Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Allt uppá á borðið núna! -Þetta er bankinn minn eins og Davíðs

Mynd 2008 10 10 12 41 25+Núna verður að leggja á borðið öll gögn, skýrslur minnisblöð og fundagerðir þar sem ríkisstjórn eða einstakir ráðherrar, hafa verið varaðir við bankahruninu. Við verðum að fá að vita það áður en frambjóðendur verða valdir og áður en gengið verður til kosninga, hver vissi hvað hvenær og hvað þeir gerðu sem vissu.

Davíð ásakar í reynd Sjálfstæðismenn um að hafa ekki brugðist við mjög alvarlegum viðvörunum hans ef rétt er; Geir Haarde um að hafa ekki gripið til eðlilegra varúðarráðstafanna, neyðaráætlana og ráðstafanna þegar Davíð lét Geir hafa viðbragðsáætlunarskýrslu í febrúar sem gerði ráð fyrir að bankahrunið yrði í október, og Björn Bjarnason um að skera niður hjá efnahagsbrotadeild lögreglunnar þó Davíð segði honum að full ástæða væri til að þrefalda eða fjórfalda mannafla hennar eftir að Davíð hafi varað hann við hvað í vændum var.

Mynd 2009 01 25 00 51 46Og Kaupþing um að hafa flutt milljarða punda frá London og Breta um að hafa sett hryðjuverkalög á Landsbankann, ríkisstjórn Íslands og Seðlabankann vegna þeirra verka Kaupþings.

Öll gögn um þetta verða nú að koma uppá borðið, - strax fyrir kosningar og sama á við um gang rannsókna á málum tengdum bankahruninu, hvaða ábendingum hefur verið fylgt og hvort rétt sé að eina rannsóknin sem sé í gangi sé vegna ábendingar Davíðs, og að um öll önnur alvarleg mál hafi hann þó ekki sjálfur sent upplýsingar áfram, heldur sagt heimildarmönnum sínum að bera þau sjálfir áfram en að enginn þeirra mála hafi skilað sér inní kerfið til rannsóknar.


mbl.is SÍ varaði í febrúar við hruni í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju koma bara innvígðir til greina í dómsmálaráðuneytið?

Althingishusid_f045Hvernig í ósköpunum stendur á því, ef þessi frétt er rétt, að loks þegar vinstriflokkar stjórna landinu komist þeir ekki útfyrir hring innvígðra og innmúraðra innstu koppa fráfarandi dómsmálaráðherra þegar þeir leita að nýjum? - Velja settan ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins til að verða dómsmálaráðherra.

Þetta er hreint fráleitt. Við höfum fyrst nú nýlega dregið fram einhverjar upplýsingar um ólöglegar njósnir og hleranir lögreglu með einstaklingum af pólitískum ástæðum um miðja síðustu öld þegar nú hafa enn komið fram vel rökstuddar staðhæfingar um að símar séu hleraðir af pólitískum ástæðum í dag og fylgst sé með og skráðar persónulegar upplýsingar um fólk vegna þess að það tjáir skoðanir sínar í mótmælum og með ýmsum hætti og hefur í frami gagnrýni og skoðanir í blóra við fráfarandi lögregluráðherra. mynd_2009-01-20_15-21-53_2.jpg- Og þá kemst Steingrímur J Sigfússon sem fær víst að ráða þessu ráðneyti ekki útfyrir þennan þrengsta hring innvígðra og innmúraðra helstu gerenda þessa málaflokks í langri misnotkunarsögu Sjálfstæðisflokks með málaflokknum. Fyrst bárust fréttir af því að fv. innvígður og innmúraður stjórnandi lögreglumála Björg Thorarensen hefði verið beðin um að taka málaflokkinn að sér en nú er bætt um betur og settur innvígður og innmúraður sjálfur ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Björns Bjarnsonar, Ragna Árnadóttir. - Maður skilur nú bara ekkert í svona löguðu.

- Ekki að ég hafi neitt persónulega uppá þessar mætu konur að klaga, en þetta er óskiljanlegt að ekki sé hægt að fara útfyrir innsta hring Björns Bjarnsonar við val á dómsmálaráðherra.


mbl.is Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband