Langsamlega flest ágreiningsmál eru leyst með samningum

img 2009 06 15 15 33 46Engir vita það betur en lögmenn að langsamlega flest ágreiningsmál manna eru leyst með samningum. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að hæstaréttardómari, sem sjálfur kveðst ekki vita hver réttarstaða okkar er, skuli rita blaðagrein og hvetja til að fara dómstólaleið fremur en að semja um Icesave.

Jafnvel dómurum ber að kanna möguleika á sáttum milli aðila. En það er megin hlutverk lögmanna að gera samninga og gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna við samningsgerð, og meta með skjólstæðingum sínum ávinninginn af eftirgjöf og mögulegri samningsniðurstöðu á móti annarsvegar kostnaði og ávinningi af sigri fyrir dómi og svo kostnaðinn af hreinum ósigri.

img 2009 06 08 15 11 47Hver yrði samningsstaðan eftir að hafa hafnað samningi og tapa svo árum seinna dómsmálinu? - Og hver yrði staðan þann tíma sem málarekstur tæki?  Yrði jafnvel sigur of dýru verði keyptur?

Ef líkur eru á svo dýrum ósigri að hann myndi næsta örugglega ríða fjárhag okkar að fullu eru allir samningar sem gera málið viðráðanlegt mikill ávinningur.  - Lykilatriði er þó að samningurinn geri málið viðráðanlegt.

Sjálfur er ég engu vissari en Jón Steinar kveðst vera um hver réttarstaða okkar er varðandi Icesave. Ég veit ekki hvað réttast er að gera.

img 2009 06 08 15 12 07Ég hef tekið mér þá stöðu að vilja aðeins fá upplýsandi, skynsamlega og öfgalausa umfjöllun um málið. 

Málflutning þeirra sem augljóslega hafa annan tilgang en að finna bestu niðurstöðu í málinu sjálfu verður að víkja til hliðar.

Eða eins og Lára Hanna segir í nýjustu grein sinni [hér]:

„Ég hef lært, ef ekki á langri ævi þá að minnsta kosti í ölduróti vetrarins, að spyrja sjálfa mig ævinlega: Hver segir hvað? Af hvaða hvötum? Í þágu hvaða hagsmuna? Í umboði hvaða stjórnmálaafla? Það hefur reynst mér nokkuð vel í tilraunum mínum til að skilja hina ómálefnalegu og þröngsýnu umræðu sem einkennist af... jú, einmitt... orðheingilshætti og titlíngaskít.“ 


Mikilvægir tenglar um málið:

Lára Hanna greinir hér frá heimsókn hennar með Herði Torfasyni til fjármálaráðherra sem sýndi þeim gögn um um trúnaðarkröfu Breta og Hollendinga hér.

Gauti B Eggertsson
um sérkennilegan skilning laga tveggja pólitískra lögmanna hér.

Embættismenn skýra samninginn, forsendur og ákvæði hans hér (tenglar á gögn eru þarna á vinstri spásíu).

Guðmundur Hálfdánar­son „Segir Íslendinga sjálfa hafa skert fullveldið“ sjá hér


mbl.is Skylda ráðamanna að láta dómstóla fjalla um Icesave, segir hæstaréttardómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já það er búið að gera nógu margar vitleysur í tíð fyrri ríkisstjórna og sjálfsagt  ekki allt auðvelt nú en þess meira tilefni til að vanda sig og sýna staðfestu.

Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 09:17

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Sigurður, takk fyrir innleggið.

Ég er algerlega sammála því að það er mjög mikilvægt að staldra hér við og ég hreinlega veit ekki hvort við ættum að neita að staðfesta samninginn eða ekki. 

Ég er að aðstoða ungan fjölskyldumann sem fékk á sig 100 þúsund króna kröfu frá lögfræðingi sem ég er sammála honum um að er í meira lagi vafasöm (án þess að vera löglærður). Kostnaðarkrafa lögfræðingsins er 200 þúsund krónur. Ég tel 90% líkur á að dómari myndi sýkna unga manninn af kröfunni og dæma honum málskostnað úr hendi stefnanda - en bara við óvissuna eina hugsar ungi maðurinn sig nú alvarlag um að taka dómssátt um að greiða kröfuna en sleppa við kostnaðinn.

Þ.e. hvort það sé e.t.v. betra að sleppa með óréttláta 100 þúsund króna sátt en að taka 10% séns á að sitja uppi með 300 - 400 þúsund króna dóm.

Það að við tryggðum okkar innlendu sparifjáreigendur að fullu og alla innlánsreikninga þeirra getur hreinlega kostað okkur að sitja uppi með reikninginn fyrir allan Icesave-pakkann en ekki bara 20.000 evru trygginguna ef við fyndum dómsstól til að fara með málið.

- En ég hreinlega veit ekki hvað rétt er að gera. Ég veit t.d. ekki hve haldgóður fyrirvarinn um upptöku samningsins er, en það skiptir t.d. miklu máli.

- Þetta verður að vera viðráðanlegt annars er það til lítils.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.6.2009 kl. 16:08

3 identicon

Helgi:

1) Kröfur Breta og Hollendinga byggja ekki á tryggingunni heldur á meintri ríkisábyrgð á Innstæðutryggingasjóði sem engin fótur virðist vera fyrir, sama hvernig málinu er snúið.

2) Tryggingin á innlendum innistæðum var einungis í krónum þannig að ef það verða gerðar kröfur vegna hennar og ríkið dæmt til að greiða þær getur það í versta falli orðið skuld í krónum sem miklu minna mál heldur en skuld í pundum og evrum.

Annars er aðalatriðið hérna að þetta er ekki spurning um að annað hvort samþykkja hvað samning sem er eða þverneita að borga. Við þurfum að hafna þessum samningi, sýna að við séum tilbúin að fara í hart ef það er nauðsynlegt og gera svo samning sem Bretar og Hollendingar geta sætt sig við en stefnir ekki framtíðarhag Íslands í hættu, t.d með greiðsluþaki sem miðast við útflutningstekjur.

Þetta er vel hægt. Ef Bretar eða aðrir grípa til innheimtuaðgerða þá ratar málið fyrir dómstóla með einum eða öðrum hætti. Bretar, Hollendingar og ESB vilja ekki láta dómstól úrskurða í málinu og því verður gerður þolanlegur samningur. Við þurfum bara að sýna að við þorum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:52

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Eins og ég segi Hans þá veit ég ekki hvað er rétt, Gauti B Eggertsson rýnir í texta EES-tilskipunarinnar og niðurstaða hans er eftirfarandi á bloggi hans:

„... En mér sýnist allar þjóðir Evrópusambandsins, sem og okkar helsta vinaþjóð Normenn, hafa komist að þeirri niðurstöðu að okkur ber lagaleg skylda til að ábyrgjast 20.000 evru á hvern innlánsreikning Landsbankans í Hollandi og Bretlandi.

Þessi skilningur laganna er byggður á tilskipun ESB frá 1999 sem hægt er að lesa hér
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX:31994L0019:EN:HTML

Ég skil ekki lögfræðilegu rökin gegn greiðslu. Oftast er vísað til greina eftir Stefán Má Stefánsson og Lárus Blöndal. Ég var rétt í þessu að lesa nokkrar þessara greina.

En eftir lesturinn verð ég að játa að ég er litlu nær. Málefnalega athugasemdir væru vel þegnar í athugasemdum, því ég er að reyna að skilja þetta mál. Mér sýnist kjarni málflutnings þeirra vera eftirfarandi (tilvitnun tekin úr grein þeirra í Morgnunblaðinu 28 Janúar):

"Í 25. málsgrein aðfararorða tilskipunarinnar kemur fram að aðildarríkin geti ekki orðið ábyrg gagnvart innistæðueigendum ef þau hafa komið upp tryggingarkerfi í samræmi við tilskipunina eins og við gerðum hér á Íslandi á árinu 1999 og óumdeilt er." 
  
Ég hef lesið tilskipunina og hlekkjaði hana inn hér fyrir ofan. Tuttugasta og fimmta málsgreinin hljóðar svo:

"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized."

Eins og ég skil þessa lagagrein, í samhengi textans, segir hún að öllum aðildarríkjum sé skilt að tryggja 20.000 evrur per reikning en ekkert umfram það. Mér sýnist tilgangur þessarar málsgreinar vera að taka skýrt fram að ríkinu sé ekki skylta að borga meira en nemur 20.000. Lykilinn eru auðvitað 'and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized'

Minn skilningur er að orðin 'and ensuring the compensation'

Skilningur íslensku lögmannanna er að ríkið sé bara skuldbundið til að stofna Tryggingasjóð Innlánseigenda. En afhverju segja þá lögin 'ensuring the compensation', þ.e. 'tryggja greiðslur'?

Ég myndi vilja sjá miklu betri og ítarlegri rök frá þeim íslensku lögfræðingum sem halda þessum málstaði á lofti. “
þýði að ríkið sé skuldbundið til að greiða.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.6.2009 kl. 02:16

5 identicon

Það er óumdeilt að tilgangur tilskipunarinnar er að tryggja innistæður upp að 20.887 evrum að lágmarki.

Í þeim tilgangi mælir hún fyrir um ákveðnar ráðstafanir en ríkisábyrgð er ekki þar á meðal. Íslenska ríkið gerði þær ráðstafanir sem stjórnvöld töldu sér skylt og eftirlitsstofnun EFTA taldi ráðstafanirnar fullnægjandi.

Nú hefur sú staða komið upp að bankakerfið allt hrundi og þær ráðstafanir sem gerðar voru, skv. tilskipuninni, til að tryggja innistæður dugðu ekki til.

Þá vilja menn meina að það verði til ríkisábyrgð fyrir eitthvað lagalegt kraftaverk. Þau rök ganga ekki upp sama hvernig málinu er snúið. Ríki verða ekki ábyrg ef lög duga ekki til þess að ná markmiði sínu.

Í þessu samhengi er rétt að benda á að eina leiðin til þess að sjóðurinn hefði getað verið gjaldfær um allt það fé sem hann var ábyrgur fyrir í allsherjar bankahruni er ef að það hefði allt verið í honum fyrirfram. Ef að bankar þurfa að leggja u.þ.b 1/2 af öllum sparifjárinnistæðum í tryggingasjóð þá er ekki hægt að stunda hefðbundna bankastarfsemi og það er klárlega ekki ætlunin með tilskipuninni að banna venjulega bankastarfsemi.

Annars er grein Gauta í alla staði mjög furðuleg - sérstaklega hlutinn þar sem hann dregur FDIC inn í málið og ályktar - óskiljanlega - að úr því að sú stofnun á að þjóna sama markmiði og innistæðutryggingasjóðir á EES þá hljóti sömu reglur að gilda um bæði EES innistæðutryggingar og FDIC, jafnvel þótt að tryggingakerfin séu gjörólík!

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 04:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband