Er hræðslubandalag D & V mögulegt?

Liðsmenn Björns Bjarnarsonar sem nú eru virkilega sárir eftir að hann var felldur niður um sæti vegna  útstrikana hafa tilhneigingu til að tengja Samfylkinguna við Jóhannes í Bónus þó svo Jóhannes sé yfirlýstur Sjálfstæðisflokksmaður. Þessir menn gætu haft tilhneigingu til að vilja í tilfinningahita sínum og vegna fyrri áfalla svo sem í Reykjavík á sér niðri á ISG og Samfylkingunni með því að ganga til samstarfs við VG því sumir þeirra virðast setja samasemmerki milli ISG og Baugs.

Tal Steingríms J og framkoma eftir kosningar sem hefur sætt furðu og gæti líka bent til að hann hefði skapað sér náin og traust tengsl á liðnum vetri við þá sem hann telur ráða verulegu um stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins.

Stjórn Sjálfstæðislokks og VG byggð á sameiginlegri og djúpstæðri krataandúð fáeinna lykilmanna hjá báðum flokkum er því að koma inn á sjónarsviðið sem hugsanlegur möguleiki og fremur nú eftir niðurstöður útstrikanna Björns en áður.

- Ef til kæmi yrði það þó vaflítið sögulega erfið stjórn fyrir bæði landsmenn og stjórnarherrana, - í raun hræðslubandalag byggt á Baugshatri og krataandúð nokkurra "innlokunarmanna" þar sem auðvitað samt langflestir í báðum flokkum láta ekki annarleg sjónarmið stjórna sér og stór hluti beggja flokka V og D styður t.d. ESB aðildarviðræður þ.e. eru ekki "innilokunarmenn".


mbl.is Þingflokkur Framsóknarflokks á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband