Skelfileg skipulagsmistök yfirvofandi á Nónhæð í Kópavogi


Setja á massa af allt að 14 hæða húsum uppá Nónhæð í stað lítils bænahúss og opins svæðis. (Smellið á myndir til að stækka og svo enn til að stækka meira)NonhaedBaenahus2

 

 

Nónhæð_ljósmG7B

 

Í dag kl 17.30 þann 28. júní 2007 verður haldinn opinn fundir í Smáraskóla í Kópavogi vegna kynningar á nýju deiliskipulagi fyrir efsta hluta Nónhæðar. Á reit sem Baháar áttu og ætluðu að reisa þar tilbeiðsluhús með opnu svæði í kring. Þannig hefur þessi reitur verið á skipulagi Kópavogs frá því skipulag Nónhæðar var fyrst kynnt fyrir nær 20 árum.  Nú á að kynna nýtt skipulag  fyrir Arnarsmári 32 (bensísntöðin) og nýja götu sem fær nafnið Nónhæð með  allt að 14 hæða íbúðarhúsum og alls um 220 íbúðum á þessum litla reit og undir allri lóðinni verður tvöfaldur bílastæðakjallari, þ.e. hvergi verður stígið á náttúrulega jörð innan lóðarinnar nema með tvær steinsteypuhæðir undir fótum sér.

Nónhæð_ljósmG7BcSvo þétt og hátt á að byggja þarna að samkvæmt skuggalíkönum skín sólin nær aldrei á þau svæði þar sem börn gætu mögulega leikið sér við húsin og umferð og átroðningur um þetta kyrrláta hverfi í heild mun margfaldast.
Öll lóðin verður ofaná steinsteyptu neðanjarðarbílastæðahúsi eins og Kópavogur eigi svo góða reynslu af slíku. Í samanburði við Hamraborgina á hæðinni hinum megin við Kópavogsdalinn mun hún þó vera safn smáhýsa miðað við þetta. Öll þök eiga að vera flöt og þar með er stærsta húsið hærra en hæsta Gullsmárablokkin niðr í Kópavogsdalnum sem 13 hæðir með efstu hæðir innundir hallandi þaki.

Mynd_2007-06-23_16-35-26Ekki er haft fyrir því að senda upplýsingar til íbúanna með fundarboðinu og göng komu fyrst á vef Kópavogsbæjar í gær. Þar má sjá að þó þessi hús séu sett efst á hæðina og myndir úr þrívíddar tölvulíkönum settar inn í töllöguna er hvergi sýnt hvernig þetta mun bera við himinn heldur alltaf sýnt úr lofti með aðra byggð í bakgrunni - auðvitað til að vekja ekki athygli á hvernig þetta mun gnæfa upp úr byggðinni, því eftir að svona efni hefur verið sett í þrívíddarlíkan er fátt einfaldara en að snú því á alla kannta þar á meðal að sjá hvernig það lítur út frá sjónarhóli venjulegra manna með báða fætur á jörðinni.

Nónhæð_ljósm6Eitthvað alvarlegt er að afgreiðslu í skipulagsnefnd og bæjarstjórn í þessu máli. Ekki er að sjá að Samfylkingin hreyfi neinum andmælum við þessu og bókað er að fulltrúi Samfylkingar í skipulagsnefnd víkur hvert sinn af fundi þegar þessi reitur er til meðferðar án þess að fram komi að annar taki sæti hans. Af því er ekki annað að skilja en hann eigi þar hagsmuna að gæta án þess að sjá til að annar komi í hans stað. Má vera að það sé misskilningur minn. Allstaðar er þó verið að hrúga niður háhýsum í Kópavogi og hver gætir hagsmuna bæjarbúa gagnvart verktökunum og háhýsaplágunni ef fulltrúi Samfylkingar í skipulagsnefnd á þar líka verktakahagsmuna að gæta eins og bæjarstjóri Sjálfstæðismanna?Mynd_2007-06-17_16-18-03

Skipulag ræður miklu um hvernig hverfi þróast. Hér er mynd úr Nónhæðarhverfinu núna og hinsvegar neðar mynd úr undirgöngum í Hamraborginni.  Kópavogur ætti að þekkja vel hvernig háhýsi með tvöföldum bílastæðakjöllurum undir öllum massanum þróast til lengdar.Mynd_2007-06-21_14-55-42

. AdalskipulagKóp2000-2012NónH
Hluti af aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012 þar sem eins og allt frá 1990 er gert ráð fyrir grænu svæði efst á Nónhæð  með  bæna- og tilbeiðsluhúsi og opnu svæði allt í kring.SkuggarSeptKl12

Samkvæmt nýju tillögunum hvílir skuggi stöðugt yfir öllu  útivistarsvæðum húsanna sjálfra og þar með lögboðnum leiksvæðum fyrir börn sem eiga að vera við hvert hús í ákveðnu reiknihlutfalli við fjölda íbúða. Þessi skuggamynd miðar við kl 12 í september.

Slóðin að kynningarefni Kópavogsbæjar er hér - smella 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Flott samantekt hjá þér tek undir þetta heilshugar. Algjörlega óþolandi að koma með svona byggð efst í grónu hverfi og auka þannig umferðarþunga um hverfið gífurlega. Þá eru þetta líka það stór hús og standa hátt að þau varpa skugga á stórt svæði í hverfinu. Sérstaklega þegar sólin er lágt á lofti haust, vetur og vor.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.6.2007 kl. 07:22

2 identicon

Nú er mikilvægt fyrir íbúa í hverfinu að sýna samstöðu, mæta á fundinn í dag og mótmæla þessum tillögum sem eru með hreinum ólíkindum.

Látum ekki traðka á okkur á skítugum skónum.

Harpa Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 14:18

3 identicon

Hvað ætla Kópavogsbúar lengi að láta jarðýtur verktakann valta yfir sig möglunarlaust? - Og hvað á Kópavogur að verða? Hvernig Kópavogi vilja íbúarnir búa í? Halda þeir að íbúðaverð haldist hátt í allsherjar steinsteypu-Hamraborgar-slömmi?

Valur (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 16:07

4 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Ég man eftir því þegar ég gékk upp á nónhæð fyrir um 10 árum síðan, eða árið 1997 með Bahá´íum sem ég þekki vel. Þá voru einmitt uppi þær hugmyndir að byggja tilbeiðsluhús fyrir þá á hæðinni. Allavega er þetta ekki nýtt af nálinni þarna á hæðinni.  

Sveinn Arnarsson, 28.6.2007 kl. 22:13

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jaháááá.  Kópavogur hefur alltaf virkað á mig sem frekar leiðinleg gestaþraut, eða allt frá því að mamma flutti þangað.  Biggi goldfinger er auðvitað hlynntur súlubyggð í miðbænum hjá sér.  Flytjið bara aftur til Reykjavíkur fyrir næstu kosningar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.6.2007 kl. 22:22

6 identicon

Oh my god... Mér er svo brugðið að sjá þetta nýjasta skipulagsslys Kópavogsbæjar að ... ( löng pása ) ... já ég er orðlaus.  Það verður mikill gleðidagur fyrir Kópavogsbúa þegar Gunnari verður loksins bolað frá völdum.  Vonandi verður það sem fyrst.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 23:05

7 identicon

Hvað getum við gert í þessu? Mér sýnist nú aldrei hafa verið tekið tillit til íbúa Kópavogsbæjar hingað til.  Ég bý nú ekki í þessu hverfi en í Kópavoginum og er alveg til í að mótmæla þessu en veit ekki hvernig best sé að fara að. Ég hef nú líka meira tilfinningaleg rök fyrir andstæðu minni en bæjaryfirvöld myndu nú líklega ekki taka mikið mark á þeim.  Það hlýtur nú hver maður (í bæjarstjórn sem og utan hennar) að sjá að þarna er allt of þétt byggt.

Ásdís (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband