Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hver, ef einhver, reyndi að koma peningum úr ICESAVE?

Björgólfur1Var reynt að koma peningum undan úr ICESAVE kerfi Landsbankans breska og flytja þá til Íslands? Gordon Brown skýrir beitingu hryðjuverkalaganna á Landsbankann og yfirtöku stöndugra og ótengdra dótturfyrirtækja Kaupþings með þeim orðum að miklir peningar hafi verið fluttir til Íslands síðustu dagana áður en hryðjuverkalögunum var beitt til að stöðva það.

Sjálfum finnst mér afar ósennilegt að nokkur hafi reynt að kaupa krónur og flytja mikla peninga til Íslands á þeim tímapunkti þegar gengið var á hraðferð niðurávið og allir reyndu augljóslega einmitt að flytja peninga í hina áttina úr krónum í pund, evrur og dollara þ.e. að verða sér úti um gjaldeyri og losa sig við krónur. Bankarnir voru augljóslega í óða önn að kaupa gjaldeyri til að standa við erlendar skuldbindingar sínar og flytja peninga frá Íslandi.

Jafn ósennilegt og það er að nokkur nema ríkið teldi sig hafa hag af því að flytja pening heim frá Bretlandi á þessum tímapunkti verður einmitt að upplýsa hvort þetta sé rétt hjá Gordon Brown að þetta hafi verið gert, en einnig hver reyndi að flytja peninga heim? Hvort það var fyrir eða eftir yfirtöku fjármálaeftirlitsins á Landsbankanum og hvort það var einkaaðili eða ríkið?

Slökkviliðsmaðurinn dældi olíu á eldinn - Kaupþing fallið

Davíð í KastljósiÍ frægu Kastljósviðtali við Davíð Oddsson seðlabankastjóra líkti hann sér við slökkvilið sem kæmi á brunavettvang og „vanþakklát“ viðbrögð fv eigenda Glitnis væru vegna gufunnar sem myndaðist við slökkvistarfið. 

Að mínu mati var þetta viðtal við Davíð skelfilegt í alla staði. Hann sýndi okkur viðtekið virðingarleysi sitt í tali sínu með orðum eins og „óreiðumenn“ um tugi þúsunda hluthafa bankanna og „ástarbréf“ um venjuleg skuldabréf almennings. 

Í raun þarf að skrifa það niður og fara yfir orð hans og spyrja við hverja setningu hvað hún merkir til að átta sig á hve skelfilegt þetta viðtal var. Afdrifaríkust var sú staðhæfing Davíðs að nú yrði Ísland skuldlaust því við myndum einfaldlega ekki borga skuldir bankanna, - og þegar matsfyrirtækin áttuðu sig á því kæmi lánshæfismatið okkar strax til baka???. 

Í einu vettvangi felldi Davíð þannig allt sem eftir stóð af erlendum hluta bankakerfisins okkar og hefur vafalaust kippt stoðum undan margháttuðum íslenskum rekstri erlendis. - Strax og ég heyrði hann segja þetta varð mér að orði að nú ættu hinir sönnu snillingar og fagmenn íslenska bankakerfisins í Kaupþing ekki nokkurn einasta séns að lifa næsta dag.

Algengasta spurningin frá erlendum fréttamönnum til fréttastofu Rúv í gær var „hvað er með þennan seðlabankastjóra?“

Davíð Oddsson mætti á vettvang íklæddur í gervi slökkviliðsmanns en dældi aðeins olíu á eldana.


mbl.is Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður höndlar krísuástand vel - en ekki allir

Landsfundur Sjálfstæðisflokks 09Við krísuástand birtist oft algerlega ný hlið á fólki. Sumir lyppast niður og vita ekki sitt rjúkandi ráð þegar ósköp dynja yfir. - Ingibjörg Sólrún er dæmi um hið gangstæða og hefur oft staðið sig best þegar mest á reynir og er því mikill missir af því að hún er ekki heil heilsu og til staðar núna.

- En á móti birtist nú Þorgerður Katrín í sínu besta formi og sýnir að hún er þeirrar gerðar sem nýtir allt sitt besta þegar mest á reynir. Svör hennar undanfarið og skýrt sjálfstæði og sjálfsöryggi vitna um að hún fókusi extra vel í krísu og greini aðalatriði frá aukaatriðum og þori að vita hvenær þarf að taka ákvörðun og hvenær ekki. - Það er helsta huggunin í augnablikinu.


mbl.is Biðlað til helstu vinaþjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna: Bankar og Ríki verji líka heimilin og þá sem minnst hafa

Mikilvægustu skilaboðin í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra fólust í ræðu félgsmálaráðherra um að staða þeirra sem höllumstum fæti stæðu yrði varin. Einnig um íbúðalanasjóð og svo að ef ríkið kæmi bönkunum til varnar bæri bönkunum  því ríkari skylda til að taka þátt í að verja heimilin í landinu alvarlegum áföllum. - Það er mikilvægur punktur sem ber að halda á lofti þegar okur dýrar  innheimutaðgerðir og nauðungasölur byrja.
mbl.is Kallar á endurskoðun á leikreglum fjármálakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Steingrímur banna umræðu um krónu og evru?

SteingrímurJSteingrímur J Sigfússon getur vissulega vitnað til þess að hann eins og margir aðrir tortryggðu góðæri byggt á spilaborgum.  Ef einhver talaði af efasemdum um fjármálastöðuna var það hrópað niður sem óábyrgt tal sem auðveldlega gæti eitt og sér fellt stoðir efnahagslífsins - svo flestir þögðu eða í besta falli bara hvísluðu um það - þannig þurfti heldur enginn að hlusta.

En nú ræðst Steingrímur á þá sem vefengja mátt krónunnar okkar til að standa stöðug undir þessu öllu eins og áður var ráðist á hann og þá sem vöruðu við skýja- og spilaborgunum og segir okkur tala niður krónuna.

Ef við höfum eitthvað lært á því sem hefur gerst þá er það kannski það helst að við verðum að mega tjá sannfæringu okkar og skoðanir á stoðum efnahagslífsins hvort sem um er að ræða einkavæðingu og gengi verðbréfa eða krónur og Evrur. Allar skoðanir verða að fá að koma svo skýrt fram sem efni standa til. Steingrímur ætti síst að banna mönnum það og reyna segja það efasemdamönnunum að kenna nú að krónan svigni nú og láti undan byrði sinni. - Við höfum margir lengi varað við því að hún gæti ekki risið undir því sem á hana væri lagt og eigum fullan rétt á að bera fram þá skoðun okkar eins og Steingrímur sínar.

Því fer fjarri að allt væri í himnasælu ef við værum með evru, jafnvel kreppu-stormurinn úti væri sá sami og nú geisar -en jörðin væri þó kyrr undir okkur á meðan hann gengi yfir.


mbl.is Það á að boða okkur til fundar og læsa okkur inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var engin alvöru „krísuáætlun“ til í Seðalbankanum?

Löggur 2008 04 23 15 21 30++Nú þegar líður frá atburðum helgarinnar undrar mig mest að svo er sem engin krísuáætlun um vinnubrögð og aðgerðir hafi verið til ef svo færi að stór viðskiptabanki þyrfti verulega aðstoð. Þar liggja þó hinir raunverulegu varnarhagsmunir þjóðarinnar.

Slík áætlun hlyti að fela m.a. í sér módel fyrir samráð og ákvarðanatökuferli og mismunandi fyrirfram kannaðar niðurstöður eftir mismunandi forsendum sem búið væri að forma og prófa í líkani m.a. fyrir dómínóáhrif. Allt  eins og um hverja aðra hernaðaráætlun til varnar landinu væri að ræða. Nonh_Jokull_01MEinnig og ekki síður hvernig gætt væri trúnaðar um það sem leynt þyrfti að fara þar sem farið væri með hagsmuni sem jöfnuðust á við mikilvægustu öryggishagsmuni ríkisins og ríkisleyndarmál eins og nú hefur komið í ljós þar sem mesta ógnin aðfararnótt mánudags var að þegar hefði spurst út hvað væri í gangi og því engra kosta völ.

Því hefur nú verið spáð í a.m.k. 2 ár að að því kynni að koma að íslenskir bankar lentu í alvarlegum erfiðleikum. Allt þetta ár hefur verið augljós hætta á að Seðlabankinn og ríkisstjórn myndu standa frami fyrir máli eins og máli Glitnis eða öðru verra. Augljóst er virðist þó af því sem frést hefur af vinnubrögðum við úrvinnslu málsins að engin strategía eða áætlun um viðbrögð, vinnubrögð og vinnulag var til staðar þegar formaður bankaráðs Glitnis bað um kaffibolla hjá Davíð Oddssyni.

Öryggi um leynd yfir brýnum ríkishagsmunum voru í húfi

Slík áætlun hlyti að byggjast á aðgerðum sem skýr lagagrundvöllur væri fyrir, aðkomu ríkisstjórnar og viðskiptaráðuneytis og sjálfstæða upplýsingaöflun þeirra og öryggi um leynd yfir brýnustu ríkishagsmunum sem berlega voru hér í húfi. Ef það þess hefði verið gætt eins og vera bar hefði fyrir það fyrsta verið rýmri tími til stefnu, það hefði ekki verið hætta á að „fréttin“ springi út á mánudagsmorgni, og ekki léki vafi á að Glitnir hefði sætt meðferð á jafnræðisgrunni þar sem hliðstæðar upplýsingar um annan banka hefðu leitt til sömu niðurstöðu, og sú niðurstað hefði verið fyrirfram nægilega vel könnuð til að lítill vafi léki á að ekki væri önnur betri.


Fleiri fá kaffibolla hjá Geir en bara Björgólfar

bilde1_af_visir.isJæja það er þá ekki hægt að segja að jafnræðis sé ekki gætt. Fyrst Björgólfur yngri  fékk kaffibolla í gærkvöldi hjá Geir Haarde varð að veita Kaupþingsmönnum kaffi í kvöld ... - en auðvitað var ekki rætt um neitt sem skipti máli - „með formlegum hætti“.

 

.MYND/Stöð 2 - af visir.is


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert verið rætt - „með formlegum hætti“

Sala á Glitni til Landsbanka hefur ekkert verið rædd - „með formlegum hætti“, segir viðskiptaráðherra.  Og forsætisráðherra er ekki að funda með Björgólfum sem heimsækja hann í stjórnarráðið heldur að eiga við þá kaffispjall eins og hann gerir svo oft þegar slíkir menn koma við á Íslandi.
bilde?Site=XZ&Date=20080930&Category=FRETTIR01&ArtNo=335298578&Ref=AR&NoBorder Mynd af Visir.is/Daníel
Sigurður G Guðjónsson hefur upplýst að þegar seðlabankastjóri gerði Glitnismönnum „take it or leave it“ tilboðið undir miðnætti á sunnudag  hafi hann ekki einu sinni haft það skriflegt. Sigurður segir í fréttum:

„Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera tilboðið skriflega. Lögfræðingar stjórnarinnar og stjórnarformaður þurftu að koma á fund stjórnarinnar með munnlegt tilboð. Í 84 milljarða króna samningi hlýtur það að hljóma nokkuð einkennilega.“

Ætli þá nokkrar viðræður hafi farið fram milli Seðlabanka og Glitnis vegna yfirtökunnar  - „með formlegum hætti“.

100 milljarðar til hlutafjárkaupa án lagaheimildar

Mynd 2008 06 24 22 28 38Sá sem eitt sinn gat ekki sem forsætisráðherra framkvæmt einfalda þjóðaratkvæðagreiðslu sem tilskilin er í stjórnarskrá því ekki hefðu áður verið sett lög um framkvæmdina ráðstafar nú sem seðlabankastjóri án lagaheimildar eða aðkomu alþingis tæpum 100 milljörðum króna (gengi í dag) af opinberu fé í áhættuhlutfé í banka.

Það undarlega er að á blaðmannfundi um málið kvað hann bankann vel rekinn og með öflugt og gott eignasafn en sagði svo að bankinn hefði orðið gjaldþrota og ekki krónu virði ef ekki hefði verið gripið til þessarar aðgerðar þennan t.t. mánudagsmorgun.

Hér er allt fullt af óskýrðum mótsögnum.

Ég ætla ekki að láta sem ég viti hvað  réttast hefði verið að gera í málinu enda líklega aðeins framtíðin sem getur skorið úr um það, en augljóslega virðist undirbúningi ákvörðunarinnar vera ábótavant jafnvel svo að ekki standist lög.

Skimað eftir fylginuHvergi heimild til Seðlabankans til hlutfjárkaupa
Kristinn Gunnarsson upplýsir í grein sinni um málið að samkvæmt 7. grein laga um seðlabankann sé seðlabankanum heimilað að veita viðskiptabanka í erfiðleikum lán eða ábyrgð fyrir láni - en hvergi sé til lagabókstafur sem heimilar bankanum að kaupa svo mikið sem eitt lítið hlutabréf - hvað þá fyrir 600 milljón evrur.

Tilboð seðlabankastjóra og skilmálar til Glitnis voru samkvæmt Sigurði G Guðjónssyni lögmanni og stjórnarmanni í Glitni aðeins bornir fram munlega og lögfræðingar Glitnis þurftu að punkta efni þeirra niður til að geta borið undir eigendur bankans. - Þ.e. ekkert skriflegt tilboð var lagt fram af hálfu Seðlabanka, - hvernig gátu þá ráðherrar og ráðuneyti Samfylkingarinnar hafa yfirfarið málið af einhverju viti ef skilmálar og efni tilboðs voru ekki settir á blað áður en það var lagt fram?

Mér finnst afleitt hvað Björgvin G Sigurðsson gengur langt til að taka á sig og Samfylkinguna ábyrgð á málinu og meðferð þess. Það minnir á það versta sem sást til Framsóknarflokksins til að vera þægar undirsátur við hirð Davíðs.
Þeir Össur voru kallaðir til síðdegis á sunnudag til að standa frami fyrir orðnum hlut og fengu ekkert tækifæri til sjálfstæðrar könnunar og upplýsingaöflunar um málið með t.d. samtölum við Glitnismenn sjálfa og/eða sjálfstæða yfirferð og upplýsingaöflun sinna sérfræðinga og viðskiptaráðuneytisins.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband