Þýðir eitthvað að reyna að eyða þeim?

MyndTekin2006-05-07_22-10-26_1baa

Mávurinn lítur yfir ríki sitt

Nú fara sílamávarnir að koma eins og aðrir farfuglar. Fyrir þá sem átta sig ekki á hvaða fulg sílamávur er þá er hann eins og svartbakur en með dökkgráa vængi í stað svartra, að jafnaði þó aðeins minni en svartbakur en getur þó orðið ansi stór og einstaka álíka og svartbakur. Sílamávurinn fyllti tjarnarsvæðið síðasta sumar og hefur færst í aukanna á íbúðasvæðum höfuðborgarsvæðisins síðustu ár. Það hefur svo aftur haldist í hendur við að sandsílið sem hann er kenndur við hefur nær horfið og valdið m.a. hruni í varpi kríunnar. Skortur á sandsíli er ástæða þess að sílamávurinn hefur sótt í fæði hvar sem það er að finna, og jafnvel orðið gráðugur í brauðið sem börnin ætla að gefa öndunum á tjörninni, fyrir utan að hann á það til að tína upp einn og einn unga.

-En þýðir eitthvað að reyna að fækka máfunum með eitri? Er stofninn ekki einfaldlega í sveiflu sem fylgir á eftir sveiflum í sandsílastofninum og því nú í væntalegri niðursveiflu hvort sem er. - Er ekki óþarft að vera að dreifa eitri sem engin leið er að tryggja að ekki berist í aðra fugla og dýr, þegar mávurinn stefnir augljóslega í niðursveiflu vegna fæðuskorts? Aðalatriðið er kannski að gæta þess að fæða ekki mávinn með óvörðum úrgangi svo sem frá sláturhúsum og víðar til að halda ekki uppi stofninum þegar hann ætti að vera í náttúrulegri niðursveiflu vegna fæðuskorts.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband