Flottur 17. júní á Rútstúni í Kópavogi

Merkilegt hvað Kópavogur hefur skapað sér sterka 17. júní hefð með skrúðgöngu yfir á Rútstúni neðan við sundlaugina og síðan hátíðarhöldum þar. Þar er alltaf allt fullt af fólki ár eftir ár og þó örstutt sé yfir á skemmtanasvæði Reykvíkinga freistar það ekki þess mikla fjölda sem fylir Rútstúnið á hverju ári. Í raun er vart í annan tíma sem Kópavogsbúar finna svo vel til samstöðu og samkenndar og á Rútstúni 17. júní ár hvert.

Ég tók nokkrar myndir í dag þar á meðal af sýningu leikhóps sem dóttir okkar Hafdís Helga skipar með fimm öðrum sérlega hæfleikraíkum og frjóum stelpum á framhaldsskólaaldri. Ég set myndirnar af leikhópun hér í sér albúm.


mbl.is Á milli 20-30 þúsund manns í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Helgi.

Ég er 40 ára gömul og fór að skemmta mér með vinkonu minni í kvöld. Allt var frábært þar til við fórum út af skemmtistaðnum til að ná í leigubíl. Þá vorum við allt í einu einar úti á götu og allir sem komu nálægt okkur voru á einhvern hátt skrýtnir og ótraustvekjandi.

Ég á dóttur sem á sennilega eftir að standa einhvern tíman ein að bíða eftir leigubíl.

Hvernig kennir maður barninu sínu að fara varlega við að spjalla við fólk í leigubílaröðinni?

Kveðja, Kristbjörg

Kristbjörg (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 06:14

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég get tekið undir þetta.  Flott skemmtun á Rútstúni. Mikið gert fyrir börnin.

Það er gott að búa í Kópavogi.

Marinó Már Marinósson, 18.6.2007 kl. 14:20

3 Smámynd: Gunnar Kr.

Mikið rétt, það var einstaklega vel heppnaður 17. júní hér í Kópavogi og aðdáunarvert að það kostaði ekkert í leiktækin, utan eitt. Íþróttafélögin fengu "sumarbústaði" til að selja veitingar sínar í og sviðið er glænýtt, lægra en áður og breiðara, auk því að vera opnara líka. Allt til fyrirmyndar og ég get ekki sleppt því að hrósa unglingunum sem komu fram og spiluðu og sungu. Einstakir krakkar og hæfileikaríkir. Það var t.d. sniðugt að horfa á Kúbuband Tómasar R. fara framfyrir, þegar þeir höfðu lokið leik sínum, til að hlusta á strákana úr Hjallaskóla, sem byrjuðu á lögunum: Hound Dog og Play that Funky Music. Gauti saxófónleikari (15 ára) heillaði atvinnumennina upp úr skónum, sem dilluðu sér í takt við tónlistina. Meira svona!

Gunnar Kr., 23.6.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband