... trúir þú á álfa- og Huldu- sögur?

Efst á Nónhæð er í aðalskipulagi bæjarins merkt álfabyggð, nú á að grafa þar niður 18.000 fermetra bílakjallara þ.e. nærri jafnstór og Kringlan var upphaflega, og uppúr henni eiga rísa 14 og 12 hæða turnar. Er hægt að fara verr með byggð álfa og huldufólks en það?

 

Folk_Fj_17Juni_0148Efst á Nónhæð í Kópavogi hefur verið gert ráð fyrir opnu grænu svæði til útivistar og bænahúsi frá því þetta svæði kom fyrst í alvöru inn á aðalskipulag Kópavogsbæjar. Þegar skipulag annarrar íbúðabyggðar á Nónhæða var kynnt með bæklingi til að selja þar lóðir uppúr 1990 var sérstaklega mikið gert úr undurfögru  tilbeiðslu- og bænahúsi sem ætti að vera þar og græna svæðinu þar í kring, í litprentuðum bæklingi Kópavogs um útivistarsvæði sem má nálgast á heimasíðu skipulagsdeildar bæjarins er enn mynd af þessu húsi og áréttað um útivistarsvæðið. Þar kemur einnig fram að langmestur meirihluti Kópavogsbúa notar útivistarsvæði bæjarins oftar en vikulega og helst þau sem eru næst heimili þeirra.

Þettni byggdarÞessi úrklippa hér til hliðar er úr skýrslu Kópavogsbæjar með aðalskipulagi 2000-2012.
Við gerð aðalskipulags Kópavogs 2000-2012 eru merktar inn hvar eru álfa- og vættabyggð í Kópavogi og þar er ein merkt á opna svæðinu á Nónhæð, þar er einnig áréttað að þessi reitur sé frátekinn fyrir opið svæði, einnig kemur fram með greinagerð um íbúðabyggðir að Nónhæð er þá þéttbýlasta svæði Kópavogs. Nónhæð var árið 2000 meira en þrefalt þéttbýlli en Kársnesið og tvöfalt þéttari en Fossvogurinn (sjá textamynd úr aðalskipulagi Kópavogs) Þó eru öll opin svæði meðtalin í Nónhæð en undanskilin í meðaltali hinn svæðanna. Þá kemur fram í skýrslunni að 2/3 hlutar Kópavogsbúa stunduðu atvinnu utan Kópavogs og því þyrfti að byggja upp athafnsvæði fremur en íbúðasvæði. Samt er íbúum Nónhæðar nú selt það sem rök fyrir blokkamassa á græna svæðinu að svæðið sé ekki nógu þéttbýlt og einnig að eftir svo mikla uppbyggingu athafnasvæða í nágrenninu verði að byggja meira íbúðarhúsnæði á móti. Þ.e. í aðalskipulagi voru það rök fyrir mikilli uppbyggingu athafnsvæða að atvinnusvæði skorti á móti íbúðabyggð en nú eru það rök að atvinnuhúsnæði sé orðið svo mikið á svæðinu að það verði aftur að auka íbúðabyggð á móti - þó svo taka þurfi undir hana úr aðalskipulagi grænt opið svæði og moka í burtu álfabyggð Shocking

Mynd_2007-07-02_17-51-41- Kópavogsbær hefur kosið að gera ekkert fyrir opna svæðið á Nónhæð árum saman og láta það liggja í fullkominni órækt, og nú notar skipulagsstjóri Kóp óræktina sem Kópavogsbær hefur stofnað til sem rök fyrir því að leyfa allt aðra notkun en var þar fyrirhuguð og merkt á skipulagi þegar verktakinn sem nú vill byggja keypti lóðina. Það er engin ný uppgötvun að eitthvað þurfi að gera fyrir svæði svo það verði vel nýtt útivistarsvæði, þannig er um öll útivistarsvæði.

Þarna er einnig afar eftirsóknavert útsýni sem annað hvort er hægt að opna öllum eða selja fáum, en skipulagsstjóri sagði um útsýni á fundinum með okkur að hann ætlaði ekki að segja hvað sagt væri um þá sem keyptu útsýni (sbr hljóðskrána hér til hliðar) en um þá sem seldu útsýni væri sagt að þeir væru snillingar Woundering.

Sá sem keypti land skipulagt sem opið svæði með bænahúsi í annars grónu hverfi á ekki kröfu á að gera þar neitt annað en það að byggja bænahús og sjá til þess að gengið sé frá opna svæðinu. Bæjaryfirvöld halda því fram að réttur lóðaeiganda sé mikill í Kópavogi (-meiri en lífsgæði íbúanna sem búa fyrir?) og þessvegna sé ekki hægt að neita þeim sem keypti opið svæði að byggja þar íbúðamassa.  Samt vita allir að venjulegir íbúar sem ekki eru stórverktakar þurfa að sæta ótrúlegustu skorðum við minniháttar breytingum, t.d. er í Mogganum sl. sunnudag undir "Ummæli vikunnar" á bls 20 er vitnað í lögfræðing Ríkeyjar Pétursdóttur sem í 4 ár hefur barist fyrir því að fá að hafa einn hárgreiðslustól heima hjá sér án breytinga á húsi eða lóð, en fær alltaf synjun. "Aldrei séð annað eins á ævi minni" segir lögfræðingurinn um framkomu Kópavogsbæjar og þrjósku.
Mynd_2007-07-02_17-06-28Réttur lóðareiganda til breytinga er auðvitað ekki meiri en bærinn veitir - og sá sem tekur þá áhættu að kaupa grænt svæði og vill byggja þar dýr íbúðarhús í stað útivistarsæðis íbúa og moka í burtu heilli Kringlu af jarðvegi fyrir bílakjallara, á engan rétt til annars en bænahússins og útivistarsvæðisins sem skipulagið gerði ráð fyrir. - Það er reyndar útaf fyrir sig rannsóknarefni hvers vegna menn taka yfir höfðu slíka áhættu og leyfa sér svo að gera kröfu á íbúa Kópavogs um að þeir uppfylli fyrir þá gróðavonina á kostnað lífsgæða sinna. Mynd_2007-07-02_15-53-18

 NonhaedBaenahus2


mbl.is Vilja ekki að háhýsi rísi á Nónhæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég trúi ekki á álfa og huldufólk, ég veit að slíkar verur eru til, og margar fleiri.  Það er bara svívirðilegt að koma svona aftan að fólki, eins og hér virðist eiga að eiga sér stað.  Einhverjir Gullfingur ef til vill að verki ?

Ég veit líka að vættir geta gert usla, sé þeim ofboðið á einhvern hátt, og ég vona svo sannarlega að það verði raunin þarna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2007 kl. 18:50

2 identicon

Þessi grein eftir Egill Helgason er áhugaverð fyrir þig að skoða og þá sérstaklega það sem fjallar um þéttleika byggaðar í Reykjavík

http://eyjan.is/silfuregils/2005/05/08/hvi-er-reykjavik-svona-ljot/

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 09:21

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk Magnús, ég hef ekki myndirnar sem Egill birti en um textann er ég um margt sammála. Egill vísar til þess að þéttleiki almennilegra gamalla gróinna borga í Evrópu sé 80 íbúar á hektara, en eins og sjá á á töflunni hér ofar þá var þéttleiki byggðar á Nónhæð árið tvöþúsund 125 íbúar á hektara og þá er meðtalið allt land, öll græn svæði og allar götur og gangstéttar.
Ég er sammála Agli um að vald verktakanna er að eyðileggja þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu og frá mínum sjónarhóli sérstaklega í Kópavogi. Ákvarðanir eru ekki teknar í heildarsamhengi heldur bút fyrir bút en eins og Egill bendir á í þessari 2ja mánaða gömlu grein þarf umhverfið að vera fallegt og aðlaðandi til að skapa lífsgæði, það er hluti af gæðum allra sem í þéttbýlinu búa. Það er lykilatriði að laða borgarbúa til útvistar - það þýðar ekki að reka fólk til útveru í geldu umhverfi. Samkvæmt könnun sem birt var í bæklingi Kópavogsbæjar um útivistarsvæði notar mestur meirihluti Kópavogsbúa útivistarsvæðin vikulega eða oftar og oftast til gönguferða. Mest notar fólk þau svæði sem eru næst heimilum sínum og þeir sem búa næst góðum útvistarsvæðum eru líklegri til að stunda útivist en aðrir.
Sagt hefur verið að Central Park í New York sé dýrasta óbyggða land veraldar en um leið að Central Park eigi mikinn þátt í að gera land í New York að dýrasta landi í heimi. Jafnvel þegar New York borg rambaði á barmi gjaldþrots fyrir um 15 árum kom auðvitað aldrei til greina að selja Cetral Park undir byggingaland þó þar mætti losa mikinn pening, - því Central Park skapar New York og New York skapar Central Park. Ef þessa stóra garðs nyti ekki við með öllu sínu hvers virði væri New York borg þá? Hvernig myndi borgin þróast eftir það ef garðurinn yrði seldur undir þétta stórhýsabyggð?
Annars er eitt atriði sem hörðustu háhýsamenn Íslands virðast oft vilja gleyma þ.e. sólarhæðin og lengd skuggasvæða í nyrstu höfuðborg jarðar. Í borgum miklu sunnar en við búum svo sem bæði í London og París eru samt aðeins eitt og eitt hús sem rísa uppúr annars lágreistri borgarmyndinni. Íbúðir eru líka byggðar stærri nú en voru byggðar fyrrum og gleymum ekki að götur eru svo þröngar og afkastalitlar í gömlum miðborgum að t.d. í London þarf að greiða aðgangseyri að borginni fyrir bíla, til að draga úr bílaumferð um hana. Svo það er rangt að ímynda sér að miðborg Reykjavíkur geti orðið vel heppnuð ef á að líkja beint eftir hvort sem væri gömlum miðborgum suðlægari borga í Evrópu eða nýjum Manhattan-stil suðlægari miðborga í USA. Við verðum að finna okkar lausn.
Í Benidorm á Spáni skín sólin niður á milli háhýsanna svo dugir vel til sólbaða stóran hluta dags vegna þess hve sunnalega borgin er og hve hátt sólin rís .
Að laða fólk til að nota almenningssamgöngur er eitt lykilatriða fyrir þéttingu Reykjavíkur svo ekki þurfi sífellt meira og meira pláss undir umferðamannvirki. Það var því góð ákvörðun Gunnars Birgissonar að hafa ókeypis í strætó en fleira þarf til. - Hér við Nónhæð er klúðurlslegt strætókerfi t.d. er leið 2 (sú sem fer hér um hverfið og framhjá Smárlind) eina stofnleiðin (leiðir 1-6 eru stonfleiðir) sem ekki fer niður á Lækjartorg og í framhaldsskóla- og háskólahverfin heldur fer í múlahverfið eins og íbúar þessa hluta Kópavogs séu sérstaklega líklegri en aðrir til að þurfa þangað. Það þýðir líka slaka strætóþjónustu fyrir Smáralind og athafansvæðin hér íkring og meiri þörf fyrir bílaumferð og umferðamannvirki en annars væri.
En svo ég ítreki það þá talar Egill um að almennilegar borgir í Evrópu hafi 80 íbúa á hektara en á Nónhæð voru þegar árið 2000 orðnir 125 íbúar á hektara á Nónhæð, það þarf því ekkert að þétta hér og lífsgæði í þéttri byggð byggja ekki síst á opnum aðlaðandi svæðum.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.7.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband