Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Svo rakst ég á þennan ref yst á Snæfellsnesinu

Það var heldur tekið að rökkva þegar ég sá ref trítla yfir veginn nokkuð fyrir framan mig og leggjast í vegkantinn eins og til að bíða þess að bíllin færi hjá. Ég stöðvaði hinsvegar bílinn, skrúfaði í snatri niður farþegarúðuna og mundaði myndavélina. Refurinn starði beint framan í mig í forundran eins og hann hefði vart átt von á þessu. Hálf fannst mér hann eymdarlegur með einhverjar síðar silfurlitaðar lufsur af vetrarfeldinum en annars móbrúnn og með dapurt augnatillit. Eftir augnabliks fyrirsætustörf stóð rebbi upp og rölti í burtu og leit aldrei til baka.

  img 2009 07 20 19 48 15B

img 2009 07 20 19 48 15

img 2009 07 20 19 48 40

img 2009 07 20 19 48 43img 2009 07 20 19 48 49img 2009 07 20 19 49 28


 


Árans kjóinn tekur kríuunga - Myndir

Ég var uppá Snæfellsnesi að skoða kríuvarpið og taka nokkrar myndir þegar ég varð var við kjóa á flugi. Það var reyndar fjári hvasst en mér til undrunar komst kjóinn að mestu óáreittur inní kríuvarpið, settist fyrir framan stálpaðan unga sem ég hafði rétt áður myndað, en var kominn fjær. Unginn glennti upp munninn eins og hann ætti von á æti, kjóinn virti hann fyrir sér nokkur augnablik eins og hann hugsaði sig um, en reisti svo höfuðið hærra og teygði tærnar til að reiða betur til höggs og hjó svo goggnum af öllu afli í ungann og á næsta augabragði tók hann ungann upp og flaug á brott. Allan tímann að mestu óáreittur.

Kjóinn er öflugur fugl, hefur sterkar fætur og öflugan háls með beittum gogg og notar líkama sinn sem vopn. Má vera að hvassviðrið skýri aðgerðaleysi kríunnar gagnvart kjóanum en mögulega er krían varnarlaus gagnvart þessum öfluga fugli. þetta kom mér allt talsvert á óvart en hér eru nokkrar myndir þó ég hefði gjarnan viljað vera nær. Síðasta myndin sem ég tók og átti að vera af kjóanum að fljúga af stað sýndi hinsvegar bara autt grasið, svo snöggur var hann.

Til að stækka myndir má smella og smella svo aftur 

Kjoi 0b 2009 07 20 19 00 53Kjoi 0c 2009 07 20 19 00 54Kjoi 1 2009 07 20 18 53 36Kjoi 3 2009 07 20 18 53 31Kjoi 5 2009 07 20 18 53 42Kjoi 7 2009 07 20 18 53 44Kjoi 6 2009 07 20 18 53 43Kjoi 8 2009 07 20 18 53 45Kjoi 9 2009 07 20 18 53 45


Sérstakar lausnir eru reglan en ekki undantekning

Folk_0114Miðjarðarhafið í heild, Eystrasalt, Skagerak, Kattegat, eyja Portúgala Madeira, eyjur Spánverja á Atlantshafi Kanarýeyjar og Assoreyjar, Hjaltlandseyjar norður af Skotlandi, ríkið Malta á miðju Miðjarðarhafi, eyjur og lendur Breta og Frakka í Karabískahafinu, Franska - Gínea, jafnvel Færeyjar og Grænland sem eru utan ESB eru með þeim sérstaka hætti sérlausnir Danmerkur sem er aðildarríki ESB. Um öll þessi hafsvæði sem eru vistfræðilega aðskilin Norðursjó eru sniðnar sérstakar lausnir til fiskveiðistjórnunar sem eru sem næst vettvangi í samræmi við nálægðarregluna í höndum heimamanna. Þannig fer t.d. Miðjarðarhafsráð með stjórn fiskveiða í Miðjarðarhafinu.

Um slíkt segir ESB einfaldlega að ef kerfið uppfyllir skilyrði um sjálfbærar veiðar og vernd fiskistofna og er það í samræmi við fiskveiðistefnu ESB. Þetta eru ekki kallaðar „varanlegar undanþágur“ eins og menn kalla á hér, heldur telst einfaldlega vera hluti fiskveiðistefnu ESB, sem vel að merkja er miklu meira en bara fiskveiðistjórnun. Þar er líka styrkja og stuðningskerfi, úreldingarkerfi og markaðsstuðningur, sem og kerfi sem greiðir sjómönnum lágmarksþóknun í þeirra vasa ef afli lendir í gúanói þ.e. minna en lágmarksverð fæst fyrir aflann. Hvert ríki sér um gæslu og eftirlit sinnar lögsögu sem undirstrikar að ríkið en ekki ESB á fiskveiðilögsöguna.


mbl.is Höfum sérstakra hagsmuna að gæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er atvinnuleysi letifaraldur sem af hendingu gengur yfir í kreppu?

img_2009-07-13_12-53-59.jpgUngt fólk sem kemur úr skóla fær ekki atvinnuleysisbætur.  Lilja Mósesdóttir, þingmaður talaði í fréttum um ungt fólk sem kæmi úr skóla og lenti beint á atvinnuleysisbótum. Það er hart til þess að vita að jafnvel hagfræðingurinn og þingmaður VG Lilja Mósesdóttir viti ekki að ungt fólk sem er að koma úr skóla fær ekki atvinnuleysisbætur. Ef það hefur verið svo lánsamt að fá löglega vinnu fulla þrjá mánuði í sumarfríinu árið undan fær það 25% af atvinnuleysisbótum.

Það er ósvífið af samfélagi okkar að tala alltaf um atvinnuleysi eins og að um sé að ræða leti-faraldur sem líkt og svínaflensan af hendingu gengur yfir samfélagið á sama tíma og samdráttur verður í efnahagslífinu.  Það er hefðbundið að fljótlega eftir að atvinnuleysi eykst er farið að staðhæfa að nóg vinna sé sem atvinnulausir hirði ekki um hana vegna þess hve ljúfu lífi þeir lifa á bótum. - En svo hverfur samt atvinnuleysi eins og dögg fyrir sólu samtímis því að efnhagasástandið hér batnar, en auðvitað bara vegna þess að letifaraldurinn hefur gengið yfir eins og svínaflensan en af hendingu einni að það gerist samtíms batnanadi efnahagslífi.

En svo hafnar atvinnulífið þeim sem búa við vanheilsu

Þegar svo atvinnulífið pikkar út þá hraustustu og hafnar hinum veikari sem leita þá framfærslu á grundvelli langvarandi vanheilsu sinnar með örorkubótum, lætur forstjóri Tryggingastofnunar eins og það sé sök þeirra sem búa við skerta heilsu að atvinnulífið hafnar hæfileikum þeirra og reynslu. Samkeppnissamfélagið hafnar hæfileikaríku og reynslumiklu fólki sem ekki býr við fulla heilsu. Það er heimskulegt og það er sök samfélagsins og atvinnulífsins en ekki þeirra sem búa við skerta heilsu og skert líkamlegt atgervi.


Lengi vitað að brunavörnum væri ábótavant á Valhöll

img 2009 07 10 19 07 11Fyrir meira en þremur áratugum heyrði ég um hve vítverðar brunavarnir væru á Hótel Valhöll. Starfsfólk hafði þá strax miklar áhyggjur af því að ef eldur kæmi upp myndi hótelið fuðra upp á skammri stundu og starfsfólk og gestir sem kynnu að sofa á herbergjum sínum ættu vart undankomuleið.

Það kemur mér því afar undarlega fyrir sjónir að eftir endurteknar endurbætur á hótelinu á þessu árabili sem liðinn er síðan hafi þeim aldrei verið settur stóllinn fyrir dyrnar um alvöru brunavarnir.

Smella hér til að skoða fleiri myndir sem ég tók í gær.

 img 2009 07 10 17 58 36

img 2009 07 10 18 39 31 (1)


mbl.is Skýrslur teknar af starfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk að stinga uppá að íslenska ríkið hætti að vera til?

city0115.jpgFólk talar nú hér á landi eins og það sé minnsta mál fyrir Ísland að varpa af sér skuldum með því að Ísland sem ríki lýsti sig gjaldþrota. Til vitnis um það vísa menn til reynslu Argentínu sem fyrir tíu árum hafi einfaldlega lýst sig gjaldþrota. Í gær var vitnað til þess að enskt matsfyrirtæki teldi Ísland vera í 5. sæti yfir ríki sem líklegast væri að yrðu gjaldþrota - hvaða ríki skyldi hafa vera í 1. sæti?, jú einmitt Argentína ríkið sem varpaði af sér skuldum sínum með gjaldþroti fyrir 10 árum. Það merkir reyndar líka að Argentína er það ríki sem hefur hæsta lánatryggingarálag allra ríkja heimsins, og borgar því mest fyrir að fá lán af öllum ríkum heims. - Hvaða vanda skyldi þá þjóðargjaldþrot Argentínu hafa leyst?  - Engan, alls engan, í raun aðeins skapað enn meiri vanda en var fyrir.

Þeir sem vilja að við leggjum árar í bát og gefumst upp eru að stinga uppá að hending ráði hverjir eignast auðlindir Íslandsins og hending ein ráði hvort Ísland verði til sem skráð ríki eftir aðeins skamman tíma. Öfugt við Argentínu erum við í ofanálag ekki sjálfbjarga um neitt, við framleiðum ekki einu sinni öngla til að veiða fisk, hvað þá íhluti í vélar og tæki eða tölvur, pappír og umbúðir. Það er ekkert al-íslenskt til.

Fyrir ríki er það að verða gjaldþrota eins og fyrir einstakling, við sjálf, Íslendingar látum gjaldþrota einstakling aldrei í friði þó skuldir hans séu smáar á mælikvarða banka eða ríkis, hann getur ekki hætt að vera til og skráð sig undir nýrri kennitölu eins og fyrirtæki. Eins er með ríki, ríkið getur ekki hætt að vera til - eða hvað? - Er fólk að stinga uppá að íslenska ríki hætti að vera til?

Það er rétt hjá Steingrími J Sigfússyni að við megum aldrei gefast upp, við megum aldrei lýsa okkur gjaldþrota sem ríki - aðrir verða að gera það. Svo lengi sem lengt er í hengingarólinni er sá möguleiki til staðar að við náum að tipla tám á jörð og bjarga okkur, og svo lengi sem við fáum gálgafrest má vera að hann dugi, en uppgjöf kemur ekki til greina.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband