Mynd 2008 07 08 19 05 04

Einmana kría loks búin að finna lítið síli leitar hér ungans síns í kríuvarpinu á Álftanesi en allt er horfið -egg og ungar. Krían flýgur upp aftur og aftur og sest aftur á sama reit og skimar ráðvilt en finnur ekki ungann sinn sem venjulegast tekur fagnandi á móti foreldrunum færandi mat. Ungarnir eru allir horfnir - trúlega í veiðibjöllumaga eftir að kríuhópurinn hætti að verja varpið fyrstu daga júlí, skildi eftir bú og buru og settist í hópum á ystu sker og nes til að byrja fita sig á ný fyrir farflugið.

Ljósmyndari: Helgi J Hauksson | Tekin: 8.7.2008 | Bætt í albúm: 13.7.2008

Athugasemdir

Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband