilfunni var til að hlíða kalli yfirvaldsins um hörku og átti að reka alla heim, - og þetta var allt gert strax fyrsta og annan klukkutímann við upphaf mótmælanna þann 20. jan. - Þar með var þetta allt sprungið - en þá var bara bætt í hörku á hverju stigi sem aftur veldur enn meiri reiði og harðari viðbrögðum á móti og þá aftur hjá lögreglunni....

- Mótmælendur fara allir heim að lokum hverja nótt, svo þolinmæði og þrautsegja lögreglu friðar - t.d. var engin lögregla við Þjóðleikhúsið og þar gekk allt vel. - Að berja skalaust fólk með kilfum sem ekki gerir annað af sér en að mæta til mótmæla er glæpur engu minni en að kast grjóti - reyndar siðferðislega meiri þegar í hlut á lögreglan sjálf sem ætti að vera fyrirmynd en er svo að hlýða skipun um meira ofbeldi.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.1.2009 kl. 02:27

73 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég var stödd uppi í Grjótaþorpi ásamt sonum mínum þegar táragasinu var beitt umrædda nótt. Við vorum að labba Grjótagötuna niður í móti, vorum að skoða hús en ákváðum svo að kíkja aðeins á mótmælin.  Allt í einu kemur yfir okkur einhver ógeðsleg gufa og okkur sveið í nefið og augun og ætluðum alveg að kafna.  Við urðum að snúa við og hlaupa að bílnum og lokuðum fyrir allt loftstreymi inn í hann og keyrðum svo heim með tárin í augunum.

Mér og sonum mínum ofbauð!!!!   Við vorum ofarlega í Grjótagötunni þegar þetta átti sér stað og við hugsuðum til hryllings til þeirra sem lentu í sterkurstu gufunum á svæðinu.  Ég er sem dæmi með mikið lyktarofnæmi og mikið ofnæmi fyrir allskyns sterkum efnum, og ég var alveg að kafna og leið illa á leiðinni heim.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.1.2009 kl. 17:44

74 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Beftha: Mér þykir þú ekki sýna mikla persónutöfra með því að skíta út minningu Sveinbjörns heitins föður Georgs með þessum ómaklegu athugasemdum. Ég þekki engann sem ekki bar Sveinbirni góða söguna og þekki ég þó marga persónulega vini hans, samstarfsmenn og aðstandendur mjög vel. Ég vil benda þér á að manneskja sem kemur ekki fram undir fullu nafni og skítur út nöfn látinna einstaklinga heitir raggeit, heigull, lydda og skítbuxa í minni orðabók og þú ert slík.

Ég var viðstaddur þessi mótmæli og voru mótmælendur búnir að ná tökum á skrílnum sem stundaði grjótkast. Nú er bara að ná tökum á lögreglumönnum sem hlýða skipunum um að láta kylfurnar ganga á mótmælendum, úða og gasa fólk sem hefur ekki stundað ofbeldi.

Ég vona það innilega að sonur þinn beri betri innri mann en þú þar sem hann sinnir ábyrgðarstarfi í ÞJÓNUSTU ÞJÓÐARINNAR. Ég vona að hann hafi ekki hlotið þitt innræti í arf þar sem það er öruggt að ef þú værir vopnuð í framlínu mótmæla myndir þú skjóta saklausa borgara vegna þess að þú náðir þér í einhvern sand í vagínuna.

Sonur þinn á alla mína samúð fyrir að vera stillt upp af valdhöfum sem varðhundur spillingarinnar og niðurlægður af þeim með því að senda honum skipanir til þess að beita saklausa bræður sína og systur ofbeldi, sem og á hann samúð mína fyrir það að eiga móður sem er augljóslega andlega vanfær sálsjúkdómasjeik sem ætti að vera lokaður inni.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.1.2009 kl. 20:46

75 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Amen.

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 22:30

76 identicon

Já táragasið sem löggan fékk að nota á fólkið sem var á ísköldu svell. Og  já löggan hafði vit á að setja á sig gasgrímur , en hún sagði ekki neitt, fyrr en fáeinum sek. áður eða rétt áður en fólkið fékk að finna fyrir táragasinu og það á ísköldu svelli. Er íslenska löggan fasista lögga?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:32

77 Smámynd: Hlédís

Þorsteinn!  Það er von þú spyrjir!

Hlédís, 24.1.2009 kl. 11:37

78 identicon

Getur það verið að fjölmiðlar tali lítið sem ekkert við mótmælendur eða þeirra hlið að málinu? En ég verð að segja að málstaður löggunnar vantar aldrei.

Því þetta er orðið eins og með RUV sem talar lítið sem ekkert við mótmælendur, en alltaf hvað löggan, stjórnvöld og stjórnmálaflokkar segja, eða undir algjöri ritskoðun?  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:49

79 identicon

Og hvernig er MBL í dag (Föstudag 23 janúar )jú jú Löggan segir.. löggan segir, "Stefán segir.." "Stefán bætir við.." " Stefán Eiríksson lögreglustjóriori stýrði aðgerðum.." "Við höfum ákveðna þjálfun til verja okkur.." "Lögreglumenn standa sólahringsvaktir í mótmælum" og það vantar ekki neitt um málstað Lögreglu, en það er ekki talað við  mótmælendur og ekki hægt að finna neitt hvað þeir hafa segja. MBL hafði ekki fyir því tala við ein einasta mótmælenda nákvæmlega  EKKERT???

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:18

80 identicon

Fyrirgefið mér hér gott fólk , það er reyndar ein lítil og stutt lýsing eða sem er haft eftir eini konu sem var þarna. En það er allt of sumt eða einn vitnisburðu og fáeinar línur

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:34

81 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ætla ekki að blanda mér inn í þessa umræðu en þetta eru frábærar heimildir sem liggja í myndasöfnunum þínum.

Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 13:53

82 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hmmm.

Ég heyrði frá félögum mínum áðan að nokkrir grjótkastarana hafi verið þekktir nýnazistar...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.1.2009 kl. 16:26

83 Smámynd: Hlédís

Fékk  tvær ( mér ) nýjar löggu-horror sögur  frá 20. jan.  með kaffinu eftir fundinn.

Magnaður fundur! Spennt að sjá hvernig sjónv-fréttir verða!

Hlédís, 24.1.2009 kl. 18:25

84 identicon

Einar Valur

Ég hef ekkert frétt sem sem bendir til þess að þetta voru fyrrum nýnazistar þarna, nú auk þess kannast einginn við að hafa séð saur eða hvað þá að það sé hægt að sjá það á myndum. Ég veit hins vegar um marga reiða  mótmælendur sem voru fengu finna fyrir táragasinu. Hvað um það ætli það sé ekki hægt að fá lögguna til þess að standa þarna á ískjöldum svellinu án þess að hafa gasgrímu og gefa þeim fáeinar sekúntur (3 sekúntur) til þess að hlaupa á ísköldu svellinu eða eins og menn fengu að reyna og myndir sýna að sjálvirkum myndavélum.        

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:53

85 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég sagði ekkert um 'fyrrum'.

Ég heyrði þetta útundan mér frá félögum sem voru þarna í hópnum en ekki að stunda grjótkast að nokkrir einstaklingar sem þeir þekktu sem nýnazista voru þarna í hópnum að stunda slíkt. Hvað varðar kúkinn er ég alveg lens...

Hvað varðar táragasið þá var ég þarna og veit alveg hvernig það var.

Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu annars? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.1.2009 kl. 20:40

86 Smámynd: Hlédís

Þorsteinn!  Hafi verið þarna (ný-)nazistar, má ganga út frá að þeir hafi laumað sér inn til að skemma hluti og/eða slasa lögreglu í þeim tilgangi að koma sök á mótmælendur. 

Saur-sögur eru nú saklausar. Í hörðu áróðursstríði er komið af stað SV-o-o miklu verri sögum um vonda fólkið að ég kann ekki við að lýsa því!

Hlédís, 24.1.2009 kl. 22:40

87 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er langflottasta fréttabloggið þessa dagana.

Sigurður Þórðarson, 24.1.2009 kl. 23:11

88 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sammála Hlédís, það er um margt annað að kljást en sögur af skít, hann er allstaðar núna...við erum upp í háls í skít sem ákveðnir EINSTAKLINGAR hafa rutt yfir okkur....

Haraldur Davíðsson, 25.1.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband