Áköf útrás bankanna og hraður vöxtur var vilji Sjálfstæðisflokks

samson2.jpgSamson var eini hópurinn sem lagði mikla áherslu á útrás og vöxt í sínu tilboði, [...]. Fyrir vikið skoraði hópurinn hátt varðandi framtíðarsýn...“ segir á blaðsíðu 16 í Morgunblaðinu sl sunnudag.

Í prýðilega unnum fréttaskýringum Morgunblaðsins um söluna á Landsbanka og Búnaðarbanka sl. sunnudag og mánudag, kemur það skýrt fram að Samson var fært það til þeirra tekna sem réðu úrslitum við mat á tilboðum í Landsbankann að hafa mikinn hug til útrásar og vaxtar bankans og að sú stefna hafi fallið best að hugmyndum og vilja ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar sem að sölunni stóð. Fyrir vikið fékk Samson að kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum fyrir aðeins um 12 milljarða króna. - Hvað ætli ríkið þurfi nú að leggja í bankann bara fyrir endurstofnun íslenska hluta hans að glötuðu öllu lánstrausti og öllu erlendum eignum?

í þessu mati á tilboðsgjöfum í Landsbankann fólust skýr skilaboð og krafa ríkisvaldsins og Sjálfstæðisflokksins til kaupendanna að þeir myndu ráðast í harða útrás og öran vöxt. Einnig að við eftirfylgjandi sölu á Búnaðarbankanum væri tilboðsgjöfum vissast að hafa áþekkar hugmyndir ef þeir ættu að eiga möguleika til að hreppa hnossið.

Geir þarf því að biðjast afsökunar á fleiru en bara hugmyndinni um kjölfestufjárfesti í stað dreifðar eignaraðildar. Það var líka þeirra stefna, Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar hans, samkvæmt þessu að sá fengi bankana sem hefði stórbrotnastar hugmyndir um útrás þeirra og öran vöxt.

samson3.jpg

samson1_819061.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég heyrði orðið stjórnmálatrúarbragðafræði fyrir nokkrum árum og það tónar vel við það sem þú skrifar hér.

Vöxtur bankanna og útrás var öllum stjórnmálaflokkunum þóknanleg nema hugsanlega VG. Ramminn að útrásinni og ábyrgð okkar var settur með ESS samningum. Aðalhvatamaður og ábyrgðarmaður þess samnings var Jón Baldvin Hannibalsson. Varaformaður stjórnar Seðlabankans var sami maður og var formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins og kom einnig að ESS samningsgerðinni. Einn af okkar virtari hagspekingum. Hef nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann sé ekki í Sjálfstæðisflokknum. Einn stjórnmálaflokkur er sagður nátengdur þeim sem fóru hvað mest geyst í þessari útrás, Baugsarminum, hefur ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera. Loks er það bankamálaráðherrann sem kemur að bankahruninu, og hann kemur frá..... jú Samfylkingunni. Það er sama hvað reynt er að hlaupast undan ábyrð með því að benda á aðra, hún eltir  ykkur samt.  

Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2009 kl. 07:54

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sigurður, Baugsmenn eiga allir sögu af virku starfi í Sjálfstæðisflokknum og fóru ekkert dult með það að þeir væru og eru flokksbundnir Sjálfstæðisflokksmenn. Aðdróttanir um annað gagnvart Samfylkinguni er  ekkert nema raka- og gangalaus tilbúningur til að dylja þess staðreynd.

Um EES er komið í ljós að við slepptum því að setja bönkunum allskyns skilyrði og takmarkanir sem aðrar þjóðir í EES gerðu og samningurinn heimilar sérstaklega.  - Jafnvel Bretar töldu sig ekki hafa efni á að ábyrgjast innlán íbúa annarra landa og bönnuðu því sínum bönkum að taka við innlánum annarra en breskra borgara með bresk lögheimili. Það varð hinsvegar eitt sóknarfæra Íslendinga vegna þessara takmarakanna á sóknarmöguleikum banka EES-landsins Bretlands að þjónusta Breta búsetta utan Bretlands, - því hér gilti aðeins það að setja engar takmarkanir sem við værum ekki skildug til að setja, þegar ýmsir aðrir settu allar hömlur sem mátti setja.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.3.2009 kl. 12:41

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég skil að þú eigir erfitt með að taka á mjög alvarlegum og gagnrýnisverðum vinnubrögðum Samfylkingarfólks varðandi bankahrunið.

1. Jón Baldvin Hannibalsson hefur margoft eignað sér og sýnum stuðningsmönnum ESS samninginn. Ágallar í þeim samningi hefur verið okkur afar dýrkeyptur. Hvar er afsökunarbeiðnin?

2. Jón Sigurðsson  og aðalgúrú Samfylkingarinnar í efnahagsmálum, var formaður Fjármálaeftirlitsins og varaformaður stjórnar Seðlabankans. Ég minnist ekki að þú hafir beitt þér fyrir að hann segði persónulega af sér, eða bæði þjóðina afsökunar.´

3. Bankamálaráðherrann Björgvin Sigurðsson stóð vaktina þegar bankahrunið varð. Hvenær baðst hann afsökunar? Leiðir hann ekki lista Samfylkingarinnar í Suðurlandskjördæmi? Hvar er afsökunarbeiðnin og hvar er auðmýktin?

4. Jóhanna er eins og Björgvin í 1 sætti Samfylkingarinnar í Reykjavík, komin úr ríkisstjórn sem var á vaktinni þegar samfélagið fór á hausinn. Hvar er afsökunarbeiðnin? Hvar er auðmýktin? Er það aðeins innan Sjálfstæðisflokksins sem fyrrum ráðherrar eru settir niður, og ekki látnir leiða lista?

 5. Ingibjörg Sólrún ætlaði sér að leiða annan listann í Reykjavík á móti Jóhönnu. Hvað bloggði flokksnúðurinn Helgi Jóhann um málið? Að vísu kröfðust nógu margir samflokksmenn þínir að Ingibjörg segði af sér, en ekki þú? Útskýrðu undirlægjuháttinn fyrir okkur.

6. Það kom skýrt fram hjá Baugsmönnum að þeir sem fyrrum Sjálfstæðismenn gætu ekki stutt flokkinn með svona mikla andstöðu við athafnir þeirra og því leituðu þeir til Samfylkingarinnar sem tók þeim fagnandi. Er eitthvað óþægilegt fyrir ykkur að viðurkenna samveruna og viðskiptin?

Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2009 kl. 17:55

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll aftur Sigurður takk fyrir efnismikil innlegg.

Í síðustu kosningum skoraði Jóhannes í Bónus á samflokksmenn sína í Sjálfstæðisflokknum að strika Björn Bjarnason út. - Það er ekki hægt að strika neinn út á lista nema jafnframt að kjósa þann lista og yfirlýstur tilgangur Jóhannesar var að skora á menn sem annars gætu ekki kosið Sjálfstæðisflokk að gera það með þessum hætti. - Það hefur því aldrei breyst að þessir menn eru og voru allir flokksbundnir Sjálfstæðisflokksmenn og fast bundnir Sjálfstæðisflokknum - bara ekki Davíð Oddssyni.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.3.2009 kl. 19:31

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Helgi

Það hefur komið fram að Jóhannes kaus Sjálfstæðisflokkinn, en aðrir ekki. Framganga Samfylkingarinnar í fjölmiðlafrumvarpinu varð m.a. annars til sterkrar stöðu á fjölmiðlamarkaði sem aldeilis hefur síðar komið í ljós að var óheppileg fyrir íslenskt samfélag.

Framganga nokkurra forystumanna Samfylkingarinnar er verulega ámælisverð. Það hefur ekkert með það að gera að ég get talið þetta hið besta fólk.

Lýðræðið veikist ef stuðningsaðilar flokkanna styður sitt lið, gagnrýnislaust, og sér bara veilurnar og mistökin hjá hinum flokkunum.

Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2009 kl. 20:33

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það sem einkennir íslenskan fjölmiðlamarkað öðru fremur og stóð aldrei til að taka með neinum hætti á er að Sjálfstæðisflokksmenn ráða honum öllum. Morgunblaðið, DV, Skjár einn, 24stundir, Rúv eða Baugsmiðlar allt eru það Sjálfstæðisflokksmenn sem eru þar í æðstu stöðum, forstjórar, ritsjórar, sjónvarpsstjórar og fréttastjórar og fara með eignarhald yfir þeim.

Ari Edvald, Þorsteinn Pálsson og Baugsfeðgar eru t.d. allt flokksbundnir Sjálfstæðisflokksmenn og hafa verið það alla sína follorðinstíð.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.3.2009 kl. 04:38

7 identicon

Hannes Hólmsteinn um útrásina í september 2007:

"Mig óraði ekki fyrir því að síðan með því að einkavæða bankana þá myndum við skyndilega fá nýja kynslóð ungra

sprækra manna sem hafa gerbreytt Íslandi ... hugsið ykkur að bankakerfið hefur á milli sjö og tífaldast á þessum

fjórum fimm árum og hugsaðu þér hvað það væri nú gaman ef við bara héldum áfram og gæfum í..."

http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs

Hefur Hannes beðist afsökunar?

Mér finnst að Sigurður Þorsteinsson ætti að biðjast afsökunar á bullinu í sér.

Hannes Kjartan (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 00:27

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk Hannes, Hannes er tær snilld, svona eins og Davíð. Það má hlæja sig máttlausan af gullkornunum þeirra.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.3.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband