Nú er rétti tíminn til að ná flottum skotum

Vorið er tvímælalaust besti tíminn til að skjóta farfugla með  þokkalegum linsum á góðum myndavélum. Það er grunnt á veiðieðlið hjá íslendingum og fleiri og fleiri uppgötva að það getur verið afar spennandi og gaman að laumast að fuglum og ná flottu skoti með  fyrirhöfn og flottum græjum þegar afraksturinn er góð ljósmynd sem lifir lengi og fuglinn lifir áfram ósnortinn sínu lífi, og jafnvel enn frekar en að skjóta í þá blýi. Með góða myndvél og linsu get ég farið á fuglaveiðar þegar ég vil allan ársins hring því hér eru alltaf einhverjir fulgar og oft margir óvenjulegir vetrargestir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þá má náð skoti á hvaða fugl sem er þar sem engir fuglar eru friðaðir fyrir ljósmyndun.

Margir veiðimenn hafa örugglega að geyma afbragðs ljósmyndara ef þeir leyfðu sér gott tækifæri. Þeir ættu að reyna þetta, það er alveg jafn spennandi og enn meira gefandi en aðrar veiðar.

Fossvogskirkjugaður er afbragðs veiðilenda fyrir fuglajósmyndun, líklega ein sú besta innan höfðuborgarsvæðisins í það minnsa þegar leitað er spörfugla, þar eru t.d. svartþrestir búnir að hreiðra um sig og hafa verið þar í nokkur sumur, bara að þeir fái frið til að fjölga sér almennilega því hver ný tegund setur svip sinn á náttúruna okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband