Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Verða að hækka ófaglærðar konur hjá því opinbera

MyndTekin2006-05-05_14-07-44

Opinberir aðilar þ.e. ríki og sveitarfélög ætla ófaglærðum konum ótrúlega lág laun. Ófaglærðar konur og fólk sem starfar t.d. við heimaþjónustu sveitarfélaganna, á leikskólum, hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum er með lítið yfir 100 þúsund krónur í heildar laun fyrir skatta. Það er þó þetta fólk ekki síður en faglærðu stéttirnar sem halda uppi þjónustunni og starfsemi stofnanna.

Það er heldur ekki auðvelt fyrir sjálfstæðar stofnanir á þessu sviði t.d. Hrafnistu þar sem starfsemin er borin uppi af þessu starfsfólki að hækka laun þeirra þar sem daggjöld hins opinbera þ.e. greiðslur til hjúkrunarheimilanna reikna með þessum lágu launum.

Sérstaklega sú ríkisstjórn sem nú situr ætti að leggja mikla áherslu á að bæta kjör þessa starfsfólks sem svo dyggilega þjónar okkar minnstu bræðrum og systrum.  Ekki að eins er það réttlætismál gagnvart verst launuðu kvennastéttunum sem oftast gleymast þegar talað er kvennastéttir heldur er það réttlætismál fyrir alla sem þurfa slíka þjónustu, - til að halda henni opinni og gangandi, og til að skapa lágmarks stöðugleika um hana. 

Á föstudaginn var sagt frá því í einu dagblaðanna að einn einstaklingur sem þarfnaðist heimaþjónustu fékk til að þjónustu sig 70 starfsmenn á aðeins 50 dögum og öllum þeim þurfti hann að leiðbeina og kenna á sínar þarfir.

- Líklega má þakka fyrir að fá einhvern eins og laun Þessa fólks hafa verið en eigum við að sætta okkur við það?


mbl.is Gengið frá síðustu sérkröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halldór Sævar Guðbergsson kjörinn nýr formaður ÖBÍ

Adalf_OBI_2007_06_Okt%20_06Halldór Sævar Guðbergsson formaður Blindrafélagsins var kjörinn nýr formaður Öryrkjabandalagsins undir kvöldmat í dag. Hann var einn í kjöri. Halldór er magnaður fulltrúi öryrkja. Hann er blindur og íþróttakennari að mennt. Sl. sumar réri hann t.d. með öðrum blindum manni og tveimur sjáandi norður eftir austurströnd Grænlands á kajökum. Hann tók sig vel út sem formaður og er sérlega glæsilegur fulltrúi öryrkja. Hann er hrópandi dæmi um „mann með fötlun“ en ekki „fatlaðan mann“ þ.e. að hver og einn er fyrst og fremst mikilsverður maður og fötlun breytir því ekki.

Halldór hefur undanfarið búið á Akureyri (en flytur suður) ég geri mér því vonir um að hann hafi skilning á hugmyndum mínum um miklu öflugri notkun á vefnum og heimasíðu bandalagsins til að varpa sem víðast fjölbreyttu fræðsluefni með hljóði, mynd, grafík og texta sbr t.d. FAAS á www.alzheimer.is nema Öryrkjabandalagið hefur afl til að gera það miklu betur. Einnig að bandalagið geri samhliða því átak í fræðslumálum sínum um allt landið með ráðstefnum og umræðu- og fræðslufundum sem svo aftur yrðu grunnur að virku og lifandi fræðsluefni á netinu með vídeó-upptökum aðgengilegum hverjum sem er, hvenær sem er og hvar sem er. Með áframhaldandi slíku fræðslustarfi bætist svo sífellt í sarpinn þar sem ÖBÍ ætti að hafa burði til að halda úti nægilega öflugum netþjóni fyrir slíkan þekkingarsjóð. Þá ætti bandalagið að sækjast eftir slíku  fræðsluefni frá aðildarfélögum sínum þ.e. upptökum og hverskyns vídeóefni sem félögin hafa gert í fræðslu og upplýsingaskyni.

Þekking og fræðsla er forsenda gagnlegra skoðanaskipta sem aftur er forsenda réttra ákvarðanna og virkrar og  árangursríkrar hagsmunagæslu í þágu öryrkja.


mbl.is Halldór Sævar Guðbergsson kjörinn formaður ÖBÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við kjósum nýjan formann Öryrkjabandalagsins í dag

Helgi á samráðsfundi á vegum ÖBÍ Að mínu viti eru mikilvægustu málin framundan hjá Öryrkjabandalagi Íslands að koma á ró og leggja grunn að trausti. Til þess ætti ÖBÍ að líta betur til eðlis síns og hlutverks sem er að vera öflugur bakstuðningur við aðildarfélögin og sameiginlegur vettvangur út á við.
Ég tel að ÖBÍ þurfi að líta af mikilli alvöru til fræðsluhlutverks síns sem umræðuvaka og safn fróðleiks og heimilda fyrir öll skilningarvit.  Safna þarf hverksyns fræðsluefni í margvíslegu formi t.d. ekki síður videoefni frá fræðslufyrirlestrum og fundum en ritað efni. Einnig að safna í fróðleikssjóðinn með því fræðsluefni sem þegar er til hjá aðildarfélögum og annarstaðar þar sem það fæst og gera það allt aðgengilegt á heimasíðu bandalagsins. Bandalagið á að vera öflugur frumkvöðull að ráðstefnuhaldi og eiga forgöngu um reglulega fræðslufundi um allt land. Það efni á svo allt að vera aðgengilegt á netinu jafnvel í beinum útsendingum til að gera öryrkjum sem og öllum öðrum hvar sem er á landinu kleift að fylgjast með og uppfræðast.  Miklu minni félög svo sem FAAS (sjá www.alzheimer.is)  halda reglulega fræðslufundi og taka upp fyrirlestra og setja á netið og gefa út fyrirlestra og fræðsluerindi í aðlaðandi prentuðu formi sem aftur verður líka að sjóði á netinu. Þegar fram líða stundir safnast þannig mikið efni sem hver getur kynnt sér með þeim hætti sem honum hentar þegar honum hentar.

Þá ályktaði Evrópuráðið fyrir fáum árum að heilbrigðiskerfi Vesturlanda fengju ekki staðist til lengdar nema grundvölluð á „hinum upplýsta notanda“. ÖBÍ á að líta á það sem skyldu sína að gagna rösklega í farbroddi við það mikla verk sem framundan er á því sviði.

Stjórnarráðið undir nýju tungliEinnig tel ég að svokölluð örorkumatsnefnd forsætisráðherra sé á villigötum í sínu starfi – reyndar ekki á öllum sviðum en örugglega þegar gert er ráð fyrir að hafna margprófuðu matstæki sem notað er víða um heim fyrir eitthvað heimasmíðað og bæði  óreynt og óprófað. Það sem nú er notað er ekki gallalaust en þó er flest það sem fundið er því til foráttu gallar á úrlausnum og hvað gert er við niðurstöður mælitækisins en ekki á mælitækinu sjálfu. - Ef því er hent má ekki gera 13.000 öryrkja að tilraunadýrum heldur eigum við að líta til þess sem vel er prófað í öðrum löndum.

Einnig er fráleitt að tala um að bætur eigi ekki að vera tekjutengdar en ætla að tekjutengja í staðin sjálft matið sem svo á að vera til endurskoðunar á 1-12 mánaða fresti (eins og fangi á skilorði)  svo öll tilheyrandi réttindi en ekki bara bætur geta dottið út og inn mörgum sinnum á ári eftir sveiflum í tekjum.

Gamli maðurinn og þinghúsiðSvanur Kristjánsson formaður Geðhjálpar sagði í blaðgrein um daginn að verst þætti honum að ástvinur hans þyrfti sífellt að vera að sanna veikindi sín. Að mínu viti ættu ekki þeir að teljast öryrkjar sem eiga raunhæfa von á alvöru bata á næstu vikum eða fáum mánuðum. Þeir eiga að falla í  öflugt sjúkradagpeningakerfi. Næst ríkasta þjóð heims Norðmenn gera mjög vel við það kerfi þannig að allir halda fullum launum í 2 ár á sjúkradagpeningum -en hjá ríkustu þjóð heims íslendingum er fólki lagðar til um 30 þúsund krónur á  mánuði í sjúkradagpeninga.

Fráleitt er líka að nefndin ætlar að setja öryrkja á tvöfalt bótakerfi þannig að hluta bóta á að sækja sem örorkubætur en hluta sem atvinnuleysisbætur. – Mun ég fjalla betur um það á þessum vettvangi  seinna.

Endurhæfing sem felur í sér ný og raunhæf tækifæri til hverskyns þátttöku í samfélaginu er alltaf mikils virði, en meðal fötlunarfræðinga hafa verið færð fyrir því sterk og gild rök að samfélagið allt þarfnist fremur endurhæfingar en sá fatlaði.

Þingið þrifiðMikið er í áliti forsætisráðherra-nefndarinnar gert með þá niðurstöðu bandarískrar rannsóknar að sé öryrki (maður með fötlun eða langvinnan sjúkdóm) 8 vikur eða lengur frá vinnu séu meira en 50% líkur á að hann komi ekki framar á vinnumarkaðinn. Ef  það eru ekki bara sjálf veikindin eða fötlunin sem því veldur hef ég spurt mig hversvegna ættu alþingismenn að mæta aftur til þings eftir 16 vikna sumarfrí ef fjarveran sjálf í 8 vikur gerir öryrkjan ófæran um að hefja aftur störf, einnig hvort ekki sé þá stórhættulegt að veita fólki 6 mánaða fæðingarorlof eða lengra, eða launþegum langt sumarfrí? - Sumarfrí Bandaríkjamanna styttast reyndar stöðugt má vera að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að þau séu hættuleg.

Nýlega var hinsvegar birt íslensk könnun sem leiddi í ljós ef ég man rétt að þrátt fyrir mýtu um að fólk taki sér veikindafrí án veikinda kom í ljós að aðeins 12% hafði tekið sér veikindafrí án þess að vera í raun svo veikir en 78% kváðust hafa mætt veikir til vinnu á árinu.  Þetta sýnir okkur það sem flestir kannast við hjá sjálfum sér að vinnustaðamórall er yfirleitt með þeim hætti að mjög erfitt er að vera veikur, veikindi eru tortryggð og þeir sem þurfa oft að fara til læknis eða vera frá vegna veikinda fá að finna fyrir því verða fyrir illu umtali og eru jafnvel sniðgengnir um bæði verk og félagslega samskipti og svo sannanlega tortryggðir. 

Ég komst því að þeirri niðurstöðu að munurinn á alþingismanninum og þeim sem ber veikindi er að þegar þingmaðurinn kemur aftur til vinnu er honum fangað en þegar sjúklingurinn kemur aftur til vinnu mætir hann tortryggni og skilningsleysi bæði um fjarveru sína og þörf fyrir að vitja áfram læknis og jafnvel tíð styttri veikindi í kjölfarið. – Því er ég sammála fötlunarfræðingum að það er samfélagið sem þarfnast helst endurhæfingar fremur en fatlaðir.

Við getum því til frekari staðfestingar litið til þess að Norðmenn næstríkast þjóð heims býður uppá endurhæfingarkerfi þar sem 45% örorkubótaþega nýtur virkrar endurhæfingar samt er þar 13% vinnuafls örorkubótaþegar þ.e. hver er þá árangurinn?, hjá ríkustu þjóð heims Íslendingum njóta aðeins 4,5% öryrkja endurhæfingar en samt er hér innan við 7% vinnuafls sem teljast öryrkjar. Það er því alvöru spurning hver árangur norðmanna er þó ég vilji alls ekki tala gegn gagnlegri endurhæfingu heldur vekja þá spurningu hvort það sé ekki samfélagið sjálft sem þarfnast endurhæfingar? - En það er líka spurning þegar til þess er litið að 13% norðmanna teljist öryrkjar afhverju er hér kveinað yfir því að þeir séu komnir í 7% úr 4,7% árið 1962 þegar konur voru enn heimavinnandi - í raun er það merkilega lágt hlutfall miðað við aðrar þjóðir og miðað við að frá því öryrkjar voru 4,7% 1962 hafa konurnar flykkst út á vinnumarkaðinn og er meirihluti öryrkja í dag.

Margt meira er um þetta að segja en frekar um það síðar.

Nú kjósum við nýjan formann ÖBÍ og ég vildi gjarnan að hann sæi þessi mál sömu augum og ég.


Við höfum engu að tapa með ESB-aðild og Evru

dalvikÞað ætti að vera sérstakt rannsóknarefni afhverju sumir foringjar Sjálfstæðisflokks og forysta sjávarútvegsins er raunverulega á móti ESB aðild. Nær allar ástæður sem ég hef heyrt nefndar eru í raun ómerkar t.d. töpum við engum fiskveiðastjórnunarrétti í reynd til ESB.

Þar er fyrir það fyrsta úthlutað ríkjakvótum sem ríkin sjálf svo endurúthluta og stjórna eins og hentar bara að reglur sé réttlátar gangi jafnt yfir alla þegna ríkisins. Ríkjakvótarnir taka mið af hefð og innri stöðugleika sem merkir t.d. að engin önnur þjóð fengi úthluta kvóta á íslandsmiðum. Í annan stað þá er það hefð hjá ESB að þær þjóðir sem eru sérlega háðar sérstökum þáttum fá ríkari rétt á því sviði en aðrar þjóðir það má því gera sér rökstuddar vonir um að við fengjum extra aðgang að kvótum ESB t.d. síldarkvótum ESB í norsk-íslensku síldinni, einnig að við hefðum meira um stjórn að segja á þessu sviði en aðrar þjóðir. - í það minnst ættum við þar aðgang ef hrun yrði á íslandsmiðum. Þá tryggir ESB lágmarks fiskverð til sjómanna og greiðir hluta þess úr sínum sjóðum ef þess þarf. Einnig eru þar margskonar sjóðir bæði til þróunar og verndar sem sjávarútvegurinn fengi aðgang að.

- Í heild væri um augljósan ávinning að ræða - nema einhver falin þáttur sé hin raunverulega orsök andstöðunnar. Folk_0114

Þá er því stundum haldið fram að ESB gæti breytt reglum sínum og ákveðið snarlega að hafa allt af íslendingum, það náttúrlega stenst engan vegin því allt regluverk ESB grundvallast á miklu strangri réttmætisreglum en við þekkjum og er því miklu fyrirsjálegra um allt slíkt. Það er í raun miklu meiri líkur á að Sameinuðu þjóðirnar ákvæðu fyrirvarlaust að fela USA yfirráð og stjórn íslands en ESB ákvæði einhliða að hafa af okkur fiskimiðin að hluta eða að fullu, Það er líka megin regla ESB að brjóta aldrei gegn grundvallarhagsmun neins aðildarríkis síns - þegar sú regla væri brotin væri ESB þar með liðið undir lok.

Ég velti því nú fyrir mér í ljósi úrskurðar mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótann hvort enn sé þessi þjóð að blæða fyrir gjafakvótann  - að það sé í reynd ástæðan fyrir andstöðunni meðal útgerðarmanna og forystu Sjálfstæðisflokks við ESB aðild að menn viti að það að gefa útgerðinni kvótann og heimila þeim sem ekki vildu nota hann sjálfir að selja hann og hirða sjálfir söluverðið í stað þess að skila honum þjóðinni væri brot á mannréttindum þjóðarinnar og eignarétti hennar á fiskinum í sjónum.

Grundvallar regla ESB fyrir öllum afskiptum og reglum er að sameiginlegur vandi þarfnast sameiginlegra lausna þess vegna skiptir ESB sér ekki að veiðum við eyjar undir yfiráðum t.d. frakka í Kyrrahafi einfaldlega vegna þess að  fiskveiðistjórnun þar er ekki sameiginlegur vandi með öðrum ESB ríkjum, við eigum því að gera kröfu um að  ESB farði að eigin grunnreglum. Önnur er nándarreglan um að hverju máli eigi að leia til lykta eins nálægt vettvangi og unnt er. Þau rök gilda líka til að krefjast þess að ESB skipti sér ekki af okkar hafsvæðum heldur sættist á að við stjórnum þeim að fullu - nema ef vera kynni flökkustofnum.

- En jafnvel þó eigin reglur ESB gæfu okkur ekki slíka niðurstöðu þá hefur sjávarútvegur engu að tapa með ESB aðild og þjóðin sjálf allt að vinna.


Það þarf mjög öfluga banka til að standast svona fréttaflutning

Það er merkilegur fréttaflutningur dana og nú líka breta af íslenska bankakerfinu og undarlegt ef þær fréttir eru svo ekki studdar traustum staðreyndum þ.e. byggja á slúðri og illvilja jafnvel einfaldlega aðgerð samkeppnisaðila í þessum löndum gegn aðkomandi samkeppni íslensku bankanna.

MarypoppinspubstillÞað þarf  afar öfluga banka til að fara ekki á hausinn við svona fréttaflutning. Því var lýst best í Mary Poppins þar sem barnið heimtaði tví-penníið sitt sem pabbinn Mr Banks bankastarfsmaðurinn vildi leggja inn. Þegar fréttist út að bankinn (pabbinn) hefði tregast við að láta af hendi peninginn við barnið breiddist fréttin út eins og eldur um sinu og allir vildi taka út sinn pening strax til vonar og vara - og bankinn fór saklaus á hausinn á einum degi. Svona fréttir eru því dauðans alvara fyrir banka og séu þær ekki því betur rökum studdar ætti að krefjast svimandi hárra skaðabóta.

Svo er aftur hitt að það er langt frá því að ég gæti ekki sett eitt og annað út á íslenska banka en ekkert af því er að þeir taki ekki sitt og vel það.


mbl.is Biður Kaupþing afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrmætir vinir sem þora að gera vilja manns að manni látnum

Hvaða skyldur getur nokkur átt æðri við látinn vin sinn en að virða vilja hans um útför og hinsta hvílustað?  -  Það hefur komið mér undarlega fyrir sjónir að sjá hina ýmsu aðila fjargviðrast yfir því að ósk Róbert Fishers um þessi atriði væri uppfyllt. - Ég skil ekki hvers vegna ekki ætti að virða vilja hans í þeim efnum eða hvernig það var hægt með öðrum hætti en gert var. Vilji hans er svo aftur nákvæmlega sá sami hvort sem hjónaband hans var formlega rétt skráð eða óskráð. SJÁ FRÉTT MOGGA HÉR.

Þá er ekki síður undarlegt að jafnvel hér á Íslandi þar sem allir þokkalega upplýstir menn ættu að muna þá atburði þegar Fischer var fangelsaður í Japan og hetjulega baráttu eiginkonu/unnustu hans þar skuli vera til þeir sem véfengja rétt hennar.

Þeir sem muna og þekkja þá atburði þegar Robert Fischer var handtekinn í Japan vegna framsalskörfu bandarískra yfirvalda muna vel eftir því að þá kynnti hann japanska skákkonu sem sambýliskonu sínatil margra ára og ástæðu dvalar sinnar í Japan, einnig að japönsk stjórnvöld reyndu að leggja stein í götu hjónabands þeirra og formlegrar skráningar þess.

Mikið væri ég þakklátur ef ég ætti vini sem þyrðu að gera vilja minn við svo erfiðar aðstæður að mér látnum þó svo heiminn langaði til að þeir brytu gegn mér og hefðu útför mína aðra og hvílustað minn annan en ég óskaði mér. 

 


mbl.is Minningarbók um Fischer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er 40% feitt „Létt & laggott“ hollt og grennandi?

Árum saman höfum við horft á auglýsingar frá Mjólkursamsölunni og Osta og Smjörsölunni um hollustu unninna mjólkurvöru - Jógúrt með meiri viðbættum sykri en er í sætu Kóki er auglýst sem hollustuvara, og drykkjarskyr og jógúrt með álíka miklum viðbættum sykri sögð grennandi. 

Árum saman höfum við svo horft á „Létt & laggott“ auglýst vera megrunarvara. Nú síðast með auglýsingum þar sem tágrönn kona birtist úr smjörinu.  Í raun  hef ég aldrei velt þessu fyrir mér, auglýsingarnar líða gagnrýnislaust um augu, eyru og undirvitund - þar til einhver benti mér á að 26% feitur ostur þykir alls engin megrunarvara og 17% feitur ostur telst svo sem engin megrunarvar heldur  - en „Létt & laggott“ er yfir 40% feitt viðbit og er sífellt auglýst sem hollustu- og megrunarvara. Jafnvel venjulegur rjómi er ekki nema 36% feitur. 

Myndum við líða að einhver önnur matvara með svo hátt fituinnihald sem „Létt & laggott“ hefur væri auglýst grennandi?


Nýjan meirhluta allra - en án Villa og Ólafs F

REI yfir ReykjavíkÉg held að nú sé kominn tími til á grundvelli samstöðunnar við gerð REI-skýrslunnar að mynda enn nýjan meirihluta við borgarstjórn í Reykjavík, - þ.e. meirihluta allra borgarfulltrúa nema Vilhjálms og Ólafs F. - Það hreinlega er ekki annað til ráða og verður að gerast fyrr en seinna svo bæði stjórnmálamenn og ekki síður embættismenn geti loks snúið sér af alvöru að verkum sínum á nýjan leik eftir allt REI-klúðrið.

Menn verða bara að draga strik í sandinn hér og nú og láta slíkan meirihluta marka nýja tíma í stjórnmálum Reykjavíkurborgar - að borgarfulltrúar setji allir sem einn skyldur sínar við borgina framar skyldunum við flokkana og framar persónulegum hégóma einstakra manna.  Þetta er mikil eldraun ungra stjórnmálamanna en þeir sem standast hana í raun eru fulltrúar framtíðarinnar en hinir hverfa fljótt á vit gleymskunnar.Hafdís Helga (í miðju) í ráðhúsinu. Því miður eru þeir báðir Ólafur F og Vilhjálmur með réttu eða röngu orðnir ímynd fyrir algert rugl í borginni þar sem Ólafur skoraði hæst með því að eyða milljarði (þegar allt er talið) til að bjarga tveimur kofum sem menntamálaráðherra var við það að fara friða frítt fyrir borgina og Vilhjálmur sló í 137 m/s í ruglinu með borgarlögmanns bullinu. - Því miður er ómögulegt að endurbyggja trúverðugleika borgarstjórnar Reykjavíkur á hvorugum þeirra. - Það er ekki hægt að kjósa aftur, því verða borgarfulltrúar að vera menn til að horfast í augu við stöðu mála eins og hún er og taka höndum saman og vera til í allt en nú án beggja Villa og Ólafs F.


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver skilur m/sek??? - 137 m/sek er 493 km hraði á klst!

StormurHversvegna í ósköpunum fóru veðurfræðingar að segja okkur hraða vinds í metrum á sekúndu í stað þess að taka upp sömu sjónarmið og virðast ráða víðast í heiminum að nota algengustu hraðaeiningu á hverju svæði.  -Oftast kílómetra á klukkustund (km/h) en  „mph“ eða mílur á klukkustund þar sem það er algengasta hraðaeining t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Mesta vindhviða á Veiðivatnahrauni vestan Vatnajökuls mældist 137 m/s samkvæmt veðurathugun Veðurstofunnar klukkan tíu í kvöld. Annars mældist þar sunnan 48 m/

Það er ansi kröftugur vindur sem fer í kviðum í 137 m/sek - en skiljum við almennilega þessa mælieiningu m/sek - hvers vegna var hún tekin upp? - og hvers vegna var skrefið ekki stigið alla leið frá vindstigum til þeirrar mælieingar sem við notum mest fyrir hraða þ.e. „kílómetra á klukkustund“?

Í fljótu bragði virðist á veðurvefum annarra þjóða helst vera notaðar tvennskonar mælieiningar fyrir vindhraða þ.e. mph eða mílur á  klukkustund og  km/h eða kílómetrar á klukkustund. Hversvegna í ósköpunum er vindur á Íslandi kynntur okkur almenningi í mælieiningu sem við þekkjum ekki í neinu öðru samhengi nema úr dæmatímum í eðlisfræði? - Veðurfræðingar mættu við sín fræðistörf mínvegna nota hvaða reiknieiningu sem er en þegar þeir segja okkur almenningi veðurfréttir ættu þeir að nota einingar sem við skiljum og höfum raunreynslu af til samanburðar.

„137 m/sek“ segir okkur í raun ekki neitt en „493 kílómetra hraði“ segir okkur helling.

Vel að merkja þá eru „metrar á sekúndu“ engu nákvæmari eða ónákvæmari mælieining en „kílómetrar á klukkustund“, né er munur á nákvæmni þeirra tveggja og „mph“ eða mílum á klukkustund.  Einföld formúla breytir einni þessara eininga í hverja hinna sem er án þess að óvissa eða marktækni raskist.


mbl.is Mesta hviða 137 m/s
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má þó segja frá snjóflóðunum núna

Snjóflóð í röðum úr KubbnumÞegar ég var um hríð skólastjóri við Grunnskóla Súðavíkur á seinni hluta 9. áratugar síðustu aldar upplifði ég það mér til mikillar undrunar að fá skýr fyrirmæli frá valdameiri mönnum um að segja ekki fréttamönnum frá snjóflóðum sem ekki yllu alvarlegu tjóni til að fæla ekki fólk frá því að búa á Vestjörðum. „Við segjum ekki fréttir héðan sem vinna gegn uppbyggingu byggðar á vestfjörðum“ var mér sagt skýrt og skorinort eftir að ég hringdi í vin minn á fréttastofu RÚV og greindi honum frá því að þann morgun hefðu verið rudd 21 snjóflóð og minni spýjur í Súðavíkurhlíð sem meðal annars lokuðu vöruflutningabíl af milli flóða. Ég undraðist að heyra ekkert um þetta í hádegisfréttum svo ég hringdi suður og gaf vini mínum sem þar vann upp símanúmer Sveitastjóra, oddvita og hreppsstjóra og fleiri sem ég taldi að helst gætu gefið traustar upplýsingar um málið. Í kvöldfréttum kom svo lítil frétt um að snjóflóð (í eintölu) hefði tafið för kaupfélagsbílsins til Súðavíkur. - Ég fékk hinsvegar hringingu frá mektarmönnum bæjarins og alverlega áminningu um að svona fréttir segðum við ekki af Vestfjörðum svo lengi sem hægt væri að komast hjá því.

- Þessi mynd sem ég set hér með var tekin vorið 1989 þegar snjó var tekið að leysa úr hlíðum Kubbsins við innra hverfið á Ísafirði. Þar var þá sagt að væri engin hætta af snjóflóðum. Þessar spýjur sem lágu í lögum hver yfir annarri höfðu hinsvegar allar fallið í dimmum snjóbyljum án þess neinn vissi og svo áfram snjóað yfir þær áður en nokkur varð þeirra var en komu í ljós í leysingunum að vori. Þar var ekkert snjóflóð eða spýja skráð hjá Veðurstofu Íslands úr þessari hlíð þegar ég fór þangað með þessa mynd eftir Snjóflóðið í Súðavík 1995.

Snjóflóðahætta bagaði mig hinsvegar oft á meðan ég bjó fyrir vestan en ef ég ámálgaði það við mektarmenn bæjarins var mér svarað að áhyggjur mínar væru fullkomlega óþarfar. Oddviti sveitastjórnar í Súðavík kynnti mér t.d. stoltur teikningar af nýjum grunnskóla sem hann vildi reisa við nýja götu sem ætti að koma ofan við bæinn (Súðavík). Þetta sýndi hann mér til marks um hve áhyggjur mínar væru óþarfar - en einmitt þar féll svo stóra snjóflóðið á Súðavík örfáum árum seinna, - og tók leikskólann sem systir mín hafði barist gegn að yrði reistur þar vegna snjóflóðahættu en hún uppskar fyrir baráttu sína aðeins uppnefnið „skæruliðaforinginn“.

 Löngu fyrr hafði Hannibal Valdimarsson fengið því framgengt að byggt var grunnskólahús upp af Langeyrinni rúmum 2 kílómetrum innan við bæinn. Þar vildi Hannibal að bærinn byggðist upp á öruggum stað í kringum skólann því þar er engin snjóflóðahætta. Svo fór þó ekki heldur hélt bærinn áfram að byggjast upp undir Súðavíkurhlíðinni en skólinn stóð einmana en öruggur góðan spöl fyrir innan bæinn...  - þar til eina nótt að risastórt snjóflóð ruddist niður hlíðina og yfir lóðina þar sem nýja skólahúsið átti að rísa og tók með sér stóran hluta Súðavíkur,  - þá loks en ekki fyrr flutti bærinn að skólahúsinu sem Hannibal Valdimarssona hafði af forsjálni sinni og fyrirhyggju valið öruggan stað.

- Mótmælendur uppskera oft aðeins háðsglósur og hnökursyrði og merkilegt nokk fá þeir sjaldnast sóma af því þegar verstu áhyggjur þeirra reynast á rökum reistar og hinir fyrirhyggjulausu ráðamenn fá enga refsingu fyrir þegar þeim skjátlast svo hrapalega þrátt fyrir viðvaranir mótmælenda.


mbl.is Lokað vegna snjóflóðahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband