Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Fátt segir af borgarafundum en íþróttir ryðja dagskrá RÚV

Hve oft gerist það ekki að íþróttaviðburðir sem í sjálfu sér hafa enga þýðingu utan keppninnar sem fram fer, ryðja dagskrá Útvarps og Sjónvarps. Fyrirvaralaust er fréttum og helstu dagskrárliðum vikið til hliðar fyrir íþróttakappleik. Í því ljósi verður það að teljast sérstök ákvörðun hjá yfirmanni eða yfirmönnum ríkisfjölmiðlanna Mynd 2009 01 12 20 03 54+að sýna ekki beint frá opnum borgarafundum um þá djúptæku kreppu og vandamál sem við okkur blasa, bæði á Austurvelli og í Háskólabíói. 

Reyndar gengur Ríkisútvarpið svo langt að skrökva stórkallalega til um fjölda þátttakenda í mótmælum á Austurvelli. Á íslandi er trölla trú að gildi þess að „tala“ upp eða niður hin ýmsu mál - en ekki að leita allra sjónarhorna og byggja á leit að raunveruleikanum.

Það sem nú skortir mest af öllu er traust

Össur, Ingibjörg og Geir Haarde ættu ekki að reyna að segja okkur að vandinn framundan sé ekki eins stór og við blasir. - Það er enginn sem tekur mark á því. Það sem nú skortir mest af öllu er traust.

Án þess tekur hvort sem er enginn mark á orðum ykkar. - Segið okkur satt um efni og staðreyndir sama hve sárt það er, hafið raunveruleg allt uppi á borðum - og þá mun traustið koma smá saman til baka. - Ef þið snúið útúr og bullið í okkur fjarar það litla sem eftir er af trausti í burtu.

Sá tími er liðinn að hægt sé að „banna umræðu“ á þeim grundvelli að umræðan sé skaðleg. Jafnvel „skaðleg umræða“ verður alltaf gagnleg að lokum ef hún byggir á frjálsri, opinni og upplýsandi samræðuhefð.

- Það er eitt það skaðlegasta sem hefur yfir okkur gengið að menn tóku að trúa því að hagt væri og jafnvel ganglegt að „tala upp“ efnahagsástandið með blekkingartali og jafn rangt væri að tjá svartsýni og áhyggjur og það var kallað að tala efnahaginn eða krónuna eða eitthvað annað niður.

Tali, tali, tali, ...

Mynd 2009 01 12 21 22 55+Ekki skal efast um að Davíð Oddssyni tókst bæði að tala upp „góðærið“ og traustið á að raunveruleg innistæða væri fyrir góðærinu - eyðslunni, ofur-offjárfestingum og bruðlinu - og að umræður um að krónan stæði kannski ekki undir þessu öllu hefði áhrif á tiltrú á krónuna. - En hvers virði er „góðæri“ sem grundvallast á „blekkingatali“ upp eða niður og hafnar viðvarandi alvöru samræðum um viðfangsefnin? Þar sem bannað er að gagnrýna eða láta í ljós áhyggjur því þá hrynji, efnahagurinn, krónan eða lánstraust bankanna.

- Hverskonar efnahagskerfi höfðum við byggt upp þar sem helstu aðdáendur þess trúa því enn og vita að það standi á slíkum brauðfótum að neikvæðar vangaveltur geti „talað það um koll“ - og ásaka menn fyrir það.

Við þurfum að tala frjálst um efnahagsmál og við þurfum að fá að heyra aðra tala frjálst og óþvingað um allar hliðar efnahagsmála, sé um það hefð vex efnahagslífið á traustum grunni og sveiflur bæði upp og niður verða líka stilltari en annars og innistæða verður miklu fremur raunveruleg fyrir uppsveiflum. 


mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigin reglur og rök ESB eru okkar beittustu vopn

Folk_0114Peter Örebech sleppir mörgu mikilvægu t.d. að Eystrasalt er innhaf og því eru þar „sérstakar aðstæður“ og þar gilda því „sérstakar reglur“ sem fólu meðal annars í sér að Eystrasaltsráð stjórnaði fiskveiðum, eins og Miðjarðarhafsráð á Miðjarðarhafinu.

Einnig að Malta er eyja á innhafi og fiskistofnar umhverfis Möltu eru allir sameiginlegir fiskistofnar með öllum öðrum Miðjarðarhafsríkjum.

Það er hinsvegar kjarni sérstöðu okkar að helstu nytjastofnar eru ekki sameiginlegir með öðrum ríkjum, því er sjálf grunnforsenda fiskveiðistefnu ESB sameiginlegur vandi krefst sameiginlegra lausna ekki til staðar hér.  - Að auki eru allar meginreglur sem skipta máli sem rök fyrir okkur nú þegar rök ESB fyrir helstu stefnum og ákvörðunum þeirra sjálfra, við notum því þeirra vopn gegn þeim.

Ekki aðeins er sjálf forsenda fiskveiðistefnunnar þessi: „sameiginlegur vandi krefst sameiginlegra lausna“ og því ekki til staðar hér, heldur eru hér líka „sérstakar aðstæður krefjast sérstakra lausna“  rök ESB fyrir sérstöku og aðskildu kerfi á Miðjarðarhafinu og Eystrasalti, sem og afskiptaleysi ESB af fiskveiðum fjarlægra eyja og lenda í eigu ríkjanna svo sem eyjum Frakka í Karabíska hafinu, og hér eru einnig „sérstakar aðstæður“. 

- Þá er „nálægðarregla ESB“ ein sú mikilvægast sem aftur eru mikilvæg rök fyrir því að fyrst hér er ekki sameiginlegur vandi ESB-ríkja heldur sérstakar aðstæður sem krefjist sérstakra lausna þá ber samkvæmt reglum ESB að fara með þær ákvarðanir eins nærri vettvangi og unnt er.

- Um Íslandshaf gildir þá að ákvarðanir varðandi það beri að taka á Íslandi.

Hér er því ekki um neinar undanþágur að ræða heldur útfærslu á megin hugmyndum ESB byggð á rökum og forsendum ESB.

Sérstaða okkar er allt önnur og eindregnari en Norðmanna og Færeyinga vegna vistfræðilegs aðskilnaðar hafsvæðanna, en til viðbótar þessu ber okkur að vitna til þess að EB lofaði Færeyjum á sínum tíma að finna ásættanleg lausn fiskveiðimála þeirra kysu þeir að verða aðilar og að Norðmenn hafi tvisvar fellt samning vegna fiskveiðimálanna og því sé nú komin tími til að ESB sýni fiskveiðiþjóðum norðursins alvöru samkomulagsvilja.

ESB er viðkvæmt fyrir sínum eign grunnreglum og ef við leggjum upp okkar mál með þeirra eigin grunnreglur að vopni kæmi mér það á óvart að það opnaði ekki leiðir til lausna.

Með þessari leið værum við að virkja staðfestu þeirra um eigin forsendur og grunnreglur okkur í vil.


mbl.is ESB myndi stjórna hafsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Annað lýðveldið Ísland“ óhjákvæmileg nauðsyn

Stjórnarráðið undir nýju tungliEðli og gerð íslenska stjórnkerfisins er grunnorsök þeirra ófara sem við eru rétt að byrja að ganga í gegnum.  Stjórnkerfi okkar hefur eins og Vilmundur heitinn Gylfason varaði okkur við fyrir 30 árum, reynst algerlega vanmegnugt um aðhald og eftirlit með sjálfu sér, stofnunum samfélagsins og öllu viðskiptalífi landsins. - Í raun hefur það reynst gróðrarstía spillingar og sérhagsmunagæslu. Ég efast ekki um góðan vilja margra manna en augljóslega hefur hann hvergi nærri dugað til.


Allan lýðveldistímann hefur Alþingi ætlað að endurskoða stjórnarskrána. - Niðurstaðan hefur alltaf orðið sú sama - að aldrei hefur neinu verið breytt um stjórnskipun Lýðveldisins Íslands, og það þó stjórnarskráin sé samin undir danska kónginum fyrir Noreg, í kjölfar byltingaársins 1848, þ.e. fyrir 160 árum. Þær breytingar sem gerðar hafa verið hafa lotið að öðrum hlutum en stjórnskipuninni að undaskyldum allra brýnustu breytingum til stofnunar lýðveldisins árið 1944.

Sjálfstæð og ótengd þvers- og kruss umdæmi, stjórnvöld og stofnanir

Ólafur Borgarstjóri2Ef Ísland á að geta staðist sem sjálfstætt og fullvalda lýðveldi til frambúðar verður að endurstofna stjórnskipan íslenska lýðveldisins með algerlega nýrri stjórnarskrá og nýrri stjórnskipan, að gleyma því sem við búum við til að semja nýtt frá grunni sem til hins ýtrasta byggði á hugmyndum um  aðskilnað og  innibyggt aðhald og eftirlit. M.a. með allskyns skörun og þvers- og kruss uppbyggingu sjálfstæðra og ótengdra stofnanna, umdæma og sérstakra eftirlitsfunksjóna.

Dæmi mætti taka að umdæmi skipulagssvæðis annarsvegar og umdæmi byggingaeftirlits hinsvegar væru ólík. Kópavogur gæti verið ein skipulagsheild en að t.d. 3 umdæmi byggingaeftirlits næðu hvert yfir hluta Kópavogs, hluta Hafnarfjarðar og hluta Garðabæjar og heyrðu ekki beint undir eitt sveitarfélag. Sama hugsun næði til allra annarra þátta - en með annari skörun og mismunandi rótum valds og umboðs.


Þá verður  að kjósa handhafa framkvæmdavalds og löggjafarvald sitt í hvoru lagi - og það getur ekki verið forseti þingsins sem færi með framkvæmdavald eins og annars ágætar hugmyndir Njarðar P Njarðvík gera ráð fyrir.

Allir hagsmunir uppi á borðum og má aldrei hafa svarið tryggð við önnur félög

Hærri og lægriÞá verður að innleiða það í stjórnarskrá að þingmenn og kjörnir valdhafar geri opinberlega grein fyrir sérhagsmunum sínum, eignum og hagsmunatengslum og láti af öðrum störfum og ábyrgðastöðum á meðan þeir gegna þingmennsku, ráðherradómi og öðrum helstu valdapóstum í þágu samfélagsins.  Einnig ætti alltaf að vera ljóst að þeir sem gegndu opinberu embætti hefðu ekki svarið trúnað eða tryggð við önnur félög, leynifélög eða samfélög  en það sem þeir væru að bjóða sig fram til að þjóna. - Val manna stæði þar á milli annaðhvort að þjóna leynifélagi sínu eða samfélagi okkar en aldrei hvort tveggja.

Boða til sérstaks stjórnlagaþings núna

Núna, svo fljótt sem unnt er, verður að boða til sérstaks stjórnlagaþings og sækja hugmyndir og reynslu í alla samanlagða sögu lýðræðislegra stjórnkerfa heimsins og leitast við að skapa úr því það besta sem að völ er á. - Vel að merkja þeir sem gæfu kost á sér til þess þings  ættu að þurfa vera án sérstakra tengsla við sérhagsmuni og þá gefast kostur á að rjúfa slík tengsl séu þau til staðar, og alls ekki að hafa svarið leynifélögum  trúnað og tryggð.

Þekking og reynsla heimsins höfð að leiðarljósi

Gamli maðurinn og þinghúsiðNjörður P Njarðvík hefur rétt fyrir sér um að nú verður að stofna „Annað lýðveldið Ísland“ og það á ekki að vera hlutverk alþingis heldur sérkjörins stjórnlagaþings að semja nýja stjórnarskrá, en það verður að byrja á að afla þekkingar og reynslu úr reynslusjóði heimsins með þá útgangspunkta að búa til lagskipt þvers- og krusskerfi þar sem sjálfvirkar eftirlits- og aðhaldsfunksjónir eru innibyggðar í kerfið með skýrum aðskilnaði einstakra þátta, laga og funksjóna byggð á lýðræðislegri ábyrgð og kjöri til mismunandi grunnpósta, og ófrávíkjanlegum reglum um að fulltrúar þjóðarinnar séu ekki bundnir öðrum  miklum hagsmunum eða trúnaði og tryggð við önnur félög eða samfélög en það sem þeir bjóða sig fram til að annast.

Við eigum hér einstakt tækifæri til að byggja upp frá grunni á því besta sem reynsla heimsins ætti að hafa kennt okkur - vilji íslendingar í raun eitthvað læra.  - Áfallið væri þá ekki til einskis.


Nú fer að hitna undir stjórnvöldum, – þjóðin mætti

Mynd  2009 01 10 15 20 18... Og Mogginn heiðarlegastur um fréttaflutninginn eða hvað? - Segir „fjölmenni“ fremur en að skrökva að lesendum. RÚV segir að þetta séu 1500 manns hér á þeim fundi sem þessar myndir sýna. 

Ekki veit ég hvaðan lögreglu og þægum fjölmiðlum koma tölur yfir fjölda mótmælenda á Austurvelli en undarlegar eru þær.

Á sínum tíma þegar Austurvöllur var nær fullur af fólki árið 1984 í BSRB-verkfallinu, sagði lögreglan að 12 þúsund manns hefðu verið á vellinum og enginn véfengdi þá tölu. Venjulega miða ég við þá tölu þegar ég met fjöldann á svæðinu, þ.e. fullur en ekki troðfullur tæki Austurvöllur 12 þúsund manns.

Ég held jafnvel að fundastjóri og fundaboðendur átti sig ekki á hve margt fólk var í dag lengra frá þeim eða allt frá stéttinni kringum Jón Sig og að Borginni. Þar var t.d.  erfiðara að komast um til að taka myndir en framar, og þar sem ég sæki líka sjónarhronið frá sviðnu á margar myndir hef ég tekið eftir að þaðan er ómögulegt að átta sig á hvort margt eða fátt er handan fremstu runnanna. Mynd  2009 01 10 15 53 08- Sjónarhorn iðandi eftirlitsmyndavélar lögreglu er einmitt það sama og frá sviðinu (kannski ekki tilviljun hvar sviðið fær að vera).

Þá er heldur aldrei fullmætt fyrr en svona korter er liðið á fundinn. - Rétt fjöldatala ætti alltaf að vera þegar flest er.

Ef 12 þúsund manns komast með góðu móti fyrir á Austurvelli þá eru örugglega fleiri hér en 1500 manns eins og RÚV greindi frá.

- Nær væri að ætla að a.m.k. 6-7 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í dag.

- Um fundinn og ræðurnar má lesa hér á Nei.

Efstu myndir hér eru teknar frá sviðnu, en þéttnin var ekki minni frá Jóni Sig og að Borginni, það sést neðar:

Mynd  2009 01 10 15 34 56

Mynd  2009 01 10 15 06 44

Mynd  2009 01 10 15 34 32

Mynd  2009 01 10 15 07 04

 

... og svo aftar í mannhafinu eða frá bekkjunum við styttu Jóns Sigurðssonar:

Mynd  2009 01 10 15 23 58Mynd  2009 01 10 15 24 00


 

 

... og svo bara bland í poka:

Mynd  2009 01 10 15 26 40Mynd  2009 01 10 15 13 46Mynd  2009 01 10 15 16 24Mynd  2009 01 10 15 08 22Mynd  2009 01 10 15 08 52Mynd  2009 01 10 15 24 32Mynd  2009 01 10 16 03 10Mynd  2009 01 10 15 35 04Mynd  2009 01 10 15 34 44Mynd  2009 01 10 15 07 46Mynd  2009 01 10 15 13 56Mynd  2009 01 10 15 12 32Mynd  2009 01 10 15 08 52

 


mbl.is Fjórtándi fundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur sannar gildi þess að eiga „rödd“ á vettvangi

SteingrímurJSteingrímur J Sigfússon og Ögmundur Jónasson að ógleymdu ASÍ hafa margoft sannað hve mikilvægt er að eiga „rödd“ og aðkomu að vettvangi ákvarðanna Evrópu, þó svo hér sé Steingrímur að tala á vettvangi Evrópuráðsins en áhrif Ögmundar og ASÍ hafi verið í samráðsferlum við ákvarðanatökur ESB vegna málefna vinnumarkaðar Evrópu vegna aðildar íslenskra launþegasamtaka.

Í raun er öflug „rödd“ og rök miklu meira virði ein og sér en atkvæði eitt og sér. Þess vegna skiptir aðild okkar að ESB gríðlega miklu máli því þar fáum við „rödd“ og aðkomu að öllum ákvarðanatökuferlum ESB.

ESB er byggt upp á hugmyndum um „samstöðulýðræði

Í ESB er í raun iðkað „samstöðulýðræði“ sem merkir að leitast er við að mál séu ekki til lykta leidd við eindregna andstöðu einhvers aðila hópsins. Það birtist svo á margvíslega vegu, m.a. með því að allt annarskonar valdastofnun formar og leggur fram tillögur, þ.e. framkvæmdastjórn ESB, en sú sem tekur endanlegar ákvarðanir í málum sem er ráðherraráðið.

Á leiðinni þar á milli fara mál langa leið sem sumir kvarta yfir að sé of tímafrek. Tilgangurinn er þó samráð við alla sem mál snerta og að allar „raddir“ komist að. Á þeirri vegferð ákvarðanna frá tillögum framkvæmdastjórnar (einn frá hverju landi) til ráðherraráðs (einn frá hverju landi) er Evrópuþingið mikilvægasti áfanginn en það getur ýmist fellt mál, sent til baka til frekari vinnslu eða kallað eftir málum frá framkvæmdastjórninni.

Þessi vegferð mála kallar líka á að öll gögn séu raunverulega uppi á borðum, að allt sé þýtt á öll tungumálin og öll gögn séu aðgengileg öllum. Það gerir feikna kröfur en gefur líka stundum höggstað á ESB þegar ekki er hægt að fela neitt og 27 þjóðir horfa yfir axlir allra embættismanna, en opnari og traustari stjórnsýsla finnst ekki.

Í þessu ferli „samstöðu- og samráðslýðræðis“ sem íslendingar eru alls óvanir, hallar á þá stóru og valdmiklu í þágu þeirra litlu, - tilgangurinn er að það sé ekki afl heldur samstaða og sátt sem ráði niðurstöðu, þó svo stundum, jafnvel of oft, kosti það átök, samningatækni og hrossakaup að lenda málum.

Allir inn enginn út en við ein eftir í EFTA

Berlín manBandalagið var stofnað til að stuðla að varðveislu friðar í Evrópu með samstöðu, samskiptum og viðskiptum milli landanna. Árangurinn er sá að nær öll lýðræðisríki Evrópu hafa gengið í ESB en ekkert ríkjanna hefur íhugað úrsögn - á sama tíma sitjum við nær ein eftir í EFTA sem Bretar stofnuðu til að þurfa ekki að gang í EB en geta dreymt drauma um að ráða mestu allra um viðskipti bæði innan Breska Samveldis og í Evrópu. - En jafnvel Bretar eru löngu gengnir úr EFTA og í ESB.

Heimsveldisdraumar hafa áhrif á stöðu Breta

Enn leggja hagsmunaðilir sem eiga mikið undir í viðskiptum innan Breska samveldisins mikla áherslu á að eiga sína fulltrúa og talsmenn allstaðar þar sem viðskiptahagsmunir Breta koma við sögu, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir sum bresk fyrirtæki, sem fremur vilja vegna þeirra hagsmuna auka áhrif og völd Breta byggð á heimsveldisdraumnum og Breska samveldinu en á Evrópu.

Meðal breskra samveldissinna heitir það „að horfa fremur til heimsins“ en til Evrópu - það merkir að fórna Evrópu-tengslum til að auka Samveldis-tengsl  - enda þar er Bretland krúnan. Samvedlishagsmunir Breta leiddu þá um hríð frá ESB með stofnun EFTA en voru nær þjóðagjaldþroti að sögn Daniel Hannan í grein hans í Mogga þegar Bretar gengu í ESB (- og björguðu sér þá væntanlega frá þjóðargjaldþroti með ESB-aðildinni), það má því segja að Samveldið og viðskiptahagsmunir fyrirtækja innan þess hafi veikt stöðu Breta í Evrópu með því að tefja, seinka og trufla ESB-þáttöku Breta.

Geng ESB og fyrir Breska samveldið í 15 ár

Daniel Hannan, bretinn sem ESB-andstæðingar hampa mikið er fyrst og fremst Samveldissinni sem vill fórna Evróputengslum Breta til að byggja undir Samveldis- og heimsveldisdrauminn og þá viðskiptahagsmuni sem þar eru í veði. Hann hefur í 15 ár verið þingmaður á þingi ESB til að berjast geng ESB. Hann lagði það til á sínum tíma að Bretar gengju úr ESB og aftur í EFTA  „til að geta byggt upp á grundvelli Breska samveldisins í stað Evrópu“ - þ.e. á leifum breska heimsveldisins og draunum um endurreisn þess sem viðskiptaheildar.

Og rök úr þessum þankagangi kópera svo sumir Íslendingar.

SigurvegararHins vegar vilja Norðurlandabúar ákafir fá okkur í  ESB til að efla sitt lið, en fulltrúar Breta hafa engan áhuga á aðild Ísland að ESB þó þeir verði að sætta sig við hana ef við viljum, heldur segja Bretar allir sem einn að við ættum að láta okkur EES duga því þá senda þeir okkur reglur í áskrift en eru lausir afskipti smáþjóðar með kröfur og áhrif innan bandalgsins.

Jafnvel nafn samtaka ESB-andstæðinga „Heimssýn“ er komið frá frasa breskra Samveldis- og heimsveldissinna „horfum til heimsins“ sem merkir í þeirra munni „eflum Breska Samveldið og látum okkur dreyma um heimsveldið“.

Við eigum að vera menn til að þora að setjast til borðs þar sem ákvarðanir eru teknar og láta í okkur heyra og til okkar taka eins og Steingrímur J gerði hjá Evrópuráðinu.

- Og við eigum ekki að láta nokkurn mann segja okkur að þar sem við höfum „rödd“ hefðum við ekki áhrif, - það sannar Steingrímur J manna best, hvað þá heldur þegar röddinni fylgir atkvæði og neitunarvald í grundvallarmálum.


mbl.is Frysting tekin fyrir hjá Evrópuráðsþinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afbragðs listaverk frá „skrílnum“

Á vefritinu Nei. er nú á forsíðu afbragðs gott margmiðlunarband um atburðina við Borgina. Slóðin er hér.

Þar er m.a. bent á í frábærum textanum að okkur er bannað að „persónugera“ afglöp stjórnvalda - en sömu stjórnvöld heimta að fá að persónugera skoðanir og mótmæli mótmælenda - heimta að sjá andlitin, heimta að geta skráð þátttakendur - þá sem ekki fá að vera þjóðin.

gamlarsdagur560


Beitingu hryðjuverkalaganna verður að prófa fyrir dómi

icesave_6_30_trongt.jpgBjörgvin, Ingibjörg og Össur þið viljið ekki láta minnast ykkar fyrir þetta, að prófa ekki rétt okkar.

Eitt ætti að vera öllum ljóst að þess mun Íslensk saga alltaf minnast að ríkisstjórn Íslands, íslensk stjórnvöld og Landsbankinn* ásamt öllum sem þeim tengdust voru einn dag sett undir ákvæði breskra hryðjuverkalaga. - Með sama hætti mun það heldur aldrei gleymast í okkar sögu hvaða stjórnmálamenn á vakt nú munu ekki gæta sæmdar þjóðarinnar og reka mál okkar og rétt fyrir breskum dómstólum til að prófa réttmæti þessarar ákvörðunar.

Það er ekki nóg að Kaupþing fari í mál því hryðjuverkalögunum var ekki beitt gegn Kaupþingi.

Ef einhver þessara aðila sem lögunum var beitt gegn; Ríkisstjórn Íslands, íslensk stjórnvöld og Landsbankinn*, hafa verðskuldað beitingu þeirra verða stjórnvöld að upplýsa okkur um öll atvik þess og gera okkur skýra grein fyrir því að af þeirri ástæðu sé málið ekki sótt, - það hafa þau ekki gert.

Við höfum nú haft langan aðdraganda að næsta miðvikudegi þegar frestur til að krefjast ógildingar gerningsins rennur út. - Hér er ekki um að ræða þá hröðu atburðaráðs sem ráðalausir ráðherrar gátu skýlt sér bak við við hrun bankanna.

Það má því segja að allar ákvarðanir sem nú verða teknar séu að yfirlögðu ráði. 

Björgvin, Ingibjörg og Össur þið viljið ekki láta minnast ykkar fyrir þetta, ekki aðeins að hafa ekki verið með á nótum þegar bankarnir hrundu og ekki lagt skýrar línur til ykkar undirmanna um „allt uppá borðin“ heldur nú að yfirlögðu ráði að vanrækja að prófa fyrir dómi stöðu okkar í þessu skelfilegasta efnahagslega hryðjuverki sem þessi þjóð hefur orðið fyrir.

*Klipp úr bresku tilskipuninni um hverja hún tók til:

Specified persons
3.—(1) The following are specified persons for the purposes of this order
a) Landsbanki
b) the Authorities and
c) the Government of Iceland.

The Authorities means:
a) the Central Bank of Iceland, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik;
b) the Icelandic Financial Services Authority (the Fjármálaeftirlitið); and
c) the Landsbanki receivership committee established by the Icelandic Financial Services Authority;

 


mbl.is Ríkið styður málshöfðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegur áróður Stöðvar2 í garð mótmælenda

Sannleikurinn skiptir gríðlega miklu máli við núverandi aðstæður - og fjölmiðlum verður að vera treystandi.

Afleiðingar ýkjufrétta Sigmundar Ernis, Ara Edvald og Stöðvar 2 af framkomu mótmælenda m.a. skrökfrétt um milljóna króna skemmdaverk á „hljóðkerfi og útsendingatækjum“ og „vopnaða glæpamenn“ eru raunverulega stórhættulegar. Ég gekk úr skugga um það á Stöð2 í dag að það eru engin skemmd tæki eftir gamlársdag hjá Stöð2 og búið var að gera við kaplana um hæl.

Ýkjuásakanir þeirra leiddu strax til þess að öfgafullir menn réðust að fólki sem það taldi ótýnda „skemmdarvarga“ og „glæpamenn“ og fannst stjórnvöld vera gefa sér veiðileyfi á af þeim sökum og unnu verri skemmdarverk og sýndu einstaklingum hættulega ögrandi ofbeldi langt umfram það sem mótmælendur hafa viðhaft til að mótmæla hruni Íslands og magnleysi stjórnvalda.

Klipp00 Ég fór á Stöð 2 í dag og gekk úr skugga um að þar eru engin skemmd tæki eftir gamlársdag. Hvað þá að mótmælendur hafi einhvernvegin vísvitandi  skemmt tæki fyrir milljónir króna eins og skilja mátti Sigmund Erni. - Og já, Ingibjörg Sólrún, fólkið þröngvaði sér inní anddyri Hótel Borgar og settist þar niður - fyllti gólfið - og söng - það var í setuverkfalli eins og þú áður, og ég horfði sjálfur á þetta eigin augum og tók af þeim myndir - og lögreglan réðst að fólkinu sitjandi inni, - og með hendur uppí loft úti. Fólkið vann ekki „skemmdarverk“ innandyra né sprengdi eða brenndi inni í húsinu, - og dós eftir saltpétur sem lögregla sýndi, brann úti sárasaklaus um einn metra frá mér. - Miklu meiri reykur kom ef venjulegu blysi en því dóti auk þess sem blys logar miklu lengur. - Enginn sást með vopn í þessum hópi þó einhver hafi við hina hlið hússins notað vasahníf til að opna glugga og koma eggi innum hann.

- Það var gamlársdagur var það ekki annars?

- Skrök- og ýkjusögur Sigmundar Ernis, Ara Edvald og Stöðvar 2 eru raunverulega stórhættulegar. Hægri öfgamenn halda raunverulega að þeir séu að jafna metin við „skemmdarvarga“ - þó mótmælendur hafi beinlínis forðast að skemma annað en að slíta snúrur. Mótmælendur sýna líka á upptökum MBL.is merkilega stillingu þegar tveir menn ögra þeim með ofbeldistilburðum.

- Bein afleiðing af skrök- og ýkjufrétt Sigmundar Ernis má telja árásina á verslun Evu Hauksdóttur með miklu fleiri brotnum rúðum en þúsundir mótmælenda hafa samanlagt asnast til að brjóta fram til þessa. - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Magnús Bergmann og Daníel Eðvaldsson eru frábært fréttateymi á mbl.is með afbragðs myndum og frásögnum sem má sjá þarna. Ég leyfi mér að klippa nokkrar kyrrmyndir útúr hjá þeim. (Sjá hér og hér )

Svona ofbeldi hef ég ekki séð neina mótmælendur sýna fólki sem þessir sjálfskipuðu varðliðar gera hér.

PS Bætt við eftirá: Sagt er á bloggi að hér séu á ferð annarsvegar svæfinga- og gjörgæslulæknir og hinsvegar hagfræðingur hjá Seðlabankanum. - Það er nú ekki meira en svo að maður trúi því. Ég sá mennina gera hróp að fólki sem var verið að hlúa að og virtust sparka til einhverra, auk þess sem upptaka Mbl.is sýnir, - veit þó ekki hvort það hitti.

Klipp04Klipp06Klipp07Klipp02Klipp05Klipp08Klipp01

Sjá hér og hér 

 


Lögreglan úðaði á fólk með hendur upp í loft á leið í burtu

Mynd 2008 12 31 14 57 45Hér má sjá myndir mínar frá atburðum við Hótel Borg. Hér sést vel að fólk er með hendur upp í loft og á leið í burtu þegar 14 sekúndum seinna allt pipar-úðasettið er komið á loft. - Fólkið komst ekki greitt í burtu þar sem sundið er þröngt og þeir sem þar voru tepptu það, auk þess sem lögreglan lokaði sjálf annarri undankomuleiðinni - fyrir ráðamenn.

Sjálfur reyndi ég að benda lögrelgu á að ef hún ætlaði að rýma svæðið yrðu undankomuleiðir að vera opnar og greiðar á meðan.

Ég sá ekki að mótmælendur beittu annað fólk ofbeldi, hvorki sjálfskipaða löggæslumenn Stöðvar2 sem réðust á mótmælendur (sjá video á visir.is) og reyndu með handalögmálum að stöðva skarann sem þrýsti allur Þeim fremstu á undan sér, né þá sem gegna með réttu því vandasama starfi að vera löggæslumenn við þessar erfiðu aðstæður. - Ég saknaði reyndar Geir Jóns - hann kann á fólk.

- Þvert á móti virtist fólkið staðráðið í að greina skýrt á milli þess að það opnaði dyr og hlið og tók á „hlutum“ og svo þess að það legði ekki hendur á annað „fólk“.  Einu sinni sá ég mold úr blómabeði vera fleygt úr fjarlægð í lögreglumenn - og náði mynd af því - en sá aldrei neinu verra en mold fleygt - Hafi einhver hent grjóti er það ekki í takt við þær línur sem ég sá mótmælendur draga svo skýrt sem þeir gátu, og af því sem ég sá langlíklegast að um væri að ræða aðvífandi skeyti úr fjarlægð á meðan á árás lögreglu stóð, ef þetta er rétt - sem væri afleitt.

Sprengingar glumdu eins og endranær á gamlársdag en ég varð ekki var við neinar sem í reynd ógnuðu Hótel Borg, gestum staðarins eða lögreglu í sundinu. - Ég efast þó ekki um að Sigmundur Ernir hefur verið hræddur inni við hvellina og lætin útifyrir.

- Og sumir lögreglumennirnir hafi orðið óttaslegnir þegar fólkið söng fingravísuna í kór - enda kom gasið í beinu framhaldi af vísunni .. um vísifingur og löngutöng .. hvar ert þú .. hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn, ...

Mynd 2008 12 31 14 23 56Mótmælendur settust niður þegar þeir komust inní Hótel Borg og þeir settust aftur úti þegar réttmæt lögregla hafði vísað þeim út. Kokkar Hótel Borgar og tæknimenn Stöðvar2 sem beita fólk ofbeldi (sjá myndband á Visir.is) er alveg jafn rangstætt um ofbeldi sitt og hver annar sem beitir fólk ofbeldi, sérstaklega þar sem lögregla var til staðar til að verja ráðmenn ef um það væri að ræða.

Upptökumenn og ljósmyndarar hafa óáreittir verið innan um mótmælendur alla tíð og það var ekki öðruvísi nú. Mótmælendur komust ekki í tæri við nema snúrur upptökutækjanna svo mig undrar hvernig þeir eiga að hafa eyðilagt tæki fyrir mikla peninga eins og Sigmundur Ernir ásakar þá um, mikilvægt að hann upplýsi það hvaða tjóni þeir urðu fyrir og hvernig það atvikaðist. - Er ekki undarlegt að fréttamaður sem svo aumlega barmar sér sýni okkur ekki sjálft milljónatjónið og hvernig það atvikaðist?

Sjá einnig myndband visir.is og mbl.is

---

Nafn myndanna minna er tímasetning þeirra. Efsta myndin hér fyrir neðan er: mynd_2008-12-31_14-39-00, sem merkir að samkvæmt klukku myndavélarinnar var hún tekin kl 14:39:00 þann 31. des 2008.

Það merkir að  fjórum mínútum áður en lögreglan úðar fólkið er það að syngja fingrasönginn í kór:

„vísifingur, vísifingur .. hvar ert þú .. hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn, ... “

Mynd 2008 12 31 14 39 00 Mynd 2008 12 31 14 39 18

Næstu 4 myndir sýna fólk rétta upp hendur og snúa sér út sundið eftir aðvörun lögreglu, en kemst ekki hratt vegna þeirra sem utar eru,  - í kjölfarið kemur árás lögreglu í bakið á fólkinu.

Næstu fjórar myndir eru teknar frá 14:42:54 til 14:43:21 þ.e. á aðeins 27 sekúndna tímabili og  sýna viðbrögð fólksins við aðvörun lögreglunnar og skipun um að fara, fólkið réttir upp hendur, snýr sér undan og eftir því sem sundið og múgurinn leyfir mjakast það í burtu .. en þá á mynd tekin 14 sekúndum  seinna kl 14:43:35 stendur yfir árás lögreglunnar með úða - ekki geta það kallast  varnaraðgerð þegar fólk er á leið í burt með hendur upp í loft.Mynd 2008 12 31 14 42 54

Mynd 2008 12 31 14 43 16Mynd 2008 12 31 14 43 17Mynd 2008 12 31 14 43 21Hér eru aðeins 14 sekúndur milli þessara mynda hér næst fyrir ofan  þar sem fólk er með uppréttar hendur á leið í burtu, og þessarar næst fyrir neðan þar sem lögregla hefur þegar gefið góðan úða yfir allan hópinn úr mörgum brúsum á lofti.

Mynd 2008 12 31 14 43 35Mynd 2008 12 31 14 43 36

Mynd 2008 12 31 14 43 37
Hvað sem fólki finnst um aðgerðir mótmælenda þá er skrítið hvernig lögregla beitir „varnarúðanum í bakið á fólki með uppréttar hendur, - og í miklu magni við mjög þröngar og tepptar undankomuleiðir, þeir sem næstir eru lögreglu og verða fyrir úðanum komast ekki undan fyrir mannfjöldanum og þrengslunum. 

 

Sjá fleiri myndir - smella hér

Mynd 2008 12 31 14 49 13Mynd 2008 12 31 14 46 50Mynd 2008 12 31 14 52 10Mynd 2008 12 31 14 47 18Mynd 2008 12 31 14 48 02Mynd 2008 12 31 14 47 04Mynd 2008 12 31 14 49 07Mynd 2008 12 31 14 52 42

Sjá fleiri myndir - smella hér


mbl.is Gas Gas Gas á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband