"Tad er mælt med ad tu haldir kjafti um malefni Kopavogs..."

Mynd_2007-06-27_18-31-29Það eru miklir peningar í húfi þegar menn veðja milljónum til að fá að byggja stórhýsamassa og selja íbúðir fyrir milljarða þar sem áður var gert ráð fyrir opnu svæði og kirkju annarsvegar (nú gatan Nónhæð) og litlu þjónustuhúsi hinsvegar (Arnarsmári 32). Maður á samt aldrei beinlínis von á grófum viðbrögðum þessara aðila þó maður tjái skoðanir sínar um slíkar framkvæmdir. Hér hef ég lagt inn tvö innlegg á bloggið mitt um málið, tók til máls og talaði alls 4 mínútur á opnum kynningafundi bæjaryfirvalda í Smáraskóla 28. júní (eins og fjölmargir aðrir)- og ég lét hér inn óklippta og heila hljóðskrá af opna fundinum (sjá hér til hliðar).

En um hádegi daginn eftir fundinn þ.e. í gær þann 29. hringdi 19 ára sonur minn í mig; "heyrðu pabbi það eru að koma skilaboð á símann minn sem líklega eru ætluð þér." "Hvað er það?" "Ja, þau eru mjög skrítin" "viltu ekki bara segja mér hvað það er vinur?" "Nei ég sendi þér bara afrit" "OK". - Skilaboðin voru þessi: 

"Tad er mælt med ad tu haldir kjafti um malefni Kopavogs á almennum vettvangi. Tu skadar okkur."

Undirritað: Siminn.is 

Þegar sonur minn svo kom heim seinna um kvöldið sagði hann mér frá að hans mati undarlegu símtali og hljóðskráin (sjá hér til hliðar) var nefnd. Í kjölfarið fylgdi annað sem hann kaus að svara ekki en fékk þá skilaboð á símsvarann.

En svona til að þeir sem vilja þagga niður í lýðræðislegri umræðu geti komið um það skilaboðum beinustu leið til mín þá er tölvupóstfangið mitt hehau hjá internet.is og Gsm síminn minn er 661 6966, en vinsamlega látið vera að hringja eða senda skilaboð í síma sonar míns eða annarra heimilsmeðlima og hafið helst kjark til að láta fullt nafn fylgja með.

Annað er spurningin um hvort rangt sé gagnvart verktökum og bæjaryfirvöldum að setja inn hljóðskrá sem ég tók sjálfur upp mér til minnis á lítinn Sony diktaón. Fundurinn var opinn borgarafundur ætlaður til kynningar á efni fundarins til íbúa og almennings og þarna var m.a. sjónvarpsupptökuvél (kom í 10 frétum). Hlutur fulltrúa bæjarins og fulltrúa verktakanna hlýtur að teljast sanngjarn þeir héldu einir erindi án andmælenda og íbúar fengu aðeins að leggja fram spurningar (seinni helmingur fundarins) en voru jafnan stöðvaðir ef þeir ætluðu að lýsa skoðunum sínum eða koma með beinar athugasemdir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Sæll. Þarna er enn eitt dæmið komið um þá skoðanakúgun og þann grimmdarlega fasisma sem stöðugt lætur meira á sér kræla í samfélagi okkar. Sú aðferð að beina hótunum að börnum viðkomandi er líka vel þekkt meðal handrukkara. Og skylt er skeggið hökunni. Gangi þér vel í baráttunni fyrir hverju því sem þú telur rétt.

Allir heiðarlegir menn eiga að berjast fyrir rétti allra til að rökstyðja sitt mál, jafnvel þótt þeir séu ekki sammála skoðuninni.
Matthías 

Ár & síð, 30.6.2007 kl. 08:36

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk! Matthías.  Það er einmitt málið að hér eru fullt af grundvallarmálum í húfi óháð beinlíns þeim þrönga reit einum útaf fyrir sig sem er til umfjöllunar.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.6.2007 kl. 12:19

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég má aðeins til með að tjá mig hérna, er fólk alveg að missa sig er ekki lengur hægt að rökræða mál eða bara leggja orð í belg og þora að láta í ljósi sínar skoðannir bara sísona án þess að bæði þurfa að eiga það á hættu að verða fyrir skítkasti og reyndar allt uppí líflátshótanir eins og nýleg dæmi sýna og svo hitt að þora ekki hvað, vinanna vegna eða síns eigin hugarþels að segja til nafns, ég segi nú bara, hvurslags er þetta eiginlega

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.6.2007 kl. 19:03

4 identicon

Sæll Helgi!  Fín umfjöllun hjá þér, síðustu "þrjú bloggin".  Athyglisverð lesning.  Ótrúlega vel mætt á fundinn ef miðað er við að hann skuli vera tímasettur seinnipart dags þegar ein mesta ferðahelgi sumarsins fer í hönd.  Ég var að hlusta á hljóðupptökuna og langaði að spyrja kom einhversstaðar fram hverjir eru eigendur þessarra lóða, því ég heyrði engin skýr svör þar.  Það sem snýr svo að hátterni þeirra sem senda SMS skilaboðin og tala í talhólfið hjá drengnum... er ekki til sæmandi orð yfir.

Unnur (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 20:41

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk! -Nei það fékkst ekki upplýst hvær ætti Arnarsmára 32 (breytt skipulag og 8-9 hæða blokk auk kajllara og bílakjallara). Akritektinn sem var mættur fyrir þeirra hönd kvaðst vera búinn að vinna að teikningum Arnarsmára 32 i heilt ár en að hann vissi ekki fyrir hverja hann væri að vinna verkið eða hver væri eigandi lóðarinnar. Bæjaryfirvöld gátu heldur ekki upplýst það við endurteknar spurningar síðar á fundinum.

Um götuna Nónhæð virtist gegna öðru máli, arkitektinn þeirra kvað Kristján Snorrason KS-verktaka eiga lóðina og sá eigi sögu um mikil verk í Kópavogi og fyrir stúdentagarðana (sbr hljóðskrána hér til hliðar).

Helgi Jóhann Hauksson, 30.6.2007 kl. 21:35

6 identicon

Gangi ykkur vel í baráttunni við stóriðjukarla Kópavogs, þeim er ekkert heilagt, aðalskipulag skiptir engu máli.  Sjáið bara til þeir lækka byggingarnar um eina til þrjár hæðir það hefur gerst á öllum þeim byggingarreitum sem ,,teljast" viðkvæmir í skipulagi í bænum og nota svo lækkuina í áróðri sínum út á við.

Helga E. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 22:00

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk Helga. Það er mjög mikilvægt að vita að þú fylgist með málinu. Þetta er örugglega rétt hjá þér með prúttið. Ég sé  að á fyrstu tillögum um Nónhæð sem arkitektrar verktakans lögðu fyrir fund skipulagsnefndar 19. september 2006 var gert ráð fyrir nýtingahlutfallinu 0.94 (fyrir utan bílakjallara) en á þeim tillögum sem voru lagðar fram núna er gert ráð fyrir 1.1 svo næsta víst er reiknað með því fyrirfram að bjóða lækkun þannig að nýtingarhlutfallið verði aftur eins og verktakinn fór fram á upphaflega eða 0.94 og þá eiga allir að vera ánægðir er það ekki?

Það merkilega er þó að í millitíðinni bauðst verktakinn samkvæm fundargerðum skipulagsnefdar til að minnka byggingamagnið um helming en eftir að Arnarsmári 32 kom inn er eins og því sé ekki ansað.

Reyndar verða allir að gera sér grein fyrir að engin önnur nothæf varnalína er til en að hafna breyttri landnotkun þ.e. að þarna verði útivistarsvæði eins og ráð hefur verið fyrir gert um langa hríð.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.6.2007 kl. 22:59

8 identicon

Sæll, ég er alveg samála því að við eigum að hafna alfarið allri breytingu á notkun þessarra lóða. Verktakarnir kaupa þessar lóðir með þessu skipulagi, þannig að þeir ættu ekki að geta heimtað skaðabætur þó svo að einhver hafi lofað því að þessar breytingar yrðu keyrðar í gegn.

Það er kominn tími til, að við íbúar Kópavogs hættum að láta bæjaryfirvöld traðka á okkur á grútskítugum skóm.

Kidda (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband