Mynd sem ég tók af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni í okt 1984, þar sem hann stendur í öruggu skjóli við þjóðkirkjuhornið og rýnir í 12 þúsund manna mótmælafund á Austurvelli í verkfalli BSRB og prentara 1984.
Þá rak Hannes ólöglega útvarpsstöð í húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.
Myndin birtist við hlið annarar af fjöldafundinum í BSRB tíðindum sem var eini prentmiðillinn sem kom út í verkfallinu. Mörgum fannst hún táknræn fyrir einmanleika frjálshyggjunnar andspænis samhjálp og samstöðu fólksins og var snarlega ortur mikill fjöldi ljóða til myndarinnar.
Ljósmyndari: Helgi J Hauksson | Staður: Austurvöllur, Reykjavík | Bætt í albúm: 22.1.2008
Athugasemdir
Frábær mynd og texti. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 31.3.2008 kl. 09:12
Þú varst á bak við myndavélina en karl faðir þinn í ræðustól. Þetta voru merkir tímar enda ég rotaður við höfnina. Annar bloggari skrfiaði svo um alla baráttuna, sr, Baldur. Kv..gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:39
Frábær mynd! Var búin að gleyma henni - góð upprifjun.
Edda Agnarsdóttir, 31.3.2008 kl. 15:20
Aldeilis óborganleg mynd! Mikið finnst mér notalegt að sjá hana aftur eftir öll þessi ár! Þú átt að fá verðlaun fyrir þessa mynd, Helgi!
Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:39
Uppáhalds fréttamyndin mín ever.. hrein snilld. Man vel eftir henni á sínum tíma, var í kennaranámi á þessum tíma. Skólinn lokaður vegna verkfalls - svaka fjör. Enn og aftur - Frábær mynd!!
Eysteinn Þór Kristinsson, 1.4.2008 kl. 22:43
Þessi mynd er mögnuð, svo ekki sé meira sagt. Og táknræn.
Lára Hanna Einarsdóttir, 25.4.2008 kl. 10:40