Hver á að borga? Þeir sem eiga eða þeir sem ekkert eiga?

Mynd 2009 01 24 16 07 49Ljóst er að við höfum orðið fyrir afar miklu fjárhagslegu áfalli og miklum skaða. Með einhverjum hætti verður í senn að draga úr tekjutapi ríkisins og afla fjár fyrir tjóninu og afborgunum lána. Ljóst er einnig að óhjákvæmilegur er niðurskurður í útgjöldum ríkisins. Eftir sem áður til að halda uppi  velferðarsamfélagi við þessar erfiðu aðstæður verður að sækja einhverstaðar fé. - Ljóst er að þeir sem voru fyrir á mörkum þess að geta framfleytt sér þurftu ekki mikið til að lenda undir þeim mörkum - þar sem þeir eru nú, einnig að þeir eiga nú síður til annarra að sækja sem sjálfir hafa minna en áður.

Sjálfstæðismenn fagna gengishruni krónunnar og lýsa því sem mikilvægu skrefi til bjargar atvinnulífinu sem evran hefði ekki leyft. Gengishrunið merkir þó aðeins að (raun-)laun eru lækkuð og kostnaður heimilanna aukinn. Álagið var flutt frá atvinnugreinum yfir á allan almenning án neinna samninga eða sáttar þar um. 

- Sjálfstæðisflokkur vill ekki að skattar séu auknir á þá tekjuhæstu og þá sem lifðu á fjarmagnstekjum og þurftu nær enga skatta að borga undir þeirra stjórn, og þá sem eru nú og á hverjum tíma að fá mestar tekjur í sinn hlut. Það merkir aðeins að Sjálfstæðisflokkurinn vill enn að allur almenningur og þeir sem ekkert eiga beri óskipt tekjutap ríkisins og skuldir þess. 

Stóra spurningin nú er því sú hvort við, íslenska þjóðin, viljum að þeir sem mest eiga leggi aukalega að mörkum vegna þess mikla tjóns sem þeir og Sjálfstæðisflokkurinn hefur skapað okkur eða hvort enn eigi að hlífa þeim en allur almenningur að bera byrðarnar óskiptar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Það er ástæða til að fagna gengishruninu.    Krónan var allt, allt of sterk og það var að ganga frá útflutningsfyrirtækjunum.  Fall krónunnar dregur úr innflutningi og eflir stöðu íslenskra framleiðslufyrirtækja, hækkar verð á innfluttum varningi og neyðir fólk til að spara...mér finnst það fagnaðarefni.

Púkinn, 27.3.2009 kl. 19:45

2 identicon

svo þú ert sammála vinstri grænum að setja eignaskatt sem bitnar bara á gömlu fólki sem á sínar eignir skuldlausar, gott ráð eða hitt svo heldur

h (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Púki, það er nákvæmlega það sem helmings lækkun á launum myndi líka gera. Gengisfelling er bara það flutningur á fé frá almenningi til atvinnuveganna. - Í siðuðum löndum er samið um slíkt.

Á sama tíma og norksa krónan sem dugað hefur sjávarútvegi Noregs vel í 100 ár, hefur haldist nokkurnvegin jafngild og danska krónan, þá hefur sú íslenska fallið niður í að vera aðeins 1/2000 af því sem hún var þegar hún áður þar til um 1930 var jafn gild þeim dönsku og norsku og sænsku.

H, ég hef engann áhuga á neinum sköttum, helst vildi ég að þeir væru algerlega óþarfir, síst vil ég að teki sé frá þeim sem ekki eiga nóg og ekki hafa nægar tekjur til að lifa af. Af hinum sem eiga nóg og hafa miklar tekjur verður að taka fyrst ef þarf fé til sameiginlegara þarfa samfélagsins. - Síðast þeim sem skortir og ekki hafa góðar tekjur.
- Hvernig þú finnur út að það sé gamalt fólk sem bæði á meira en nóg og hefur mestar tekjur verður þú að eiga við þig. - Hinsvegar ef einhverjir gamlir eiga bæði meira en nóg og hafa meiri tekjur en aðrir eiga þeir ekkert að vera undanskyldir hærri sköttum ef þess er þörf.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.3.2009 kl. 01:36

4 Smámynd: Liberal

Þeir sem eiga mest borga nú þegar mest, það kallast flöt skattprósenta. Sá sem er með 500þ á mánuði borgar mun meira til samfélagsins en sá sem er með 250þ.

Það sem VG vill er hrein og klár eignaupptaka hjá þeim sem eiga og endurúthlutun til þeirra sem ekki eiga.

Eignaskatturinn sem þú vilt endilega setja á (sýnist mér) mun fyrst og fremst koma gömlu fólki á vonarvöl. Ef þú hefur greitt niður húsnæðislán þitt á 25 árum og átt í dag 30 milljón króna íbúð, þá vill Steingrímur rukka þig um 600þ á ári í eignaskatt (2%). Það þýðir að þú þarft að borga, í hverjum mánuði, 50þ rukkun sem Steingrímur ætlar að senda þér.

Kannski ert þú svo vel settur að þig munar ekkert um þetta, en flest eldra fólk sem ég þekki... flestir einstaklingar sem ég þekki... ráða ekki við að fá 50þ króna reikning í hausinn í hverjum mánuði.

Gamla fólkið neyðist því til að selja íbúðina sína, því það er stór munur á milli þess að eiga eignir og eiga lausafé, nokkuð sem þið vinstrimenn hreinlega virðist aldrei skilja.

Þannig að þú skalt bara styðja tillögur sem munu koma eldri borgurum þessa lands út á guð og gaddinn, kannski viltu nota þennan eignaskatt til að byggja elliheimili sem geta tekið við fólkinu sem Steingrímur vísar út á götu með skattlagningunni.

Góð hugmynd hjá ykkur... setja skatt á fólk sem er sjálfu sér nægt, þannig að það missi húsnæðið og nota skattinn til að byggja yfir það stofnun. Klassísk vinstrimannahugsun. Hægrimaðurinn myndi hins vegar hugsa, "látum gamla fólkið bara í friði, leyfum því að halda húsinu".

Liberal, 28.3.2009 kl. 11:35

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það hefur kannski aldrei verið ljósara en nú að samfélgið sjálft leggur til mest við verðmætasköpun einstaklinganna, - án samfélags eru enginn auður. Þegar samfélgið raskast þverr öll auðssköpun. Samfélgið leggur bjargir og aðstæður til sérhverrar auðsköpunar einstaklinganna. Enginn er neitt al-einn.

Prósentuskattur er aðeins réttmætur hlutur samfélagsins í auðsköpun einstaklinganna til að áfram verði aðstæður til auðsköpunar. - Um tíma gaf Sjálfstæðisflokkurinn þeim auðugustu sem mestar auð-tekjur höfðu (tekjur af auði) sérstakann og alltof mikinn afslátt á að þeir greiddu samfélginu sinn hlut, bæði með niðurfellingu skatta af fjármagnstekjum og arðgreiðslum sem og niðurfellingu fyrirtækaskatta. - Auðvitað kveinka þeir sem eiga miklar eignir og hafa miklar tekjur er sér undan sköttum, en ef þeir vilja ekki að þeir borgi sem eiga miklar eignir og hafa miklar tekjur eru þeir að vísa útgjöldunum Íslands á þá sem ekki eiga og ekki fá.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.3.2009 kl. 17:39

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála hún er að koma vel út. Leynir á sér konan.

hilmar jónsson, 29.3.2009 kl. 21:59

7 Smámynd: hilmar  jónsson

sorrý kommentið fyrir ofan átti að koma við færsluna sem er á undan þessari

hilmar jónsson, 29.3.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband