Skil ekki umkvörtunarefni aðstandenda komu Dalai Lama

Mynd 2009 06 02 14 0#24F863Satt að segja hef ég verið svolítið undrandi og átt erfitt með að fóta mig um afstöðu til umkvörtunarefnis aðstandenda komu Dalai Lama hingað þ.e. að æðstu stjórnvöld hitti hann ekki öll. Ég held vart að hann kvarti sjálfur enda sýnd mikil virðing bæði af stjórnvöldum þingi og þjóð, og sjálfur veitir hann ekki viðtöl, smá eða stór nema með margra mánaða fyrirvara. Þá hefur hann ekki sjálfur óskað sérstaklega fyrirfram eftir viðtölum við ráðamenn við komu sína hingað.

Þó var vitað fyrir allnokkru að forseti alþingis og utanríkismálanefnd þingsins biði honum til heimsóknar í alþingishúsið við einkaheimsókn hans til landsins. Einnig kom í ljós að a.m.k. tveir ráðherrar (Árni Páll og Svandís Svavarsd.) sóttu samkomu í Hallgrímskirkju sem biskup Íslands bauð Dalai Lama til. Það var einnig fljótt ljóst að Ögmundur Jónsson, Katrín Júlíusdóttir og Björgvin Sigurðsson ásamt Birgittu Jónsdóttur hitta Dalai Lama sérstaklega.

Mynd 2009 06 02 15 12 24EN samt kvörtuðu íslenskir aðstandendur komu hans opinberlega yfir því að enn æðri stjórnvöld hittu hann ekki. Vart er þá öðrum til að dreifa æðri þeim sem hittu hann en forsetanum, sem eins og venja er til er á Smáþjóðaleikunum á Krít, utanríkisráðherra er á Möltu og forsætisráðherra var úti á landi í gær og í samtöðusamningum með aðilum vinnumarkaðarins í dag. 

Komið hefur fram að ætlast er til að ráðamenn óski eftir fundi með Dalai Lama en ekki að hann biðji þá um fund með sér. Þannig hafa þeir sem þegar hafa hitt hann allir átt frumkvæði að því og þeirri virðingu sem þeir þannig hafa sýnt honum og þjóð hans.

Þessu skítur þó skökku við þegar leitað er viðtala við Dalai Lama sjálfan.

Eftir ítrekaðar óskir til aðstandenda komu DL hingað um að fá að hitta hann til að spyrja hann einnar spurningar fyrir heimildamynd sem verið er að safna efni í og til vara að taka af honum ljósmyndir, fékkst loks svar, og það var á þá leið að allar óskir um viðtöl við Dalai Lama smá eða stór þyrftu að fara í gegnum „Lundúnaskrifstofuna“ með margra mánaða fyrirvara. Einnig að aðeins ljósmyndarar helstu fjölmiðla fengju 45 sekúndur til að taka af honum myndir við upphaf fyrirlestursins í Laugardalshöll. Ekkert var minnst á blaðamannafundinn eða önnur tækifæri til að ná myndum eða hitta hann líklega vegna þess hve stíft það var allt skipulagt fyrirfram.

Þ.e. Þeir sömu aðilar og kvarta yfir að forsetinn snúi ekki fyrirvaralaust frá Krít og utanríkisráðherra frá Möltu og forsætisráðherra hendi frá sér sínum verkum,  vinna sjálfir eftir stífri dagskrá sem aðeins Lundúnaskrifstofan getur hnikað ögn til með margra mánaða fyrirvara.


mbl.is Óljósar fregnir af sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Og sama mætti segja um þá sem blása það út að kínverjar skuli mótmæla því að leiðtoginn hafi hitt ráðamenn.  Það er vitað að kínverjar gera það í hvert einasta skipti - nánast formsatriði.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.6.2009 kl. 08:36

2 identicon

Þetta er þroskalaust snobb í kringum karl í teppi

DoctorE (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég held að bæði Dalai Lama, Tíbetar og forn menning þeirra eigi ríkt erindi við umheiminn eins og öll tilbrigði menningar okkar sem boða kærleika og umburðalyndi og ráða yfir aðferðum til að iðka kærleika og umburðlyndi.

Það fylgir þó með í pakkanum eins og allstaðar þar sem menn hafa átt samfélga saman að þar er ekki endileg allt til eftirbreytni eða til þess fallið að halda í þegar önnur úrræði bjóðast.

Tíbetar eins og Kínverjar einnig geta líka lært af okkur. Egill Helgason hefur nýlega bent á ríka hefð í allri austulenskri menningu til lagskiptingar, þeirra æðri og þeirra óæðri og margra laga þar á milli, og það virðingaleysi sem sú hefð kallar svo yfir fólkið sem vinnur verkin fyrir okkur. - Það geti reynst framtíðinni hættulegt.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.6.2009 kl. 11:53

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Með fullri virðingu fyrir þessum ágæta manni get ég ekki alveg skilið hvers vegna stjórnvöld ættu að hitta hann sérstaklega. Þetta var einkaheimsókn skilst mér. Boðskapurinn á, eins og þú segir, erindi til okkar. En það er búið að gera ansi mikið úr þessu máli.

Finnur Bárðarson, 3.6.2009 kl. 15:37

5 identicon

Helgi þegar Lamar réðu ríkjum í Tíbet þá var sko ekkert um kærleika né skilning á einu né neinu nema þörfum munka.
Þarna var helvíti á jörðu... hvað eru menn að spá hér með kærleika og lærdóm.... well lærdómurinn er að klerkaveldi og eða einræði er eitthvað sem allur heimurinn ætti að forðast, thats the lesson.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 20:28

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll DoctorE, það er það sem ég á við þegar ég segi að ekki sé endilega allt til eftirbreytni úr menningu (og sögu) Tíbet. Ég held þó að öll menning, þekking og trúarbrögð hafi mikilvæga þætti fram að færa, og menning Tíbet er í senn svo óvenjuleg og einangruð að þar var eins og einnig í eingrun Íslands vistaður menningalegur fjársjóður, sem ekki var til annarsstaðar.

Það er mjög sorglegur þáttur í sögu heimsmenningarinnar hvernig Kínverjar síðan brenndu klaustur og bókasöfn Tíbeta sem geymdu ómetnanlega sögu, forna speki og mynjar.  Það hafði reyndar oft gerst áður á ýmsum stöðum í mannkynssögunni að ný herraþjóð brenndi mynjarnar um þá menningu sem var fyrir, það gerir þeta þó aðeins enn sorglegra.

Dalai Lama hefur svo sérstaklega ræktað og nært þá grunnþætti í trúarbrögðum og menningu Tíbeta sem leggja áherslu á kærleika, virðingu fyrir lífinu og umburðarlyndi. Hann á mikinn heiður fyrir það.

Öll forn speki sem grundvallast á kærleika og umburðalyndi hefur gengið í gegnum lengri og skemmri tímabil, líklega þó oftast lengri þar sem siðir og venjur setjast að í stað innri kærleika og umburðlyndis sem upphaflega var kenndur. Dalai Lama hefur tekist að endurvekja þennan kjarna í hinni Budhisku leið Tíbeta, og tjáir hann sjálfur með framgöngu sinni.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.6.2009 kl. 21:06

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvenær réðu lamar í tíbet ? kínverjar hertóku landið fyrir 700 árum og hafa stjórnað því meira og minna síðan... keisarar og kommar..

Óskar Þorkelsson, 3.6.2009 kl. 22:18

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Man einhver gagnrýnina á ríkisstjórnina fyrir nokkrum árum þegar nokkrir Kínverjar stunduðu leikfimi á umferðareyjum um allan bæ, við Tjörnina í Reykjavík og á Arnarhól!

Þá var smjaðrið við Kínverja í algjöru hámarki hjá sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum og sá eini sem stóð í fæturna var Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og borgarfulltrúi!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.6.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband