Íranir skapa nýtt gíslatökumál eins og 1979

image?id=71284&rendTypeId=4Það var mikil saga í kringum gíslatökumálið í Íran og töku bandaríska sendiráðsins 1979 eftir byltinguna 1978. Það sem fæstir þó átta sig á er að Íranir unnu USA í því máli með leynisamning við Bush eldri þá varforsetefni Ronalds Reagan í kosningaslag við Jimmy Carter.  Það var flókin flétta sem lauk með því að gíslarnir voru látnir lausir 20 janúar 1981 aðeins nokkrum mínútum eftir að Ronald Reagan sór embættiseið sinn. Þetta upplýstist þegar Íran málið tengdist ólöglegum vopnakaupum fyrir Contra skæruliðana í Mið-Ameríku. Ýmsar sannanir voru lagðar fram í því máli um að það hafði beinlínis verið samið á laun við Írani um að sleppa ekki gíslunum fyrr en valdataka RR var orðin staðreynd m.a. til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, þó dómur féllist ekki á að þær væru full sönnun. ... Sem sagt þannig lærðu Íranir að þeir geti skapað sér afar sterka stöðu með gíslatökumáli þegar í nauðirnar rekur, fengu m.a. viðskiptabanni aflétt og snéru Bush eldri og RR um fingur sér - eða hvað?

Sjá heimildir smella hér um gíslatökumálið í Íran 1979-81 og Íran-Contra málið hér


mbl.is Öryggisráðið lýsir „alvarlegum áhyggjum“ af töku bresku sjóliðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Besta blogg-innlegg um þetta mál hingað til. Sögulegt samhengi er nauðsynlegt.

Íranir muna vel þegar Mossadegh var kjörinn 1950 og á góðri leið með að eigna landsmönnum olíuna aftur þegar Bretar og CIA komu og hentu honum út með skömm. Settu einvaldinn Shah aftur, sem svo byltingin 1978 henti til föðurhúsanna.

Sömu Bretar voru að ljúga um varðskipataktík Íslendinga þegar þeir voru að reyna að stela þorskinum okkar og negla á varðskipin með sínum stóru herskipum. Hvers vegna menn eru að taka upp hanskann fyrir aðferðafræði Bresku herbraskaranna er mér um megn að skilja.

Churchill rétt eftir fyrri heimsstyrjöld: "Without the Persian Oil we would not have won the war" Gullkorn, ekki satt? Og hefur mikið að segja í dag líka.

Bestu kveðjur

v

Ólafur Þórðarson, 30.3.2007 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband