Brellubrellubrellur Hannesar Hólmsteins

HannesHolmsteinn2Enginn er annar eins brellumeistari og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, og Hannes veit að til að spinna brellur þarf skjól í reyk og að beina sökinni annað, yfirfæra glæpinn á óvininn.
Hannes er höfundur þess frá síðustu kosningum að þræta fram í rauðan dauðann um að aukinn skattbyrði merkti aukna skatta, reyndar með staðhæfingunni um hið gagnstæða að skattar hefðu lækkað þó svo hið opinbera tæki talsvert hærra hlutfall af heildarkökunni en áður – því jú kakan hefði stækkað. – Þvílík snilld! Skömmustulaust var það staðhæft aftur og aftur að skattar hefðu lækkað en ríkið gæti ekki gert að því að tekjur fólks hefðu hækkað meira og þess vegna borgaði fólk auðvitað stærri hlut en áður í skatt.

Með þessum rökum væri jafn blygðunarlaust hægt að staðhæfa þó ríkið tæki nú 95% skatt að skattar hefðu lækkað verulega frá t.d. heimastjórnarárinu 1904 því jú þrátt fyrir allt hefðu ráðstöfunartekjur fólks hækkað (þó svo ríkið tæki margfalt meira) því kaupmáttur 5% af landsframleiðslu á mann í dag er örugglega talsvert meiri en kaupmáttur 70% af landsframleiðslu á mann árið 1904.
Með rökum Hannesar sem Sjálfsæðisflokkur er að endurnýta nú geta skattar því hreinlega ekki annað en lækkað ef einhver hagvöxtur er.

dal-09-07Það sem þó á öllum öðrum tímum og öllum öðrum stöðum er átt við þegar talað er um skattahækkanir eða skattalækkanir er skattbyrðin, hlutfallið sem hið opinbera tekur af heildar kökunni. Ef hlutur okkar og hins opinbera breytist jafnt er skattbyrðin ekkert að breytast ef hinsvegar okkar hlutur vex minna en hins opinbera er skattbyrðin að aukast, - það er ekki flóknara en það.

Nú á þriðjudaginn var birti Mogginn grein eftir Hannes þar sem hann ber öðrum á brýn brellur og vill nú sannfæra þjóðina um að ekkert sé að marka tölur sem vísa á  vaxandi ójöfnuð og slæm kjör tekjulausra í hópi aldraðra. Það er kannski kaldhæðnislegt að um leið og
Leiðari Mogga við hlið Hannesar HólmsteinsHannesi er gert svo hátt undir höfði að setja grein hans við hlið leiðarans þá fjallar leiðari Morgunblaðsins þennan þriðjudag um það sem Hannesi er hugleiknast þessa dagana en með þveröfugri niðurstöðu.


Þar segir m.a í leiðara Morgunblaðsins.:
Skattamálin gætu orðið stjórnarflokkunum
erfið í kosningabaráttunni,
þótt málflutningur bæði Geirs
H. Haarde og Jóns Sigurðssonar hafi
verið sterkur.
Það þýðir ekki fyrir
þá að halda því fram, að misskipting
hafi ekki aukizt á Íslandi undanfarin
ár og þeir eiga ekki að reyna að
halda því fram
.
Sú aukna misskipting
blasir við hverjum einasta Íslendingi.
Það er orðin til yfirstétt í
fjárhagslegum skilningi á Íslandi.
Það þýðir að það hefur orðið gjörbreyting
á íslenzku þjóðfélagi.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Þessir pistlar þínir eru afbragð!

Eiginlega að kasta perlum fyrir svín að birta þetta bara á blogginu!

Kveðja frá Stokkhólmi: ásgeir

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.4.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Varðandi Hannes og skrif hans, þá vekja þau altaf mikla furðu mína. Nefni tvö dæmi svona í snatri:

Sl. sumar skrifaði hann grein sem ég las þar sem hann var að agitera fyrir lögleiðingu vændis. Í greininni lét hann frá sér þau ummæli að hver í ósköpunum myndi vilja vera tannlæknir áhugans vegna. Þetta er auðvitað kjarni málsins í hvernig "peningafræðingar" eyðileggja vinnusiðferði. Góður tannlæknir er meira virði en gjöldin sem hann leggur á, reyndar eru verstu tannlæknarnir þeir sem hugsa bra um peninginn sem þeir fá. (hef lent í svoleiðis tann-þjóf).

Annað er nýleg grein í Lesbókinni þar sem titillinn var eitthvað á þá leið að kapítalistr eiga það heita takmark að skapa jöfnuð í þjóðfélaginu. Ég veit ekki hvað hann skrifaði þar, en ég henti dellunni sem byrjaði einhvern veginn á þá leið að sósíalistar vildu ekki jöfnuð heldur kapítalistar.

Spurningin hjá mér er eiginlega hvaða staðlar eru notaðir til að veita mönnum prófessorastöður í Háskólanum?

Ólafur Þórðarson, 13.4.2007 kl. 14:26

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hannes Hólmsteinn er bara einfaldlega ekki með jarðsamband Það er eins og hann sé"stuck" á einhverri annarri plánetu og sé ekkert annað en "heilmynd" send til okkar af samfélagi geimvera sem hafa brottnumið hann án þess að hann geri sér nokkra grein fyrir því til að láta okkur halda að allt sé hér í stakasta lagi svo við sofnum á verðinum. Þá verður svo auðvelt að ná yfirráðum hérna. Ég held reyndar að margir sjálfstæðismenn séu líka "heilmyndir" frá sömu pánetu. Íbúar plánetunnar eru allir bláir! Þá vitum við hvað varð um strumpana

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.4.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband