Viðbrögð okkar við kosningunni og niðurstöðunni mikilvægust

Sól í StraumiKannski undir áhrifum fyrirlesturs slóvneska heimsspekingsins Slavoj Zizek sem ég var á í gær, þá vil ég benda á að viðbrögð okkar og allra aðila málsins við kosningunum sjálfum og niðurstöðum hennar er það sem mestu máli skiptir, og eru miklu stærra atriði en niðurstaða kosninganna sjálfra.

Við getum leyft þeim sem tapar að komast upp með að gera lítið úr gildi lýðræðis og þar með að það sé ekkert fyrir okkur, eða við getum séð að hér er stigið mikilvægt skref til framtíðar sem sjálfsagt er að grípa til oftar og gallar sem hafa komið fram séu aukaatriði og eitthvað til að læra af. Það er merkilegt að báðir aðilar eru þegar búnir að búa sér til stöðu til að lítilsvirða niðurstöðuna með ádeilu á kosninguna og aðdraganda hennar, og vantar ekki hugmyndaflugið um það. Þegar þetta er skrifað á hádegi kjördag er niðurstaðan auðvitað fullkomlega óviss en þegar komið fram í fréttum að kjörsókn í Hafnarfirði er meiri en nokkru sinni fyrr. 


mbl.is Kosið um framtíð álversins í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband