Tveir flottir landsfundir - Myndir og samanburður

(Smellið á myndirnar og svo aftur til að stækk þær.) Landsfundur Samfylkingarinnar 06Ég kom við á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á leið minni upp í Egilshöll til að vera við setningu Landsfundar Samfylkingarinnar, og tók myndir á báðum stöðum en þær má sjá hér í myndaalbúmi merktu fundunum. Báðir voru fundirnir flottir og vel sóttir. Margt var líkt  með uppsetningu fundanna - líka margt ólíkt, sumt praktísk atriði sem þeir mættu læra hvor af öðrum en annað endurspeglar vafalaust hugarfar og fyrirheit.

Landsfundur Sjálfstæðisflokks 02Hjá Sjálfstæðismönnum var setið við fjölda mjórra langborða og plássið þannig gjörnýtt og skapast tilfinning fyrir skýrum línum, en hjá Samfylkingunni var setið við fjölda stórra hringborða sem virtust nýta rýmið illa, og skapa meiri glundroðatilfinningu þegar fjölmenni var.

Landsfundur Samfylkingarinnar 01Sviðið hjá Samfylkingunni var  fyllt stórum lifandi rósum og táknmálstúlkar túlkuðu allt sem fram fór og þar á meðal söng með miklum eligans, en hjá Sjálfstæðismönnum var ekkert kvikt á sviðnu annað en fólkið sem þar var. Landsfundur Samfylkingarinnar 02Báðir flokkar voru með náttúrumyndir í bakgrunni og vörpuðu því sem fram fór á tvö stór tjöld sitt á hvora hlið sviðsins. Svið Samfylkingarinnar fannst mér flottara en Sjálfstæðismanna en samt gallað hvað varðar praktísk atriði t.d. varðandi lýsingu fyrir ljósmyndun sem ekki má horfa framhjá þegar í bland er verið að koma ímynd á framfæri við almenning. Þar á meðal bæði varðandi lýsingu og að það skuli hafa verið reykfyllt trúlegast af miskilinni löngunn til að skapa flotta kastaralýsingu.

Frá sjónarhóli ljósmyndunar var lýsing og aðgengi að sviði Sjálfstæðismanna hinsvegar nánast fullkomið í samanburði við svið Samfylkingarinnar. Hönnuðir sviðslýsingarinnar hjá Sjálfstæðismönnum virðast beinlínis hafa hannað lýsinguna með það í huga að hún hæfði ljósmyndun af andlitum og fólki, þegar aftur virðist sem ekkert hafi verið hugað að því hjá Landsfundur Samfylkingarinnar 21Samfylkingunni heldur eingöngu hvort sviðið sjálft væri flott tilsýndar. Þannig var lýsingin hjá Samfylkingunni almennt of veik og skörp (öfugt við mjúk) framan í þá sem koma fram á sviðinu en mikið bjartari og meiri ofana á og aftan á þá. Í heild með þeim hætti að dregur fram hrukkur og misfellur í andlitum og jafnvel afksræmir þau (sleppi þeim myndum hér) fyrir utan að stórauka líkur á mislýsingu, undirlýsingu og hreyfðum myndum, þ.e. jafnvægi og mýkt skorti í lýsingu. Í þeim samanburði var svið Sjálfstæðismanna eins og ljósmyndastofa. Það var líka athyglisvert hjá Sjálfstæðismönnum og trúlega ekki tilviljun að þrátt fyrir bjart svið voru skjávarpamyndirnar til hliðanna með nákvæmlega sama styrk á lýsingu og sviðið svo ef myndavél var rétt stillt á annað var hitt rétt líka, einnig var miklu minni litamunur á skjávarpamyndunum og sviðsljósinu en hjá Samfylkingunni. Atriði sem fáir veita eftirtekt en hjálpa mikið til við að skila boðlegum myndum frá fundunum, sem jú skipta máli. 

Landsfundur Samfylkingarinnar 07Hugarfar og stefna Samfylkingarinnar kom fram í rauðu rósunum og leikrænu táknmálstúlkunum, ég veit hins vegar ekki hvað það átti að þýða að fylla salinn af reyk rétt fyrir fundasetningu líklega til að gera ljósin flottari, en skerti enn möguleika á góðum myndum bæði vegna þess að flass endurkastast frá reyknum og óskýrara verður til myndefnisins. (Auk þess sem það gefur færi á mistúlkunum þ.e. ráða ráðum sínum í reykfylltu herbergi eða sal). Þá er nú aftur notað frá síðasta landsfundi að hafa risastórt Landsfundur Samfylkingarinnar 12"Samfylkingin" upp á rönd eða öllu heldur niður á rönd því við lesum það frá vinstri til hægri þ.e. í þessu tilviki beint niður.

Allt hefur áhrif á vitund okkar eins og Darren Brown hefur marg sýnt frama á - og þá er algert klúður að láta nafnið "Samfylkingin" steypast niður til hægri. Miklu skárra væri að láta það klifra upp þ.e. snúa því á haus á hinn veginn. Þetta lítur samt flott út sem grafík en í því geta líka falist mistök og öfug skilaboð einmitt vegna þess að það er flott en skilur eftir sig öfug áhrif frá því sem ætlast er til.

Landsfundur Samfylkingarinnar 08Landsfundur Samfylkingarinnar 25Miðað við skoðanakannanir var fundur Samfylkingairinnar merkilega fjölsóttur og þær Helle Thorning-Smith, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku og Mona Sahlin, nýkjörinn formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð, fluttu ótrúlega flottar, leiftrandi og skemmtilegar ræður sem rifjuðu svo sannanlega upp fyrir manni gildi jafnaðarstefnunnar ("jafnrétti" er nefnilega ekki bara stytting úr "jafnrétti kynjanna"). Þær flæddu fyrirhafnarlaust og leiftruðu af hugsjón og hugmyndauðgi um jafnðarstefnuna og velferðarsamfélagið sem Landsfundur Sjálfstæðisflokks 01við þyrftum að verja, -og tóku fram að konum bæri völd ekki vegna þess að þær væru neitt betri en karlar heldur vegna þess að þær væru helmingur mannkyns.

Ekki svo að Sjálfsstæðismenn eigi ekki líka flotta leiðtoga, það sem ég sá til þeirra Þorgerðar Kartrínar og Geirs Haarde vakti auðveldlega aðdáun á foringjahæfileikum þeirra og atgerfi þeirra öllu þó svo um leið fari í taugarnar á mér þegar Geir fer að spinna um skatta sem hann játar að hafi hækkað í krónum og hlutfalli af landsframleiðlsu en samt hafi þeir lækkað vegna þess að kaupmáttur hefur aukist; -um jafnréttisþrá kapitalista; - og um öflugustu, ríkustu og bestu lífeyrissjóði í heimi sem samt hafa ekki efni á að greiða öryrkjum lífeyri (samanber nefnd ráðherra þar um) - né öldruðum almennilega fyrr en nú eftir 12 ár að hans sögn.

Táknmálstúlkar túlka Hamraborgina úr óperu- og kórsöng.
Landsfundur Samfylkingarinnar 04Landsfundur Samfylkingarinnar 05Diddú er engri lík og var það líka við steninguna hjá Samfylkingunni - öllum ólík, og tók meðal annars Hamraborgina sem venjulegast er eingögnu flutt af karlsöngvörum. Við flutninginn naut Diddú liðsinnis Karlakórsins Fóstbræðra og táknmálstúlks sem ótrúlega gaman var að fylgjast með.

Smellið á myndirnar og svo aftur ef þið viljið skoða þær stærri, eins þá eru fleiri myndir hér í albúminu, - en gætið að höfundarrétti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband