Ótrúlegt hvað fuglar leggja á sig til að verja afkvæmi sín

Skjabord_HJH_027Fuglar bera ótrúlega hlýjar og sterkar tilfinningar til unganna sinna. Það er merkilegt þegar gæsirnar geta forðað sér sjálfar svo auðveldlega með flugi gera þær það ekki ef öryggi unganna er í húfi heldur standa keikar tilbúnar til að berjast við risastórar skepnur, mennina, til að verja ungana sína, aðrir fuglar leika vængbrotna vesalinga hrópa á athygli og ginna ógnvaldinn á eftir sér í burtu frá ungunum, og þeir sem fljúga upp eru svo allt eins líklegir til að gera árásir úr lofti eins og krían og fleiri.

Það er ótrúlegt hvað allir fuglar leggja mikið á sig til að verja og koma upp ungum sínum þó með mismunandi hætti sé.Fuglar_Kria_7496+v

Fréttin er hér (einhverra hluta vegna birtist ekki linkurinn með venjulegum hætti). 


mbl.is Hingað og ekki lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Það er móðirinni í blóð borið að verja afkvæmi sín...Þið karlarnir flýið!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 12.6.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ágætur pistill. Að venju. Auðvitað ekkert skrýtið svo sem að afkvæmi séu vel varin af foreldrum. Fuglar eru með eindæmum klárir þrátt fyrir að lítið fari fyrir heilastarfseminni mælt í rúmsentimetrum.

Þeir til að mynda eru ekki svo vitlausir að halda að greind sé mæld í kílóum eins og svo margir menn gera.

Heldur eru þeir ekki svo vitlausir að hlaupa eftir aura-gulrótum eins og svo margur maðurinn sem gleymir undirstöðu barna sinna fyrir nokkra seðla í fésýki.

Átti lengi vel blaðrandi páfagauk sem var alltaf að segja brandara. Hann æstist upp ef maður hló að honum og fékk margfaldann innblástur. Hoppaði, bullaði og lét öllum illum látum. Allt fyrir smá athygli og meðhlægjendur.

Ólafur Þórðarson, 17.6.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband