Skammarleg framkoma? - en ef við snérum þessu við?

Hvernig virðum við fólk, líf og manneskjur? Afhverju er það skammarlegt að „ónáða“ og „trufla“ efnað, vel menntað, valdamikið og vandlega tengt fullorðið fólk en ekki að slík manneskja hendi lífi 19 ára umkomulauss unglings á haugana?

Dögg Pálsdóttir fv þingmaður og hæstaréttarlögmaður segir það „skammarlega framkomu“ að hróp skyldu gerð að „mannréttindaráðherra“ sem átti að halda ræðu á ráðstefnu um mannréttindamál í kjölfar ómannúðlegrar meðferðar hennar á 19 ára ungling og fleirum.

Miklu fleiri virðast tilbúnir til að fordæma orð og „ónæði“ og „truflun“ sem ráðherra verður fyrir en að sá ráðherra hendi lífi fólks, jafnvel einstæðs unglings á haugana eins og hverju öðru rusli.

Ekkert við Dyflinnarsamkomulagið margumrædda skyldar ráðherra til að senda hælisleitanda til fyrsta viðkomulands Shengen — nema hann ætli annars að senda hælsleitandann án málsmeðferðar til heimlandsins sem hann flúði. Reyndar kveður Dyflinnarsamkomulagið  á um að ekki eigi að nýta þessa heimild ef lengri tími en 3 mánuðir líða án afgreiðslu, í tilviki Noors er miklu lengra um liðið.

Noor í stað Rögnu og öfugt

Ef við nú snérum þessu við, settum framkomuna við Noor í stað Rögnu og öfugt, myndi yfirstéttin á Íslandi telja það skammarlegri framkomu gagnvart Noor hinum 19 ára Íraka sem vart hefur fengið að njóta neins friðhelgis heimilis eða einklífs frá hendi íslenskra stjórnvalda, ef hann nú yrði fyrir „ónæði“ heima hjá sér af fólki utandyra og hann yrði „ónáðaður“ á ráðstefnu, væri það þá skammarlegra að mati fína fólksins en ef við tækjum Rögnu mannréttindaráðherra fyrirvarlaust og flyttum Rögnu síma- og peningalausa til Grikklands og án alls þar sem við vissum að hún yrði uppá stjórnvöld komin sem þó útveguðu aðeins 300 svefnpláss fyrir 50.000 manns sem væru í sömu stöðu og hún. Við vissum svo líka að hún fengi tveggja kosta völ annaðhvort að sitja áfram í fangelsi á flugvellinum í Aþenu svo fullu að þar væri hvergi pláss til að leggjast,  eða vera sleppt allslausri á staðnum rétt kominn í ókunnugt landi auralaus, vegalaus, skilríkjalaus og eiga í engin hús að leita og ekkert skjól að hafa ein á vergangi?

Ragna ætti að fara þetta ferli sjálf

Ætti Ragna ekki að bjóðast til að fara þetta ferli sjálf sem brottvísuðum hælisleitanda til Grikklands, þar sem hún staðhæfir að það sé í góðu lagi.  - Þó ekki væri nema í 5 - 6 daga til að vita hvað hún er að tala um. Það væri nú varla mikið mál fyrir fullorðna manneskju í samburði við 19 ára ungling. - Hversvegna ætti henni vera nokkur vorkunn sem telur þetta fullgot fyrir annað fólk, vel menntuð og lífsreynd og vílar ekki fyrir sér sjósund við strendur Íslands að vetri.  Ætti Ragna ekki að hafa af því fullt gagn að kynnast því í rannsóknarskyni að hún yrði handtekin, svipt símanum og peningum og flutt út eins og hver annar hælisleitandi og án þess að upplýsa ebættismenn í Girkklandi fyrir en eftir nokkrar daga hver hún raunverulega væri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband