Ásættanlegur pakki?

Hannes Holmsteinn á horninuAð öllu samanlögðu virðist pakkinn sem Samfylkingin fær vera ásættanlegur. Heldur hallar á Samfylkinguna í skiptingu málaflokka og ráðuneyta en á móti kemur að túlka má stjórnarsáttmálann þannig að hann bæti það upp. Það er auðvitað meira í stíl Samfylkingarinnar að leggja meiri áherslu á málefnin en ráðuneyti. Eftir sem áður er það þó í ráðuneytunum sem málefnin komast til framkvæmda, svo það verður að sjá hvernig úr verður spilað.

Það er sjálfsagt að jafnaðarmenn séu vel á vaktinni og veiti sínum flokki og ríkisstjórninni uppbygglegt og hjálplegt aðhald til að halda mönnum við efnið. Þessi ríkisstjórn getur enn orðið hvort sem er frjálslynd velferðarstjórn eða alræði íhaldsins. Framkvæmdin í ráðuneytunum sker úr um það.

Ég styð þessa ríkisstjórn en áskil mér rétt til að benda á þegar hún skransar til á veginum eða ég hef tilefni til að óttast hvert stefnir án þess að neinn þurfi að móðgast við það eða telja að ég sé horfinn frá stuðningi við Samfylkinguna og stjórnina.


mbl.is Íslendingar taki forustu í baráttu gegn haf- og loftmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband