Kröftugum olíukenndum piparúða sem loðir við augu og andlit og er ekki auðveldlega skolað í burtu, er dælt fyrirvarlaust á fólkið og án aðvörunar sem er inni í forstofunni og kemst ekki greitt í burtu vegna þvögunnar og veggjanna.
Í raun er hér margt fólk í afar litlu lokuðu rými, það er ekki hátt til lofts eða vítt til veggja og fólkið kemst ekki undan. Svo áhrif piparúðastróksins verða miklu meiri en á víðavangi.
Ljósmyndari: Helgi J Hauksson | Tekin: 22.11.2008 | Bætt í albúm: 22.11.2008
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.