Vonandi réttlæta málefnin færri og veigaminni málaflokka

Landsfundur Samfylkingarinnar 14Ef borið er saman við skiptingu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á ráðuneytum og málaflokkum lætur Samfylking af hendi landbúnaðarmál og heilbrigðismál (án tryggingamála) en fær í staðin aðeins samgöngumál, þá hverfa húsnæðismál frá félagsmálaráðuneytinu til fjármálaráðherra, þ.e. til Sjálfstæðisflokks.

Össur tekur við helmingnum af því sem Valgerður Sverrisdóttir hafði ein lengst af (þar til fyrir ári að Jón Sigurðsson tók við því) þ.e. Iðnaðarráðneytinu en Björgvin tekur við hinum helmingnum viðskiptaráðuneytinu. Þeir tveir skipta milli sín því sem Valgerður Sverrisdóttir annaðist ein. - Þetta jaðrar við að vera niðurlægjandi því auk þess var Framsón aðeins 18% flokkur en Samfylkingin er núna 27% flokkur. Vonandi er þó hægt að segja eftir að málefnasamningurinn liggur fyrir að málefnin hafi verið látin ráða - að Samfylkingin hafi áorkað meiru um skuldbindandi málefni en kemur fram með skiptingu málaflokka og ráðuneyta. Sagt var frá því í fréttum að flokksstjórn Sjálfstæðisflokks hafi margoft klappað og fagnað þegar Geir kynnti samning flokkanna - vonandi ekki yfir því hvernig hann hefur leikið á Samfylkinguna. Engar forsendur voru fyrir því eins og staðan er/var að Samfylkingin fengi áberandi minni hlut en Framsókn hafði.


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Gaman að sjá minn gamla nemanda úr Borgarnesi segjast ekkert hafa vitað um að til stæði að skipa hann ráðherra. Strax eftir flokksfundinn þar sem það var tilkynnt var þó búið að ákveða hver yrði eftirmaður hans í Orkuveitunni. 

Alltaf verið fljótur að hugsa, hann Guðlaugur þór. 

Ár & síð, 23.5.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband