Brjóta sífellt ítrekað og áfram gegn grundvallarforsendu kerfisins

City_4325vÞegar ráðist var í að hanna þær breytingar á leiðakerfi Strætó bs sem tóku gildi fyrir tveimur árum var megin forsendan að til að auka notkun almenningssamganga yrði að ná upp þéttri tíðni ferða þannig að notandinn þyrfti ekki að kunna tímatöflur heldur einfaldlega vita að ef hann færi á tiltekna stöð í nágrenni sínu þá kæmi vagn innan fárra mínútna. Til að ná þessu markmiði var kerfið grisjað og svo skipt upp í tvennskonar leiðir, stofnleiðir eða S-vagnana sem næðu þessari krítísku tíðni ferða og færu því á 10 mínútna fresti frá helstu íbúðahverfum beint í helstu skóla-, athafna- og atvinnuhverfi og svo almenna hverfisvagna sem gengju á 20 til 30 mínútna fresti og flyttu farþega í skiptistöðvar eftir þörfum. Talið var að 10 mínútna tíðni stofnleiðanna væri það sem þyrfti til að ná þessari krítísku tíðni að farþegum fyndust þeir ekki þurfa að bíða eða kunna tímatöflu utanað heldur gætu treyst því að ekki væri löng bið í næst vagn bara ef þeir færu útá næstu biðstöð.

Þegar kerfið var svo tilbúið en áður en það var tekið í notkun fannst stjórn Strætó kerfið samt vera of dýrt, þó vandlega hefði verið hönnuð ódýrasta útgáfa sem gat uppfyllt þessa grundvallarforsendu, og krafðist niðurskurðar. Strax í byrjun var því farin sú leið að eyðileggja grunnforsenduna um að farþegi gæti treyst því "að vagninn væri að koma" þar sem ákveðið var að 10 mínútna tíðnin gilti aðeins fyrst á morgnanna og svo aftur í stuttan tíma síðdegis, þá var kvöldtími á 30 mínútna fresti og svo á 60 mín fresti síðast á kvöldin.

Þannig að í stað aðeins 2ja mismunandi tíðnitíma í eldra kerfinu og megin markmiðsins sem hönnuðirnir höfðu lagt upp um að einfalda og þétta tímatöflur í þ.m. fyrir stofnleiðir var nú stjórn Strætó búin að skipta hverju degi á stofnleiðum upp í 5 mismunandi tímatíðni á hverri stofnleið. Fyrst snemm-morguntími á 10 mín fresti, þá miðdegistími á 20 mín fresti, svo síðdegistími aftur á 10 mínútna fresti þá kvöldtími á 30 mín fresti og loks síðkvöldtími á 60 mín fresti. Jafnvel þeir sem notuðu vagnana daglega lærðu ekki hvenær tímarnir breyttust á þeim stöðvum sem þeir þruftu að fara um.

Áframhaldandi hringl og breytingar á tíðni ferða og tímatöflum færa Strætó svo sífellt fjær því að ná mikilvægasta markmiði þeirra breytinga sem stefnt var að þ.e. að farþegar gætu treyst því "að vagninn væri að koma", - í það minnsta á stofnleiðum.

Margskonar annað rugl fylgdi breytingunum og oftast vegna þess að yfirstjórn Strætó gerði breytingar frá vinnu hönnuðanna og í trássi við þá. Strax kom reyndar í ljós að ekki aðeins eyðilagði niðurfelling helmings ferða um miðjan daginn megin tilgang breytinganna heldur kom lítill sparnaður á móti því erfitt var að skipuleggja vinnutíma vagnstjóra þannig að þeir væru í vinnu fyrst í 2-3 klukkutíma snemma morguns, yrðu svo sendir launalaust heim og ættu síðan að koma aftur nokkra klukkutíma síðdegis. En hafa ber í huga að launakostnaður er 90% af rekstrarkostnaði Strætó.

Mér liggur ýmislegt fleira á hjarta um ruglið í rekstri og skipulegi Strætó ætla ekki að hafa þetta lengra núna en má vera að meira komi seinna.



mbl.is Mikil óánægja meðal vagnstjóra hjá Strætó bs. um breytingar á vaktakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband